Morgunblaðið - 01.07.1986, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1986
55
Stjómunarfélag íslands:
Farmenn menntast
í viðskipta- o g
verslunarfræðum
FYRSTA endurmenntunamám-
skeiðið fyrir félagsmenn Far-
manna- og Fiskimannasam-
bandsins stendur nú yfir. Það er
stjóraunarfélag íslands sem
skipuleggur og sér um námskeið
þetta sem er sérstaklega ætlað
þeim far- og fiskimönnum sem
hyggja á störf í landi
„Að hnýta öngultauma er það
eina sem skipstjóri getur snúið sér
að þegar hann vill fara í land“, —
„kominn tími til að litið sé á sjómenn
sem mannlegar verur“, — „ Stýri-
mannaskólinn er blindgata", — ;
setningar sem þessar dundu á
blaðamanni Morgunblaðsins þegar
hann settist niður að sötra kaffí
með átta málhressum sjómönnum
í húsakynnum Stjómunarfélagsins
við Ánanaust. Tilefnið var endur-
menntunamámskeið það sem þar
fer nú fram og þeir sitja allir. Nám-
skeiðið er sniðið að starfsháttum í
viðskiptum og verslun. Námsefnið
dregur dám af þessu og skiptist í
Qóra meginflokka: Sölu- og mark-
aðssvið, stjómunarsvið, tölvusvið
og tungumálasvið
Aðspurðir kváðu sjómennimir
undanfamar fímm vikur hafa verið
ærið strembnar en að sama skapi
skemmtilegar. Kennt hefur verið
frá þvi kl. átta á morgnana til kl.
þrjú og stundum fjögur síðdegis.
Þá hafa oftar en ekki tekið við
fíjálsir tölvutímar til kl. fímm en
þá er húsinu lokað.
Frumkvæðið að þessu endur-
menntunamámskeiði er komið frá
sjómönnum sjálfum, hugmyndin er
gömul, en það var fyrst við gjald-
þrot Hafskips að einhver hrejrfíng
komst á málið. Þá urðu fjöldamargir
atvinnulausir, en að sögn áttmenn-
inganna, urðu yfirmenn á skipum
fyrirtækisins einna verst fyrir barð-
inu á atvinnuleysinu. Sérstaklega
gekk þeim skipstjómarmönnum illa
að fá vinnu sem eitthvað vom
komnir til ára sinna og ekki bætir
úr skák að erlendir sjómenn em í
vaxandi mæli ráðnir í þjónustu ís-
lenskra skipafélaga.
Töldu viðmælendur blaðamanns
fyllilega tímabært að nám við Stýri-
mannaskólann hætti að vera svo
einskorðað við vinnu á sjó sem verið
hefur. Auka mætti Qölbreytni
námsins svo þeir sem útskrifuðust
frá skólanum ættu sér einhveija
atvinnumöguleika í landi þegar og
ef að því kæmi að þeir óskuðu eftir
umhverfisbreytingu.
Að sögn Lám M. Ragnarsdóttur,
framkvæmdastjóra Stjómunarfé-
lags íslands, er í bígerð að halda
fleiri samskonar námskeið á hausti
komanda fyrir far- og fískimenn
og einnig aðrar starfsstéttir.
Hreðavatns- og Botnsskáli í Borgarfirði:
Selja benzín-
lítrann á 26,95
Borgarfírði.
ÞEIR FEÐGAR, Pétur Geirsson
og Jón Pétursson, sem reka
Hreðavatnsskála í Norðurárdal og
Botnsskála í Hvalfirði hafa síðan
um hvítasunnu selt benzínlítrann
á 26,95. Hafa undirtektir verið
góðar hjá ferðamönnum og öðmm
þeim, sem þurfa á orku að halda.
Umboðslaun frá olíufélögunum
em 1 króna og 11 aurar, þannig
að þeir gefa eftir 1 krónu og 5
aura, fá þannig f sinn hlut 6 aura
fyrir hvem seldan lítra. En eins
og kunnugt er, þá kostar hver lítri
af benzíni í dag 28 krónur.
Jón Pétursson í Botnsskála
sagði, að þeir feðgar vonuðust til
þess að þetta ylli samkeppni á
milli olíufélaganna. Þau hafí verið
að keppa um smurolíur sín á
milli, en látið vera að hafa sam-
keppni varðandi benzín og hrá-
olíur. Olíufélögin hafa látið þetta
óátalið, og sagðist Jón búast við
því, að þeir selji benzínið ódýrar
út sumarið að öllu óbreyttu.
Um það hvort þeir töpuðu ekki
á þessum afslætti á benzínsölunni,
þá sagði Jón, að umboðslaunin
hefðu aldrei skipt neinu höfuðmáli
í benzínsölu. Þetta væri gert til
þess að hvetja til samkeppni á
milli olíufélaganna, og eitthvað
verði menn að leggja á sig. Annars
hafíst ekkert í gegn.
—Pþ
Löng bið eftir
hraðsendingu
„BÁTURINN er alveg stopp út
af þessu“, sagði Óðinn Geirsson
sjómaður á Siglufirði í samtali
við Morgunblaðið en vélarhlutir
sem hann pantaði frá London
hafa verið töluvert lengur á leið-
inni en honum finnst góðu hófi
gegna.
Hér er um að ræða vélarhluti sem
eiga að fara í nýjan bát sem er í
smíðum og þessir hlutir em það eina
sem til þarf svo að báturinn komist í
gagnið. Hlutimir vom pantaðir tíman-
lega af umboðinu að sögn Óðins og
bókaðir í flug frá London með Flug-
leiðum 22. júní sl. Þeir komu þó ekki
til landsins fyrr en síðasta föstudag
og vom þvf skildir eftir f London í
fíórgang.
Þegar hlutimir komu til íslands fór
pakkinn beint í afgreiðslu Amarflugs.
Pakkinn, sem merktur var sem áríð-
andi hraðsending, var þó ekki tekinn
með í næsta flugi til Sigluflarðar
heldur var hann skilinn eftir, þar sem
ákveðið var að millilenda á Blönduósi
og farþegum bætt við vegna þess.
„Mér skilst að þetta geti varðað við
brot á sérleyfíslögunum", sagði Óðinn.
„Þetta er 85 kflóa pakki og kostar
nánast jafn mikið að senda hann í
flugfrakt og farþegasæti. Maður legg-
ur þennan kostnað á sig þar sem mikið
liggur á, en með þessu áframhaldi
væri fljótlegra að láta senda þetta
með skipi", sagði Óðinn að lokum.
Nokkrir þátttakenda í námskeiðinu þungt hugsi en allir hafa áttmenningarnir annaðhvort vélstjóra-
eða skipstjóramenntun.
Firestone S-211
radial hjólbaröarnir
tryggja öryggi þitt
og annarra
FIRESTONE S-211 radial hjólbarðarnir eru framleiddir undir ströngu
gæöaeftirliti sem tryggir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar.
Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á
malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi í
akstri, innanbæjar sem utan.
FIRESTONE S-211 eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir
jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki.
Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist
og endist...
Þóra Dal, auglýsingaatofa