Morgunblaðið - 01.07.1986, Page 34
34___________________
Tíbet
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
S
Heinrich Harrer: Retum to
Tibet. Translated from the German
by Ewald Osers, Penguin Books
1985.
Heinrich Harrer er Austurríkis-
maður. Hann strauk úr breskum
fangabúðum á Indlandi i síðari
heimsstyrjöldinni og flúði til Tíbet,
þar sem hann og samfangi hans,
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR1. JÚLÍ1986
Aufschnaiter, dvöldu næstu sjö árin
og störfuðu að ýmsum verkefnum
fyrir Tíbetstjóm. Þeir voru fyrstir
vesturlandamanna á þeim árum til
þess að vinna fullan trúnað íbúanna
og stjórnvalda. Eftir innrás Kín-
veija flúði Harrer land og settist
að í Austurríki. Bók Harrers „Sjö
ár í Tíbet“ kom fyrst út 1952 og
var þegar þýdd á fjölmargar þjóð-
tungur m.a. íslensku. „Sjö ár í
Tíbet“ er mjög skemmtileg frásögn
af dvölinni meðal þessara sérstæðu
þjóðar, sem átti sér mjög sérstæða
menningu og bjó við atvinnuhætti
og í samfélagi sem vakti undrun
og aðdáun því lengúr sem dvalið
varíþessu landi.
Eftir innrás Kínveija tók vita-
skuld fyrir allar ferðir útlendinga
til landsins. Dalai Lama flúði land
og fréttir voru mjög takmarkaðar
og allar ömurlegar. Kínveijar tóku
þegar að útrýma þeim, sem þeir
töldu sér og yfírráðum sínum
hættulega, þeir stefndu að því að
rústa menningu íbúanna, útþurrka
þar með trúarbrögð þeirra og móta
íbúana samkvæmt þeim kenningum
sem hafa orðið kveikja að viðbjóðs-
legustu stjómarháttum, sem sagan
kann að greina frá. Aðferðir kín-
verskra kommúnista í Tíbet vöktu
í fyrstu nokkra athygli, en fréttir
þaðan gerðust sttjálari þegar inn-
rásarliðið hafði hert tökin og ógnar-
stjómin náð algjörum yfírráðum.
Meginhluti klaustra landsins var
eyðilagður og aðrir helgistaðir
þurrkaðir út, nema hvað fáein
klaustur voru látin standa til að
sýna þau ferðamönnum. Kínveijar
mpluðu og rændu Tíbeta listmunum
og dýrgripum og stálu öllu sem þar
var að hafa. Gífurlegur fjöldi íbú-
anna var myrtur eftir misheppnaða
uppreisn 1959.
Harrer fékk loks leyfí til þess að
koma til Lhasa 1982. Kínveijar
töldu sig þá hafa hreinsað svo til
og tryggt yfírráð sín og heilaþvegið
íbúana, að óhætt væri að opna viss
svæði landsins fyrir ferðamenn.
Frásögn Harrers er lýsing á kúgaðri
Til afgreiðslufólks
BANKAKORTA
Ef viöskiptavinur greiðir fyrir vöru eða þjónustu með tékka
skal hann útfylla tékkann í þinni viðurvist
og framvísa bankakortinu ásamt tékkanum.
SPARIBANKINN
REIKNINGS
-GaFini£LGFG.M.
SPARIBANKINN
lllb 0000 0034 1352
Pú athugar:
O hvort bankakortið sé frá sama banka og tékkinn
© að gildistími kortsins sé ekki útrunninn
© fæðingarár með tilliti til aldurs korthafa
o hvort undirskrift á tékka sé í samræmi við rithandarsýnishorn á bankakorti.
Séu ofangreind atriði í lagi
© skráir þú númer bankakortsins (6 síðustu tölurnar) neðan við undirskrift
útgefanda tékkans. Þetta gildir um alla tékka, óháð upphæðinni.
