Morgunblaðið - 15.06.1986, Side 9
ua
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNÍ 1986
B 9
stofa eru á einu máli um að sam-
drátturinn sé uggvænlegur.
Fyrir skömmu lagði nýtt og
glæsilegt skemmtiferðaskip í eigu
bandaríska skipakóngsins James
Sherwood af stað í jómfrúrferð sína
frá Feneyjum til Aþenu og Istanbúl.
Það þótti í frásögur færandi að
nálega engir Bandaríkjamenn voru
með í ferðinni. ítalska flugfélagið
Alitalia hefur skýrt frá því að 40
þúsund farmiðar með ferðum fé-
lagsins yfir Atlantshafíð hafí verið
afpantaðir.
Þeir sem starfa að ferðamálum
í Evrópu viðurkenna núna að fátt
sé hægt að gera til að bjarga málum
á þessu sumri. En hér er ekki tjaid-
að til einnar nætur og fundur lög-
reglufulltrúans með starfsmönnum
bandarískra ferðaskrifstofa og
önnur hugvitsamleg uppátæki gætu
borið ávöxt á næsta ári.
„Það verður engu bjargað í
sumar, svo að við reynum allt sem
við getum til þess að búa í haginn
fyrir næsta sumar," sagði talsmað-
ur samtaka brezka ferðaskrifstofa
sem sjá um innanlandsferðir.
— MARTIN BAILEY
Bretar segja að Bandaríkjamönnum vaxi hættan
í augum, en eggjunarorð þeirra bera samt lítinn
árangur
SJÁ: Hinir heimakæru
VINNA OG RAÐNINGAR
Umsækjendur verða
að vera fatlaðir
Hverfísstjómin í Lambeth í
suðurhluta Lundúnaborgar
hefur ákveðið að ráða aðeins fatiað
fólk til sumarafleysinga. Þessi á-
kvörðun hefur verið tekin þar sem
einungis naumlega eitt prósent af
þeim 10 þúsundum sem hjá bæjar-
félaginu starfa eru fatlaðir. Sam-
kvæmt lögum, sem sett voru eftir
síðari heimsstyijöld, ber vinnuveit-
endum, sem hafa meira en 20
manns í þjónustu sinni, að ráða
fatlaða til að gegna 3% starfa. En
margir hunsa þessi lög og komast
upp með það.
Þegar hverfísstjómin auglýsti
eftir fólki til sumarafleysinga var
tekið fram að einungis yrðu teknar
til greina umsóknir frá fötluðum.
Kona sem starfar hjá hverfisstjóm-
inni sagði: „Engin störf verða hér
undanskilin. Fötlun er svo margs
konar, að hvers kyns störf henta
fötluðum. Ef ekki reynist unnt að
fá hæfa umsækjendur verður ekki
ráðið í viðkomandi störf um stund-
arsakir.
Um sjö ára skeið höfum við fylgt
jafnréttisstefnu, en okkur hefur
samt ekki tekizt að auka hlutfall
fatlaðra starfsmanna," bætti hún
við. Hún sagði að jafnréttisstefnan
hefði komið blökkumönnum til góða
og þeir væru nú dijúgur hluti af
vinnuafli Lambeth.
Lagaákvæði um jafnrétti til
handa fötluðum eru miklu eindregn-
ari en samskonar ákvæði um jafn-
rétti kynja til starfa svo og fólks
af mismunandi litarhætti, vegna
þess að þau kveða skýrt á um að
ákveðinn hundraðshluti af vinnuafli
fyrirtækja skuli vera fatlað fólk.
Flestir vinnuveitendur verða sér úti
um undanþágu frá þessum lögum
á þeirri forsendu að um sé að ræða
sérhæfð störf sem henti ekki fötluð-
um. Af 520 bæjar- og sveitarféíög-
um í Bretlandi voru aðeins 41 sem
fóru algerlega að lögum í þessum
efnum og höfðu í þjónustu sinni 3%
fatlaðra af starfsfólki sínu á síðast-
liðnu ári.
Joshua Anim er formaður þeirrar
nefndar hverfisstjómarinnar í
Lambeth sem annast ráðningu fatl-
aðra. Hann segir: „Ég geri mér Ijóst
að um er að ræða mótstöðu gegn
stefnu okkar en við ætlum að halda
henni til streitu. Ég er sjálfur blind-
ur en er menntaður félagsráðgjafi.
