Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1986 63 Morgunblaðið/Skapti. James Hancocock ásamt Jóhanni Sigurðssyni umboðsmanni Flugleiða í London. Heimsfrægur fuglafræðingur heldur fyrirlestur: Skoðaði fugla- lífið við Mývatn AkurevrL HÉR A landi er nú staddur James Hancock, forseti Hins breska fuglaf ræðingaf élags — heimsfrægur fuglafræðingur og rithöfundur. Hann heldur í dag, 17. júní, fyrirlestur um vatnafugla í offisera- klúbbnum á Keflavíkurflugvelli kl. 19.30, en undanfama daga hefur hann dvalist við Mývatn þar sem hann var að skoða fuglalífið. „Þetta er í fýrsta skipti sem ég kem til íslands — ég er ekki vanur að starfa svo norðarlega í heimin- um, ég hef mikið verið í Indlandi, Afríku, Kína, Indónesíu og Ástral- íu,“ sagði Hancock f samtali við blaðamann Morgunblaðsins á Akur- eyrarflugvelli fyrir heigina — en Hancock var þá á leið til Mývatns ásamt Jóhanni Sigurðssyni, yfir- manni Flugleiða í London, sem kom með honum til landsins. „Ég hlakka mikið til að sjá fugla- lífið við Mývatn — sérstaklega hlakka ég til að sjá endumar og sjávarfuglana og ég vonast til að geta tekið mikið af góðum mynd- um,“ sagði hann. Hancock er heimsfrægur rit- höfundur eins og áður sagði. Fræg- astur er hann fyrir bókina Hegrar heimsins (“Herons of the World") og nýlega gaf hann út aðra bók um þessa fuglategund — handbók um hegra. Þá liggur eftir hann bók um efnið sem hann flytur fyrirlestur í dag — Vatnafuglar. James Hancock er nú með bók í smíðum, í samvinnu við dr. Jamus Kush, um líf á vatnasvæðum. „Bók- in er vísindalegs eðlis — um það hvemig vatnasvæði í heiminum starfa. Það getur vel verið að við tökum vatnasvæðin hér á íslandi með í bókina," sagði Hancock. Þess má geta að hann kom hingað til lands í boði Flugleiða, Ferðamála- ráðs, Hótels Reynihlíðar og Bfla- leigu Akureyrar. Norræn menningar- kynning í V-Þýskalandi I RÍNARHÉRUÐUM Vestur- Þýskalands verður í lok þessa árs haldin norræn menningar- kynning með svipuðu sniði og Scandinavia Today, sem haldin var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. í þýskalandi nefnist hún Nordische Wochen. Kynningin verður aðallega í Diisseldorf. Þar verður sérstök ís- lensk menningarkynning í nóvem- ber í Orangerie, Benrath-höll. Þar verður Vilhjálmur Bergsson með sýningu á teikningum, vatnslita- myndum og olíumálverkum, alls 45-50 myndum. Sýningin ber nafn- iðLífrænarvíddir. Á sama stað verða íslenskar bók- menntir kynntar. Dr. Ulrich Gro- enke, prófessor í norrænum fræðum við Kölnar-háskóla, flytur þar fyrir- lestur um íslenskar fombókmenntir, sem hann nefnir Heimsbókmenntir á heimsenda, hámenning íslands á miðöldum. Martin Bergsson ætlar að kynna íslenska nútímaljóðlist undir nafn- inu Tíminn og vatnið, íslensk ljóðlist á 20. öld. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna Stein Steinarr og Snorra Hjartarson. Ennfremur verður í Orangerie, Benrath-höll, íslenskt þjóðlaga- og vísnakvöld. Um það sjá þau Eiður Gunnarsson, óperusöngvari, og Agnes Baldursdóttir, píanóleikari. Þijár úrvals myndir frá CIC Video á öllum betri myndbandaleigum landsins. Dreifing Laugarásbíó. Sími 38150. Firestone S-211 radial hjólbarðarnir tryggja öryggi þitt og annarra FIRESTONE S-211 radial hjólbardarnir eru framleiddir undir ströngu gæðaeftirliti sem tryggir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar. Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi í akstri, innanbæjar sem utan. FIRESTONE S-211 eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki. Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist og endist... UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! JOFUR HF' NÝBVLAVECI 2 • SÍMI 42600 yt á JiM'1 Vantl þig eldhóainnréttlngn, Innréttlngn á baðið, hreinlætiatseki, blöndnnartseki, fUenr eða kannskl þetta allt. Líttu þá vlð hjá okkur. Vlð komurn, tökum mál og gerum tllboð þér að kostnaðarlausu. Opiðvirkadagafrá9—19. laugardaga frá 13—17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.