Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 29

Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1986 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ftitstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Kjarnorkuslysið Frásagnir af þeim ótta, sem gripið hefur um sig vegna kjamorkuslyssins í Sovétríkjun- um, minna okkur á þá staðreynd, að fjarlægðir mældar í kílómetrum eru hættar að skipta sama máli og áður í samskiptum og sambúð ríkja. Djúp milli þjóða og ríkja myndast nú fremur vegna stjóm- mála, valdabaráttu og hugmynda- fræði en landfræðilegra að- stæðna. Sú hlið á kjamorkuslys- inu, að Sovétstjómin skyldi ætla að halda því leyndu, minnir okkur enn á skuggahlið sovéska ein- ræðisins. Sem betur fer hafa fyrstu frá- sagnir af þeirri hættu, sem af slysinu kynni að leiða, reynst orðum auknar. Hræðslunni, sem þær höfðu í för með sér, hefði mátt halda f skefjum, ef Sovét- menn hefðu strax lagt spilin á borðið og greint skilmerkilega frá því, sem gerðist í Chemobyl. Á undanfömum ámm hefur skipu- lega verið unnið að því af fjöl- mörgum samtökum á Vesturlönd- um að gera almenningi grein fyrir hættunum, sem kjamorkan hefur í för með sér. Rökum þeirra, sem em fylgjandi því, að þessi mikli orkugjafi sé nýttur hefur ekki verið haldið jafn mikið á lort. í stuttu máli má segja, að jarðveg- urinn hafí verið plægður fyrir óttafull viðbrögð, ef fréttir bæmst af óeðlilegri og jafnvel hættulegri geislavirkni. Að sumu leyti hefur uppskeran undanfamar vikur borið þess merki. Morgunblaðið birtir í dag upp- lýsingar frá landlækni, sem sýna mat heilbrigðisyfírvalda á því, hvar hætta er á ferðum vegna slyssins. Af þeim sést, að ástæðu- laust er að óttast geislavirkni á þeim stöðum, sem íslendingar sækja helst. Sérfræðingar á veg- um Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar hittust á dögunum í Kaup- mannahöfn til að ræða viðbrögð stjómvalda vegna slyssins í Chemobyl. í stuttu máli var niður- staða þeirra sú, að evrópskar rík- isstjómir hefðu gripið til of harka- legra gagnráðstafana. Á hitt er ekki minnst, að almenningur og íjölmiðlamenn lögðu hart að þeim, sem bera ábyrgð á öryggi borgar- anna í tilvikum sem þessum, að sýna fulla gát. Við fundum smjör- þefínn af þessu, þegar bandaríska vikuritið Newsweek birti kort, sem átti að sýna, að geislavirkt ský væri í nágrenni við Island eða yfír landinu. Islenskir veðurfræð- ingar mótmæltu þessu korti en engu að síður var ákveðið af stjómvöldum að hefja geislamæl- ingar hér á landi; annað þótti ekki forsvaranlegt vegna kröfu borgaranna um að fyllsta öiyggis sé gætt. Af ræðu Mikhails Gorbachev um kjamorkuslysið má ráða, að Sovétstjómin ætli að reyna að nota sér það í áróðursstríðinu við Bandaríkjastjóm. Jafnt í þessu tilviki sem öðrum em Kremlveijar með hugann við vígbúnað. Það er fráleitt að setja jafnaðarmerki á milli tilrauna með kjamorku- vopn og slyssins í Chemobyl. Með því að gera það er Gorbachev í raun að gera alltof lítið úr hættu- legum afleiðingum slyssins; raun- ar veit enginn enn, hveijar þær eru fyrir þá, sem búa í næsta nágrenni við orkuverið. Kjamorkuslysið minnir okkur Islendinga enn einu sinni á það, að fjarlægðin frá meginlöndum skiptir ekki lengur sama máli fyrir okkur og áður. Við getum þakkað fyrir, að geislavirkni varð ekki svo mikil, að hún ógnaði okkur eða hefði áhrif á sjávarlíf við landið. Á öllum sviðum