Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚIÍ1986
öðrum degi komumst við oftast að
Kárastöðum í Þingvallasveit og á
þriðja degi í Mosfellsdal þar sem
við vorum um nóttina að Hraðastöð-
um þar til styijöldin komst í al-
gleyming en þá urðum við að leggja
leið okkar í Miðdal. Frá þessum
síðasta áfangastað á leiðinni kom-
umst við til Reykjavíkur og það var
ekki löng dagleið. Hina dagana
vorum við sannarlega á ferðinni
myrkranna á milli, í bókstaflegri
merkingu."
— Voru þetta skemmtilegar ferð-
ir?
„Þær gátu verið það enda þótt
þær væru alltaf dálítið erfiðar og
krefðust mikillar árvekni."
— Höfðu menn með sér bijóst-
birtu til að hressa sig á leiðinni?
„Varla svo orð sé á gerandi. Mér
fannst ákaflega lítið vín haft um
hönd í þessum ferðum eins og
reyndar alls staðar þar til sterku
vínin komu eftir að banninu var
aflétt. Ungmennafélögin voru sterk
og þau höfðu bindindi á sinni
stefnuskrá. Þau héldu að miklu leyti
uppi félagslífi í sveitunum, en ég
fór þó að mestu leyti á mis við það
af því hvað Auðsholt var einangr-
að.“
— Hafðirðu gaman af að koma
á mannamót?
„Já, og ég býst við að fólk hafi
haft meiri þörf fyrir slíkt á meðan
það bjó við mikla einangrun eins
og hér var. Að því leyti voru fjall-
ferðimar kærkomin tiíbreyting. Við
vorum bundnir Hrunamönnum með
fjallferðir og strax og ég var orðinn
fimmtán ára fór ég að fara í þær.
Ég hafði ekki síst gaman af að hitta
menn úr öðrum byggðarlögum.
Þama hitti maður marga skemmti-
tekið tal saman. Leifí þekkti stúlk-
una ekki en þegar hún sagði honum
hvaðan hún væri var svarið: „Stend-
ur heima, stíft og gagnbitað." Þótt
ég væri ekki sérlega vel að mér í
fjármörkum hafði ég ánægju af
sauðkindum og þóttist vera glöggur
á fé. En fyrst við erum að tala um
ferðir þá voru þeir alltaf kallaðir
ferðamenn sem voru í fjallferðum
og öðrum nauðsynjaerindum en
þeir sem voru á skemmtiferð voru
til aðgreiningar alltaf kallaðir reis-
endur.“
— Þú talar um einangrun og lítið
félagslíf.
„Já, og það eina sem ég stundaði
var nú eiginlega sóknin. Ég hef
alla tíð haft náin tengsl við kirkjuna
mína og þykir vænt um hana.
Auðsholt hefur alltaf átt kirkjusókn
í Skálholt og reyndar var bærinn í
Biskupstungnahreppi til ársins
1978 en hefur síðan verið í Hruna-
mannahreppi. Auðsholt er einkenni-
lega í sveit sett og landfræðilega
mælir flest með því að það sé í
Hrunamannahreppi. Enn er þó
kirkjusókn í Skálholt og það mun
vera af því að uppfræðsla bama
tengist svo kirkjunni. Þó er það svo
að síðan heimkeyrsla bama kom til
fóru bömin hér í skóla á Flúðum
og því lægi sjálfsagt beinast við að
við ættum kirkjusókn í Hruna. En
ég er feginn á meðan því er ekki
breytt því ég held tryggð við mína
gömlu kirkju enda var ég hringjari
í Skálholti áratugum saman. Fyrsta
málaða hús sem ég kom í á ævinni
var Skálholtskirkja. Þá var þetta
bara fátækleg timburkirkja enda
var þetta fátækur tími eins og allir
vita. Lengi vel eftir að ég fer að
muna eftir mér var ekki hátt risið
á Skálholtsstað en nú hefur hann
sem betur fer endurheimt nokkuð
í flestum tilfellum vom böm látin
læra mikið af versum og bænum.
