Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986 Dagmar Jóns- dóttir — Minning Fædd 12. ágúst 1895 Dáin 7.maf 1986 Það er auðvitað aldrei hægt að meta þau áhrif sem maður verður h fyrir frá öðrum. Eitt er þó víst, að . ég á ömmu Dagmar margt að þakka. Veruleg kynni okkar hófust árið ' 1969 þegar ég hóf skólagöngu í Reykjavík. Hún var 74 ára og ég ) 14 en þrátt fyrir aldursmuninn átt- um við vel saman. Ég bjó hjá henni næstu 6 árin og eftir að ég stofnaði heimili leið varla sú vika að við hittumst ekki. Amma hélt andlegu atgervi til dánardægurs. Hún var mjög sjálf- stæð og hélt sitt heimili, gat ekki hugsað sér að vera upp á aðra komin. Hún var alla tíð dugleg og hugulsöm og hélt sambandi við ættingja og vini. Jafnvel vandalaus- ir, sem áttu við tímabundna erfíð- leika að stríða, kjmntust hugulsemi hennar og trygglyndi. Eftir að vin- um hennar í eigin aldurshópi fækk- aði ræktaði hún vináttu við yngri kynslóðina, bæði innan Qöldskyld- unnarogutan. Hún sat aldrei auðum höndum. Amma fór á pijónanámskeið á ní- ræðisaldri og taldi út í saum alla tíð. Amma var tiygg, öguð og já- kvæð. Hún hafði ákveðnar skoðanir ef því var að skipta. Hún brást við hveijum vanda af einurð og festu. En efst í huga mér er ég kveð þessa miklu konu er þakklæti. Arnhildur Asta Jósafatsdóttir Látin er föðursystir mín, Dæja frænka eins og við systkinin nefnd- um hana, og verður hún jarðsungin í dag frá Fríkirkjunni. Hún var átt- unda bam hjónanna á Gamla- Hrauni á Eyrarbakka, Jóns Guð- mundssonar og Ingibjargar G. Jóns- dóttur, en þeim varð sautján bama auðið. Af þeim systkinum eru nú 4 systur á lífí. Oft var hart í ári hjá þeim afa og ömmu eins og hjá öðru alþýðufólki á þeim tíma og þurftu bömin að fara að vinna fyrir sér um leið og þau höfðu orku til. Sum fóm í fóstur um lengri eða skemmri tíma. Dæja var fímm ára er hún var tekin í fóstur af Þórði Snorra- syni verslunarmanni í Káragerði á Eyrarbakka og konu hans, Sigríði Jónsdóttur. Þar fékk hún gott atlæti og var alin þar upp til fullorðins ára sem einkabam. Dæja vann algeng störf bæði úti og inni og var m.a. kaupakona á Löngumýri á Skeiðum og bast því heimili traust- um vináttuböndum. Dæja lærði síðan herrafatasaum á Eyrarbakka sem þótti þá góður skóli ungri stúlku. Dæja giftist árið 1917 Valgeiri trésmiðameistara og verkstjóra Jónssyni Sigurðssonar frá Melshúsum á Eyrarbakka. Hann var fæddur 1890. Þau bjuggu lengst af á Snorrabraut 75 hér í Reykjavík. Þau eignuðust 4 böm. Elst er Sigríður Þóra prófessor, ekkja Hjörleifs prentara Baldvins- sonar. Þau eignuðust 3 böm. Næst elst er Ingibjörg, maki hennar er Richard Ferrintino og em þau bú- sett í Bandaríkjunum. Þau eiga 3 syni. Næst í röðinni er Guðrún Júl- ía, hún var gift Jósafat Amgríms- syni frá ísafírði og eiga þau 4 böm. Þau skildu. Hún er nú kaupmaður í Keflavík. Yngst bama Dæju og Valgeirs er Geir, jámsmiður á Stokkseyri, kona hans er Auður J. Gunnarsdóttir og eiga þau 5 böm. Geir átti 1 son fyrir hjónaband. Bamaböm Dæju em nú 14 að tölu, og hafa þau löngum átt athvarf hjá ömmu sinni. Dæja varð fyrir þeirri sorg að missa mann sinn árið 1950 er hún var á miðjum aldri. Hún hafði alla tíð verið húsmóðir, hugsað um mann sinn og böm af mikilli alúð og myndarskap. Hún lét ekki bugast þegar Valgeir féll frá, heldur fór að vinna á saumastofu við herrafatasaum og síðan í þvotta- húsi