verða þjóðimar háðari hver annarri. Þess vegna er það brýnna en nokkru sinni fyrr, að tortryggni sé útrýmt í samskiptum þeirra. Að þessu leyti hafa Sovétmenn enn einu sinni bmgðist hrapallega með þeirri leyndarhyggju, sem setti svip á viðbrögð þeirra við slysinu í Chemobyl. Hvort heldur rætt er um kjamorkuver eða kjamorku- vopn er aðeins unnt að útrýma ótta, ef staðreyndir em lagðar á borðið og færi gefíð til að sann- reyna þær, ef ástæða þykir. Skotið yfir markið Aróður Þjóðviljans gegn því að Reykvíkingar gæti hags- muna sinna á Nesjavallasvæðinu með það í huga, að nýta orkuna þar fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, er með þeim hætti, að ljóst er, að allt annað vakir fyrir blaðinu en málefnaleg umræða. Þjóðvilja- menn og frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins hafa skotið yfír markið í þessu máli. Á vegum borgaryfírvalda vinna sérfræðingar að því að rannsaka afl, orku og nýtingartíma Nesja- vallasvæðisins. Ákvarðanir um virkjanir verða teknar, þegar nið- urstöður rannsóknanna liggja fyrir. Markmiðið er að tryggja Hitaveitu Reykjavíkur afl og orku og fínna hagkvæmustu leiðina til þess. Aflþörf veitunnar vex nú um 20 megawött á ári. Það er í senn furðuleg skamm- sýni og ótrúlegt ábyrgðarleysi að beijast gegn því dag eftir dag, þegar tekist er á um fylgi Reyk- víkinga, að Hitaveitu Reykjavíkur séu tiyggðar orkuiindir til fram- búðar. Veitan er eitt best rekna og öflugasta fyrirtæki landsins. Á tímum vinstri stjómar í Reykjavík var að vísu reynt að grafa undan Hitaveitu Reykjavíkur og veikja hana; sú aðför mistókst. Aðförin nú hlýtur einnig að mistakast. Efnahagsbatinn 1986: Skammgóður vermir eða varanlegar umbætur? eftirJón Sigurðsson Á fyrstu mánuðum þessa árs hafa orðið mikil tíðindi í íslenskum efnahagsmálum. Aldrei þessu vant eru fréttimar af þessum vettvangi ekki eintóm raunarolla. Það hefur rofað til, og útlitið er sæmilega bjart. Ytri vaxtarskilyrði þjóðarbúsins hafa batnað verulega með bættum viðskiptakjörum. Olíuverð hefur lækkað og útflutningsmarkaður er hagstæður, þótt fallandi gengi Bandaríkjadals dragi nokkuð úr. Heima fyrir náðust í febrúar samn- ingar um nýtt fískverð og heildar- samningar á vinnumarkaðnum. Þessir samningar ásamt samkomu- lagi um stöðugleika í gengi krón- unnar og íjármálaaðgerðir í kjölfar þeirra, hafa valdið snöggri lækkun á hraða verðbólgunnar hér á landi. Síðast en ekki síst fer fískafli nú vaxandi þriðja árið í röð. Þessir atburðir utanlands og innan gefa tilefni til nokkurrar bjartsýni um þjóðarhag. Á árunum 1984 og 1985 var reyndar þegar hafínn bati á mörgum sviðum efnahagsmála og lífskjör fóru batnandi. Hins vegar tókst ekki að ná umtalsverðum og varanlegum árangri til lausnar tveimur þrálátum meginvandamál- um hér á landi: Verðbólgu og við- skiptahalla. Hinar gagngeru breyt- ingar í ársbyijun 1986 vekja vonir um, að nú gefist færi til að breyta hinni dapurlegu dagskrá verðbólgu og erlendrar skuldasöfnunar og búa í haginn fyrir farsæla efnahags- þróun í framtíðinni. Ég ætla að fara nokkrum orðum um efnahagshorfur fyrir þetta ár, fyrst á alþjóðavettvangi og svo heima fyrir. Efnahagshorfur erlendis í búskap þjóðar, sem er jafn háð utanríkisverslun og íslendingar, skiptir efnahagsþróun í öðrum lönd- um miklu máli. Mynd af efnahags- horfum hér á landi verður ekki dregin upp með skynsamlegum hætti nema byggt sé á vitneskju