Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 56
ÞRIÐJUDAGUR1. JÚLÍ1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Framkvæmdasj óður: Selur hlut í tveim- ur hlutafélögfum ^ „Ríkið ekki rétti aðilinn til að standa í þessum rekstri“ - segir Þórður Friðjónsson stj órnarformaður sjóðsins STJÓRN Framkvæmdasjóðs hefur ákveðið að selja eignarhluta sína í Álafossi og Norðurstjörnunni. Þar til nýir eigendur hafa tekið við fyrirtækjunum er það stefna sjóðsins að þau verði rekin á „viðskipta- legum grundvelli" að sögn Þórðar Friðjónssonar, stjórnarformanns. „Oft á tíðum hafa verið gerðar kröfur til fyrirtækjanna að þau hagi rekstrinum eftir öðrum sjónarmiðum. Við teljum hinsvegar best fyrir fyrirtækin og atvinnugreinar þeirra að þau taki mið af arðsemi í rekstrinum." Stefnubreyting Framkvæmda- sjóðs var kynnt á aðalfundi Álafoss sl. laugardag. Þórður sagði að stjómin hefði unnið að endurskoðun á markmiðum sjóðsins í október sl. Hefði hún ákveðið að það væri ekki hlutverk hans að binda fé í fyrir- tækjum til langs tíma. Ríkið væri ekki rétti aðilinn til að standa í slík- um rekstri. „Við gerum ráð fyrir þvi að salan fari fram á löngu ára- bili, samhliða Qárhagslegrí endur- Hafísinn hörfar frá landi VEÐURFRÆÐINGAR eru nú vongóðir um að hafísinn láti það vera þetta sumarið að heimsækja landsmenn. Vestur og norður af landinu eru nú hægir austanvindar og standa vonir til þess að þeir muni hamla frekara reki hafíss að landinu, jafti- framt því sem þeir taka nú óðum að bráðna, að sögn Þórs Jakobs- sonar veðurfræðings. Frá skipum khafa borist tilkynningar um mjög þétta ísspöng sem er um þijár til fjórar sjómílur á breidd. Syðsti endi hennar er á 66. gráðu og 40. mínútu norðlægrar breiddar og 21. gráðu og háifri mínútu vestlægrar lengd- ar. Vart hefur orðið við aðra ísspöng á svipuðum slóðum norður af Húna- flóa, þéttleiki hennar er þó minni, en hún þekur heldur stærra svæði en hin eða um sex sjómflur. Auk þessa eru stakir jakar á reki á þessum slóðum. skipulagningu. Við viljum jafnframt að þetta valdi starfsfólkinu sem minnstri röskun." Að sögn Þórðar hyggst sjóðurinn ná sem mestum hagnaði í rekstri fyrirtækjanna og verða stjómir þeirra beðnar um tillögur um hvemig ná má bestum árangri. „Ég geri mér fyllstu vonir um að hægt verði að selja fyrirtæk- in fyrir gott verð. Þau eiga bæði framtíð fyrir sér sem öflug hlutafé- lög.“ Sjóðurinn á 98% af hlutafé Ála- foss, og 60%-70% í Norðurstjöm- unni. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort eða hvenær fyrirtækin verða auglýst til sölu. Þórður sagði að það yrði hinsvegar látið vitnast að þau væru föl. Þegar er komið vilyrði frá Iðnlánasjóðj um 30 milljóna króna hlutafé I Álafossi, til skamms tíma. „Unnið er að því að kanna söluna gagnvart örðum aðilum," sagði Þórður. Fyrsta „íslenzka “átta manna stjarnan AknreyrL FYRSTA átta manna stjaman þar sem einungis íslendingar eru innanborðs var mynduð yfir Akureyri á fallhlifarstökkmóti hér á sunnudag- inn. Þeir sem mynduðu stjörnuna voru Þór Jón P. Pétursson, Hartmann Guðmundsson, Rúnar Rúnarsson, Ómar Þór Eðvarðsson, Kristinn Kristinsson, Birgir Siguijónsson, Sigurlín Bald- ursdóttir og Snorri Hrafnkelsson. Sigurlín er eina stúlkan sem stundar fallhlífarstökk á íslandi f dag — en hún og Birgir tóku þarna í fyrsta sinn þátt í myndun átta manna stjörnu. Hinir hafa allir gert það áður, en þá ásamt erlendum fallhlífarstökkvurum. Það var Sigurður Baldursson, Fallhlffarklúbbi