Landspítalans og vann þar í ein 16 ár. Faðir minn, Guðni Jónsson, var systur sinni og mági ævinlega þakklátur fyrir aðstoð þeirra er hann var við nám í Menntaskólan- um. Þau gáfu föður mínum fæði og húsnæði í tvo vetur og má það hafa riðið baggamuninn að hann t Móðirokkar, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Gesthúsum, Alftanesi, lést á Hrafnistu í Reykjavík aö kvöldi 14. maí sl. Ólafur Jensson, Ketill Jensson, Guðfinna Jensdóttir. Kona min og móðirokkar, t FRIÐMEY JÓNSDÓTTIR, andaðist í sjúkradeild Hrafnistu, Hafnarfirði, að morgni fimmtu- dagsins 15. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Viktor Björnsson, Jóna Ágústa Viktorsdóttir, Bjöm Viktorsson, Þóra Viktorsdóttir, Alfreð Viktorsson, Lilja Viktorsdóttir. t TÓMAS R. JÓNSSON, Blönduósl, lést 10. maí. Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju 17. maí kl. 16.00. Ragnar Ingi Tómasson, Anna Guðmundsdóttir, Ásta Heiður Tómasdóttir, Nanna Tómasdóttir, Skúli Pálsson, Kristin B. Tómasdóttir, Einar Kristjánsson og fjölskyldur. t Elskulegur sonur okkar og bróðir, SVEINBJÖRN BREIÐFJÖRÐ EIRÍKSSON, Hallveigarstfg 10, Reykjavík, áður Hegranesi 26, Garðabæ, andaðist í Landakotsspítala þann 14. maí sl. Útförin veröur auglýst síöar. Eirikur Guðmundsson, Rakel Sveinbjörnsdóttir og bræður hins látna. f t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA LOFTSDÓTTIR, Suðurgötu 36, Sandgerði, sem andaðist laugardaginn 10. maí, verður jarðsungin frá Hvals- neskirkju laugardaginn 17. maí kl. 16.00. Fyrir hönd aöstandenda, Gylfi Gunnlaugsson. Jóhanna A. Jónsdóttír frá Möðrudal—Minning Fædd 16. janúar 1907 Dáin 6. maí 1986 Mig langar að minnast ömmu minnar, Jóhönnu Amfríðar Jóns- dóttur, með nokkrum orðum. Nú þegar hún er horfín af sjónarsviði þessa heims, ri^ast upp margar minningar frá liðnum árum. Heim- sóknir mínar til Reykjavíkur á Lindargötuna til afa og ömmu. Alltaf þegar maður kom biðu manns opnir armar og ekki má gleyma öllum þeim kræsingum sem biðu manns. Afí minn, Jón E. Jóhannes- son, dó 5. október 1981. Það var mikill missir en það sem maður huggaði sig við, það var að hafa ömmu, þessa góðu og glaðlyndu konu, það var svo gaman og fræð- andi að tala við hana, hún vissi svo margt. Megi friður og ró ríkja yfír sálu ömmu minnar. Alma Dögg Jóhanna Amfríður Jónsdóttir frá Möðrudal hefur nú lokið lífsgöngu sinni hér á jörð. Hún var fædd í Rangárlóni í Jökuldalsheiði, N-Múlasýslu, þann 16. janúar 1907 og lést þann 6. maí síðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu. Hún hafði fengið heilablæðingu og í kjölfar hennar kom svo lömun. Líkamskerfi fólks' er veikara fyrir eins og vitað er þegar fólk eldist. Kynni okkar urðu ei löng því hún fluttist hingað á Laugaveg 143 þann 1. febrúar sl. Hún var því búin að vera röska þijá mánuði undir sama þaki og ég. í þau skipti sem við raeddum saman var hún alltaf hress og kát. Ég fékk eitt sinn að vita það frá henni að hún hafði jmdi mikið af harmonikkuspili og fleira. Líka var hún hógvær og af hjarta lítillát. Austfírðingur var hún fram í fíngurgóma. Ég vil votta öllum hennar nán- ustu mína dýpstu samúð í sorg þeirra. Ég bið góðan Guð að styrkja aþá og styðja, vemda og blessa. Sigrún Sturlaugs- dóttir — Minning Fædd 13. júlí 1918 Dáin 9. maí 1986 í dag er til moldar borin tengda- móðir mín og vinur minn, Sigrún Sturlaugsdóttir. Hún lést eftir