um framvindu í efnahagsmálum annarra þjóða á sama tíma. Margt bendir til þess, að það hagvaxtarskeið, sem staðið hefur í helstu iðnríkjum heims í þijú ár, haldi áfram með auknum krafti og alþjóðaviðskipti fari vaxandi. I fyrra, sem var þriðja árið frá því uppsveifla hófst í efnahag iðnríkj- anna, dró nokkuð úr hagvexti fram- an af ári og horfði heldur þunglega um framhaldið. En á síðari hluta ársins og í byijun þess árs snerist hagþróunin til betri vegar. I sept- ember 1985 náðu fjármálaráðherr- ar fimm stærstu iðnríkja Vestur- landa (Bandaríkin, Japan, Vestur- Þýskaland, Bretland og Frakkland) samkomulagi um stefnu í gengis- og efnahagsmálum, sem miðaði að því að lækka gengi Bandaríkjadals gagnvart Evrópumyntum og jap- önsku yeni, en skyldi jafnframt stuðla að auknum stöðugleika á gjaldeyrismarki. Á Bandaríkjaþingi voru í árslok 1985 samþykkt um- deild lög til að draga úr fjárlaga- halla í áföngum á nokkrum næstu árum (Gramm-Rudman—Hollings- Act). Þessir viðburðir marka þátta- skil. Fjárlagahaili Bandaríkjanna hefur verið undirrót misvægis í efnahagsmálum bæði þar í landi og á alþjóðavettvangi, sem meðal annars hefur valdið hækkun raun- vaxta og háu gengi Bandaríkjadals. Samræmd efnahagsstefna stóru iðnríkjanna fimm hefði að líkindum smám saman leitt til betra jafn- vægis. En hætt er við að dregið hefði úr hagvexti við framkvæmd hennar. Evrópumenn og Japanir voru og eru ófúsir að auka opinber útgjöld, lækka skatta eða slaka á aðhaldi í peningamálum í sínum löndum til þess eins að taka upp slakann í heimseftirspurn sem myndast kann vegna aukins að- halds í fjármálum í Bandaríkjunum. Ástæðan var auðvitað sú, að þeir óttuðust, að slíkum aðgerðum fylgdi verðbólga. Olíuverðlækkunin í árs- byijun kom því eins og sending af himnum ofan og gaf þá innspýtingu í atvinnulíf iðnríkjanna, sem þörf var á til þess að hagvöxtur héldist í horfí, samfara minnkandi verð- bólgu. Uppsveiflan í efnahag iðn- ríkjanna síðustu þijú árin er ólík fyrri slíkum að því leyti, að verð- bólga hefur stöðugt farið lækkandi. Fjórða vaxtaárið 1986 verður eins að þessu leyti. Lækkun olíuverðs, sem kom svo skyndilega um síðustu áramót, átti sér langan aðdraganda. Miklar tæknibreytingar hafa orðið á síð- asta áratug sem miða að því að spara olíu og nýta aðra orkugjafa í hennar stað. Þetta verkar smám saman á eftirspum eftir olíu. Reyndar hafði hráolíuverð farið lækkandi hægt og sígandi frá því það var hæst árið 1981. En olíu- verðið hríðféll svo á fyrstu vikum þessa árs og er um þessar mundir komið niður í eða jafnvel niður fyrir það verð, sem gilti fyrst eftir fyrri olíukreppuna á áttunda áratugnum. Það sem réði úrslitum var það, að Saudi-Arabar voru orðnir lang- þreyttir á að halda olíuverðinu uppi fyrir aðra með því að takmarka sína eigin framleiðslu. Saudi-Arabar báru í rauninni hitann og þungann af framleiðslutakmörkunum OPEC, meðan ýmsir aðrir olíuframleiðend- ur seldu alla þá olíu, sem þeir gátu losnað við á ríkjandi verði. Saudi- Arabar geta nú hins vegar haldið sömu útflutningstekjum og áður, eða jafnvel aukið þær, þrátt fyrir verðfallið, með því að dæla meiri olíu upp úr sandinum hjá sér, þar sem hún er ríkuleg og eins og sjálf- rennandi samanborið við fyrirhöfn- ina við að ná olíu úr Norðursjávar- botni. Bjartsýni í hagspám Þetta er í örstuttu máli baksvið þeirra miklu breytinga í bjartsýnis- átt, sem orðið hafa að