Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ 1986 19 Frá af maelisf agnaði Kvenfélags Akraness. Grænlenskar konur frá Qaqortoq sem voru gestir kvenfélagskvenna á Akranesi á af mælisf agnaði félagsins. verkum Svövu Þorleifsdóttur sem var frumkvöðull að stofnun félags- ins og fyrsti formaður þess. Þá var lýst kjöri heiðursfélaga og voru eftirtaldar konur kjöman Helga Jónsdóttir, Anna Jónsdóttir, Ólína Þórðardóttir og Svava Finsen. Tvær þær síðastnefndu voru meðal stofn- enda félagsins en hinar hafa starfað í félaginu í yfír 50 ár. Meðal gesta á kvöldvökunni voru 12 konur frá Grænlandi. í tilefni af afmælinu afhenti kvenfélagið Sjúkrahúsi Akraness að gjöf kr. 500.000 til kaupa á hjartamonitor. Þessi flár- hæð er ágóði af sölubúð sem félagið fekur á sjúkrahúsinu og þar vinna félagskonumar í sjálfboðavinnu við rekstur hennar. Meðal annarra atriða í hátíðardagskrá félagsins á afmælisárinu var gróðursetning á tijám og plöntum við listaverk As- mundar Sveinssonar sem félagið gaf ásamt fleirum í tilefni kvenna- áratugarins og staðsett er á homi Kalmansbrautar og Stillholts. Þá imun félagið standa fyrir útgáfu á Ibók með verkum Svövu Þorleifs- dóttur og einnig verður gefínn út afmælisplatti og verða á bakhlið hans greipt nöfn allra þeiira kvenna sem verið hafa formenn félagsins. Kvenfélag Akraness hefur látið ýmis framfaramál á Akranesi til sín taka og má þar sérstaklega nefna stuðning við stofnun og byggingu Sjúkrahúss Akraness og enn þann dag í dag berast sjúkrahúsinu gjafír frá félaginu eins og fyrr er sagt. Dagheimilismál hafa alltaf verið ofarlega á baugi hjá félaginu, það stofnaði m.a. fyrsta dagheimilið á Akranesi sem starfrækt var yfír sumartímann í bamaskólanum og síðan keypti það húsnæði undir starfsemina og rak hana um árabil ásamt Akranesbæ. Þá hafa kven- félagskonumar gefíð mikið af leik- tækjum eða annað hliðstætt fyrir böm. Þá hefur félagið mikið látið til sín taka í umhverfís- og fegr- unarmálum á Akranesi og hefur nefnd um þau mál lengi verið starf- andi innan félagsins. Fjarri fer að hér sé um tæmandi upptalningu að ræða á því sem Kvenfélag Akraness hefúr staðið fyrir eða komið til leiðar enda hafa störf félagsins á hverjum tíma miðast að því að gera vel fyrir þá sem þess þurfa. Á árum áður nutu þeir sem ekki vom vel efnum búnir góðs af félaginu og það sama á við í dag, þó á margan hátt séu breytt- ir tímar, nú er mest unnið fyrir aldraða, sjúka eða yngri kynslóðina. Nú á þessum tímamótum minnast konumar í félaginu braut- ryðjandanna sem skópu félagið á sínum tíma og víst er að það hefur verið meira mál en hægt er að gera sér grein fyrir nú. Á þeim ámm var erfítt um vik hjá mörgum en kon- umar létu það ekki aftra sér. Saga félagsins í 60 ár er saga um mikinn dugnað og fómfysi þeirra sem þar áttu í hlut. Núverandi_ formaður félagsins er Ragnheiður Ólafsdóttir. JG Guðmundur Auðbjömsson, Sig- urður ómar og Helga, en þau reka veitingastaðinn Hlíðargrill á Eskifirði. Eskifjörður: Nýr veit- ingastaður á Eskifirði Eskifjörður. Nýr veitingastaður hefur verið opnaður í Shell-skálanum á Eski- firði. Heitir hann Hlíðargrill. Stað- urinn er nú orðinn hinn glæsileg- asti. Húsnæðið allt endumýjað og settar inn nýjar innréttingar. Sæti era fyrir 32. Þá hefur öll aðstaða til bensín- og olíuafgreiðslu Skeljungs einnig verið endurbætt. Ekki var annað að sjá en að bæjarbúar og nágrann- ar kynnu að meta staðinn því mikið hefur verið að gera síðan hann var opnaður. Það er Guðmundur Auðbjömsson sem rekur Shell-skálann og Hlíð- argrill. Hann selur Tomma-borgara af krafti og fékk í upphafí tvo matreiðslumenn til þess að kynna borgarana fyrir Eskfírðingum. Ekki er að efa að margir eiga eftir að heimsælqa staðinn og fá sér veitingar. Guðmundur rekur staðinn ásamt flölskyldu sinni, eig- inkonu og sonum. Ævar Ein aöal fjárðflunarieið Uonsklúbbs þessari útskipun voru 26tunnur. Kaupandi Pvskir Lionsfelagar bjooa geS Stöð varfj örður: Lionsmenn salta þorskhrogn Höfn, Homafirði, Lionsklúbbur Stöðvarfjarðar hefur aflað fjár með söltun þorskhrogna. Skipverjar á skut- togurunum tveimur sem þaðan eru gerðir út, hirða öll þorsk- hrogn og ísa í kassa. Lionsfélag- ar taka svo við hrognunum í landi og salta í tunnur, sem eru seldar til Svíþjóðar með góðum hagn- aði. Tilkostnaður við hveija tunnu er aðeins 2.300 kr. en það er tunna, salt, sykur og flutningsgjald til Svíþjóðar. Söluverð er hinsvegar 2.000 sænskar krónur eða um 11.300 íslenskar. Kaupandi hrogn- anna er fyrirtækið ABBA í Sviþjóð. Alis hagnaðist Lionsklúbburinn um 234.000 kr. á þeim 26 tunnum sem hafa verið seldar. — Steinar Bundin sparibók er sérhönnuð fyrir seðlana þína. Þad fer svo vel um þá að þeir fjölga sér stöðugt. Höfuðkostir bókarinnar eru háir vextir' og stuttur binditími. Bundin sparibók er einungis fáanleg hjá Sparisjóði vélstjóra. 'Upplýsingar um kjör bókarirmar er að finna á peningamarkaössiöu dagblaöanna, gerið samanburö við aðra innlánsreikninga. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA BOR6ARTÚMI8 SÍMI28577 DÚ BINDIIR VEL UM DAB SEM PER ER ANNT UM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.