Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986 LISTAHATIÐIREYKJAVIK Margaret Price, stórbrotin túlkun og söngur, verður hlustendum minnisstæður um langan tíma. Heims-söngvari Tónlist Jón Ásgeirsson „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi," var einu sinni sagt er mikið lá við og nú var það öðru sinni að auglýstur söngvari átti ekki að heiman frjálst að fara. En Listahátíð átti hauk í homi þar sem Margaret Price var og hún kemur að morgni laugardags, syngur síðdegis og er svo flogin til Parísar, þar sem hún hefur verk að vinna. Þau söngverk, sem hún flutti með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm Jean-Pierre Jacquill- at, vom stór-aríur úr frægum óperum. Það fyrsta var tónles og aría (Dove sono) greifainnunnar, úr þriðja þætti óperunnar Brúð- kaup Figaros, eftir Mozart, þar næst Ritoma vincitor, atriði Aidu, úr fyrsta þætti í samnefndri ópem eftir Verdi og aríu Desdemónu (O, salce) úr fjórða þætti ópemnnar Otello, eftir Verdi. Eftir hlé söng Price aríu úr 11 trovatore, eftir Verdi, aðra úr La Boheme, eftir Puccini, og síðast aríu úr La Forca del destino (Pace, pace), eftir Verdi. Hvort sem Margaret söng veikt eða svo sterkt, að hún yfír- gnæfði hljómsveitina, brást henni aldrei bogalistin og í söngtækni er hún óviðjafnanlega góð. Þá er ekki síður stórkostlegt við söng hennar að túlkun hennar er svo sterk og samofín söngnum, að unun er á að hlýða. Þegar slíkan listamann ber að garði er í raun óþarfí að hafa um það önnur orð en að Margaret Price er HEIMS- SÖNGVARI. Auk söngatriðanna flutti hljómsveitin nokkra forleiki og vom sumir þeirra skemmtilegir áheymar en í undirleikshlutverk- inu stóð hljómsveitin sig vel, enda sjálfsagt vart nokkuð það skemmtilegra til en að leika með svo frábæmm listamanni og Margaret Price. Kvikmy ndasj óður: Námskeið í gerð kvik- myndahand- rita I FRÉTTATILKYNNINGU sem Kvikmyndasjóður Islands sendir frá sér segir að einum íslenskum kvikmyndagerðarmanni muni í júlímánuði gefast tækifæri til að sækja námskeið í gerð kvik- myndahandrita sem haldið er af bandaríska kvikmyndagerðar- manninum Frank Daniels fyrir tíu Evrópubúa í Briissel. Frank Daniels hefur undanfarin ár kennt kvikmyndahandritsgerð við Columbía-háskóla í New York og m.a. verið kennari og ráðunautur Milos Forman. Hann hefur veitt samþykki sitt fyrir að einn íslend- ingur fái þátttökurétt í námskeiði sem hann heldur á vegum Flæmsku-Evrópustofnunarinnar í Brussel. Námskeiðið stendur í þrjá mán- uði alls; júlí, desember og maí á næsta ári og eiga þátttakendur þá að skila handriti sem er tilbúið til töku. Þeim sem áhuga hafa á nám- skeiði þessu er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs sem allra fyrst og mun hann veita allar nánari upplýs- ingar. Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandar- sóknar 40 ára KIRKJUKÓR Hveragerðis og Kotstrandarsóknar á 40 ára afmæli á þessu ári. Af þessu til- efni heldur kórinn afmæiistón- leika í Hveragerðiskirkju mið- vikudaginn 18. júní kl. 20:30. Kórinn er á förum á vinabæjar- mót í Ömsköldsvik í Svíþjóð ásamt fleiri Hvergerðingum og Ölfusing- um. Einnig mun kórinn syngja í Noregi og Finnlandi. Jacqueline Picasso færir Listahátíð árituð veggspjöld að gjöf JACQUELINE Picasso gaf, áður en hún fór úr landi, Listahátið 100 veggspjöld að Picasso- sýningunni á Kjarvalsstöðum, sem hún hefur áritað persónu- lega, númerað og tölusett. Veggspjöld þessi eru til sölu að Kjarvalsstöðum og er verð þeirra 5.000 krónur stykkið. Björgunar- sveitin Albert með kaffisölu Björgunarsveitin Albert á Seltjarnarnesi heldur sina ár- legu kaffisölu í félagsheimil- inu f dag, 17. júní, og hefst hún kl. 15. Sveitin hefur nýlega fest kaup á Viking-hraðbjörgunarbát og mun ágóðinn af sölunni renna til kaupanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.