Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JtlNÍ 1986 Minning: Steinunn S. Jakobs dóttirfrá Hesteyri Steinunn Sigurborg Jakobsdóttir, fæddist að Hesteyri, Sléttuhreppi, 20. mars 1905, dáin 28. maí 1986. Það fækkar ört þeim innfæddu Sléttuhreppsbúum sem fæddust í Sléttuhreppi, enda hefur búseta ekki verið þar fost síðan 1957. Steinunn var dóttir hjónanna Sig- ríðar Kristjánsdóttur og Jakobs Snorrasonar og þegar ég man fyrst eftir þessari Qölskyldu bjó hún í hjarta Sæbólsins, í gamla bænum, þar sem fyrst mun hafa verið reist byggð á Sæbóli, eða svokölluðum enda, eins og það var kallað manna á meðal. Hún var næstyngst 7 systkina, og eru nú aðeins tvö þejrra á lífí, Hermann Jakobsson og Ólöf Jakobsdóttir. Næst man ég Stein- unni þegar hún flutti í Steinhúsið, en þar bjó hún ásamt fjölskyldu sinni, og ég ásamt minni fjölskyldu í sambýli í fleiri ár, sem aldrei bar skugga á. Það sannaðist best þar, að þröngt mega sáttir sitja, og þar sem er hjartarúm, þar er líka hús- rúm. Steinunn var níu árum eldri en ég, og var það því ekki furða, þótt maður liti upp til þessarar glæsilegu stúlku þegar hún kom heim, frá Reykjavík eða ísafírði, í heimsókn til foreldra sinna, og má segja að margt af því fyrsta sem ég vissi um umheiminn, heyrði ég frá henni. Ég hygg að fólk geti ekki gert sér grein fyrir hvemig var að búa á þessum afskekkta stað, þar sem gjörsamlega ekkert samband var við umheiminn nema póstur einu sinni í mánuði og ég vissi ekki um nema einn mann á Sæbóli sem keypti blöð. Það er ekki fyrr en rík- isútvarpið er opnað, kringum 1930, sem maður fer að frá fréttir frá umheiminum. Maður lifði þannig í algjörri eingangrun, og fann ekki fyrir því, en því betur man maður eftir því, þegar menn komu að, og sögðu manni fréttir og ýmislegt sem var að gerast í hinum víða heimi (eða á Islandi). Ég man vel þegar Steinunn og systur hennar voru að koma í heimsókn, og þá sérstaklega Steinunn, því hún stoppaði yfírleitt lengur en hinar. Þá sérstaklega man ég þegar hún kom frá Vífíl- stöðum, eftir að hafa unnið þar, að hún var að fræða okkur um berkl- A einum og sama staðnum fáið þér fallegan og vandaðan búnað i allt húsið. D\ÐED SOAUEMIT! — í eldhús, baö og þvottahús. — í svefnherbergi, anddyri og jafnvel í bílskúrinn. — frá BLOMBERG, hvort sem er eldavél, ísskápur, þvottavél, vaskar eöa annað. — spónlagöar, málaöar eöa ómálaðar, sléttar eöa fulningahurðir geysilegt úrval. — þessar sem vindast ekki og þola raunverulega íslenska veðráttu — í úrvali frá Káhrs og Junckers sem hafa veriö í fararbroddi i iðnaöinum um áratugaskeiö — í eldhús, stofu og raunar allt húsið. í stórum og björtum sýningarsal aö Smiðjuvegi 6 í Kópavogi er hægt að viröa fyrir sér alla dýrðina, ræða viö sérfrótt starfsfólk og fá tillögur um teikningar að innréttingum og öðrum húsbúnaði án skuldbindingar nokkurrar af yðar hálfu. Við bjóðum mjö hagkvæm og auðveld greiðsluskilmáli enda þekkjum v þarfir húsbyggjendi Innréttingar við allra hæfi BEECH FORM - 4633 Útihuröimar sem vindast ekki Vandaöar og fallegar baðinnréttingar Sendum litmyndabæklinga um allt land Vönduð vara við vægu verði! BÚSTOFN ''ýZ"//'/ ' / "'fy . Stærsta innihuröaúrvalið Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. ana. Ég hélt að berkiar, tæring eins og það var kallað heima hjá okkur, væri eitthvað það voðalegasta sem fyrir gæti komið, en þegar hún var að sýna mér myndir sem hún hafði tekið og muni sem menn höfðu verið að smíða fékk ég af því allt annað álit. Með henni bárust einnig ýmsir bragir og vísur sem voru landsfrægir þá, en við höfðum ekki heyrt, og las hún fyrir okkur eða söng, því hún hafði mjög skemmti- lega söngrödd og las alveg sérstak- lega vel upp. Hændust þvi böm mjög vel að henni. Ég man og þá gleðistund, þegar hún kom heim með litlu fallegu dótturina, sem skírð hafði verið Sigríður Jakobína Erla og var sem sólargeisli á heimil- inu. Eg man og þá döpru stund, þegar hún varð fyrir því óláni að missa dótturina litlu, og þessi glað- væra kona sem yfirleitt var, hve sorg hennar var óskaplega djúp og hryggðin mikil. En björtu minning- amar urðu fleiri. Móðir mín og stjúpi höfðu gaman af spila- mennsku og man ég eftir þegar Steinunn kom heim, að oft var setið að spilum lengi kvölds og þá var oft spjallað og glatt á hjalla. Um skólagöngu hjá alþýðu var ekki að ræða á þessum árum. Krakkar fóru að vinna fyrir sér strax eftir ferm- ingu og var þá venjulega leitað út úr hreppnum, því í hreppnum var enga vinnu að fá, síst fyrir stúlkur. En þær komu aftur til baka margar og er mér Steinunn sérstaklega í