Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 22
SVONA GERUM VIÐ
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1986
Sumir hlutirnir eru
skemmtilega skítugir
Fimm ungar konur voru önnum kafnar við vinnu sína á
textílviðgerðarstofu Abegg-stofnunarinnar fyrir utan Bem í
Sviss í byijun júní. Ein var að lesa sér til um vefnaðarlist;
önnur var að reyna að raða saman eldgamalli, egypskri silki-
mynd sem var rifín í tætlur; tvær sátu og festu niður lausa
gullþræði á gömlum biblíumyndum með örfínum silfurendum;
og ein annaðist stjómunarstörf. Vinnustofan var stór og björt,
klædd tekkskúffum og -skápum fullum af textílverðmætum.
Vinnuborðin vom stór og rúmgóð. Sum þeirra vom með gati
svo að hægt var að sauma í vefnaðinn án þess að þurfa að
halda á honum.
Margrét Gísla-
dóttir vinnur ein
að viðgerðum og
hreinsun á ís-
lenskum textíl-
þjóðmunum. Hún
hefur nokkrum
sinnum starfað í
þrjá mánuði í
senn á virtu,
svissnesku textíl-
safni og var þar
síðast nú í vor.
Á einu borðinu lágu slétt og fín,
blá, ísaumuð stykki af íslenskum
hökli. Margrét Gísladóttir, deildar-
stjóri forvörsludeildar Þjóðminja-
safns íslands, hafði komið með
hökulinn með sér að heiman í byrjun
apríl og vann að viðgerðum á hon-
um í Abegg-stofnuninni í tæpa þrjá
mánuði. Þetta var í fjórða skiptið
sem hún dvaldist á stofíiuninni við
viðgerðir á íslenskum munum. „Það
er ómetanlegt að fá að starfa hér,“
sagði hún. „Hér eru fullkomnustu
tæki til alls. Ég fæ efni og aðstoð
sem ég þarf og get gert við hluti
sem ég mjmdi ekki treysta mér til
að gera við heima. Og þetta kostar
íslenska ríkið ekki neitt.“
Fjarri mengun þéttbýlisins
Svissneski auðkýfingurinn Wem-
er Abegg byijaði ungur að safna
textíl og öðrum listmunum sem
minna á myndir og munstur í vefn-
aðarlist. Hann kom sér upp merku
og verðmætu safni á langri ævi og
hugðist gefa þjóðminjasafninu í
Bem það eftir sinn dag. Við nánari
athugun reyndist safnið vera orðið
svo mikið að það hefði ekki notið
sín til fulls á þjóðminjasafninu og
Abegg ákvað að stofna Abegg-
stofnunina. Hann keypti land úti í
sveitasælunni í haeðunum fyrir
sunnan Bem og byggði þar safn
og íbúðarhús fyrir sig og banda-
ríska eiginkonu sína. Stofnunin er
úr alfaraleið en staðurinn var valinn
með mengun stórborganna í huga.
Ekkert var tilsparað svo að færi sem
best um munina og þeir varðveittust
sem lengst.
Stofnunin verður 20 ára á næsta
ári. Abegg lést fyrir þremur árum
en ekkja hans lifir enn. Þau hjónin
vom bamlaus. Nýir munir bætast
enn í safnið og Abegg-stofnunin á
mjög gott bókasafn um vefnaðarlist
sem listfræðingar hafa aðgang að.
Helsta markmið stofnunarinnar er
að varðveita gamlan textíl, auka
þekkingu á honum og halda sýning-
ar sem em opnar almenningi.
Viðgerðarstofan, sem gengur frá
textílnum þannig að hann varðveit-
ist, er mjög virt og þangað koma
nemendur alls staðar að úr heimin-
um til starfa. Aðeins fimm nemend-
ur komast að í fullt nám í einu,
námið tekur þijú ár, en nemendur
em einnig teknir í þriggja mánaða
þjálfun. Textílviðgerðir em einnig
kenndar í London og Bmssel en það
er mjög eftirsótt að komast á
Abegg-stofnunina. Norskri stúlku
sem spurðist fyrir um þriggja mán-
aða pláss í vor var til dæmis sagt
að það væri eins og hálfs árs bið-
listi til að komast að á viðgerðar-
stofunni.
