Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1B. JÚNÍ 1986 Rætt við danska Ijósmyndarann Gunnar Larsen, sem um áratuga skeið hefurverið tískuljós- myndari í París oldargólf? i stúd- ióinu? Nei, ég hef aldrei komið mér upp Ijós- myndastúdíói með moldargólfi. Hins vegar var ég með tvær endur í eina tíð til að lifga upp á það!“ Svo hlær Gunnar Larsen þegar blaðamaður ber undir hann það fyrsta sem hann heyrði um þennan þekkta Ijósmynd- ara. Danann, sem fyrir tveimur áratugum yfirgaf bernskuslóðirnar og blaðamanns- ferUinn i Kaupmannahöfn, hélt til Parisar, þar sem hann hefur búið til þessa dags. Myndað þar flest það sem nöfnum tjáir að nefna í tiskuheiminum, gefið út dýrasta tískutímaritið sem um getur og sett upp stórar tiskusýningar, sem fara viða um Úr danskri blaðamennsku í myndmál hátískunnar lönd. Það verður einmitt i haust sem ein slik sýning kemur hingað til lands og verður i veitingahúsinu Broadway, sama húsi og Gunnar heiðraði með nærveru sinni á keppninni um fegurðardrottningu íslands. „Fegurðarsamkeppnin var i alla staði mjög falleg og framkvæmdin til fyrirmynd- ar. Enda ekki við öðru að búast. Það er sjaldan sem maður sér eins mikið affalleg- um konum og á íslandi,“ segir hann að keppninni lokinni og eftir að hafa myndað nokkra af keppendunum fyrir næsta hefti timarits sins, „Gunnar lnternational“. „Ég er ánægður með myndirnar sem ég tók hér, bæði af Ungfrú Heimi, Hólmfríði Karls- dóttur, og keppendunum, sérstaklega at Þóru Þrastardóttur sem var i öðru sæti. Hún er mjög efnileg fyrirsæta, fyrir utan að vera gullfalleg, eins og keppendurnir allir. “ sætu ytra, fyrir rúmum áratug. Sendi svo myndirnar heim til birtingar með grein sem Morgunblaöiö skrifaði um Maríu á þeim tíma. „Upp frá því hafði ég samband við ritstjóra blaðsins og hóf að senda ykkur reglulega myndir og fréttir úr franska tísku- heiminum." María er þó ekki ein íslenskra fyrirsæta sem hafa setiö fyrir framan myndavél Gunnars í gegnum árin. „Ég hef myndaö nokkrar íslenskar fyrirsætur og sumar þeirra eru í hópi bestu fyrirsæta sem ég hef unnið með," segir Gunnar og tilgreinir auk Maríu þær Thelmu Ingvarsdóttur, Taniu og Brynju Sverrisdóttur. En það var ekki með myndavél í hönd sem hann hóf feril sinn í fjölmiðlum, heldur með gamla góða pennanum. Hvernig kom myndmálið til sögunnar? ÚR BLAÐAMENNSKU í UÓSMYNDUN „Það byrjaði þegar ég vann sem frétta- maður á Extrabladet í Danmörku. Þar höfðum við einn Ijósmyndara, sem var nú ekki nema í meðallagi góður, og það var einfaldlega mjög þreytandi að vera að skrifa og skrifa og fá svo lélega mynd. Eins og allir vita sem vinna við fjölmiöla þá verða orð og myndir að haldast í hendur og ef Gunnar Larsen ætti að hafa talsvert til sins máls i þessum efnum, þvi aðalstarfið á undanförnum átján árum hefur einmitt verið að mynda glæsilegar konur i glæsi- legum fatnaöi. Leyndarmálið á bak við tískumyndatökur segir hann vera einfalt: „Myndin verður að vera þannig úr garði gerð að konunni sem horfir á hana líki fatnaðurinn og karlmanninum líki konan á myndinni og að sjálfsögðu öfugt sé verið að sýna karlmannafatnað. “ ISLANDSTENGSL UMÁRABIL „Það hefur nú ekki mikið breyst hérna hjá ykkur sýnist mér," segir Gunnar, þegar við röltum eftir Aðalstrætinu, og vísar hann þá til síðustu heimsóknar sinnar hingað fyrir tíu árum. íslandstengsl hans spanna þó öllu lengri tíma eða frá því að hann myndaði Maríu Guðmundsdóttur, þá fyrir- Andrea Brabin og íslenskir hestar fyrir framan myndavélina. „Andrea hefurallt tilað bera að verða mjög góð Ijós- myndafyrirsæta, “ sagði Gunnarað myndatökunni lokinni. Morgunblaðið/ Ámi Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.