Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1986 fyrsti formaður félagsins. Jóhann var glæsilegur sigurvegari í þessum kosningum og hlaut 652 atkvæði, en Karl Einarsson fékk 354 at- kvæði. Jóhann bauð sig fram fyrir Borgaraflokkinn, en úr þeim flokki var Ihaldsflokkurinn stofnaður 24. febrúar 1924, en hinn 25. maí 1929 var Sjálfstæðisflokkurinn núver- andi stofnaður af þingmönnum íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins og var Jóhann Þ. Jósefs- son einn þeirra þingmanna, sem undirrituðu stefnuskrá flokksins. Formaður var kjörinn Jón Þorláks- son forsætisráðherra 8. júlí 1926 til 28. ágúst 1927. Jóhann Þ. Jósefsson var kjördæmakjörinn 12 sinnum og hafði ætíð öruggt og gottfylgi. Allan þann tíma sem Jóhann sat í bæjarstjórn hafði flokkur hans meirihluta í stjóm bæjarsins. Þetta var litríkt tímabil, en mjög erfitt eftir að heimskreppan skall á árið 1930 og aðalgjaldmiðill og lifíbrauð Vestmannaeyinga, saltfiskurinn, varð nær verðlaus á erlendum mörkuðum. Jóhann vann ásamt fleiri framá- mönnum í Vestmannaeyjum ótrauð- ur að stofnun Björgunarfélags Vestmannaeyja og síðan kaupum á björgunar- og varðskipinu Þór. Björgunarfélagið var stofnað 3. ágúst 1918, en Þór kom til Vest- mannaeyja 26. mars 1920. Sjórinn var sóttur með ótrúlegu kappi á þessum árum og slys voru ógnvænlega tíð. Kaupin á Þór var mesta öryggismál sjómanna á þeim tíma og Vestmannaeyingar lögðu fram stórfé til að geta keypt skipið, en ríkið studdi kaupin að einum þriðja. Bæjarsjóður lagði í mikinn kostnað við útgerð skipsins fyrstu árin. „Björgunarskipið" var Þór oftast kallaður, eftir aðalhlutverki sínu, skrifar Páll Bjamason í ritinu „Björgunarfélag Vestmannaeyja - 10árastarf“. Jóhann Þ. Jósefsson sat í fyrstu stjóm félagsins frá stofnun þess og til 1930 sem ritari, en var eftir það formaður félagsins um tugi ára. Hann var framkvæmdastjóri félags- ins frá 1918 til 1926 meðan Þór var gerður út frá Vestmannaeyjum og var reksturinn oft mjög erfíður. Strax og hann kom á Alþingi vann hann að því að skipið yrði búið vopnum og 1. júlí árið 1924 var sett fallbyssa á Þór. Það árið tók hann 8 togara og 1 síldveiðiskip í landhelgi. Af framfaramálum, sem vörðuðu séstaklega Vestmannaeyjar og Jó- hann Þ. Jósefsson beitti sér fyrir, bera hæst hafnarmálin og öryggis- mál sjómanna. En verkefnin vom mörg um allt ísland í byijun aldar- innar og þá ekki síst í ört vaxandi stað eins og Vestmannaeyjum. Um það ritar Jóhann í Þjóðina árið 1938: „Þau verkefni, sem bæjarstjórn Vestmannaeyja fékk í hendur 1918, er hún tók til starfa, vom margvís- leg og erfíð. Hafnargarðamir hálfbyggðir og hálffallnir, bryggjur og lendingar mjög ófullnægjandi, þrengslin á höfninni og grynningar þar til stór- baga og tjóns fyrir fískibátaflotann. Vegir í bænum sama sem engir, engin vatnsleiðsla né sjóðleiðsla, og yfír höfuð engin þau skilyrði fyrir hendi, sem hinn nýi vélbátarekstur þarfnaðist. Allt var miðað við gömlu útgerðina og hennar afköst." Allt frá því bygging hafnargarða í Vestmannaeyjum hófst fyrir opnu hafí vorið 1914 urðu Vestmannaey- ingar að berjast bæði við óblíð nátt- úmöfl og fjárveitingavaldið, sem var ákaflega misjafnlega skilnings- ríkt eins og reyndar vill enn brenna við hjá fátækri þjóð. Hafnargarð- amir stóðust ekki hörð haust- og vetrarveður og sterka úthafsölduna og varð að endurbyggja og end- umýja þá hvað eftir annað. Frá því Jóhann Þ. Jósefsson tók sæti á Alþingi árið 1924 og ávallt síðan barðist hann fyrir fjárveitingum til