Ég lærði þetta að mestu leyti hjá
ömmu minni og kunni mikið þegar
hún lést en þá var ég 8 ára. Þegar
ég var að vaxa úr grasi voru hefðir
fastmótaðri en nú og það var meira
form á öllum hlutum. Ég á góðar
minningar um gengna kynslóð og
met hana einkum fyrir orðheldni
og viðleitnina að gera alltaf rétt,
skulda ekki neinum neitt og viljann
tii að leiðrétta ef eitthvað var mis-
sagt. Nú er allt lausara í reipunum."
— Telurðu að bændamenningu
hafi farið aftur?
„Ég er ekki viss um að svo sé.
Það er margt fólk vel að sér ekkert
síður nú en áður fyrr. En ég tek
eftir því að hjá mörgum fer hugsun-
in í það hvemig eigi að fara að
því að framleiða sem mest. Kröfum-
ar hafa aukist og það er nauðsyn-
legt íú orðið að hafa fjölbreytta
og margbrotna þekkingu á því sem
er verið að fást við. Bændur verða
t.d. að vera vel að sér á því sviði
sem þeir eru á. Þeir þurfa ekki
aðeins að kunna skil á jarðrækt og
búfjárrækt heldur einnig viðskipt-
um. Búskaparhættir em líka mjög
að breytast og það verður áreiðan-
lega ekki umflúið að fólkið sé í
þéttbýli í þessu landi, en manni
fínnst þó að það þurfi að vera ís-
lendingar."
— Finnst þér skorta á það?
„Kannski dálítið. Það er þá aðal-
lega í sambandi við málið."
— Hvað um hinn almenna per-
sónuáhuga? Er hann sá sami og
áður var?
„Ég held að hjá alþýðufólki fari
hann þverrandi. Hann hefur
kannski sigtast í annað.“
— Stóð hugur þinn til annars en
búskapar?
EINMITT ]
FjölskyldutrimmtækiN 1
BURT MEÐ AUKAKÍLÓ - ÆFIÐ 5 MÍN. Á DAG
Enginn likami er góður
án voðva i brjosti
maga og bakhluta
Kulumagl. fltukapplr, »löpp brjo*t.
slappur bakhlutl o.a.frv.
/ \ Allt pena synir
\ Í5>?r?dvi<" slappa v°*wa
) V*'* i veli
\ / Byriaðu Slrax
j j að stækka og
kUpavodva, styrkiavoðv-
,\ ana pina með
y csUÞwsan
_ . MÚcfrú - ) árangursr iku
7Vj ! y ob**'*^
siaopv'voðv],
STERK HÖNNUN
með stalrorum- 130*37 *24 cm.
með setu aem rannur létt í mau-
tvum nýk>nh|olum.
Leggið fljótt af
FJÖLBREYTTAR
NOTKUNARREGLUR FYLGJA
Undirrítaöur pantar hér-
með
stk. fjöiskykJutrimm-
tæki
ákr. 2.290 pr.stk.
Nafn: _____________________
Leggðu fljott af
Misstu aukakilð með þvi að
*fa 5 min. á dag. Buri með
kilótn og sentimetrana.
□ Sendist í póstkröfu □ Ávisun sendist með
Póstkrafa kr. 120,- Enginn sendingarkostnaöur.
Póstverslunin Príma, Box 63,
222 Hafnarfirði.
Pöntunarsfmi 91-651414 eða
51038 kl. 10—22 alla daga.