undanfömu á hagspám alþjóðastofnana og annarra, sem við slíka spádóma fást. Flestum ber nú saman um, að hagvöxtur í iðnrOgum verði 3—3 ‘/2%þetta ár, og ekki minni næsta ár. Þá er búist við því, að milliríkja- viðskiptin í heiminum aukist um 4—5% árið 1986 og svipað næsta ár. Verðbólga í iðnn'kjum er talin muni verða um 3—3‘/2%á árinu, sú minnsta í tuttugu ár. Libor-vextir (millibankavextir í London, sem eru algeng viðmiðun í lánssamningum) á lánum í Bandaríkjadölum eru taldir verða til jafnaðar um eða innan við 7‘/2% á árinu. í apríl sl. var meðaltal þessara vaxta reyndar um eða innan við 7%, en árið 1981 voru þeir næstum 17% og yfir 11% Jón Sigurðsson árið 1984. Þótt atvinnuleysi sé enn mikið í Evrópu, fer atvinna þar nú vaxandi í fyrsta sinn í fimm ár. Þessar almennu horfur og ýmis sérstök atriði, sem snerta ísland, valda því, að bjartara virðist fram- undan fyrir íslenskan þjóðarbúskap en um margra ára skeið. En ýmislegt er þó óvissu háð í þessum forsendum. Veruleg óvissa ríkir um þróun olíuverðs, jafnvel þetta ár, og enn frekar á komandi árum. í spám alþjóðastofnana er yfirleitt gert ráð fyrir því, að verð á hráolíufati verði á bilinu 15—20 Bandaríkjadalir á þessu ári og því næsta. Þetta verð er þessa stundina neðan við 14 dali hvert fat, en flest- ar erlendar efnahagsspár eru mið- aðar við 15 dali. Til samanburðar má nefna, að verð á hráolíu var að meðaltali um 27'A dalur í fyrra. Óvissa ríkir einnig um gengi helstu gjaldiniðla. Gengi Banda- ríkjadals virðist enn standa höllum fæti á alþjóðagjaldeyrismarkaði, þótt margir teldu, að það hefði þegar I apríl fallið svo mikið, að framundan væri kyrrlátara tímabil. Erfítt er um þetta að spá, en ætli sé ekki óhætt að segja, að varla sé von á verulegri lækkun gengis dalsins til viðbótar á þessu ári, hvað sem síðar kann að verða. Gengi hans hefúr nú lækkað um nálægt 25% frá því það fór hæst í byijun mars í fyrra. Lækkandi gengi Bandaríkjadals er eitt út af fyrir sig áhyggjuefni hér á landi, fyrst og fremst vegna þess, að það skerð- ir tekjur mikilvægustu framleiðslu- greinar sjávarútvegsins, ftystiiðn- aðarins. Hingað til hefur þó önnur hagstæð þróun, lækkun vaxta á alþjóðapeningamarkaði, lækkun ol- íuverðs og nokkur hækkun útflutn- ingsverðs afurðanna vegið á móti. Við launasamningana í febrúar var gert ráð fyrir, að frystihúsin fengju kr. 42,30 fyrir hvem Bandaríkjadal. í dag, 14. maí, fá þau kr. 40,50, eða næstum 4*/2% minna. Þegar á það er litið, að reksturinn stóð í jámum, þegar samið var, sést vel, hversu alvarlegt mál hér er á ferð. Rétt viðbragð við þessum breyting- um er vitaskuld að leita inn á Evrópu- og Japansmarkað, þar sem gengi fer hækkandi eða leita eftir verðhækkun í Bandaríkjunum. Hvort tveggja hafa útflytjendui gert. En auðvitað eru því takmörk sett hverju hægt er að breyta í þessu á skömmum tíma. Þá er að því að gæta, að staða íslensku fyrirtækjanna á Bandaríkjamarkaði er, þegar til lengri tíma er litið, án efa undir því komið, að þau haldi nú tryggð við hann. Fall Banda- ríkjadals að undanförnu veldur vissulega íslenskum útflutningsat- vinnuvegum erfíðleikum um sinn, en þegar til lengdar lætur er þessi gengislækkun Bandaríkjadals án efa góðs viti. í fyrsta lagi dregur hún úr áhrifum þeirra öflugu þrýsti- hópa í Bandaríkjunum, sem krafíst hafa hafta á innflutning frá öðmm löndum. I öðm lagi dregur hún úr viðskiptahalla