Mér er fullkunnugt um hvflíkir
fordómar ríkja í garð fatlaðra því
að mér heftir þráfaldlega verið
synjað um störf vegna fötlunar
minnar." Joshua Anim vill að hverf-
isstjómin ráði sérstaka ráðgjafa
fyrir fatlaða til starfa í öllum starfs-
deildum til að tryggja að ekki sé
brotið á þeim á nokkum hátt.
UMBURÐARLYNDII
Ýmsir hafa þá gagnrýnt þessa
nýbreytni í Lambeth. Til dæmis
hafa menn fullyrt að ekki verði
hægt að ráða nógu margt fatlað
fólk til að annast allar sumarafleys-
ingar. En hverfisstjómin í Lambeth
vísar þá til opinberra upplýsinga
sem gefa til kynna að fatlað fólk í
Bretlandi sé 1—1,5 milljón talsins,
sem er hærra hlutfall en almennt
gerist. Þá veitist fötluðum verr að
fá vinnu en ófötluðum.
Ýmis samtök fatlaðra í Bretlandi
hafa fagnað þessari ákvörðun
hverfisstjómarinnar í Lambeth.
Talsmaður samtaka þeirra sagði til
dæmis: „Þetta er einstakt framtak
hjá Lambeth. Því er hmndið í fram-
kvæmd með glæsibrag og hefur
vakið almenna umræðu um málið.
- CHRISTIAN WOLMAR
Kyndug af-
staðaírskra
kvenna til
barsmíðanna
Rannsóknir á Norður-írlandi
sýna, að furðu margar kon-
ur, sem sæta misþyrmingum af
hendi eiginmanna sinna, telja sök
þeirra ekki svo mikla, að refsa
beri þeim með fangelsisvist.
Helmingur kvennanna, sem
leitað var til, taldi, að menn ættu
aðeins að fá skilyrtan dóm fyrir
að beija konur sínar og fjórðungur
þessa helmings leit svo á, að dóm-
stólamir ættu ekki að skipta sér
af hjónum, sem hefðu verið gift
lengur en í 20 ár. Alls var 181
kona spurð álits og var meirihluti
þeirra á því, að dæma ætti menn
í fangelsi ef þeir misþyrmdu
unnustu sinni eða vinstúlku en
aðeins helmingurinn taldi það eiga
við ef um eiginkonu væri að ræða.
Flestar kvennanna töldu, að
konur, sem væru barðar, hefðu
áður ögrað manninum á einhvem
hátt og um helmingurinn áleit,
að væri um hjón að ræða ætti
konan nokkra sök á meðferðinni.
Aðeins 28% fannst það sama gilda
um ógifta konu og elskhuga
hennar.
HÆTTUASTANDl
Frjósemin er enn
ein plágan í Afríku
Framtíðarhorfur Afríku og
þeirra sem álfuna byggja eru
síður en svo bjartar. Ef svo fer fram
sem horfir verður álfan eftir aldar-
fjórðung álíka eyðileg og tunglið.
Amar hafa þomað upp, dalimir á
kafí í ryki og fólkið hefst við í
ömurlegum hreysum uns það vesl-
ast upp af hungri og vesöld. Þessi
hrikalega framtíðarsýn er byggð á
einföldu reikningsdæmi um fólks-
fjölgun í Afríku miðað við núverandi
ástand.
Fyrir skömmu var haldin í Har-
are, höfuðborg Zimbabwe, ráð-
stefnu um mannfjölgun og þróun í
Afríku. Þar voru saman komnir lýð-
fræðingar og sérfræðingar í um-
hverfísmálum auk stjómmála-
manna, en það voru þing Afríku-
ríkja sem gengust fyrir ráðstefn-
unni og var hún sú fyrsta sinnar
tegundar í álfunni.
Tölfræðilegar upplýsingar í
margs konar myndum vom kynntar
ráðstefnugestum, en allt bar af
sama brunni. Hin skefjalausa
mannQölgun í álfunni er í þann
veginn að gera hana óbyggilega.
