Morgunblaðið - 15.06.1986, Síða 15

Morgunblaðið - 15.06.1986, Síða 15
aser íMúi.ai auoAaiJMViufi .gigajsmuohom MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNÍ 1986 a B 15 / hárskraut. Það á við kvenlega og íburðarmeiri kjóla , en á daginn gengur sportlega greiðslan og stutta hárið við síðbuxur. Hvað tískusköpun snertir, þá hefur hraði nútímalifnaðarhátta valdið jafn mikl- um breytingum á vinnubrögðum. Við erum með fjórar mótandi sýn- ingar fyrir tískuna á ári, vor- og haustsýningar í hátískunni og „pret-a-porter“ sýningarvorog haust." Þegar hann er spurður hvort nokkurt svigrúm sé þá til að koma þessum tískustraumum út um allan heim, segir hann bara: „Úr því þetta þarf að ganga svona hratt í takt við tímana, þá verður tísku- fólkið bara líka að hafa hraðann á.“ í takt við þessa skoðun á þörfum nútímakvenna í breyttu samfélagi hefur Maurice Franck farið að hanna og framleiða mjög fjölbreytt hárskraut til notkunar að degi til, gjarnan með steinum í með kvöld- klæðnaði og við brúðkaup. En ein af sérgreinum hans, ef svo má orða það, er hárgreiðsla hefðarfólks í Evrópu þegar það gengur upp að altarinu. Annars rekur hann síðan 1964 eina þekktustu hárgreiðslu- stofu Parísar við Avenue Marceau í 8. hverfi og opnaði fyrir aðeins tveimur mánuðum aðra á glæsihótel- inu Ritz í París, auk þess sem hann rekur stofu í Genf. En mikið af tíma hans sjálfs fer í listræna ráðgjöf fyrir heimssamband hárgreiðlufólks og störf varaforseta. Forseti sam- takanna, hinn frægi Alexandre, ætlaði líka að koma til íslands, en eins og margar af stjörnum listahá- tíðar lagðist hann veikur og er á sjúkrahúsi. Það vekur spurninguna, af hverju svo önnum kafið fólk gefi sér tíma til ekki aðeins að koma til íslands, heldur leggja í að setja saman sýningu, sem kostar hundr- uð þúsunda króna. Því svarar Vegna breyttra lifnaðar- hátta nútímakvenna, sem eru á hraðri ferð á daginn í vinnu en vilja vera glæsi- legará kvöldin, koma tískuhönnuðirnir til móts við þærmeð lausum topp- um, hárkollum og hár- skrauti. Maurice Franck hefurstaðið fyrirþví að hanna og framleiða marg- vísleg hárbönd og hár- skraut. Maurice Franck einfaldlega með því að segja að það sé eiginlega skylda sín sem listráðunautur Int- ercoiffure. Forseti íslensku deildar- innar í Intercoiffure, Elsa Haralds- dóttir, sé með sínu fólki mjög virkur þátttakandi í heimssamtökunum og leggi þar mikið til. Þegar hún lagði mikla áherslu á að hann kæmi vegna þings Norðurlandadeildar- innar þá var það bara skylda hans að verða við því. Og þetta sé mjög skemmtilegt viðfangsefni, hann hlakki til. Ekki nefndi hann hvernig ráðið hefði verið við kostnaðinn með hinum dýru tryggingum á tísku- fatnaðinum, en utan dagskrárfrétt- um við að fyrirtæki sem hann vinnur fyrir, l’Oreal, hefði tekið að sér þann kostnað. Þótt viðtalið yrði mest um hár- tísku og tískufatnað í tilefni af þess- ari sýningu, sem sérstaklega hefur verið mótuð vegna íslandsferðar- innarog hvorki sparaðurtími né fyrirhöfn og vegna þess að allur þessi fíni fatnaður blasti þarna við augum, þá er Maurice Franck þekktur í Frakklandi fyrir ýmislegt annað. Hann er listsafnari, safnar 19. aldar málverkum af konum. Og hann hefur gefið „Musée des Nat- ions“ í París mikið safn 18. og 19. aldar postulínsmuna og rakbolla úr málmum, auk teikninga eftir banda- ríska málarann Manning. En í and- dyri safnsins er dýrðlegur japanskur gamall hátíðabúningur, með gull og silfur útsaumi, sem er líka gjöf frá honum. Og sögurfara af áhuga hans og sérþekkingu á matargerð. En ekki gefst tími til að fara út í þá sálma í stuttu viðtali. Ætlunin var að þinggestir hárgreiðslusamtak- anna aki af stað í rigningunni til Laugarvatns, þar sem átti að þinga í tvo daga. - E.Pá. af því að hér yrði mikið sýnt af selskaps- og kvöldklæðnaði, en til daglegs brúks væri hárskraut og toppar, sem mikið er notað um þessar mundir, látlausara. Maurice Franck, sem hefurfrá unga aldri borið hátt í heimi hártísk- unnar, sló í gegn fyrir mikla byltingu sem hann stóð fyrir á því sviði upp úr 1950 er hann innleiddi stuttu hárgreiðsluna sem gekk undir nafn- inu „lAiglon" eða arnarunginn, inn- blásinn af hárinu á Ingrid Bergman íkvikmyndinn „Hverjum klukkan glymur" eftirsögu Hemmingways.,, A þessum tíma var hárið lengi búið að vera sítt og ekki lengur í takt við tímann," segir Maurice Franck. „Það eru eiginlega tvær leikkonur sem á mínum ferli hafa haft mest áhrif á mig. Önnurvar Ingrid Berg- man. Og hin Marlene Dietrich, serp ég kynntist um 1960 og fylgdi svo alltaf eftir þangað til hún hætti fyrir fáum árum. Þessar konur voru svo agaðar og það líkar mér vel. Yfir þeim var svo mikill glæsibragur. Yngri konurnar eru allt öðru vísi. Það eru engar stjörnur lengur. Tím- arnir hafa breyst. Nú eru konur í atvinnulífinu og það krefst allt ann- ars. Stutt hárgreiðsla er alltaf í tísku, þótt hárið sé ofurlítið að síkka núna. Er eiginlega tvenns konar nú, stutt og laust og svo síðara og þannig að auðvelt sé að taka það saman að aftan. Nútímakonan er á hraðri ferð, alltaf að flýta sér. Hún er að hlaupa í vinnuna og ekur bíl, svo að henni hentar sportleg hár- greiðsla. Þegar hún fer út á kvöldin vill hún samt geta verið glæsileg og setur sig í stellingar til að vera aðlaðandi. Hún þarf að eiga mögu- leika á því. Og því er nú komið til móts við þessa þörf. Þar koma til hárkollur, hártopparog margvíslegt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.