Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLl 1986 Miðneshreppur: Sambands- laust við Snæfellsnes Aðfaranótt laugardags varð vart bilunar á símakerfinu á Snæfells- nesi og var sambandslaust við nesið í gær. Unnið var að viðgerðum þegar blaðið fór í prentun og óvíst hvenær þeim yrði lokið. Myndin sneri öfugt Á baksíðu Morgunblaðsins í gær birtist litmynd frá Akureyri. Myndin sneri öfugt vegna mistaka við vinnslu blaðsins. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Forstjórar Coldwater og Sölumiðstöðvar hraðf rystihúsamia skera niður fisk hjá Long John Silver’s Nýting góð enhrað- ann skortir STARF forstjóra stórra fyrirtælqa er í ýmsu fólgið. Þeir Friðrik Pálsson, forstjóri SH, og Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, leggja mikla áherzlu á náin tengsl við fiskmarkaðinn og vinna ýmis störf í því sambandi. Fyrir nokkru brugðu þeir sér i heim- sókn í eitt af veitingahúsum Long John Silver’s í Bandaríkjunum til að kynna sér starfsemina í þaula. Meðal þess sem forstjórarnir gerðu var að setja upp stálofna, skurðhelda hanzka og skera flök niður í hæfilega bita til matreiðslu. Þeir fengu góða einkunn fyrir nýtingu, en nokkuð var talið skorta á hraða. Friðrik Pálsson sagði í samtali Toby, í Cherbourg, til skrafs og við Morgunblaðið, að þeir Magnús ráðagerða og einnig kynnt sér hefðu komið saman til fundar við starfsemi veitingahúss fyrirtækis- forstjóra Long John Silver’s, John ins í borginni, hvemig fiskurinn Mun áfrýja í lögtaksmálinu Á FUNDI hreppsnefndar Mið- neshrepps síðastliðinn miðviku- dag var rætt um það hvort áfrýja skyldi úrskurði Fógetaréttar Keflavíkur, sem nýlega var kveð- inn upp, til Hæstaréttar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun hafa verið tekin ákvörðun um að áfrýja úrskurðin- um, en þar var synjað lögtakskröfu Miðneshrepps í eignum ríkissjóðs fyrir álögðu byggingarleyfisgjaldi vegna byggingar flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Unglingalands- lið íslands í skák fer utan UNGLINGALANDSLIÐ íslands í skák heldur til Bandarikjanna þann 13. júlí næstkomandi að tefla við Collins Kids, en það er óopinbert unglingalandslið Bandarikjanna í skák, að sögn Þráins Guðmundssonar for- manns Skáksambands íslands. Þetta er í áttunda skiptið sem efnt er til þessarar keppni. íslensku piltamir hafa unnið fimm sinnum en þeir bandarísku tvisvar. Kveikjan að þessum samskiptum þjóðanna var skákeinvígið milli Fischers og Spasskys, sem haldið var í Reykjavik árið 1972. Þá kom hingað til lands John W. Collins, hann var þá orðinn mjög þekktur skákkennari í Bandaríkjunum, en bæði Fischer og Lombardy gengu í smiðju til hans, svo einhveijir séu nefndir. í íslenska liðinu núna er ein stúlka, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Islandsmeistari kvenna í skák. Af landsbyggðinni koma meðal ann- arra íjórir Akureyringar og einn frá Bolungarvík. Annars em flestir skákmannanna af Reykjavíkur- svæðinu. í þeim hópi eru t.d. Hann- es Hlífar Stefánsson og Þröstur Amason Reykjavíkurmeistari. Þessir feðgar höfðu ekkert út á fiskskurðinn þjá forstjórunum að setja og þótti báðum islenski fiskurinn góður. Mikilvægt er