Vestmannaeyjahafnar. Alla hans þingmannstíð vom Vestmannaeyjar eina lífhöfnin fyrir suðurströnd landsins; mikilvægasti vélbáta- og útgerðarstaður Iandsins. Á þinginu árið 1927, þegar Jó- hann mælti fyrir frv. til laga um hafnarbætur og viðauka við hafnar- lög frá 1913, varð hann að beita sér af hörku í málinu. Sumir þing- menn, og það meira að segja úr nærsveitum Vestmannaeyja á Suð- urlandi, þaðan sem 1200 manns sóttu þá Iífsbjörg sína til Vest- mannaeyja, kölluðu þetta „endur- tekna heimtufrekju Vestmannaey- inga“. Hinn mikli stjómskömngur og vitmaður, Jón Þorláksson, hafði þá sem oftar framsýni og sagði í umræðu um málið: „Ég efa ekki, að svo framarlega sem útvegur Vestmannaeyinga á að geta haldið áfram að vaxa verði að fást þær umbætur á höfninni að hún leyfí stærri skipastól. Mér finnst því að verði að líta með velvilja til þessarar tillögu." Og var hún samþykkt. Um öryggismál sjómanna, sem vom eitt af hjartans 'málum Jó- hanns hafði hann alltaf mjög gott og náið sammband við sjómenn. Þorsteinn Jónsson í Laufási getur þess að Jóhann Þ. Jósefsson hafí leitað til sín og spurt hvar hann teldi réttast að staðsetja þriðja vit- ann í Vestmannaeyjum. Þorsteinn í Laufási mælti þá eindregið með Faxaskeri en Thorvald Krabbe vita- málastjóri lagðist gegn þessari hugmynd og vildi vita á Ellirey. Síðar kom Jóhann þessari tillögu í gegnum þingið eftir að vélskipið Helgi fórst þar 7. janúar 1950 með 10 mönnum. Þegar sjómenn í Vest- mannaeyjum ásamt Jóhanni Gunn- ari Ólafssyni bæjarstjóra óskuðu eindregið eftir að viti yrði byggður á Þrídröngum studdi Jóhann þá tillögu með ráð og dáð. Jóhann Þ. Jósefsson var fmm- kvöðull að fjölmörgum framfara- málum í atvinnulífi Vestmannaey- inga og átti hlut að stofnun stórfyr- irtækja með þátttöku allra útvegs- manna á breiðum gmndvelli, sem enn í dag em burðarásar atvinnu- lífsins þar. Hér má nefna fyrirtæki eins og Lifrarsamlag Vestmannaeyja, sem stofnsett var af útvegsmönnum í árslok 1932, en tók til starfa árið 1933. Það er eitt öflugasta fyrir- tækið í Vestmannaeyjum í dag og hafði árið 1982 eftir 50 ára starf tekið á móti um 90 þúsund tonnum af lifur og framleiddi úr því magni 52.300 tonn af lýsi, en á síðustu ámm hefur þar verið starfandi niðursuðuverksmiðja, sem er vax- andi. Á aðalfundi Lifrarsamlagsins haustið 1945 var kosin nefnd út- vegsmanna til að gera athugun á stofnun fiskvinnsluvers með svip- aðri félagslegri uppbyggingu og þau vinnslu- og sölufélög útgerðar- manna í Vestmannaeyjum, sem áður hafði verið komið á fót í Eyj- um. Jóhann Þ. Jósefsson átti sæti í nefndinni og hinn 5. maí 1946 boðaði hann útvegsmenn til fundar um málið. í framhaldi af þeim fundi bundust 105 útvegsmenn í Vest- mannaeyjum samtökum um að stofna Fiskvinnslustöð útgerðar- manna og var stofnfundur Vinnslu- stöðvar Vestmannaeyja haldinn 30. desember 1946. Vinnslustöðin er eitt af þróttmestu fískvinnslufyrir- tækjum í Vestmannaeyjum í dag og rekur auk fískvinnslu útgerð þriggja togara ásamt fleiri fyrir- tækjum í Eyjum (Samtog) og Fiski- mjölsverksmiðju Vestmannaeyja, sem hefur rúmlega 2000 tonna afköst á sólarhring. Fyrirtækið hefur á undanfömum árum tekið á móti 12—17 þúsund lestum af físki til vinnslu og framleitt freðfísk, saltfísk, saltsíld og skreið til út- flutnings. Þegar skreiðarfram- leiðsla hófst í stórum stíl árið 1951 sá hann um sölu skreiðarinnar fyrstu tvö árin og varð framkvæma- stjóri Skreiðarsamlagsins og gegndi því nær til æviloka og lét af störfum í árslok 1960. Þá átti hann lengi