„Við getum ekki komizt hjá því
að líta þannig á að fjölgunin sé
óeðlileg og sjúkleg," sagði Fred-
erick Sai frá Ghana, en hann er
prófessor og ráðunautur Alþjóða-
bankans í byggðamálum. „Þessi
þróun líkist mest faraldri.“
íbúum Afríku flölgar um 3% ár-
lega og er það örari fólksfjölgun
en annars staðar í heiminum og
hefúr aldrei fyrr í sögu mannkyns
íbúum fjölgað jafn ört. Kenya hefur
vinninginn en þar fjölgar lands-
mönnum um 4,2% árlega. Miðað
við óbreytt ástand verða íbúar
Afríku fimm milljarðar talsins um
miðbik næstu aldar, íbúatala alls
heimsins hefur ekki enn náð því
marki.
Og örlög þeirra bama sem nú líta
dagsins ljós í Afríku eru skelfileg.
Á árinu 1980 fæddust 22 milljónir
bama í álfúnni og þriðjungur þeirra
er ýmist ekki lengur í tölu lifenda
eða þarf að búa við varanleg ör-
kuml. Þorri hinna býr við næringar-
skort.
Afríka er næststtersta heimsálf-
an, en aðeins 16% af landinu er vel
nýtilegt til jarðyrkju. Fjörutíu og
fjögur prósent em ýmist eyðimerk-
ur eða lítt ræktanleg vegna Iltillar
úrkomu. Tuttugu og tvö prósent
af meginlandinu em undir vatni og
18% gefa mjög lítið af sér.
Þar við bætist að matvælafram-
leiðsla í álfunni hefur dregizt saman
um 11% frá árinu 1970, en þá vom
íbúamir fjórðungi færri en um
þessar mundir.
Sat Mittal, aðalritari Alþjóða-
samtaka þingmanna um fólksfjölda
og þróun, segir að einn af hverjum
fímm íbúum landanna sunnan
Sahara lifí algerlega á innfluttum
matvælum og þrír af hverjum fímm
gangi svangir til hvflu á hverju
kvöldi.
Um aldamótin verða borgir í
Afríku orðnar álíka þéttbýlar og
stórborgir Vesturlanda á borð við
London, New York, Róm, París og
Stokkhólm, en mun fara fjarri að
þar verði sama þjónustan á sviði
heilbrigðis- og samgöngumála, og
hreinlæti og almenn velferð verður
stómm lakari. Að öllu óbreyttu
verður samanlagður íbúafjöldi í
BÁGINDI — Og enn gæti ástandið samt stórlega versnað.
borgum Afríku orðinn einn milljarð-
ur eftir 40 ár.
Kimani Wa Nyoike frá Kenya var
aðalritari stjómamefndar ráðstefn-
unnar. Hann kom fram með tillögu
um að fólki yrði bannað með lögum
að ganga í hjónaband fyrr en það
yrði 23ja ára en prófessor frá Ghana
gagnrýndi mjög þá gmnnfæmis-
færislegu kenningu að nægilegt
landrými væri ávallt fyrir hendi
fyrir Afríkubúa. í augum íbúa Eþí-
ópíu og annarra hrjóstrugra svæða
Afríku væm svona fuilyrðingar
hreinræktuð gálgafyndni, bætti
prófessorinn við.
-JANRAATH
Pamela Montgomery, 25 ára
gamall nemandi við Queen’s há-
skólann í Belfast, sá um þessa
rannsókn og kannaði viðhorf 181
konu, sem starfaði við sjúkrahús
í Belfast. Segir Painela um niður-
stöðumar, að „svo virðist sem
hjónabandið breyti á einhvem hátt
viðhorfum fólks til ofbeldis.“
Þegar konumar vom spurðar
hvort rétt væri, að konur, sem
væm barðar, leituðu sér hjálpar,
svaraði góður helmingur því neit-
andi. Giftu konumar í hópnum
töldu, að giftar konur óttuðust
umtal og vildu því ekki opinbera
einkalff sitt, og þær einhleypu
töldu, að stallsystur þeirra ein-
hleypar vildu hlífa sér við þeirri
skömm, sem slíkri opinbemn
fylgdi.
Við könnunina kom glögglega
í Ijós, að konur hafa ekki mikla
trú á, að dómstóiamir geti breytt
einhveiju um hvort mennimir
þeirra berja þær eða ekki.
Pamela Montgomery segir, að
niðurstöðumar hafí ekki komið
sér mjög á óvart.
„Ég held, að konur, sem em
barðar, fyllist vanmetakennd og
fínnist sem þær hafí ekki í nein
hús að vemda. Þess vegna þegja
þær, af ótta við umtal og augna-
gotur fólks."
— PETER MURTAGH