Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 54
blíðu og stríðu -íhundraðár Það var árið 1886, sem þau gengu upp að altarinu og hétu því að standa saman í blíðu og stríðu, svo lengi sem þeim entist báðum aldur til. Hvort þau gerðu sér grein fyrir því þá, hann nítján ára vinnumaður og hún fjórum árum yngri, að þetta loforð yrðu þau enn að eftia heilum hundrað árum síðar, skal ósagt látið, en við heit sitt hafa þau staðið, allt fram á þennan dag. Þó svo það þyki varia teljaste til tíðinda þó menn nái tíræðisaldri í hinu afskekkta Kelbajar-héraði í Rússlandi, þar sem þau Ilyas og Khatyn Jaforov hafa búið alla sína tíð, hlýtur hundrað ára hamingju- samt hjónaband að þykja nokkuð merkilegt, hvar sem er í heiminiim. Því fóru fram, ekki alls fyrir löngu, heilmikil hátíðarhöld í litla fjalla- þorpinu þeirra, Yanshchak. Heilla- óskir bárust * hjónakomunum í hundraðatali auk þess sem þorps- búar fjölmenntu í samkvæmið, sem haldið var til heiðurs þeim hjónum, sem enn eru við hestaheilsu. Há- punktur veislunnar var þó dans þeirra skötuhjúa, dans, sem þau stigu einnig á brúðkaupsdaginn, í mámánuði 1886. Þau Ilyas og Khatyn eru sammála um að þau hafí verið lánsöm í lífínu. Þeim varð 10 bama auðið og búa þau nú hjá yngsta syni sínum, sem er „aðeins" 79 ára að aldri. En hvert er Ieyndar- málið á bak við svona langlífí, að maður tali nú ekki um hundrað ára hjónaband? „Við höfum alltaf borð- að mikið af grófu brauði og drukkið jógúrt í ómældu magni,“ segir Ilyas, „það er bæði hollt og gott. En hvað hjónabandið varðar er formúlan þessi: Setjið hjartað í hásætið og hlýðið því svo skilyrðislaust." — Þá vitum við það. Brúðkaups- Hanainn stiginn áný — eftir hundrað ár. 'affjórð hæð — er vargripin Shaniqua Boone, sem slapp ómeidd eftirfjðgurra hæöa fall. Það muna eflaust flesti eftir fréttinni frá því í vetur þar sem sagt var frá því er eins og hálfs árs gömul stúlka sem féll niður af fjórðu haeð var gripin af vegfaranda sem leið átti hjá. „Það var hávaðinn sem gerði mig forvitinn" segir hinn 26 ára gamli bjargvættur, Keith Manigault. „Ég heyrði háreysti, heiftarlegt rifrildi, sem barst ofan af fjórðu hæð í húsi einu í Brooídyn-hverf- inu í New York. Ég man að ég fór að velta því fyrir mér hvers vegna í ósköpunum þetta fólk gæti ekki talað saman eins og siðuðu fólki sæmdi og nam staðar einhverra hluta vegna, þarna niðri á götunni. Það næsta sem ég man er að ég heyrði ægilegt brothljóð — leit upp og sá hvar þetta litla kríli hrapaði niður og stefndi á gangstéttina. Á þessum stutta tíma minnist ég þess þó að hafa hugsað með mér. Nei, þetta vil ég ekki sjá. Nú ætti ég að grípa fyrir augun. — En þess í stað horfði ég upp, hljóp til hliðar og rétti út hendumar. Viðbrögð mín komu sjálfum mér sennilega mest á óvart. Eftir að mér hafði tekist að grípa hana, datt hún úr fanginu á mér niður á götuna, en slapp ómeidd — það er fyrir mestu," bætir hann við. Eftir að þessi atburður átti sér stað hefur Manigault haldið sambandi við litlu stelpuna, sem heitir Shaniqua Boone. „Ég tók algeru ástfóstri við þetta litla hjálparlausa grey,“ segir hann og bætir við brosandi, „og hún er svo hrifín af mér að hún er farin að kalla mig frænda sinn.“ En hvers vegna í ósköpunum gat þetta gerst? — Málsatvik eru í stuttu máli þau, að foreldrar Shaniqua, Rhonda Boone og Fred Purcell, sem bæði eru rétt rúm lega tvitug að aldri stóðu í skiln- aði. Þetta kvöld varð æði heitt í kolunum milli þeirra hjóna og rifust þau um yfírráðaréttinn yfír baminu. Að sögn Rhondu endaði með því að faðirinn tók bamið og henti því í gegnum gluggann — bara rétt sisvona. Síðan lagði hann á flótta. Lögreglan handtók manninn tveimur klukkustundum síðar, ákærði hann fyrir morðtil- raun, en faðirinn neitar því statt og stöðugt að hafa hent ósjálf- bjarga dóttur sinni út um gluggann. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986 Ef nefna ætti eina sögu öðrum fremur ástarsögu aldarinnar, leikur enginn vafí á að aðalpersónur þess ævintýris yrðu hertogahjónin af Windsor. Öll þeirra saga er lyginni líkust, þau urðu að fóma mannorði sínu og frama fyrir ást- ina, urðu að berjast gegn almenn- ingsálitinu, ein gegn öllum um- heiminum. Hann afsalaði sér krún- unni til þes að geta gengið að eiga Wallis Simpson — konuna sem ekki þótti samboðin konungi hinnar bresku þjóðar, þar eð hún hafði skilið við tvo fyrri eiginmenn sína. Nú er Wallis Simpson nýlátin og í kjölfar þess hafa tímarit um allan heim rifjað upp þessa eldheitu ást- arsögu, birt bréf sem þau skrifuðu hvort öðru, áður en endanlega ákvörðunin var tekin. Ekki ætlum við að fara út í smáatriði þessa ævintýris, en látum fljóta hér með mynd, sem tekin var 17 árum eftir að hertoginn tilkynnti þjóð sinni að frekar gæti hann lifað án kórónunn- ar en þessarar konu. Myndin er tekin á gamlárskvöld 1953 á fínum skemmtistað á Manhattan. Þau hjónin voru í góðra vina hópi, settu upp kórónur sínar, sem reyndar voru úr pappír, svona upp á grín. Gerðu þau þetta gegn loforði um að myndin yrði ekki birt fyrr en að þeim báðum látnum. Eigandi staðarins, John Perona, samþykkti það og því var það ekki fyrr en nú í vor sem hún var dregin fram í dagsljósið, dustað af henni rykið og birt í blöðum um allan heim. Hertogahjónin af Windsor í fullum skrúða. að fór þó aldrei svo að þau yrðu ekkí krýnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.