Morgunblaðið - 17.06.1986, Side 63

Morgunblaðið - 17.06.1986, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1986 63 Morgunblaðið/Skapti. James Hancocock ásamt Jóhanni Sigurðssyni umboðsmanni Flugleiða í London. Heimsfrægur fuglafræðingur heldur fyrirlestur: Skoðaði fugla- lífið við Mývatn AkurevrL HÉR A landi er nú staddur James Hancock, forseti Hins breska fuglaf ræðingaf élags — heimsfrægur fuglafræðingur og rithöfundur. Hann heldur í dag, 17. júní, fyrirlestur um vatnafugla í offisera- klúbbnum á Keflavíkurflugvelli kl. 19.30, en undanfama daga hefur hann dvalist við Mývatn þar sem hann var að skoða fuglalífið. „Þetta er í fýrsta skipti sem ég kem til íslands — ég er ekki vanur að starfa svo norðarlega í heimin- um, ég hef mikið verið í Indlandi, Afríku, Kína, Indónesíu og Ástral- íu,“ sagði Hancock f samtali við blaðamann Morgunblaðsins á Akur- eyrarflugvelli fyrir heigina — en Hancock var þá á leið til Mývatns ásamt Jóhanni Sigurðssyni, yfir- manni Flugleiða í London, sem kom með honum til landsins. „Ég hlakka mikið til að sjá fugla- lífið við Mývatn — sérstaklega hlakka ég til að sjá endumar og sjávarfuglana og ég vonast til að geta tekið mikið af góðum mynd- um,“ sagði hann. Hancock er heimsfrægur rit- höfundur eins og áður sagði. Fræg- astur er hann fyrir bókina Hegrar heimsins (“Herons of the World") og nýlega gaf hann út aðra bók um þessa fuglategund — handbók um hegra. Þá liggur eftir hann bók um efnið sem hann flytur fyrirlestur í dag — Vatnafuglar. James Hancock er nú með bók í smíðum, í samvinnu við dr. Jamus Kush, um líf á vatnasvæðum. „Bók- in er vísindalegs eðlis — um það hvemig vatnasvæði í heiminum starfa. Það getur vel verið að við tökum vatnasvæðin hér á íslandi með í bókina," sagði Hancock. Þess má geta að hann kom hingað til lands í boði Flugleiða, Ferðamála- ráðs, Hótels Reynihlíðar og Bfla- leigu Akureyrar. Norræn menningar- kynning í V-Þýskalandi I RÍNARHÉRUÐUM Vestur- Þýskalands verður í lok þessa árs haldin norræn menningar- kynning með svipuðu sniði og Scandinavia Today, sem haldin var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. í þýskalandi nefnist hún Nordische Wochen. Kynningin verður aðallega í Diisseldorf. Þar verður sérstök ís- lensk menningarkynning í nóvem- ber í Orangerie, Benrath-höll. Þar verður Vilhjálmur Bergsson með sýningu á teikningum, vatnslita- myndum og olíumálverkum, alls 45-50 myndum. Sýningin ber nafn- iðLífrænarvíddir. Á sama stað verða íslenskar bók- menntir kynntar. Dr. Ulrich Gro- enke, prófessor í norrænum fræðum við Kölnar-háskóla, flytur þar fyrir- lestur um íslenskar fombókmenntir, sem hann nefnir Heimsbókmenntir á heimsenda, hámenning íslands á miðöldum. Martin Bergsson ætlar að kynna íslenska nútímaljóðlist undir nafn- inu Tíminn og vatnið, íslensk ljóðlist á 20. öld. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna Stein Steinarr og Snorra Hjartarson. Ennfremur verður í Orangerie, Benrath-höll, íslenskt þjóðlaga- og vísnakvöld. Um það sjá þau Eiður Gunnarsson, óperusöngvari, og Agnes Baldursdóttir, píanóleikari. Þijár úrvals myndir frá CIC Video á öllum betri myndbandaleigum landsins. Dreifing Laugarásbíó. Sími 38150. Firestone S-211 radial hjólbarðarnir tryggja öryggi þitt og annarra FIRESTONE S-211 radial hjólbardarnir eru framleiddir undir ströngu gæðaeftirliti sem tryggir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar. Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi í akstri, innanbæjar sem utan. FIRESTONE S-211 eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki. Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist og endist... UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! JOFUR HF' NÝBVLAVECI 2 • SÍMI 42600 yt á JiM'1 Vantl þig eldhóainnréttlngn, Innréttlngn á baðið, hreinlætiatseki, blöndnnartseki, fUenr eða kannskl þetta allt. Líttu þá vlð hjá okkur. Vlð komurn, tökum mál og gerum tllboð þér að kostnaðarlausu. Opiðvirkadagafrá9—19. laugardaga frá 13—17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.