Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ 1986 37 Suðurlandsmót í hestaíþrottum: Velheppnað mót þrátt fyrir afleitt veður I ÞRIÐJA sinn var haldið Suð- urlandsmót í hestaíþrottum sem virðist vera búið að tryggja sér fastan sess í fjölskrúðugn mótahaldi hestamanna. Var mótið haldið að þessu sinni að Flúðum en þar hafa ekki fyrr verið haldið stórmót. Á staðn- um er ágætis 300 metra hring- völlur með þverbraut fyrir íþróttakeppni og bein braut fyrir gæðingaskeið. Eins og aðstæðum háttar nú er ekki sérlega góð aðstaða fyrir áhorfendur en við aðra hlið vallarins er brekka sem mætti gera að ágætis áhorfenda- brekku. Að öðru leyti má telja Flúðir ákjósanlegan stað fyrir stærri íþróttamót því þarna er til staðar ágætis gisti- og veit- ingaþjónusta auk þess sem þarna er sérlega fallegt og vinalegt. Þrátt fyrir að veður hafi leikið keppendur og mótshaldara grátt þá tvo daga sem mótið stóð yfir tókst framkvæmdin með miklum ágætum, tímasetningar stóðust fullkomlega ef undan er skilið að mótið byrjaði örlítið seinna á laug- ardeginum en ráð hafði verið fyrir gert en það kom lítið að sök því fljótlega tókst að vinna upp þessa töf. Mótinu lauk síðan um fímm- leytið á sunnudag og voru menn sammála um þetta hafí verið sterkt mót og vel lukkað. Að sögn Helga Guðmundssonar mótsstjóra áttu keppendur stóran þátt í að gera þetta mót svo eftirminnilegt fyrir utan að mæta með gullgóða hesta í keppni því stundvísi þeirra hefði verið með miklum ágætum. „Veðrið á laugardeginum var það slæmt að búast hefði mátt við að dagskráin færi eitthvað úr skorð- um,“ sagði Helgi. En úrslit urðu sem hér segir (stigin eru úr forkeppni). Tölt stig JónG.Þorkelss.áStígandafráÞóreyjamúpi 89,60 GeoigKristjánssonáHerði, 81,60 OrriSnorrasonáKóralfráSandlækjarkoti, 84,53 SigurbjömBárðarsonáGárafráBæ, 82,93 Gísli Gfslason á Sóla, 82,13 fjórgangur SigurbjömBárðarsonáGárafráBæ, 54,74 Jón G. Þorkelsson á Stlganda frá Þóreyjamúpi, 54,06 Gfsli Gfslason á Sóla, 54,74 GeorgKristjánssonáHerði, 51,68 AtliGuðmundssonáSkagfjörð, 50,83 Fimingangur SigurbjömBárðarsonáKalsafráLaugarvatni, 56,80 Hinrik Bragason á Kraka, 53,80 Orri Snorrason á fjalari frá Kvlabekk, 52,00 AtliGuðmundssonáStiganda, 54,20 HermannlngasonáDjassfráGerðum, 51,60 Hlíðnikeppni Sigurbjöm Bárðarson á Gára frá Bæ, 38,00 JónG.ÞorkelssonáStigandafráÞóreyjamúpi, 34,00 SteingrimurViktorssonáGránafráBjólu, 15,00 Gæðingaskeið SigurbjömBárðarsonáKalsafráLaugarvatni, 82,00 GuðniJónssonáÞyrli, 77,50 HermannlngasonáDjassfráGerðum, 74,00 Tölt unglinga 12 ára og yngri Hákon Pétursson á Iimbó, 69,33 Katrfn Sigurðardóttir á Tvisti, 65,60 ÞorvaldurÞorvaldssonáFlugu, 60,80 HaUdóra Eiríksdóttir á LétU, 54,13 HjömýSnorradóttiráOpal, 38,13 Fjórgangurunglinga, 12áraogyngri HákonPéturssonálimbó, 45,56 GisliGeirGylfasonáSkáta, 43,35 KatrínSigurðardóttiráTvisti, 45,56 Halldóra Eirfksdóttir á Létti, 28,89 HjömýSnorradóttiráOpal, 28,89 Tölt unglinga 13 til 15 ára HörðurHaraldssonáHáfifráLágafelli, 77,07 BorghildurÁgústsdóttiráKrumma, 70,13 HeiðarEirikssonáVon, 66,67 ElinÓskÞórisdóttiráStjömu, 64,53 RagnaGunnarsdóttiráTjörva, 58,40 Fjórgangurunglinga, 13tQ 15ára Hörður Haraldsson á Háfi frá Lágafelli, 47,90 BorgbildurÁgústsdóttiráKmmma, 46,41 42,16 RagnaGunnarsdóttiráTjörva, 40,80 ElínÓskÞórisdóttiráStjömu, 37,06 Sigurvegari í íslenskri tví- keppni, Jón Gísli Þorkelsson á Stíganda frá Þóreyjamúpi, 142,66. Sigurvegari í skeiðtví- keppni Sigurbjöm Bárðarson á Kalsa frá Laugarvatni, 138,80. Stigahæsti keppandinn Sigur- bjöm Bárðarson, 