minni þar sem, eins og áður er getið, við bjuggum í sama húsi. Ég man þegar hún kom með fyrstu myndavélina sem ég sá, og fyrstu myndina sem tekin var af mér og fjölskyldu minni. Tók hún og einnig mynd af mér og hundinum mínum, þegar ég var að koma úr smala- mennsku. Slíkt situr fast í minni manns, og á ég þessar myndir ennþá. Þó að skólagöngu væri yfír- leitt ekki, fyrir að fara var sjálf- menntun mikil og man ég sérstak- lega eftir því hve Steinunn hafði skemmtilega rithönd. Var þá al- gengt að leitað væri til hennar, annað hvort til þess að skrifa fyrir sig heilt bréf, eða að minnsta kosti að koma með umslög og biðja um að skrifa utaná. Ég þurfti oft að hitta Steinunni til þess að biðja hana að skrifa fyrir mig utan á umslag. En í þessari einangrun reyndu menn að gera lífið bjart. í steinhúsinu sem við Steina bjuggum í var einn aðalsamkomustaðurinn á Sæbóli og þykir það all merkilegt, þegar maður lítur inn í stofuna á steinhúsinu, að þar skuli hafa verið settar upp leiksýningar og öll böll voru haldin þama í minni tíð, sem ég var á Sæbóli, allt til ársins 1930, að ég fór. Eftir það mun skólinn hafa verið byggður og samkomur haldnar þar. Það var því ekki langt fyrir okkur að fara þegar skemmt- anir voru, enda var það alsiða að krakkar lærðu að dansa strax og þau höfðu lært að ganga, eða svo var að minnsta kosti á Sæbóli. Þegar meira þurfti við að hafa, svo sem við álfadans eða brennu, var það haldið í svokallaðri Ystubúð, en það var verbúð sem Guðmundur Helgi og Jóhannes áttu niðri við sjóinn. Eg man og vel, þegar Stein- unn kom heim með sinn unga kærasta, Gunnar Sigurðsson, þann myndarlega og trausta mann. Bjuggu þau síðan í hjónabandi í 59 ár og eignuðust 6 mannvænleg böm. Gunnar, Sigþrúði, Maríu, Sigurð, Sigríði og Steinunni. Hjóna- band þeirra var farsælt með af- brigðum. Það var mjög gaman nú á síðari ámm að hitta þau á heimili þeirra, sem var því miður ekki oft, en til þeirra kom ég í Hafnarfjörð- inn. Það má segja að heimili þeirra Sigríðar og Jakobs hafí verið mitt annað heimili. Þangað var farið á löngum vetrarkvöldum þegar snjór- inn lamdi húsið og rok var úti. Jakob var til með að lesa fyrir okkur sögu eða kveða rímur, og gaman var að koma með kaffíbollann og biðja Siggu að spá fyrir sig. Það vakti oft mikla kátínu. Ég vil geta þess hér, að þeim afkomendum þeirra sem langar að koma til Sæbóls geta fengið að gista í Sigguherbergi eins og það var kallað í daglegu tali. Eg á því bjartar og hlýjar minningar um Steinunni og fjöl- skyldu hennar frá þessum æskuá- rum mínum. Steinunn og Gunnar munu síðar hafa flust til Aðalvíkur og búið bæði á Stað og í Görðum, en á þeim árum þekkti ég ekki til þeirra, því ég fór úr víkinni eins og áður kom fram um 1930. Og þá munu hafa verið um 480 manns í hreppnum. En tómur af fólki var hann orðinn kringum 1957, fyrsti hreppurinn á landinu sem fór í eyði. Um ástæðuna skal ég ekki segja. Fiskimið eru mjög fengsæl út af Aðalvíkinni og hefði örugglega verið hægt að hafa þarna mikla fískverkun. En við áttum engan Einar Guðfínnsson til þess að standa fyrir framkvæmdum og þingmenn okkar hirtu lítt um okkar bænaskjöl um að gera hafnarbætur svo hægt væri að halda byggð í hreppnum. Þegar á allt er litið er það kannski eðlilegt að fólkið flytjist frá útkjálkunum og þjappist saman á lífvænlegri stöðum. En það getur stundum vakið hjá manni undarlega tilfínningu að koma á æskustöðv- amar og fínna þar annaðhvort rúst- ir eða tóm hús. En kvöldfagurt var oft í Aðalvík eins og fram kemur í kvæði sem Jón H. Pétursson frá ísafirði orti á sínum tíma (1924). En þetta kvæði hafa Aðalvíkingar stundum talað um sem „þjóðsöng Aðalvíkinga.“ Víkinni allriyfir indælhvílirró, engill ljóssins lifir leggur glit um jörð og sjó. Sveipar allt í undra skrúða, aftan sól við hafsins barm glóa blóm í björtum úða blikatárárósahvarm. Ég vil svo að síðustu þakka Steinu samfylgdina, hún var ekki löng, en í mínum huga eru þar margar ánægjustundir. Ég vil svo að lokum færa manni hennar, Gunnari Sigurðssyni, og bömum þeirra, svo og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur og veit ég að það huggar þau í sorg þeirra að minnast góðrar móður og eigin- konu sem ímynd alþýðukonunnar sem mddi sér sjálf braut í lífínu. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi. hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Vilhjálmur H. Vilhjálmsson frá Sæbóli í Aðalvík. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæhs- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og & skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.