sæti í stjóm SÍF og sat um skeið í sfldarútvegsnefnd. Á þessum ámm var Jóhann for- maður Nýbyggingaráðs stofnlána- deildar Landsbankans, sem vann að uppbyggingu atvinnuvega lands- manna í kjölfar heimsstyijaldarinn- ar, sem lauk 1945. Kom framsýni Jóhanns og víðtæk reynsla í sjávar- útvegi þar í góðar þarfir, en frá unga aldri hafði hann fengist við útgerð. Hann var aðeins 22 ára gamall þegar hann eignaðist ’A hluta í vélbát, en 24 ára gamall árið 1910 hóf hann verslunarrekstur í Vestmannaeyjum með Gunnari Ól- afssyni og Pétri Thorsteinsson, sem seldi skömmu síðar sinn hlut í fyrir- tækinu. Fyrirtækið Gunnar Ólafs- son & Co (Tanginn) varð eitt þrótt- mesta útgerðarfyrirtækið í Vest- mannaeyjum á fyrri hluta aldarinn- ar. Enn í dag er blómlegt fyrirtæki með því nafni í Vestmannaeyjum en fæst nú einvörðungu við verslun, sem er ef til vill tímanna tákn. Þeir Jóhann og Gunnar Ólafsson ráku fyrirtækið saman til ársins 1955. Stórátak til bættrar fiskverkunar og betra hreinlætis í Vestmannaeyj- um var gert með byggingu sjóveitu árin 1931 og 1932 og leiddi það af sér mun betra mat á saltfíski og jók verðmæti útflutningsafurða. Stór sjógeymir, sem enn sjást leifar af út úr hraunstálinu frá gosinu 1973 var byggður austan við Skansinn. Þetta var stórátak og flýtti mjög fyrir gerð sundlaugar. Saga sundíþróttar í Vestmannaeyj- um er merkileg. Sundkennsla hófst í Eyjum í köldum sjó árið 1891 og var kennt undir Stóru- og Litlu- Löngu sunnan undir Heimakletti. Mikill áhugi varð strax fyrir iðkun sunds i Vestmannaeyjum og árið 1894 kom fyrst fram áskorun frá Sigurði Sigurfinnssyni hreppstjóra um að innleiða sundskyldu á Islandi. Strax og Jóhann Þ. Jósefsson var kosinn á Alþingi árið 1924 flutti hann tillögu þess efnis að sund- skylda skyldi innleidd á íslandi og var tillagan samþykkt sem heimild- arlög árið 1925 og innleiddu þá Vestmannaeyingar fyrstir kaup- staða á íslandi syndskyldu. „í Vestmannaeyjum þurfa allir að læra sund og kunna vel að synda,“ skrifaði Jóhann. Sem formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja beitti Jóhanna sér fyrir því að félag- ið samþykkti fjárveitingu til sund- laugarbyggingar. Finnbogi Rútur Þorvaldsson verkfræðingur (faðir Vigdísar forseta) sem hafði reynst Vestmannaeyingum sérstaklega vel við hafnargerðina gaf allar teikn- ingar að lauginni, en Jóhann Gunn- ar Ólafsson sem þá var bæjarstjóri sá um allar framkvæmdir. Þetta átak er þeim mun merkilegra þegar þess er gætt að á þessum tíma voru mikil kreppuár og víðast hvar lítið sem ekkert um peninga. Upp komst sundlaugin og var tekin í notkun 30. nóvember 1934. Aðsókn varð strax mjög mikil og var þessi sundlaug notuð fram að eldgosinu árið 1973, er hún fór undir hraun. (Heimildir m.a. Þorst. Einarsson, fyrrv. íþróttafulltrúi). Jóhann Þ. Jósefsson barðist alla tíð fyrir mannúðar- og slysavama- málum og strax á Alþingi árið 1927 mælti hann fyrir vömum gegn berklaveiki sem þá var landlæg hér á landi og mannskæð mjög, einkum þó hjá ungu fólki. Þegar Samband íslenskra berklasjúklinga (SÍBS) var síðar stofnað til að beijast gegn berklaveikinni og styðja þá sem höfðu orðið berklaveikir til sjálfs- bjargar, sýndi Jóhann þeim samtök- um sérstakan áhuga og fékk því m.a. framgengt að gjafír til sam- bandsins voru skattfrjálsar. Fyrir frábæra baráttu í berklavamamál- um og skilning á málefnum berkla- veikra kaus Samband íslenskra berklasjúklinga Jóhann Þ. Jósefs- son sem einn af fyrstu heiðursfélög- um sambandsins. Sj á varútveg-s r áð he