314,47. Sigur- vegari í íslenskri tvíkeppni ungl- inga 12 ára og yngri Hákon Pét- ursson á Limbó, 114,89. Sigur- vegari í íslenskri tvíkeppni ungl- inga 13 til 15 ára, Hörður Á. Haraldsson á Háfí frá Lágafelli, 125,01. Morgunblaðið/Sig. Sigm. Sigurbjörn Bárðarson á Kalsa frá Laugarvatni, en þeir sigruðu í fimmgangi. Heiðar Eiríksson á Von, 17. júní: Hátíðahöld um allt land DAGSKRÁ hátíðahaldanna á þjóðhátíðardaginn, 17. júni, verður víðast hvar á landinu með nokkuð hefðbundnu sniði. Reykjavík: Dagskráin hefst að venju með samhljómi kirkju- klukkna kl. 10 og þá leggur for- seti borgarstjómar blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju- garðinum við Suðurgötu. Hátíðin verður síðan sett á Austurvelli kl. 10.30. Flutt verða ávörp og forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir leggur blómsveig frá islensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Guðsþjónusta verð- ur í Dómkirkjunni kl. 11.15. Tvær skrúðgöngur verða á þjóðhátíðar- daginn og hefjast þær báðar kl. 13.30. Önnur leggur af stað frá Hagatorgi og er gengið í Hljóm- skálagarðinn en hin fer frá Hlemmi og niður Laugaveginn að Lækjartorgi. í miðborginni verður skemmtidagskrá á þremur leik- sviðum og hefst hún alls staðar kl. 14. Leiksviðið verða staðsett á Lækjartorgi, í Hljómskálagarð- inum og í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11, þar sem dagskrá- in verður sérstaklega miðuð við yngstu kynslóðina. Á meðan skemmtiatriði verða flutt á leik- sviðunum verður leikhópurinn „Veit mamma hvað ég vil“ með götuleikhús í miðbænum og verð- ur hápunktur þess og jafnframt lokaatriði skemmtidagskrárinnar á Tjamarbrúnni kl. 16.15 til 16.30. Til kl. 17.30 verður svo dansleikur fyrir _böm í Hljóm- skálagarðinum. í kvöld verður skemmtun í miðbænum þar sem fram koma ýmsar hljómsveitir og skemmtikraftar.Ýmislegt fleira verður til skemmtunar á hátíðar- svæðinu svo sem dýragarður í Hljómskálagarðinum þar sem ís- lensku húsdýrin verða til sýnis ásamt afkvæmum, Fombílaklúbb- ur íslands verður með sýningu í Kolaporti, Siglirigafélag Reykja- víkur með bátsferðir á tjöminni o.fl. Fyrir eldri borgarana verður blönduð dagskrá í Frostaskjóli kl. 16.30 til 19 og í Gerðubergi kl. 20.30 til 23. Kópavogun Dagskráin hefst kl. 10 með því að Homaflokkur Kópavogs leikur við Kópavogs- hæli. Skrúðganga verður síðan frá Kópavogskirkju kl. 13.30 og verður gengið í Hlíðargarð. Homaflokkurinn leikur fyrir göngunni og skátar sjá um fána- borg. Hátíðardagskráin hefst síð- an í Hlíðargarði kl. 14, ræðumað- ur dagsins er sr. Sigurbjöm Ein- arsson, biskup. Meðal þeirra sem fram koma em Bergþóra Áma- dóttir, kór Kársnesskóla og ICY- flokkurinn. a hátíðarsvæðinu verður einnig Brúðubfllinn og Jón Páll og bömum verður gefínn kostur á að fara á hestbak. Knatt- spyma verður á Kópavogsvelli, þar leika Augnablik og eldri flokk- urUBK. Hafnarfjörðun Hátíðahöldin heflast kl. 10 á Kaplakrikavelli þar sem haldið verður fijáls- íþróttamót. Einnig verður þar knattspyma. Kl. 13.30 verður svo safnast saman í Hellisgerði þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur. Að lokinni helgistund, kl.14.15, verður síðan skrúðganga frá Hellisgerði, upp Reykjavíkur- veg að Thorsplani, en þar hefst hátfðarsamkoma kl. 15.00. Hátíð- arræðu flytur Már Pétursson. Meðal skemmtiatriða verða Hvammsbræður, Tóti Trúður, ICY-hópurinn o.fl. Kl. 17 verða tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju þar sem kór Flensborgar sjmgur. Þá verður einnig handknattleikur við