Bandaríkjamanna gagnvart öðmm þjóðum, og þar með úr þörf þeirra fyrir erlent láns- fé. Loks er hún til marks um árang- ursríkt samstarf iðnríkjanna um samræmda stefnumörkun í alþjóð- legum efnahagsmálum, en á það hefur mjög skort á síðustu ámm. Efnahagshorfur á Islandi En víkjum nú nánar að efnahags- horfum hér á landi þetta ár. Síðustu spár um þjóðarhag em byggðar á því að sjávarafli aukist um 5% frá í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins varð aflaverðmæti reiknað á föstu verði 1772% meira en í fyrra. Það er vandasamt að bera saman árs- þriðjunga og álykta af þeim saman- burð um árið allt, en óhætt er þó að segja, að ekkert bendi nú til þess að það sé of mikil bjartsýni, að spá 5% aukning sjávarvömfram- leiðslu á þessu ári. Miðað við afla- kvóta og aðra vitneskju um þróun framleiðslu er því nú spáð, að lands- framleiðslan aukist um 3’/2%, eða svipað og undanfarin tvö ár. Þjóðar- tekjur aukast að líkindum mun meira en framleiðsla, eða um 5%, vegna þess að batnandi viðskipta- kjör auka kaupmátt útflutnings- tekna gagnvart innflutningi um sem næst 5%. Hér gætir áhrifa verðfalls á olíu og hækkunar físk- verðs erlendis að undanfömu. Auk þess er þegar fram komin lækkun vaxta á alþjóðalánamarkaði partur af þessu dæmi. Það skiptir þó miklu, að gengi Bandaríkjadals lækki ekki til muna frá því sem nú er. Standist þessar spár ( — en fátt bendir nú til annars —) verða þjóð- artekjur á mann á þessu ári svipað- ar og við upphaf níunda áratugar- ins. Það er að segja fyrir afturkipp- inn sem varð árin 1982 og 1983. Verðbólgan Verðbólgan gekk í bylgjum í fyrra. í ársbyijun reis hún upp í 50% árshraða í kjölfar kjarasamn- inga og gengislækkunar haustið 1984. Hún seig svo niður í 30% um mitt árið, en fór ekki niður úr því á árinu. Verðlækkun varð nálægt þriðjungi bæði frá upphafi til loka árs 1985 og að meðaltali milli áranna 1985 og 1984. Nú eru horfur um verðþróun hins vegar gjörbreyttar og útlit fyrir, að verð- bólga verði um eða innan við 10% frá upphafí til loka árs, sem er minnsta árshækkun verðlags í hálf- an annan áratug, eða frá árinu 1971. Þetta eru meginniðurstöður verðlagsspár, sem Þjóðhagsstofnun gerði í lok febrúar, og tók mið af nýgerðum kjarasamningum og fylgiaðgerðum þeirra. Því var spáð, að hækkun framfærsluvísitölu frá upphafí til loka árs 1986 verði ná- lægt 9%, en meðalhækkun verðlags milli áranna 1985 og 1986 um 20—21%. Hækkun byggingarvísi- tölu er talin verða heldur meiri, eða um 10—11% frá upphafí til loka ársins, en 23% að meðaltali. Niður- staða vísitölureikninga Hagstof- unnar og Kauplagsnefndar í mars og aprfl var í góðu samræmi við spána. Spá Þjóðhagsstofnunar í febrúar gerði ráð fyrir, að vísitala framfærslukostnaðar yrði nálægt — en þó fremur ofan við það svo- nefnda rauða strik, sem sett var í febrúarsamningana. En í samning- unum var sá skilmáli, að kaupliðir skyldu teknir til endurskoðunar í ijósi framvindu í efnahagsmálum, ef vísitalan færi fram úr ákveðnu marki. Eins og kunnugt er af frétt- um fór framfærsluvísitalan rúmlega '/2% fram úr markinu í maíbytjun.