Jón Bjarnason kemur til dyra I Auðsholti.
lega menn sem fengur þótti að, eins
og t.d. Pál Hannesson á Guðlaugs-
stöðum, föður Björns á Löngumýri,
Halidórs búnaðarmálastjóra og
Hannesar sem kenndur var við
Undirfell. Páll var með skemmtileg-
ustu mönnum sem ég hef hitt um
dagana. Á fjöllum hitti maður líka
Húnvetninga og Skagfirðinga, sem
margir voru skemmtilegir. Ég hitti
m.a. Hjörleif Sigfússon sem frægur
var og kallaður Marka-Leifi af því
að hann var talinn þekkja fleiri
mörk en nokkur annar. Ég fór á
Alþingishátíðina 1930 eins og fleiri
og kom þá í tjaldborg þar sem
Marka-Leifi var að grúska í marka-
skrá Ámessýslu. Eitthvað spurði ég
hann hvaða áhuga hann hefði á fjár-
mörkum í fjarlægri byggð. „Veistu
það ekki,“ sagði hann, „þetta er
mitt fag.“ Auðvitað er þetta mikil
fræðigrein en ég setti mig aldrei
mikið í það. Einu sinni er sagt að
Marka-Leifi hafí hitt stúlku úr öðru
byggðarlagi á fömum vegi og þau
af sinni fornu vegsemd. Gamla
kirkjan var færð af gmnninum og
rifin þegar nýja kirkjan kom, en
homsteinn að henni var lagður á
900 ára afmæli stólsins árið 1956.“
— Hvernig var barnafræðslu
háttað þegar þú varst að alast upp?
„Hún var bágborin. Um reglu-
lega skólagöngu var ekki að ræða
heldur vom farkennarar með höpp-
um og glöppum á einhveijum bæj-
um. Þannig var barnakennsla mjög
slitrótt til 14 ára aldurs en þá var
henni lokið. Einu sinni gekk ég í
skóla. Þá var ég í mánuð á Torfa-
stöðum og nemendurnir vom tutt-
ugu að tölu.“
— Sýnist þér börn almennt fróð-
ari og betur uppfrædd nú en þá var?
„Eg veit það ekki. Hlýtur það
ekki að vera?“
— Og uppeldið?
„Það var áreiðanlega æði
misjafnt eftir heimilum ekki síður
en nú er en í heildina held ég að
þá hafi það verið dálítið strangara.
„Já, ég get ekki neitað því.
Ættfræði, mannfræði og íslenskt
mál em mín hugðarefni, en það
hefur bara verið tilviljun hvað
maður hefur getað stundað. Allt
hefur þetta farið í önn lífsins."
— Hefurðu saknað þess að hafa
ekki átt þess kost að stunda skóla
og afla þér menntunar á þann hátt?
„Já, það hef ég svo sannarlega
gert, og ég held að fróðleiksfýsn
hafi einkennt marga af minni kyn-
slóð og að margir hafi verið vel að
sér að mörgu leyti, en þrátt fyrir
þetta hafi menntunarleysið háð
okkur við fróðleiksöflun. Undirstöð-
una hefur vantað."
— Heldurðu þá að fólk sé nú
ánægðara en það var á þínum yngri
ámm?
„Það er svo aftur allt annað mál.“
Viðtal: Áslaug Ragnars
Ljósm.: RAX
LIKAMSRÆKT J.S.B.
SUÐURVERI
áframmeð
sumarnámskeiðin
14. júll'—31 .júlí
Suðurver — Breiðholt
Kerfi I. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum
aldri. Flokkar sem hæfa öllum.
Kerfi II. Framhaldsflokkar, þyngri tímar fyrir aðeins
vanar.
Kerfi III. Rólegir tímar fyrir eldri konur eða þær sem
þurfa að fara varlega með sig.
KerfilV. Megrunarflokkur fyrir þær sem þurfa og
vilja missa aukakílóin núna.
Kerfi V. Eróbikk, okkar útfærsla af þrektímum með
góóum teygjum. Hörkupúl og svitatímar
fyrir ungar og hressar.
STURTUR — SAUNA — UÓS
Glæsileg nýaðstaða
Allir finna flokk
við sitt hæfi hjá
.o.JlS.
799S8