Lækjarskóla. í kvöld kl. 18 verða unglingahljómleikar á Thorsplani og kl. 19.45 hefst kvöldskemmtun í íþróttahúsinu við Strandgötu. Mosfellssveit: Hátfðarhöldin hefjast kl. 10 á íþróttasvæðinu við Varmá með víðavangshlaupi UMFA. Þá verður Flugklúbburinn með sýningu á Tungubökkum. í Lágafellskirkju verður bamasam- koma kl. 11. Eftir hádegi verða tvær skrúðgöngur og leggja þær báðar af stað kl. 13.30. Onnur fer frá Álftanga en hin frá Stórateigi og enda þær báðar við íþróttahús- ið að Varmá þar sem flutt verður ávarp, Skólahljómsveit Mosfells- sveitar leikur og Leikfélag Mos- fellssveitar sér um bamaskemmt- un. Frá kl. 15 til 20 verður Flug- klúbburinn með útsýnisflug o.fl. á Tungubökkum ef veður leyfir. Kaffísala verður í Hlégarði kl. 16. í kvöld verður baraadansleikur í Varmárskóla kl. 19.30 til 20.30 en kl. 20 hefst ijölskylduskemmt- un í íþróttahúsinu að Varmá. Að lokum verður svo dansleikur fyrir alla aldursflokka á hátíðarsvæð- inu kl.22. Garðabær: Dagurinn hefst með víðavangshlaupi bama fæddum 1973-1980. Kl. 14 verður skrúð- ganga frá gatnamótum Karla- brautar og Hofstaðabrautar og gengið að hátíðarsvæðinu við Garðaskóla þar sem ýmislegt verður til skemmtunar. K1 16.15 hefst svo skemmtidagskrá í íþróttahúsinu Ásgarði. í kvöld kl. 20 hefst svo dansleikur fyrir alla aldurshópa í Garðalundi og stend- urtil 23.30. Akranes: Dagskráin hefst kl. 9 með fánahyllingu á Akratorgi en kl. 10 verður ókeypis kvikmynda- sýning fyrir böm í Bíóhöllinni. Hátíðarmessa verður í kirkjunni kl. 13.30 og á Akratorgi hefst hátíðardagskrá kl. 15, fullveldis- ræða, lúðrasveit og ávarp fjall- konunnar. Skrúðganga verður frá Akratorgi kl. 15 og gengið að iþróttavellinum þar sem ýmislegt verður til skemmtunar. í kvöld kl. 19 verður Skagaleikflokkurinn síðan með aðra skrúðgöngu frá Iðnskólanum að íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem verður boðið upp á skemmtidagskrá og dans- leik. Gömludansaball verður í Rein kl. 22. ísafjörðun Hátíðin verður sett kl. 14 á hátíðarsvæðinu við sjúkrahúsið. Jón Kristjánsson alþingismaður flytur ræðu, kórar syngja og farið í leiki. Á íþrótta- svæðinu við Tomes hefst síðan dagskrá kl. 16 en þar verður víða- vangshlaup o.fl. í kvöld verður síðan dansleikur við grunnskólann kl. 21. Þess má geta að á ísafírði er í heimsókn fínnskur karlakór og verður hann með tónleika í grunnskólanum kl. 17. Sauðárkrókun Hátíðin hefst með hópreið Hestamannafélags- ins Léttfeta kl. 10 og munu félag- ar teyma undir bömum á íþrótta- vellinum kl. 11. Skrúðganga verð- ur frá Stafsvelli kl. 13.30 í umsjón skátafélagsins Eilífsbúa og verður gengið að íþróttavellinum þar sem hátíðardagskrá hefst kl. 14. í kvöld kl. 19 til 21 verður bama- ball fyrir 12 ára og yngri í Bifröst og kl. 21 til 24 fyrir unglinga, 12 til 16 ára, þijár unglingahljóm- sveitir leika fyrir dansi. Húsavík: Það er leikfélag Húsa- víkur sem sér um hátíðarhöldin að þessu sinni. Dagskráin hefst með því að fánar verða dregnir að húni en síðan verður safnast saman við Bamaskólann og há- tíðarsvæðið skreytt. Ætlast er til að þeir, sem geti, mæti á reið- hjólum og kl. 10 verður farið í hjólreiðaferð um bæinn. Kl. 11 verður messa í kirkjunni. Skrúð- ganga verður frá sundlauginni kl. 14 og gengið að bamaskólanum þar sem sitthvað verður til skemmtunar fyrir alla fjölskyld- una. Stefnt er að því að hafa kaffisölu utandyra á hátíðarsvæð- inu. í kvöld verður svo furðufata- ball við bamaskólann. Egilsstaðir: Hátíðardagskráin hefst kl. 14 með skrúðgöngu frá kirkjunni að