Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JUU 1986 55 Erlendur Paturs- son lögþingsmaður Það var all sundurleitur hópur ungmenna um fermingu er valist hafði saman í fyrsta bekk Mennta- skólans í Reykjavík haustið 1927; ráðherrasynir og bankastjóradætur, böm sendiherra og erindreka er- lendis (þær stéttir voru ekki fjöl- mennar á þeim árum), læknabörn og lögfræðinga, og einn og einn bóndasonur eða verkamanns. Mesta athygli vöktu þeir sem alist höfðu upp erlendis að meira eða minna leyti og báru framand- legan, jafnvel suðrænan svip, og svo auðvitað eini útlendingurinn í hópnum, kominn alla leið frá Fær- eyjum, eins og heyra mátti á máli hans, þótt hann ætti auðvelt með að gera sig skiljanlegan og væri ekki í neinum vandræðum með ís- lenskan stil. Erlendur hét hann Patursson, sonur kóngsbóndans í Kirkjubæ í Færeyjum, og bjó hjá Bergþóru systur sinni og manni hennar Þorsteini Scheving Thor- steinsson lyfsala í Reykjavíkurapó- teki við Austurvöll. En það vafðist ekki lengi fyrir þessu unga fólki að kynnast og ná saman. Innan skamms var komið upp blómlegt félagslíf í bekknum, með málfundafélagi og fleiri félög- um, handskrifuðu blaði og öðru því er til heyrði. í því félagslífi var Erlendur Patursson enginn eftir- bátur. Þvert á móti. Hann var í allra fremstu röð þegar frá upphafi. Hann skrifaði manna mest í bekkj- arblaðið, var einn atkvæðamesti ræðumaðurinn á fundum og einhver slyngasti áróðursmaðurinn í þeim sviptingum sem löngum hafa verið óhjákvæmilegir fylgifiskar hressi- legs félagslífs. Jafnvel í taflfélagi bekkjarins var hann einn hinna fremstu. Að vísu dofnaði yfir þessu fjör- mikla félagslífi þegar ofar dró í skólanum og önnur áhugamál náðu yfirhöndinni, en minningamar um þessa gróskumiklu tíma búa enn í hugum okkar sem lifðum þá. Erlendur Patur Patursson fædd- ist á því gamla biskups- og höfð- ingjasetri Kirkjubæ í Færeyjum hinn 20. ágúst 1913. Faðir hans var Jóannes Patursson kóngsbóndi, foringi í sjálfstæðisbaráttu Færey- inga og um langt árabil fulltrúi þeirra á löggjafarsamkundu Dana. Móðir Erlendar var Guðný Eiríks- dóttir frá Karlskála við Reyðarfjörð, komin af merkum íslenskum ætt- um. Erlendur var því íslenskur að hálfu, átti hér náin skyldmenni, og tengsl hans við ísland vom ávallt sterk. Hann var sendur til íslands í menntaskóla og lauk þaðan stúd- entsprófi sumarið 1933, úr stærð- fræðideild. Öll skólaár sín hér í Reykjavík bjó hann hjá Bergþóru systur sinni í gamla lyfsalahúsinu við Austurvöll, en hún var gift Þorsteini Scheving Thorsteinsson lyfsala í Reykjavíkurapóteki. Að stúdentsprófi loknu hóf Er- lendur hagfræðinám við háskólann í Osló, en hvarf þaðan eftir árs dvöl til Kaupmannahafnar og hélt þar áfram námi í sömu grein. Hann lauk hagfræðiprófi (cand polit) frá Hafnarháskóla árið 1942. Þá stóð síðari heimsstyijöldin sem hæst og engin Ieið að komast heim til Fær- eyja. Erlendur gerðist þá starfs- maður í því ráðuneyti Dana er fjall- aði um félags- og atvinnumál og vann þar til styijaldarloka. í Kaupmannahöfn kynntist Er- lendur færeyskri stúlku, Morið Holm (f. 2. des. 1918), dóttir Mat- ildu og Kristjáns Holm skipstjóra. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband haustið 1939. Það varð mikið gæfuband fyrir Erlend, Morið hefur staðið við hlið honum síðan, fylgt honum í blíðu og stríðu, örvað hann og hvatt, verið stoð hans og stytta allt til loka. Þeim Erlendi og Morið varð fimm bama auðið: Tórhallur er hagfræð- ingur eins og faðir hans og starfar nú hjá færeysku landstjóminni; Bergtóra, dó barnung af slysförum; Tórun er hjúkrunarfræðingur í Vestmanna á Streymoy; Eyðvör er tannlæknir í Þórshöfn; Hildur er uppeldisfræðingur í Þórshöfn. Þess má einnig geta, að Erlendur var afabróðir Róa Paturssonar, rit- höfundarins er hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 1986. Erlendur og Morið fluttust til Færeyja þegar í stað er leiðir þang- að urðu færar að lokinni heimsstyij- öld 1945. Þau koma heim með djarfa drauma um framtíð Færeyja, og þar hefst lengsti og gildasti þátt- urinn í ævistarfi hans. A hcimaslóð- um vex Erlendur á skömmum tíma til fulls þroska sem stjórnmálamað- ur og foringi þjóðar sinnar í sjálf- stæðismálum og félagsmálum. Hann átti sér hugsjón að beijast fyrir, ekki aðeins þá að færeyska þjóðin öðlaðist fullt sjálfstæði, held- ur - og ekki síður - að hún hristi af sér doðann og risi til meira og menningarlegra lífs með jafnrétti og bræðralag að leiðarljósi. Fyrir þessu barðist hann ævina á enda. Starf Erlendar og félaga hans hófst reyndar úti í Kaupmannahöfn er þeir hófu útgáfu á tímaritinu Búgvin sem var að nokkru leyti hliðstætt tímaritinu Frón sem Is- lendingar í Kaupmannahöfn gáfu út umsama leyti. í Búgvin var fjallað um færeysk stjórnmál, atvinnulíf og menningar- mál og þar átti Erlendur dijúgan hlut enda var hann ritstjóri tímarits- ins. Fyrsti árangurinn í sjálfstæðis- baráttunni var sigurinn í þjóðarat- kvæðagreiðslu 14. september 1946, en þar lýsti meirihluti kjósenda sig fýlgjandi aðskilnaði Færeyja og Danmerkur. Sá meirihluti var svo naumur að Danir töldu sig ekki þurfa að taka mark á honum. Danska stjórnin rauf lögþingið og stofnaði til kosninga og þar fengu andstæðingar aðskilnaðar meiri- hluta. Niðurstaðan varð stofnun færeyskrar heimastjórnar innan danska ríkisins. Þá var að halda sjálfstæðisbaráttunni áfram innan ramma nýju laganna. Upp úr þeim átökum var Þjóð- veldisflokkurinn stofnaður og blaðið „14. september“ hóf göngu sína. Mun óhætt að fullyrða að Erlendur var frumkvöðull að hvorutveggja. Hann ritaði manna mest í blaðið og var ritstjóri þess um langt skeið. Erfítt er að gera starfsferli Er- lendar Paturssonar skil í stuttu máli og verður því stiklað á stóru. Árið 1946 var Erlendur ráðinn hagfræðilegur ráðunautur fær- eyska lögþingsins. Hann ritaði álits- gerðir um fjármál, fiskvinnslu og fiskimál almennt, landbúnaðarmál og fleira. í þessu starfi var hann tvö ár. Eftir það mun hann aldrei hafa verið í opinberri þjónustu nema sem lögþingsmaður og ráðherra í landstjórninni. Árið 1953 var Erlendur kosinn formaður í Fiskimannafélagi Fær- eyja og var formaður félagsins í tíu ár og aftur 1968 til 1971. í upphafi formennskunnar lentu Erlendur og félagið í miklum átökum, og Erlend- ur sat í fangelsi - var að sitja af sér sekt - þegar hann var kosinn á þing í fyrsta sinn, en það var árið 1954. Hin síðari ár varð allt frið- samara, en þó stóð ávallt styr um Erlend því að hann lét aldrei merkið falla. Erlendur fékk því framgengt að fiskimannafélagið, skipstjórafélag- ið og vélstjórafélagið í Færeyjum stofnuðu Samvinnufélag fiski- manna og var hann einnig