talið að ná til bama og fjölskyldufólks, þvi hvað ungur nemur, gamall temur. Morgunblaðið/Þorkell Ævintýramenn á Langjökul „Breakthrough Disability“-hópurinn, sem hyggst ferðast yfir Langjökul og niður Hvitá til sjávar, lagði af stað frá Reykjavík áleiðis í Húsafell í gær. Þar munu þau dvelja þar til haldið verður á jökulinn. væri meðhöndlaður frá því hann kæmi að dymm hússins og þar ti! hann væri kominn á disk við- skiptavinarins. Þetta hefði bæði verið fróðlegt og skemmtilegt. Sérstaklega hefði verið áhugavert að sjá hve mikil áherzla væri lögð Menn öfunda okkur af skipulagí markaðsmála - segir Magnús Gústafsson, forsljóri Coldwater um lofsorð, sem lokið er á starfsemi íslensku fisksölufyrirtækianna vestanhafs „ÞAÐ BER flestum saman um að það sem íslenzku fyrirtækin hafa lagt áherzlu á; áreiðanleika f framboði, gæðavöru og að sameinast í markaðsátakinu, sé vænlegasta leiðin til að ná árangri á Bandaríkjamarkaðn- um. Það kemur ekki aðeins fram í skýrslunni um nýtingu Alaska- ufsans og sölu á honum. Það kemur einnig fram í skýrslu sem lögð var til grundvallar endur- skipulagningar kanadísks sjávar- útvegs. Svokallaðri „Kirby- skýrslu,“ sagði Magnús Gústafs- son, forstjóri Coldwater, en hann var inntur álits á skýrslu um áætlaða nýtingu Alaskaufsans, vinnslu hans og sölu innan og utan Bandaríkjanna. í skýrslunni er lokið lofsorði á aðferðir ís- lendinga í markaðsmálum vestra. „Niðurstaða þessarar athugunar um að taka sér aðferðir íslendinga í markaðssókn I Bandaríkjunum til fyrirmyndar, er nákvæmlega sama niðurstaða og kom fram í „Kirby- skýrslunni", sem var úttekt á kanadískum sjávarútvegi, en sú skýrsla var lögð til grundvallar þegar sjávarútvegur í Kanada var endurskipulagður. í þeirri skýrslu segir á þá leið um markaðsmál, að þeir sem bezt vinni að markaðsmál- um sérhæfi sig í þjónustu við ákveðna hluta markaðsins. Til dæmis hafi ísland sérhæft sig í þjónustu við ákveðnar opinberar stofnanir, veitingahúsakeðjur eins og Long John Silver’s og önnur veitingahús af betra taginu. Veit- ingahúsakeðjur séu tilbúnar til að greiða lítið eitt hærra verð fyrir meiri gæði og öruggt og stöðugt framboð. Þama er okkur hælt mjög mikið líka. Þeir öfunda okkur af þeim framsýnu mönnum, sem skipulögðu markaðsmálin í Banda- rílq'unum á sínum tíma og fengu framleiðendur til að sameinast í átakinu með langtíma sjónarmið í huga. Þetta hefur til dæmis orðið til þess að nú eru tvö fyrirtæki í Kanada sem eru með nálægt 70% af fiskútflutningi þaðan til Banda- ríkjanna og eru orðnir skæðari keppinautar því þau hafa markað- inn nú að leiðarljósi en ekki einungis framleiðsluna. Þeir eru að hugsa um framtíðina. Sem dæmi um það hafa þeir ekki lagt eins mikla áherzlu á blokkarframleiðslu, þó hún hafi undanfarið verið álíka hagkvæm og hagkvæmari en flaka- framleiðslan, því þeir eru að búa sér í haginn, þar sem þeir telja meiri framtíð f flökunum," sagði Magnús Gústafsson. Morgunblaði9/HG á gæði, ferskleika og meðferð hráefnis og matvöru. Þeir hefðu einnig komið við f smásöluverzlun og alls staðar væri það sama sagan, gæði íslenzka fisksins væru rómuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.