Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1986
43
Imelda óskar manni sínum til ham-
ingju með endurkjör háns sem for-
seta Filippseyja sl. vetur. Skömmu
síðarflúðu hjónin land.
Þegar þeir komu inn í bygging-
una kom í ljós að slökkt hafði verið
á upplýsingaskiltunum sem gáfu til
kynna brottfararstað og tíma flug-
véla. Lyftur og lyftustigar voru
sömuleiðis ekki í gangi. Dýrmætur
tími glataðist í hlaup fram og aftur
við að reyna að finna rétt brott-
fararhlið, en er hér var komið sögu
var nokkuð úm liðið síðan KLM-vél-
in til Nýju-Delhí átti að vera komin
í loftið.
Skyndilega birtist yfirmaður í
hernum og skipaði hljómsveitinni
inn í tollgæslusal. Sá var ekkert
að flýta sér. Með mestu hægð tók
hann að rannsaka vegabréf og árit-
anir, en yfir þeim stóð reiður múg-
urinn og fylgdist með framgangi
mála af svölum á bak við glervegg.
Og er skammt var liðið á skoðun
vegabréfanna tók múgurinn að
hamast á glerveggnum og heimtaði
hefnd. Þeir vildu sjá blóð. Hermenn
skipuðu Bítlunum og fylgdarmönn-
um þeirra upp að vegg fjær gler-
veggnum á svölunum þegar hávað-
inn var gegndarlaus. Þeir döngluðu
í hljómsveitina og fylgdarliðið með
trékylfum og beindu að þeim vopn-
um sínum. Lífverðir Bítlanna
reyndu að taka á sig höggin frá
trékylfunum og vernda hljómsveit-
ina, en það leiddi til áfloga og annar
lífvarðanna var yfirbugaður og
honum skellt til jarðar. Brian Ep-
stein fékk nokkur högg á bakið og
axlir og Ringó fékk svo mikill skell
að hann hrasaði og missti hand-
töskuna sína.
Langur tími leið, sem virtist heil
eilífð, og þeir veltu fyrir sér hvort
þeir yrðu látnir æstum múgnum
eftir. Að lokum var þeim þó leyft
að ganga um borð. Sem betur fór
hafði flugvélin beðið eftir þeim en
hrejrflar hennar höfðu verið ræstir
fyrir löngu. Andrúmsloftið í flugvél-
inni var heldur ekki vinsamlegt; í
vélinni voru óttaslegnir og reiðir
farþegar sem voru orðnir mjögóþol-
inmóðir á biðinni. Um það bil sem
þeir voru farnir að halda að nú
væru erfíðleikamir að baki birtist
hervörður í vélinni og skipaði Tony
Barrow, almannatengslamanni
hljómsveitarinnar, út úr flugvélinni
til að athuga vegabréfið hans á ný.
Flugstjórinn bað þá Brian Epstein
um að koma og tala við sig. Epstein
bað flugstjórann þess innilega að
skilja Barrow ekki eftir en flugstjór-
inn var efins. Þeir þráttuðu um
þetta góða stund en í þann mund
sem loka átti dyrum vélarinnar var
Barrow skilað aftur í vélina. Fyrir
utan flugbrautina gat enn að líta
æstan múginn sem hrópaði vígorð
og skók hnefana.
Brian Epstein var örmagna og í
svitabaði. Hann spurði í sífellu:
„Hvernig gat ég látið þetta handa
drengina mína?“ og síðan: „Hvernig
gat þetta gerst? Ég get aldrei fyrir-
gefið mérþetta.“
Bítlarnir voru Epstein mjög reið-
ur og ásökuðu hann fyrir hvað hafði
gerst. Og þegar einhver minntist á
að þegar væri farið að skipuleggja
aðra hljómleikaferð um heiminn á
næsta ári, þyrmdi yfir mannskap-
inn. George Harrison spurði hvort
að þessi andskotans hljómleikaferð
væri árlegur atburður. „Það heyrir
hvort eð er enginn eina helvítis
nótu,“ sagði John Lennon, „ég er
búinn að fá mig fullsaddan. Ég legg
til að við hættum hljómleikahaldi."
Þeir enduðu hljómleikaferðina í
Bandaríkjunum stuttu síðar og
hættu síðan að koma fram opin-
berlega.
Segja má að Imelda Marcos hafí
orðið til þess að þessi rómaða hljóm-
sveit hætti að koma fram opinber-
lega á hljómleikum.
Ólafur Arnalds tók saman.
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í1.FL.B1985
Hinn 10. júlí 1986 er þriöji fasti gjalddagi vaxtamiða verötryggöra
spariskírteina ríkissjóös með vaxtamiðum í 1. fl. B1985.
Gegn framvísun vaxtamiöa nr. 3 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiðimeð 5.000,-kr. skírteini kr. 239,96
Vaxtamiðimeð 10.000.-kr. skírteini kr. 479,92
__________Vaxtamiöi með 100.000.- kr. skírteini_kr. 4.799,20_
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. janúar 1986 til 10. júlí 1986 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985
til 1463 hinn 1. júlí nk.
Athygli skal vakln á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 3 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðiabanka Islands,
Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1986.
Reykjavík, 30. júní 1986
SEÐLABANKIÍSLANDS
húsgagna Siöllín
BÍLDSHÖFÐA 20—112 REVKJAVÍK — 91 -681199 og 681410 ,
er meira úrval af húsgögnum en á nokkrum
ððrum stað á islandi. Það borgar sig vissulega
að Ifta inn lil okkar og gefa sér góðan tlma —
og bera saman verð og gæði.