Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986 VISA með nýjungar fyrir ferðamenn: Taka upp greiðslu- seðla fyrir gistiþjónustu Bjóða auk þess upp á öryggisbókunarkerfi hjá hótelum og innanlandsflugi Flugleiða VISA ísland mun þann 18. þessa mánaðar kynna nýjung í þjón- ustu sinni, sem nefnd er gisti- þjónusta. Að sögn Amar Peter- sen hjá VISA er hér um greiðslu- seðlaform að ræða fyrir gistingu og segir Óm að þeir hjá VISA geri sér vonir um að svona greiðsluseðlaform verði orðið að alþjóðlegum gjaldmiðli eftir tvö til þijú ár. Þessi greiðslumiðill er kynntur samtímis i Svíþjóð, Bretlandi, PortúgaJ, Austurríki, Sviss, Ind- landi og Islandi. „Það er búið að vera nokkuð langur aðdragandi að því að þetta gæti gerst," sagði Örn, „en í dag er formið þannig að ferðamaðurinn fær greiðsluseðil til þess að afhenda þar sem hann hefur pantað sér gistirými á þeirri ferðaskrifstofu sem skipuleggur fyrir hann ferð hans. Þessir greiðsluseðlar (voue- hers) eru svo innheimtir af hótelun- um eftir dúk og disk, og iðulega er það þannig að ferðaskrifstofum- ar liggja með þessa fjármuni í tals- verðan tíma, áður en greiðsla er innt af hendi, eða allt upp í 90 daga.“ - Er þetta nýja form þá einvörð- ungu til hagræðingar fyrir hótelin? „Nei, síður en svo. Auðvitað er hagræðing af þessu fyrir hótelin, en það er einnig hagræðing af þessu fyrir ferðaskrifstofumar og síðast enn ekki síst fyrir ferðamennina," segir Öm. Hann bendir á að á síð- asta ári hafi íslenskar ferðaskrif- stofur tapað umtalsverðum fjár- munum vegna greiðsluseðla frá bresku ferðaskrifstofunni „Sonic World", sem varð gjaldþrota á sl. ári. Það hafí því ekki fengist króna upp í þá greiðsluseðla sem þegar var búið að nota hér á landi. Það sé því staðreynd að greiðsluseðlar séu í gildi núna, án allrar ábyrgðar, en svo verði hins vegar ekki með greiðsluseðlana frá VISA. Hótelin sem fái VISA- greiðsluseðla sem borgun geti einfaldlega vísað þeim fram í næsta banka og um leið og Morgunblaðið/Einar Falur Þetta er sýnishorn af þvi hvernig nýju greiðsluseðlarnir, tíl greiðslu m.a. fyrir gistiþjónustu, lita út. Örn Petersen hjá VISA handleikur hér nýju greiðsluseðlana sem verða teknir í notkun þann 18. þessa mánaðar. það sé gert, sé viðkomandi ferða- skrifstofa sem gaf seðilinn út, skuldfærð fyrir upphæðinni. Hótelin geti því fengið greiðslu fyrir þjón- ustu sína daginn eftir að hún er veitt upp í 30 dögum síðar en það sé mismunandi eftir því hvaða land á í hlut. Jafnframt þurfi ferðaskrif- stofur sem notfæri sér þetta greiðsluform ekki að greiða fyrir- fram til hótela fyrir gistiiými, þar sem þessi greiðslumáti sé nánast gulltryggður. - En ferðamaðurinn sjálfur - á hvaða hátt er hann betur settur með VISA- greiðsluseðil? „Ja, ferðamaðurinn stendur uppi einn og vegalaus ef hann tapar venjulegum greiðsluseðli í útlönd- um, og getur nánast ekkert gert nema hann og hugsanlega hótelið hafí af því mikla fyrirhöfn. Hafi hann hins vegar glatað VISA- greiðsluseðli, fer hann einfaldlega í næsta banka og fær nýjan greiðsluseðil. Þegar litið er til þess að það eru um 170 þúsund af- greiðslustaðir VISA í heiminum, hlýtur þetta að skoðast sem allgóð tiygging." Om segir að þótt þessi þjónusta sé ennþá á algjöru kynningarstigi, en fyrsti greiðsluseðillinn verður væntanlega gefinn út á Akureyri þann 18. þessa mánaðar, séu hótel þegar farin að sýna viðbrögð og Ollum er augljóst gildi þess að vinna með öðrum - taka sameigie- lega á þeim verkefnum sem eru hverjum og einum ofviða. !l vi Án samvinnu og samstöðulands- manna allra hefði íslensku þjóðinni seint tekist að brjóta á bak aftul áþján erlends valds og öðlast sjálf- stæði 17. júní 1944. Samvinnufélögin eru frjáls og óháð félagasamtök meira en 45.000 einstaklinga. Samvinnuhreyfingin vill vera öflugur þátttakandi í fram- fararsókn íslensku þjóðarinnar. Hún vill vinna með öðrum þjóðhollum öflum við að byggja upp traust efn- ahagslíf og taka á þann hátt virkan þátt í ævarandi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Olafur Th. Ólafsson sýnir í Hveragerði ÓLAFUR Th. Ólafsson frá Sel- fossi opnaði málverkasýningu í Eden í Hveragerði þann 16. júní næstkomandi. Sýningin stendur til 30 þessa mánaðar. Á sýningunni eru 46 olíu- og vatnslitamyndir af landslagi, hús- um, fólki úr fortíð og nútíð og fleiru. Mjmdimar em allar til sölu. Þetta er fimmta einkasýning Ól- afs, en hann hefur að auki tekið þátt í nokkmm samsýningum. Ólaf- ur lauk prófi frá Málaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1979. ^-\uglýsinga- siminn er22480 8p\-í\ <' f .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.