hátíðarsvæððinu á íþróttavellinum. Þar verða ræðu- höld, fjallkonan og skemmtiatriði fyrir böm. Hátíðinni lýkur svo með dansleik fyrir böm kl. 20. Seyðisfjörður: Það er íþróttafé- lagið á Seyðisfirði sem sér um skipulagningu hátíðahaldanna 17. júní. Þau heijast kl. 11 með því að lagður verður blómsveigur á leiði Bjöms Jónssonar. Kl. 14 verður svo skotið af fallbyssu við bæjarskrifstofumar og síðan verður skrúðganga þaðan og að félagsheimilinu Herðubreið þar sem ýmislegt verður til skemmt- unar, ræðuhöld, leikir og hljóm- sveitin Hálft í hvom. Kl. 17 verður svo fótboltaleikur, 5. flokkur keppir við nýkjöma bæjarstjóm. Lokaatriðið em síðan tónleikar með Hálft í hvom kl. 21. Höfn, Homafirði: Hátíðahöldin hefjast með víðavangshlaupi frá Sindrabæ kl. 10. Kl. 13 til 14 verður síðan sigling báta frá höfn- inni og Óslandsbryggju yfír á Suðuríjörar (Melatanga) þar sem skemmtidagskráin fer fram. Eftir dagskrána verður síðan siglt til baka, um kl. 16. í kvöld kl. 20 til 24 verður svo íjölskyldudans- leikur í Sindrabæ. Kaffísala verð- ur í Sindrabæ frá kl. 15. Vestmannaeyjar: Dagskráin hefst með skrúðgöngu frá Iþrótta- miðstöðinni og verður gengið að Stakkagerðistúni. Þar verður ýmislegt til skemmtunar , ræðu- höld, Qallkona og skemmtidag- skrá í umsjá Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar og Ágústs Stefáns- sonar, farið verður í leiki o.fl. Bamaball verður í samkomuhús- inu kl. 17. Almennur dansleikur hefst síðan í samkomuhúsinu kl. 22. Dagskráin er í umsjá frjáls- íþróttadeildar ÍB V. Selfoss: Hátíðahöldin á Selfossi verða með hefðbundnu sniði. Bæjarbúum er boðið upp á kynn- ingar, sýningar og skemmtidag- skrár og hafa unglingamir í bæj- arvinnunni unnið við það af kappi undanfama daga að fegra og snyrta bæinn. Milli kl. 10 og 12 er opið hús hjá bmnavömum Ámessýslu, slysavamadeildinni og lögregl- unni. Á þessum tíma verður björg- unaræfing við félagsheimilið Ár- sali. Helgistund er í Selfosskirkju kl. 13.15 og að henni lokinni kl. 14 verður skrúðganga frá kirkj- unni að íþróttahúsinu. Þar hefst ijölskylduskemmtun kl. 14.30. Bflasýning verður á bflastæði KÁ þar sem gamlir og nýir glaesi- vagnar verða til sýnis. Úti- skemmtun verður á íþróttavellin- um kl. 16.30 í umsjá ungmennafé- laga. Þar mun Bandalag fslenskra skáta kynna útistarf sitt og flug- vél mun fljúga yfír og dreifa ein- hveiju áhugaverðu. Skemmtidagskrá hefst í íþróttahúsinu kl. 20.30. Dansleik- ur fyrir alla ijölskylduna hefst kl. 22 í Ársölum og verður dansað til kl. 1 eftir miðnætti. í tengslum við hátíðahöldin mun kvenfélag Selfoss bjóða upp á kaffí í matsal Gagnfraeðaskól- ans. Strætisvagnar munu aka um götur bæjarins á heilum og hálf- um tímum. Aðaistoppistöð verður á Potthlemmi við Safnahúsin, Tryggvagötumegin. Flugklúbbur Selfoss býður fólki upp á útsýnis- flug frá kl. 10 og upplysingar um það atriði að fá í síma 2330. Sýn- ing verður á handskomum mun- um í safnahúsunum milli kl. 10 og 22. Einnig verða þar sýndir skrautfískar í búmm. Keflavík: Hátíðahöldin hefjast á messu í Keflavíkurkirkju kl. 13. Að messu Iokinnni verður skrúð- ganga og verður gengið í Skrúð- garðinn þar sem verður skemmti- dagskrá. Ræðu dagsins flytur Tómas Tómasson. í Skrúðgarðin- um verða sett upp leiktæki og þrautir og ýmislegt annað óvænt. Á íþróttavellinum verða fímleikar, leikir og annað til skemmtunar. I kvöld verður síðan dagskrá við Hafnargötu þar sem m.a. koma fram hljómsveitimar Klassík, Hljómar, Halli og Laddi, Megas o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.