skamma legu á sjúkrahúsi án þján- inga, en langt um aldur fram. Sigrún fæddist í Stykkishólmi þ. 13. júlí 1918 og var því tæpra 68 ára gömul er hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Bjamadóttir og Sturlaugur Einars- son. Ung að ámm fluttist Sigrún til Reykjavíkur og giftist Siguijóni Sigurðssyni, byggingameistara, en Siguijón lést árið 1968, þá aðeins 62 ára gamall. Fráfall Siguijóns varð henni mikið áfall sem segja má að hún hafí kannski aldrei náð sér að fullu eftir, en tíminn dró þó úr sársaukanum og örin urðu ekki eins greinileg. Sorgin knúði aftur dyra hjá Sigrúnu árið 1978 en það ár missti hún næstyngsta bam sitt, Harry. Dauði hans varð einnig verulegt áfall fyrir hana og var Harry sárt syrgður af henni og systkinum sínum, enda sárt að sjá á bak 32 ára syni og bróður. Sigrún bugaðist þó aldrei, þótt andbyrinn væri mikill og á tíðum napur. Sigrúnu og Siguijóni varð 5 bama auðið og eru 4 á lífí, 2 dætur og 2 synir. Báðar dætumar og annar sonurinn era gift en öll era bömin búsett í Reykjavík og á Seltjamamesi. Bamaböm Sigrúnar era 8 talsins og ber það yngsta nafn ömmu sinnar og bamabama- bömin era 3. Það fór ekki mikið fyrir Sigrúnu heitinni og hún flíkaði ekki tilfínn- ingum sínum. Hennar starf var unnið í kyrrþey og innan veggja heimilisins. Fyrir um það bil 10 áram hóf Sigrún sambúð með eftir- lifandi sambýlismanni slnum^ Einari Ermenrekssyni múrara. A milli þeirra var ávallt kært og var Einar Sigrúnu svo sannarlega betri en enginn. Það er með trega í huga sem ég nú kveð ágæta tengdamóður mína og flyt henni þakkir fyrir allt það góða sem hún gerði mér og mínum. Aðeins hálfum mánuði áður en hún dó spurði hún okkur hjónin frétta gat þá haldið áfram námi. Samt var þar ekki auður í garði. Hún sýndi honum jafnan systurlega umhyggju og ekki síst eftir að hann löngu síðar missti heilsuna. Við systkinin viljum á þessari stundu, færa henni sérstakar þakkir fyrir allt, sem hún gerði fyrir hann. Dæja frænka var alla tíð glæsileg kona jafnt I útliti sem fasi, alúðleg, skilningsrík og hreinljmd. Dæja var hraust lengst af ævinn- ar, minnug og ættrækin, fylgdist vel með sínu fólki heima og erlendis. Bróðursonur hennar Guðni K. Gunnarsson, verksmiðjustjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum, sem lést 1984, átti heimili hjá Dæju og Valgeir í 3 vetur meðan hann var í Menntaskól- anum og sýnir það enn ættrækni hennar og myndarskap. Dæja ferðaðist mikið eftir að hún hafði náð háum aldri t.d. heimsótti hún dótturdóttur sína í Svíþjóð eftir áttræðisafmælið og til Bandaríkj- anna fór hún 75 ára gömul og naut hún þess í ríkum mæli. Síðastliðin íjögur ár átti hún við heilsuleysi að stríða en hún hélt fullri reisn til endadægurs. Um leið og ég votta bömum Dæju og ættingjum samúð mína með þessum fátæklegu orðum kveð ég kæra frænku og er þess fullviss að gott bíði góðrar konu. Þóra Guðnadóttir Hann veiti og það þeim er Hann einn veit að þau þrá og þarfnast nú og um ókomna tíma. Blessuð sé minning hennar. Steingrímur Kristjónsson af dóttur okkar sem um þessar mundir er í Ameríku. „Hvenær kemur Helga heim? Ég hlakka svo til að sjá hana.“ Sigrún og Helga hittast ekki framar í þessum heimi. Minning Sigrúnar lifír í huga okkar sem þekktum hana. Ég flyt bömum hennar og sambýlismanni samúðarkveðjur. Ólafur Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.