En Margrét Gísladóttir komst þar
að tafarlaust þegar hún kannaði
málið fyrst fyrir fímm ámm. „Elsa
Guéjónsson. textílfræðingur á Þjóð-
minjasafni Islands, þekkir forstöðu-
konu viðgerðardeildar Abegg-stofn-
unarinnar og minntist eitt sinn á
mig við hana. Forstöðukonan sagði
að ég væri velkomin og mér var
strax boðið að koma í þijá mánuði
þegar ég spurðist fyrir um það árið
1981. Eg var hér aftur í þijá mán-
uði 1983 og 1984 og svo núna,“
sagði Margrét.
Hefðiekkilagt
í verkið heima
„Ég tek með mér muni að heiman
og geri við þá hér. Ég reyni að
velja hluti sem em sambærilegir
við aðra svo að ég geti nýtt það
sem ég læri hér þegar ég kem heim
aftur." Hún hefur hingað til haft
með sér púða og sessur sem þurfti
að hreinsa og laga en nú tók hún
með sér hökul frá Hítardal sem er
frá 15. öld. Hún spretti hann upp,
hreinsaði hann og litaði efni sem
hún leggur undir hann til að fela
göt. Hún festir efnið við hökulinn
með örfínum silkiþræði og agnar-
smáum spomm, gerir að göturium
svo að þau stækki ekki og lokar
sumum. Hún tók Ijölda mynda af
höklinum áður en hún tók hann í
sundur svo að hún myndi sauma
hann (í höndunum) rétt saman
aftur. Hún var ekki viss um hvemig
hún ætti að flytja hann heim og lét
sér detta í hug, í gríni, að vera
bara í honum á leiðinni.
„Hökullinn var illa farinn og það
er mikið verk að gera við hann. Ég
hefði aldrei treyst mér til að taka
hann fyrir heima. Þar er ekki að-
staða til að gera þá hluti sem ég
þurfti að gera og auk þess hef ég
engan þar til að ráðfæra mig við í
sambandi við verkið. Hér fæ ég
„móralskan" stuðning og hef öll
tæki og efni sem með þarf til að
gera sem best við hann.“
Starf hennar á Þjóðminjasafriinu
gengur út á að hreinsa og laga
textílmuni og ganga þannig frá
þeim að þeir eyðileggist ekki. „Það
er engin ákveðin uppskrift til um
hvemig á að gera við munina,"
sagði hún. „Hver hlutur hefur sinn
svip og maður tekur eigin ákvörðun
um það sem þarf að gera til að
þeir haldi sér sem best. Það er
enginn kostur að gera of mikið. Ég
sauma til dæmis ekki nýja rós ef
ísaumuð rós er farin af hlutnum.
En ég legg efíii á bak við göt og
fel þau ef hlutimir em götóttir og
reyni að sauma þau svo að þau
stækki ekki og ég festi niður þræði
sem hafa losnað úr skrautsaumi."
Abegg-ftofn-
nnlnergiðu
apöl fyrir ntu
erfariði
höfttðborga
innartilað
aýnn þeim ger-
Kjörbókin er óbundin og örugg ávöxtunarleið. Hún ber háa vexti, sem leggjast við höfuðstól
á 6 mánaða fresti. Til þess að tryggja að Kjörbókarelgendur njótl ávallt hagstœðustu kjara
er ávöxtun Kjörbókarinnar ársfjórðungslega borin saman við ávöxtun bundinna 6 mánaða
vísitöiutryggðra reikninga og hagstæðari leiðin valin. . onrtchanlri
Kjörbókln er góð bók fyrlr bjarta framtíð. íslancte
MJ Banki allra landsmanna
4