Morgunblaðið - 15.06.1986, Page 38

Morgunblaðið - 15.06.1986, Page 38
38 Ö MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNÍ 1986 UU MJHI rvrMYNDANNA Richard Dreyfuss hampar hór Jack Nicholson hreppti hnossið Óskarsverðlaunum sfnum 1978, fyrir Gaukshreiðrið 1975 og held- en hvarf síðan f tfu ár. ur dtrauður áfram. Robert DeNiro og Sissy Spacek Joel Grey þótti góður f Cabaret voru verðlaunuð 1980. 1972 og lát þar við sitja. Misskipt er manna láni Óskarsverðlaunin margfrægu breyta oft lífi fólks, en ekki alltaf til hins betra. Richard Dreyfuss hreppti Óskar- inn 1977, en það hefur tekið hann áratug að komast niður á jörðina, frægðin steig honum svo til höfuðs að hann hefur fátt merkilegt gert þartil á þessu ári. Á meðan leikarar eins og Brando (1954 og 1972), Guinn- ess (1957) Streisand (1968), Hackman (1971), Jane Fonda (1971 og 1978), Nicholson (1975 og 1981), DeNiro (1974 og 1980) njóta frægðarinnar og halda áfram að skapa eitt- hvað nýtt í hverri mynd, þá eru til leikarar sem annaðhvort þola ekki sviðsljósið eða standa hreinleika ekki undir nafni og hverfa, sumir um tíma, aðrir algerlega. Jon Voight hreppti Óskar fyrir Coming Home 1978, sást ekki í þrjú ár og lék síðan í slöppum myndum þar til á þessu ári að hann sýndi sitt rétta andlit í Flóttalestinni; Heston (Ben Hur 1959) lék í rjómatertum og ómerkilegum stórslysamyndum; svipaða sögu er að segja af Anthony Quinn, sem fékk Óskarinn 1952 og 1956; og ekki er ferill Lee Marvins glæsilegri (Cat Ballou 1965); eða þá Peter Ustinovs (Topkapi 1964); hafa til að mynda einhverjir fylgst af áhuga með leikferli Cliff Robertsson, sem fékk Óskar 1968, eða Joels Grey og Eileen Heckarts, sem bæði fengu verðlaunin 1972, að ekki sé minnst á stórstirni á borð við Donnu Reed (1953), Ernest Borgnine (Marty 1955), Red Buttons (1957), George Chak- iris (West Side Story 1961), Art Carney (Harry og Tonto 1974) og Louise Fletcher, hjúkkan í Gaukshreiðrinu 1975. Gig Young er eitt átakanleg- asta dæmið. Hann lék í mörg- um myndum áður en hann fékk Óskarinn 1969 og hélt áfram að leika, en frægðin drekkti honum í brennivíni og hann hvarf. Gig þoldi ekki mótlætið, skaut (nýju) konuna sína til bana og síðan sjálfan sig. Leikstjórar fá líka Óskars- verðlaun. Flestum þeirra, sem fengið hafa þessa eftirsóttu styttu síðustu árin, hefur vegn- að bærilega, en ekki öllum. Mike Nichols (Graduate 1969), Coppola (Gofather Part II 1974), Milos Forman (Gauks- hreiðrið 1975 og Amadeus 1984) og Woody Allen (Annie Hall 1977) eru sískapandi lista- menn, en hvað varð af Franklin Schaffner (Patton 1970), Will- iam Friedkin (French Connec- tion 1971), Bob Fosse (Cabar- et 1972), George Roy Hill (The Sting 1973)? Michael Cimino fékk Óskarinn fyrir Hjartar- banann 1978 og hefur átt erf- iða daga síðan, Warren Beatty var verðlaunaður 1981 en hef- ur ekki unnið handtak síðan, og James L. Brooks, sem sigr- aði heiminn með Terms of Endearment 1983, hefur horfið sporlaust. Greinilegt er að ekki hafa allir skilið tilgang verðlaun- anna, hvort sem þau nefnast Óskar, Sesar eða eitthvað annað. Listamenn eru verð- launaðir fyrir unnin afrek, þau heyra fortíðinni til, en eiga að vera fólki hvatning til frekari afreka, en ekki trygging fyrir áframhaldandi velgengni, eða hvað? Jerzy Skolimowski: Vegnar vel íVesturheimi Jerzy Skolimowski var af mörgum talinn efnilegasti kvikmyndagerðarmaðurinn i Póllandi (talinn upp í sömu andrá og Wajda og Polanski) þegar hann lenti í útistöðum við ritskoðunina sem fylgdi harðlfnu yfirvaldanna. Hann nam við kvikmyndaskólann í Lodz og fór þá að gera myndir, fyrstu tvær fjöliuðu um hnefaieikakappa og byggði Skolimowski þær á eigin reynslu, en árið 1967 barði ritskoðarinn í borðið því Jerzy hafði sært næmar tilfinningar sósialismans. Jerzy neitaði að breyta mynd- inni og hótaði að gera ekki fleiri myndir í Póllandi. Hann hefur staðið við lof- orðið en sér jafnframt eftir því. Hann fékk að fara til Bretlands og þar hélt hann iðju sinni áfram eins og svo margir sem hafa orðið að yfir- gefa land sitt. Jerzy sleit þó ekki sambandi við landa sína Jerzy Skolimowski fyrr en árið 1981, þegar her- lögin voru sett. Tilfinningar hans og skoðanir fengu útrás í myndinni „Moonlightning" sem hann gerði í Lundúnum og fjallar um pólska verka- menn, með Jeremy Irons i broddi fylkingar. Jerzy Skolimowski lítur á sjálfan sig sem e.k. farfugl, eina stundina er hann í Lund- únum, aðra í Los Angeles, en þar lék hann í „Björtum nótt- um" sem sýnd er í Stjörnubíói um þessar mundir. Jerzy leikur ofursta í KGB. „Það eru menn eins og hann, kaldir og tilfinn- ingalausir, sem halda sovéska kerfinu gangandi," segir Jerzy og bætir við, „þann mann var mjög auðvelt að leika". Jerzy brosir þegar talið berst að Björtum nóttum, því honum er sagt að hann hafi gersamlega stolið senunni frá dönsurunum Hines og Barys- hnikov. Jerzy hlustar hins vegar ekki á pólitíska gagnrýni á myndina, segir að myndin hafi einfaldlega verið byggð kringum tvo færa dansara, það séallt og sumt. Hann lauk nýlega við kvik- Robert Duvall og Klaus Maria Brandauer leika í nýjustu mynd Jerzys, „Vita- skipinu". Jerzy (t.h.) vakti mikla athygli fyrir leik sinn í „Björtum nótt- um“. mynd sem heitir „Vitaskipið" (The Lightship) með þeim Robert Duvall og Klaus Maria Brandauer í höfuðrullum. Myndin verður sýnd hérlendis í haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.