r ra — setning landgrunns- laganna Á alþingi naut Jóhann Þ. Jósefs- son virðingar og truasts. Hann var fjármála- og sjávarútvegsráðherra í ráðuneyti Stefáns Jóh. Stefánsson- ar 1947—1949 og aftur sjávarút- vegsráðherra í ríkisstjórn Ólafs Thors 1949—1950, en á dögum nýsköpunarstjómar Ólafs Thors 1944—1946 var Jóhann formaður nýbyggingaráðs sem fyrr segir. Það mál sem ber hæst í þing- og ráðherrastörfum Jóhanns Þ. Jós- efssonar em lögin um vísindalega verndun landgmnnsins, sem koma í hans hlut sem sjávarútvegsráð- herra að beita sér fyrir og hann bar stjómskipulega ábyrgð á. Lög þessi vom sett sem lög nr. 44 hinn 5. apríl 1948. Sfðan hafa öll lög og reglugerðir um útfærslu fískveiði- landhelginnar byggst á þessum lögum. Þau em „lagaleg undirstaða fískveiðilögsögu okkar", skrifar Bjami Benediktsson forsætisráð- herra og prófessor í lögum, manna lögfróðastur á íslandi um sína daga. Ætíð er vitnað til þessara laga, við útfærslu landhelginnar, í 4 sjómílur 1952; 12 sjómflur 1958; 50 sml. 1972 og 200 sjómflur 15. október 1975: I framsöguræðu sinni fyrir lögunum sagði Jóhann Þ. Jósefsson m.a. að lögin væm einn þáttur í því starfí að vinna á móti hinni sí- fellt vaxandi eyðileggingu á físki- miðunum, „en vísindalegar rann- sóknir em gmndvöllur að því að tryggja rétt þjóðarinnar til fískimið- anna“. Kemur hér vel fram glöggur skilningur hans á hvert stefndi, ástandi fiskistofna og gildi vísinda- legra rannsókna og rétt mat sann- menntaðs manns á því „að vísindin efli alla dáð.“ Fjölskylda — eiginkona í einkalífí sínu var Jóhann ham- ingjumaður og af vini hans Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra lýst þannig: „Heimilismaður var Jóhann Þ. Jósefsson með afbrigðum góð- ur.“ En einnig þar fylgdi honum sorgin, sem kvaddi dyra hjá honum strax á bamsaldri. Hann var tví- kvæntur. Ifyrri kona hans var Svan- hvít Ólafsdóttir frá Reyni í Vest- mannaeyjum (systir Jóhanns Gunn- ar sýslu- og fræðimanns). Eftir aðeins eins árs sambúð þeirra and- aðist hún árið 1916. Hinn 22. maí árið 1920 kvæntist Jóhann síðari konu sinni Magneu Þórðardóttur, glæsilegri höfðingskonu, sem enn lifir og var manni sínum styrkur lífsfömnautur. Þau eignuðust þijú börn; tvær dætur Svönu og Ágústu og Ólaf flugmann, sem fórst í miklu flugslysi árið 1951, við aðflug til lendingar á Reykjavíkurflugvelli, þegar flugvélin var að koma úr flugi til Vestmannaeyja. Ólafur var mjög hjartfólginn fjölskyldu sinni, en þó sérstaklega föður sínum. Eftir þetta hörmulega slys og missi einkasonar síns var Jóhann aldrei samur mað- ur. Ævikvöld Jóhann Þ. Jósefsson andaðist í Hamborg 15. maí 1961, þegar hann veiktist skyndilega á ferð heim frá þingi Evrópuráðsins í Strassborg. Hann er í röðum merkustu íslend- inga og stjómmálamanna íslenskra á þessari öld. Drengskaparmaður Við samantekt þessarar greinar, þar sem drepið hefur verið á helstu atriði í stjómmálasögu og ævi Jó- hanns Þ. Jósefssonar hefur mér oft orðið hugsað til þess hvað stjórn- málabaráttan er stundum óvægin hér á landi og gengur oft á tíðum út á ósannindavaðal og róg, en ekki skoðanaskipti um ólíkar að- ferðir og leiðir við lausn mála og stjóm landsins. Sumir andstæðing- ar hans minntust aldrei á mannkosti hans eða þau mál, sem hann hafði kosið í framkvæmd á löngum stjómmálaferli, landi sínu og þjóð til heilla og framfara. Lítil atvik lýsa oft hjartalagi manna og innræti. Þegar ég undir- ritaður, 11 til 12 ára gamall, var eitt sinn einn míns líðs á leið frá Reykjavík til Vestmannaeyja með