Akureyrar, sem tók meðfylgjandi mynd á sunnu- daginn, en eftir að hann gerði það kom hann inn í stjörnuna sem nfundi maður. Hraðfrystistöðin í Reykjavík: Öllum starfsmönnum var sagt upp í gær **Hyggjumst hætta frystingu 1. október“, segir Agúst Einarsson forstjóri fyrirtækisins ÖLLUM starfsmönnum Hrað- frystistöðvarinnar f Reylqavík hf„ 80 að tölu, var sagt upp störfum í gær, og er reiknað með að uppsagnimar taki gildi frá 1. október nk. að sögn Ágústar Einarssonar, forstjóra Hrað- f rystistöð varinnar. „Við gerum ráð fyrir því að hætta frystingu um mánaðamótin sept- ember/október, og því koma þessar „Tími til kominn að kona sitji í Hæstarétti“ - segir Guðrún Erlendsdóttir, sem fyrst kvenna hér á landi er skipuð hæstaréttardómari FORSETI íslands skipaði í gær Guðrúnu Erlendsdóttur hæstarétt- ardómara og er hún fyrsta kona hér á landi sem í þá stöðu er skipuð. ann, en kvaðst eiga eftir að sakna kennslunnar í lagadeild Háskóla íslands. „Það verður þó óneitan- lega Qölbreyttara verkefni sem ég fæst við í Hæstarétti, því í laga- deild hef ég kennt sifja- og erfða- rétt og hef því óneitanlega ein- angrast dálítið í þeim fögum. Fyrir Hæstarétt koma hins vegar mál af öllu tagi. Ég á þó eftir að sakna nemendanna í lagadeild og „Að vissu leyti finnst mér það marka tímamót að kona skuli vera skipuð hæstaréttardómari og það var tími til kominn," sagði Guðrún í spjalli við blaðamann í gær. „Mér líst mjög vel á þetta og byggi nú á reynslunni, því ég var þarna í tæpa 10 mánuði á árunum 1982-1983.“ Guðrún neitaði því að það hefði komið henni á óvart að fá starf- samkennara minna þar,“ sagði Guðrún. Guðrún Erlendsdóttir lauk lagaprófí frá Háskóla íslands árið 1961. Hún hefur rekið málflutn- igsstofu í Reykjavík ásamt manni sínum, Emi Clausen, frá því árið 1961, varð héraðsdómslögmaður árið 1962 og hæstaréttarlög- maður fímm árum síðar. Hún hóf störf við Háskóla íslands sem stundakennari árið 1970, varð lektor árið 1976 og dósent þremur árum síðar. Aðrir umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara voru þeir Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari Benedikt Blöndal, hæstaréttarlög- maður, Gunnlaugur Briem, yfír- sakadómari, Hrafn Bragason, borgardómari og Jón A. Ólafsson, sakadómari. uppsagnir til nú. Þær ná til allra starfsmanna fyrirtækisins, verka- fólks, verkstjóra, skrifstofufólks og bflstjóra," sagði Ágúst í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Ágúst sagði að gripið væri til þessara ráð- stafana nú, vegna þeirra aðstæðna sem þessi grein, ftystingin, byggi við og hefði búið við í mörg ár. „Það hefur verið tap á fiystingunni í mörg ár, og það er ekkert sem bendir til þess að þetta lagist á næstunni, þannig að við óbreyttar aðstæður þá hættum við fiystingu þann 1. október nk.,“ sagði Agúst. Ágúst sagði að það hefði velkst lengi í huga sínum til hvaða ráða væri hægt að grípa. Svona ákvörð- un væri ekki tekin að óyfírveguðu máli. „Fyrir mig er þetta sárasta ákvörðun sem ég hef nokkum tíma tekið á mínum starfsferli, en ég sá enga aðra leið. Ég hef sagt mínu fólki að ég er ekki bjartsýnn á að þessar aðstæður breytist," sagði Ágúst. Ágúst benti á að þetta væri bara enn eitt dæmið um erfíðleika fryst- ingarinnar á Suðvesturhominu. „Við erum búnir að horfa upp á f þessari grein gjaldþrot og nauðung- arsölur hjá fjölmörgum' stórfyrir- tækjum hér suðvestanlands," sagði Ágúst Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.