kjörinn formaður þess. Erlendur var kosinn á lögþing Færeyinga árið 1954 og sat á þingi upp frá því, að einu kjörtímabili undanskildu (1966-70). Hann var formaður þingflokks Þjóðveldis- flokksins til dauðadags, og ekki munu aðrir hafa setið lengur á lögþingi Færeyinga en hann. Fram- an af var Erlendur þingmaður fyrir Sandoy, en síðari árin fyrir Streymoy. Fjögur ár gegndi Erlendur ráð- herraembætti í Færeyjum - ráð- herra heitir á færeysku landsstýri- maður. Hann fór þá með fjármál og sjávarútvegsmál. Jafnframt var hann varalögmaður í stjórninni. Þettavar árin 1963-67. Eins og að líkum lætur var Er- lendur kosinn í Norðurlandaráð þegar Færeyingar fengu aðild að því. Þar sat hann til æviloka, að undanskildum tveimur árum (1974-76). Hann lét sig menningar- mál mestu skipta og átti sæti í menningarmálanefnd ráðsins. Einkum bar Erlendur fyrir bijósti málefni smæstu þjóðanna og átti þá oft á brattan að sækja. En hann lét sig hvergi þótt við ofurefli væri að etja og sagði hug sinn af fullri djörfung. Hin síðustu árin beitti hann sér fyrir auknu samstarfi nábúanna í Átlantshafi: Færeyinga, íslendinga og Grænlendinga. Árangur af þeirri viðleitni hans og annarra áhugamanna var stofnun Vestnorræna þingmannaráðsins síðastliðið haust. Víst er að þótt Erlendur væri stundum einn á báti þokaði hann ýmsu í rétta átt í norrænu samstarfi. Meðal þess sem Færeyingar eiga honum þar að þakka er Norðurlandahúsið í Þórs- höfn. Hann mun hafa átt hug- myndina að því og barðist fýrir henni í Norðurlandaráði. Ritstörf Erlendar eru nátengd pólitísku starfí hans. Áður ergetið um Búgvin, tímarit sem færeyskir stúdentar gáfu út í Kaupmannahöfn á stríðsárunum. Erlendur var ritstjóri þess og skrif- aði mikið í það. Frá Hafnarárunum eru einnig þijú fyrstu rit Erlendar um þjóðmál: Fólkaflytingin úr Föroyum, 1943, Föroysk búreis- ing, 1945 og Föroysk stjórnmál, einnig 1945. Þá er að nefna tíma- ritið Samfélagsrit er kom út á árunum 1945 til 52, líklega nokkuð óreglulega, en geymir mikið lesmál. Erlendur var ritstjóri þess og manna drýgstur við að skrifa í það. Erlendur aflaði sér smám saman mikillar þekkingar á færeysku at- vinnulífi og sögu þess. Um þetta efni skrifaði hann rit er varð fimm bindi alls: Fiskiveiði - Fiskimenn, tvö bindi (1961). Þar er fjallað um útvegssögu Færeyinga frá upphafi framtil 1940. Fiskivinna og Fiskivinnumál, þijú bindi er komu út á árunum 1979 til 1981. Þar er fjallað um tímabilið frá 1940 til 1970. Þá er rétt að nefna aftur blaðið „14. september". Ekki mun á neinn hallað þótt fullyrt sé að Er- lendur hafi verið helsti hvatamaður að stofnun þess og skrifaði í það meira en nokkur maður annar, auk þess sem hann var ritstjóri blaðsins. Á sjötugsafmæli Erlendar var gefið út afmælisrit honum til heiðurs: „Sjón og Seiggj“ Meginefni þeirrar bókar er úrval úr greinum Erlendar og er margt af því tekið úr „14. september". Það sem hér hefur verið rakið sýnir elju Erlendar og afköst og bendir sterklega til þess að hann muni vera mikilvirkasti rithöfundur á færeyska tungu á þessari öld. Hann gerði sér mikið far um að forðast dönskuslettur í ritsmíðum sínum, enda báru andstæðingar hans honum stundum á brýn að hann skrifaði hálfgerða íslensku. En örugglega má ætla að hann hafi með ritstörfum sínum haft áhrif á færeyskt ritmál. Allt líf