gamla Laxfossi, sem þá var í föstum ferðum var Jóhann Þ. Jósefsson farþegi með skipinu. Þar sem ég stóð einn á ganginum kallaði hann á mig án þess að vita á mér nokkur deili og bauð mér að setjast við borðið hjá sér og snæða með sér smurt brauð. Mörgum ámm síðar, árið 1955, gekk ég með honum um götu í Vestmannaeyjum, þá róttæk- ur stúdent, sem vildi stærri land- helgi og mótmælti erlendu herliði í landinu, vann á móti flokki hans og stefnu. Með okkur í för var góður vinur minn og skammaði hann mig þá fyrir hluta af harðorðri grein, sem ég hafði skrifað í Fijálsa þjóð um landhelgismálið, þann kaflann, þar sem ég kom inn á veru banda- ríska hersins hér og samstarfið í NATO, sem ég átti síðar eftir að kynnast allnáið af eigin raun, sem mikilvægs vamarstarfs. Ég man, að þessi gáfaði þingskörungur 25 brosti glettnislega í kampinn, þegar þetta bar á góma. Þessi tvö persónulegu dæmi sanna enn betur fyrir mér, að Jó- hann Þ. Jósefsson var auk þess að vera atkvæðamikill stjómamála- maður, góðhjartaður höfðingsmað- ur, sem hafði útsýn til allra átta. Ég vil að lokum vitna til ummæla tveggja samtímamanna Jóhanns Þ. Jósefssonar á Alþingi um störf hans: Gísli Jónsson alþm. mælti svo eftir Jóhann: „Jóhann Þ. Jósefsson var skörulegur á velli og þrúðmenni í framkomu. Hann var laginn samn- ingamaður, ötull málafylgjumaður og lét ekki hlut sinn eftir liggja í umræðum um þau efni sem voru honum hugfólgin. Hann var þó ekki einungis traustur og öruggur sam- heiji, heldur jafnfram réttsýnn, prúður og rökfastur andstæðingur þeirra, sem áttu ekki samstöðu með honum um lausn vandamála. Hann var vinnusamur og afkastamikill, þótti góður húsbóndi og var reglu- samur á öllum sviðum.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra skrifaði svo: „Hann kunni að meta gildi veraldlegra íjármuna, hafði og sjálfur lært að afla þeirra með þrotlausri vinnu og eigin hyggjuviti. En hann skildi og, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Hann var maður tillögugóður í almennum málum og ólatur að reka erindi annarra. Hann sem misst hafði bæði föður og stjúpföður í sjóinn við hafnlausa heimabyggð sína gerði meira en nokkur annar bæði til að byggja þar höfn og tryggja að björgunarskip væri við hendina. Hann hafði sjálfur reynt hvað það er að verða föðurlaus í bernsku. Hann gerði sitt til að þeir yrðu færri eftir að verka hans nyti við en áður.“ Guð og gæfan gefi að íslendingar eignuðust fleiri þingskörunga sem Jóhann Þ. Jósefsson til að efla sjálf- stæði okkar og framfarir í landinu. Höfundur er skólastjóri Stýri- mannaskólans í Reykjavík. N ÞAÐERAÐEINS EITT SEM GETUR UMBREYTT LÍFI ÞÍNUÁAÐEINS 6 DÖGUM . .. ÞÚ Þú getur sigrast á framtaksleysi, feimni og óöryggi. Þú getur eytt streitu, kvíða og eirðarleysi. Þú getur bætt heilsufar þitt, marksækni og árangur. Þú getur lært að stjórna eigin vitund og styrkt viljann. EK EM þjálfunin er 6 daga kvöld- námskeið sem byggir á nýjustu rannsóknum í tónlistarlækning- um, djúpslökun, sjálfs-dáleiðslu, draumastjórnun og beitingu ímyndunaraflsins. Asetningur EK EM þjá/funar- innar er að umbreyta haftleika þinum tiláð upp/ifa /ifðþannig að vandamá/ sem þú hefur verið að reyna að breyta eða hefur satt þig við hverfa i framvindu /ifsins sjá/fs. Skráning: Friðheimar, simi: 622305 kl. 14—18. Tfmi: Sunnudags- og fimmtudagskvöld kl. 19.30—23.00. Byrjar sunnudag- inn 22. júní. Verð: 3.600 (Slökunarkassetta innifalin). FRIÐHEIMAR Quintessenœ Institute
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.