Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986 61 Björgunarstöð SVFÍ hefur starfað 1 áratugi MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi athugasemd frá Haraldi Henrýssyni, forseta Slysavarnafélags íslands, og Hannesi Þ. Hafstein, fram- kvæmdastjóra félagsins. „í Morgunblaðinu sl. sunnudag, 15. júní, er viðtal við Brian John- stone, starfsmann British Airways Helicopter Training, sem var leið- beinandi á nýafstöðnu námskeiði fyrir starfsmenn þyrludeildar Land- helgisgæslunnar. Viðtalið er undir fyrirsögninni: „Þörf á einni stjóm- stöð sem gæti samræmt allar að- gerðir". Nú er það svo, að björgunarmál hér á landi era margþætt og koma þar margir við sögu. Okkur er ekki kunnugt um að Brian Johnstone hafi kynnt sér þessi mál að öðra leyti en því sem snýr að Landhelgis- gæslunni, en það gefur að sjálf- sögðu ekki nema takmarkaða mynd af þessum málum. T.d. heimsótti hann ekki Slysavamafélag íslands eða kynnti sér starfsemi þess. Hann virðist og ekki vita um flugbjörgun- arstjómstöð Flugmálastjómar. Það er vitanlega hárrétt hjá Brian Johnstone að við leitar- og björgunaraðgerðir er nauðsynlegt að fyrir hendi sé miðstöð eða stjóm- stöð, sem annist samræmingu allra aðgerða og öflun nauðsynlegra upplýsinga. Hún er enginn óþarfa milliliður svo sem haldið hefur verið fram nýlega á opinberam vettvangi. Hins vegar er það mikill misskiln- ingur að þannig miðstöð sé ekki til hér á landi. Hér áður var vikið að því að þegar flugstys verða starfar sérstök stjómstöð leitar- og björg- unarstarfs á vegum Flugmála- stjómar. Á hinn bóginn skal á það bent að í áratugi hefur björgunar- stjómstöð verið rekin í höfuðstöðv- um Slysavamafélags íslands og hefur hún í reynd gegnt því hlut- verki, sem Brian Johnstone ræðir um í viðtalinu. í ijölmörgum tilvik- um og nær ætíð þegar um neyðartil- vik á sjó er að ræða, hefur þessi stjómstöð SVFÍ gegnt því hlutverki að taka við neyðarbeiðnum sérstak- lega frá strandarstöðvum, vinna úr þeim og vera stjómstöð á meðan á aðgerðum hefur staðið. Síðan til- kynningaskylda íslenskra skipa kom til sögunnar og var með lögum falin í umsjá Slysavamafélagsins hefur verið vakt í þessari stjómstöð allan sólarhringinn og þar er neyð- arsími SVFÍ. Auk þess er ávallt ákveðinn maður á bakvakt sem kallaður er til starfa þegar neyðar- beiðnir berast. Tilkynningaskyldan er ákaflega þýðingarmikill þáttur í þessari neyðarþjónustu því þar er fyrir hendi vitneskja um staðsetn- ingu íslenska skipa- og bátaflotans. Við íslendingar eigum ekki mörg tæki, skip eða flugvélar, sérhönnuð til björgunarstarfa og því er fram- lag sjálfboðaliða, hvort sem era sjó- mennimir á hafinu eða björgunar- sveitamenn f landi, okkur ákaflega mikilvægt á þessu sviði og það hefur margsinnis komið í ljós og ráðið úrslitum. Við leitar- og björg- unaraðgerðir geta margir aðilar komið til greina: Landhelgisgæslan, björgunarsveitir, skipa- og bátaflot- inn, flugflotinn og ýmsir fleiri og það fer eftir aðstæðum hveiju sinni hveija á að kalla út og oft þarf að kalla til fleiri en einn. Það hefur í þúsundum tilvika verið hlutverk björgunarstjómstöðvar SVFÍ í nær 60 ár að kalla út þá aðila, sem lík- legastir era til að geta veitt skjóta hjálp, hvort sem það era björgunar- sveitir félagsins eða einhveijir aðrir, og einnig hefur það fallið í hlut hennar að samræma aðgerðir þeirra aðila, sem kallaðir hafa verið til leitar- og björgunarstarfa. Stranda- stöðvar póst- og símamálastjómar- innar era oft á tíðum einn mikilvæg- asti hlekkurinn við slfkar aðgerðir. í viðtalinu vitnar Brian Johnstone til björgunarsfjómstöðvanna í Plymouth og Aberdeen, sem hann segir einu björgunarstjómstöðvam- ar á Bretlandseyjum. Það er reynd- ar ekki rétt og mætti nefna nokkrar fleiri. SVFI hefur átt margháttuð samskipti við þessar björgunar- stjómstöðvar á undanfömum áram, m.a. í sambandi við ýmsar björg- unaraðgerðir, einkum við björgun- arstjómstöðvamar í Aberdeen og Clyde. Fyrir u.