- Ég ætla ekki að spá neinu um það, hvort þetta muni leiða til breytinga á launatöxtum. Það má þó benda á það sem gleðlegan vitnisburð um breyttar horfur og hugarfar, að- menn sitja nú á rökstólum og ræða í alvöru, hvernig bregðast skuli við því, að verðhækkun fer á ársfjórð- ungi '/2% framúr fyrri áætlun. Aðilar málsins hafa ekki gert upp hug sinn, en ég tel óhætt að full- yrða, að þótt svona hafí farið nú, sé enn ekki ástæða til að endur- skoða meginatriði verðlagsspárinn- ar fyrir árið allt. Bjöminn er þó ekki unninn enn. Nýleg fyrirspumarkönnun Hag- vangs sýndi, að almenningur hafði ekki sannfærst um það í marsbyij- un, að verðbólga færi niður fyrir 10% á árinu. Og jafnvel þótt það takist, sem við verðum að vona, er enn breitt bil milli verðbólgu á Is- landi og í helstu viðskiptalöndunum. Þetta bil verður að hverfa á næstu misserum, ef vel á að vera. Reynsla síðustu mánaða sýnir. að með samstilltu átaki er hægt að breyta verðbólguvæntingum aimennings. I marsbyijun taldi meirihluti þeirra, sem Hagvangur spurði, að verð- hækkun frá upphafi til loka árs yrði á bilinu 15—20%. í árslok 1985 spáðu mörg fyrirtæki og samtök í atvinnulífinu 30—40% verðbólgu árið 1986. Allar lægri spár voru kallaðar óraunsæjar óskhyggju- spár. Hér hefur orðið mikil breyting til batnaðar. Kaupmáttur Samkvæmt síðustu spá Þjóð- hagsstofnunar um tekju- og verð- lagsþróun eykst kaupmáttur launa verulega á þessu ári. Á mælikvarða kauptaxta virðist kaup- máttur munu aukast um 4—5% frá upphafi til loka samningstímans, en að meðaltali yrði kapmáttur taxtanna þó hinn sami og var í fyrra. Kaupmáttur muni þó án efa aukast verulega á mælikvarða heildarlauna. Nú er því spáð, að heildarlaun hækki um 25—26% á mann milli áranna 1985 og 1986, en í því felst 4—5% kaupmáttar- aukning á mann, sem er heldur minna en í fyrra. Kaupmattur ráð- stöfunartekna á mann eykst líklega minna en atvinnurekna, eða um 3—4% samanborið við 6—7% í fyrra. Skýringin á þessu er sú, að beinir skattar og útsvör virðast að óbreyttu munu hækka heldur meira en tekjur manna á þessu ári öfugt við það, sem gerðist í fyrra, fyrst og fremst vegna þess, að tekjumar í fyrra, sem skattar greiðast af í ár, reyndust hærri en ætlað var, þegar ákvarðanir um álagningu voru teknar um mánaðamótin fe- brúar—mars síðastliðinn. Standist þessar spár um þróun tekna og verðlags, má segja, að kaupmáttarrýrnunin frá ámnum 1982/1983 hafi að mestu unnist upp á mælikvarða ráðstöfunar- tekna. Þetta verður þó ekki merk- asti ávöxturinn af febrúarsamn- ingnum, þótt hann sé mikils verður, heldur hitt, að verðbólgan hjaðni svo, að hún verði skrifuð með einum tölustaf í árslok. Þá gætu íslending- ar losnað úr álögum verðbólgunnar, sem á þeim hafa hvflt í meira en áratug. Stefnir í jafnvægi Verðbólguþróun og jafnvægis- leysi undanfarins áratugar á sér að vemlegu leyti innlendar ástæður, þótt óhagstreðytri skilyrði eigi hér einnig stóran hlut að máli. Þegar fastgengiskerfið leystist upp í upp- hafi áttunda áratugarins og fyrsta olíukreppan skall yfír, hófst langt skeið óstöðugleika í efnahagsmál- um um allan heim. Hagvöxtur varð minni og ójafnari en fyrr. Misvægi ríkti í alþjóðaviðskiptum. Breyting- ar á gengi helstu gjaldmiðla vom tíðar, sveiflukenndar og ófyrirsjá- anlegar; raunvextir hækkuðu mjög á alþjóðalánamarkaði. Allt hafði þetta óhagstæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap, jók verðbólgu, olli sveiflum í viðskiptakjömm og stuðl- aði að vaxandi erlendri skuldabyrði. Nú stefnir alþjóðleg efnahagsþróun hins vegar í átt til meiri stöðugleika, jafnari hagvaxtar og minni verð- bólgu. Þetta lag þarf að nota til VERÐBÓLGAN 1966-1986 66 67 68 69 70 71 72 73 74 76 76 77 78 79 