Bankakortið - tákn um traust tékkaviðskipti
Alþýðubankinn - Búnaðarbankinn - Landsbankinn - Samvinnubankinn
Utvegsbankinn - Verzlunarbankinn - Sparisjóðirnir
þjóð, sem er að tortímast sem sér-
stök þjóð fyrir tilverknað kínverskra
kommúnista. Hinir nýju valdhafar
telja sig hafa náð miklum árangri
í því að kenna öllum að lesa og
skrifa og þar með hafa þeir náð
að staðla uppvaxandi kynslóð að
þeim hugsunarhætti og mati, sem
þeir telja sér henta og um leið eru
þeir langt komnir í því að þurrka
út þjóðlega menningu Tíbeta. Menn
skyldu athuga það, að þjóðleg
menning er ekki alltaf bundin því
að geta stautað sig fram úr lesmáli
eða klórað nafnið sitt á blað. Aftur
á móti er auðvelt að þurrka út sér-
stæða menningu eins og tíbeska,
með því að kenna lestur, sem er
nýttur til þess eins að móta komm-
únískan hugmyndaheim. Hér á
vesturlöndum er öll menning mjög
bundin kunnáttu í lestri og skrift
og vesturlandabúum hættir til að
telja það vera upphaf allrar menn-
ingar, en þar kemur margt fleira
til í sérstæðum samfélögum vítt um
heim. Því er það oft svo, að auglýs-
ingar um aukna lestrarkunnáttu í
ýmsum samfélögum, þar sem
„framfarasinnuð öfl“ hafa náð völd-
um þýðir einfaldlega innrætingu
vissra pólitískra skoðana og stang-
ast því í raun algjörlega á við þann
tilgang, sem kunnátta í lestri og
skrift hefur að vestrænu mati, að
víkka meðvitundina.
Það getur vart talist til þroska-
vænlegs lestrarefnis að geta staut-
að sig framúr ruglinu í kverum
Maós eða lesið fábjánalega frasa
kínverskra plakata, aftur á móti
má móta einnar víddar pólitíska
fáráðlinga með þeim aðferðum.
Þess er vandlega gætt, að Tíbetar
kynnist ekki tíbeskum spekiritum
og hinum sérstæða Búddhisma sem
iðkaður hefur verið í Tíbet frá því
á 7. öld e.Kr. Bókasöfn klaustranna
hafa verið rænd eða brennd.
Kínverjar telja sig hafa bætt
heilbrigðisástandið í Tíbet eftir
innrásina og komið lifnaðarháttum
þjóðarinnar í nútímalegra horf, en
merking þessara staðhæfínga Kín-
veija er bundin kínverskum skiln-
ingi.
Kínveijar geta stært sig af því
að hafa myrt talsverðan hluta íbú-
anna, brennt og lagt í rúst 98%
allra klaustra landsins og stolið
þeim gripum, sem Tíbetar töldu til
helgigripa, auk þess að mergsjúga
þjóðina efnahagslega. Tíbetum
hefur tekist að móta tíbeskt sam-
félag utan landamæranna á ind-
verskri grund, svo tíbesk menning
lifír þó enn, en innan landamæra
Tíbets ríkir dauði og vonleysi.
Ný plata með Bubba
„Blús
fyrir
Rikkaí4
ÞANN 1. júlí næstkomandi er
væntanleg á markaðinn ný plata
með Bubba Morthens og nefnist
hún „Blús fyrir Rikka“. Hér er
um að ræða tvöfalt umslag sem
inniheldur 25 lög.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem
Bubbi sendir frá sér plötu þar sem
hann leikur einn á kassagítar og
munnhörpu í öllum lögunum. A
þessum tveimur plötum er að fínna
hljóðritanir gerðar í Stúdíó Sýrlandi
í aprít á þessu ári, svo og af tónleik-
um, en Bubbi hefur komið fram á
um 100 tónleikum frá því hann
sendi frá sér plötuna „Kona" fyrir
ári. í vor fór Bubbi ásamt Megasi
í um 20 daga tónleikaferðalag og
í þessu umslagi eru tvær hljóðritanir
með þeim.
Á plötunum er að fínna bæði
gömul og ný lög eftir Bubba Morth-
ens auk laga eftir Megas og Tolla.
Hljómplötuútgáfan Gramm gefur
plötuna út.