þ.b. 2 áram kom hingað til lands yfirmaður björgun- arstjómstöðvarinnar í Aberdeen, Derek Ancona, og kynnti sér leitar- og björgunarmál á sjó hér frá öllum hliðum. M.a. heimsótti hann þá aðila, sem eiga helst hlut að þessum málum hér, þ.e. SVFÍ og Land- helgisgæsluna. Að lokinni heimsókn sinni ritaði hann stutta lýsingu á ástandi þessara mála hér, sem dreift var meðal björgunarstjóm- stöðva í landi hans og í fleiri lönd- um. Þar taldi hann að miðstöð SVFÍ með 24 tíma vakt á tilkynn- ingaskyldunni gegndi í raun hlut- verki sjóbjörgunarstjómstöðvar hér á landi þótt hún hefði ekki verið opinberlega tilkynnt sem slík og taldi hann eðlilegast að leita til hennar ef aðilar á Bretlandseyjum eða annars staðar þyrfti á aðstoð að halda varðandi leit og björgun ásjó. I viðræðum við stjórnvöld að undanfömu um skipulag leitar- og björgunarmála á sjó hefur SVFI lagt á það áherslu, að hér sé þegar fyrir hendi björgunarstjómstöð, opin allan sólarhringinn, sem gegnir því hlutverki, sem hér er um rætt og hefur gert svo um áratugi. Hana eigi að efla og styrkja og breyta að því leyti sem nauðsynlegt kunni að teljast, en óþarfí sé að setja upp nýja 24 tíma vaktþjónustu til að gegna þessu sama hiutverki. Eðli máls samkvæmt sé mjög heppilegt að þessi stjómstöð sé í beinum tengslum við tilkynningaskyldu ís- lenskra skipa, sem gegnir þýðing- armiklu hlutverki við hvers konar leit og björgun á hafinu. SVFÍ hefur einnig lagt á það áherslu f sambandi við skipulag Ieitar- og björgunar- mála á sjó, að nauðsynlegt sé að koma á skipulegra og fastmótaðra samstarfi milli félagsins og Land- helgisgæslunnar og að þessir aðilar gætu sameinast um þá stjómstöð, sem starfrækt er í tengslum við tilkjmningaskyldu íslenskra skipa. Nauðsynlegt þótti að koma þess- um athugasemdum á framfæri vegna ofangreinds viðtals, sem greinilega bar vott um vanþekkingu á íslenskum aðstæðum. Uppbygg- ing björgunarmála hér á landi er með sérstökum hætti, sem mótast hefur af smæð þjóðfélagsins og stærð þess svæðis, sem um þarf að hugsa í þessu tilliti. Enda þótt við þiggjum með þökkum öll góð ráð frá reyndum erlendum mönnum á þessu sviði verðum við að meta þau í ljósi okkar eigin aðstæðna og staðhátta." Kaffisala hjá Geð- hjálp 17. júní FÉLAGIÐ Geðhjálp verður með kaffisölu í félagsmiðstöð sinni að Veltusundi 3b við Hallæris- plan þriðjudaginn 17. júní. Frá kl. 14 til 18 á Þjóðhátíðar- daginn, taka félagsmenn á móti gestum. Á boðstólum verða kökur og kaffi. Velunnarar, sem styðja vilja félagið, era hvattir til að koma með kökur og annað meðlæti að morgni 17. júni milli kl. 10 og 12. í sumar, júní, júlí og ágúst, verð- ur opið hús hjá Geðhjálp sem hér segir. Mánudaga og föstudaga, kl. 14-17, fímmtudaga kl. 20-22.30 og laugardaga kl. 14-18. Símaþjónusta er miðvikudaga kl. 16-18. Lokað verður á sunnudögum í sumar. Handritasýning í Arnastofnun Kl. 14 tíl 16 í dag hefst í Stofn- un Áma Magnússonar, Árna- garði við Suðurgötu, sumarsýn- ing á handritum. Sýningin verð- ur opin á þriðjudögum fimmtu- dögum og laugardögum frá kl. 14 til 16 fram til ágústloka. ^Vpglýsinga- síminn er 2 24 80 Frönsku MOBALPA-innréttingarnar til sýnis og sölu hjá okkurað Hverfisgötu 37. Komiö, sjáiö, sannfærist. KJÖLUR SF. Hverfiígötu 37 símar 21490 - 2184fy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.