80 81 82 83 84 86 86 að koma á viðunandi jafnvægi í ís- lenskum þjóðarbúskap. Enn skortir verulega á að slíku jafnvægi sé náð. Horfur em reynd- ar á því, að viðskiptahalli minnki úr 4'/2% af landsframleiðslu í fyrra í 2'/2% í ár. En hallinn þarf að hverfa alveg um sinn á næstu ámm, því erlendar skuldir, sem nema 50% af landsframleiðslu, em vissulega áhyggjuefni. Undirrót viðskiptahalla og skuldasöfnunar er ekki síst halli á ríkisbúskapnum og útlánaaukning í bankakerfinu umfram verðbreyt- ingar. Þenslumerki sjást á vinnu- markaði. Ófylltar stöður era um þessar mundir á þriðja þúsund á sama tíma og þeir, sem em skráðir atvinnulausir, em sem betur fer aðeins taldir í hundmðum. Það ef því afar mikilvægt, að aðhalds verði gætt á næstunni í opinbemm fjár- málum og peningamálum, en jafn mikilvægt er, að menn geri sér grein fyrir því, að það sem þarf til þess að ná varanlegu jafnvægi er langvarandi þolinmæðisverk. Við þurfum þrautseigju en ekki skyndi- lausnir. Árið 1986 gæti verið góð byijun. Hlutverk síjórnvalda Þegar rætt er um ástand og horfur í þjóðarbúskapnum verður mönnum tíðrætt um opinbera stjóm efnahagsmála. Menn skyldu varast að ofmeta hlut stjómvalda. Hlut- verk þeirra á fyrst og fremst að vera að skapa heilbrigt umhverfi fyrir atvinnulíf og ákvarðanir ein- staklinga og fyrirtækja, ekki að stjórna þeim. Almannavaldið á auðvitað að beita áhrifum sínum til þess að stuðla að jafnvægi á hvetj- um tíma. Þegar menn velta því fyrir sér, hvað stjómvöld geti gert á næstunni til að bæta efnahag þjóð- arinnar, ættu þeir að hafa það hugfast, að heildarlausnin, sem samkomulag náðist um í febrúar leið, setur að minnsta kosti þremur af fjómm helstu stjómtækjum hins opinbera (og samtakanna á vinnu- markaðnum), þröngar skorður út þettaár ★ Launastefnan er ákveðin til ára- móta.' ★ Fjármálin verða ekki hreyfð til stórræða fyrr en með nýjum fjárlög- um. ★ Gengisstefnan hefur verið bundin með yfírlýsingum stjóm- valda um stöðugleika gengis á samningstímanum. ★ Eftir standa eiginlega aðeins aðgerðir í peninga- og lánamálum, þar sem svigrúm til aðgerða er þó takmarkað af viljajrfírlýsingum um lækkun vaxta. Mikið veltur því á, að vel verði haldið á peninga- og lánamálum á næstunni. Þetta á við um allt í senn, aðgerðir til að bæta skipulag lána- stofnana, strangt aðhald að lán- veitingum og síðast en ekki síst sveigjanlega ákvörðun vaxta til þess að jafna framboð og eftirspum eftir lánsfé. Eins og á stendur en án efa affarasælast að sigla eins og stefn- an sé rétt sem horfir, þótt menn gmni að framundan sé erfíð sigl- ingaleið. Það er til dæmis ljóst, að hallinn á opinbera búskapnum er meiri, en fær staðist til lengdar, ekki síst vegna fjármálaaðgerða til að greiða fyrir kj arasamningum í febrúar. Það er líka Ijóst, að hluti fiskvinnslu og ullariðnaðar á í erfið- leikum vegna lækkandi gengis Bandaríkjadals og skuldasöfnunar á Iiðnum ámm. Þetta em vandamál, sem leysa þarf hvert á sfnu sviði og sínum tíma, en ails ekki með því að draga nú úr því aðhaldi í fjármálum og peningamálum, sem er framskilyrði þess, að heildar- lausnin frá í febrúar 1986 verði undirstaða farsællar þróunar í efna- hagsmálum til frambúðar en ekk'i aðeins skammgóður vermir. Höfundur er forstjóri Þjóðhags- stofnunar. Greinin eraðstofni til byggð á erindi í Rótarý-klúbbi Reykjavíkur 14. mai.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.