Erlendar var óslitin bar- átta og oft gegn ofurefli. Hann þótti hvass og höfðingjadjarfur í ræðu og riti, en jafnan málefnaleg- ui; og aldrei illkvittinn. Erlendur var einnig vel ritfær á danska tungu og meðal þess sem eftir hann liggur á dönsku er lítið rit er kom út í vor, og er sennilega meðal þess síðasta er hann skrifaði. Það heitir „Aldrig kan et folk forgá som ikke vil det selv“ og þar er á ljósan og skilmerkilegan hátt gerð grein fyrir réttarsögu Færeyinga, réttarstöðu þeirra og sambandi við Dani. Hópurinn sem hóf nám í Mennta- skólanum í Reykjavík haustið 1927 lauk þaðan stúdentsprófi sumarið 1933. Einhveijir höfðu horfið úr honum á þessum sex árum, en aðrir komið í staðinn. En að stúdentsprófí loknu dreifðust menn í ýmsar áttir. Á þessum árum var mikil kreppa og fátækt ríkjandi. Lánasjóður var enginn til fyrir námsmenn og ýmsir urðu því að hverfa frá frekara námi sakir fjárskorts. Meirihlutinn lagði þó á brattann og óvenjulega margir héldu utan til náms í ýmsum grein- um sem þá var ekki unnt að nema við Háskóla Islands. Ekki var kyn þótt hagfræðin væri ofarlega í hugum manna á þessum krepputím- um, enda lögðu þrír stund á hana: Erlendur Patursson, Haraldur Hannesson og Klemens Tryggva- son. Erlendur hóf hagfræðinám í Osló en kom til Kaupamannahafnar árið eftir og hélt náminu áfram þar. I Höfn var meirihluti þeirra er utan fóru og ýmsir úr hópnum héldu tryggð við hana býsna lengi. Á tíu ára stúdentsafmælinu voru sex þeirra enn í Höfn, ýmist búsettir þar að fullu eða tepptir vegna heimsstyijaldarinnar. Þessi litli hópur kom saman til að fagna afmælinu og er minnisstætt að við fengum skeyti frá íslandi, frá þeim hluta hópsins er hélt afmælið hátíð- legt þar. Þetta jaðraði við krafta- verk, svo mjög sem styijöldin hamlaði öllum samskiptum. í okkar hópi var Erlendur Paturs- son hrókur alls fagnaðar, þá orðinn hagfræðingur og starfsmaður í dönsku ráðuneyti. Síðan hafa þau hjónin Erlendur og Morið jafnan komið hingað til íslands á fimm ára fresti til að fagna afmælum með bekkjarsystkinum Erlendar. Jafn- framt hafa mörg okkar notið gest- risni þeirra og góðvildar heima fyrir í Færeyjum. Trygglyndi þeirra gagnvart gömlum skólafélögum og mökum þeirra hefur verið dæma- fátt. Á fímmtíu ára stúdentsafmæli okkar 1983 var Erlendur kjörinn til þess að flytja ræðu af hálfu ár- gangsins á fagnaði Nemendasam- bands Menntaskólans í Reykjavík. Það gerði hann á þann hátt að við vorum stolt af. Ræðan var alvarleg, en blandin þeirri þægilegu og nota- legu kímni sem kemur beint frá hjartanu og Erlendi var svo eigin- leg. Á fímmtíu ára afmælinu var ákveðið að hittast aftur eftir þijú ár og það var gert hinn 12. júní síðastliðinn. Sá fagnaður var ein- staklega ánægjulegur, og var þó ekki sársaukalaust að hugsa til þeirra sem fallið höfðu í valinn á þessum þremur árum, og hinna sem ekki komust á fundarstað sakir veikinda eða annarra orsaka. í síð- ari hópnum voru Erlendur og Morið. Við höfðum vitneskju um að Erlend- ur væri alvarlega sjúkur og sendum þeim hjónum kveðju sem allir við- staddir rituðu undir. Fjórum dögum síðar fréttum við lát Erlendar Paturssonar. Hann hafði legið í sjúkrahúsinu í Þórshöfn, var nýkominn heim að Kirkjubæ og sat þar í góðu yfírlæti með fjölskyldu sinni að fagna áfangasigri yngstu dótturinnar í námi. Hann var þreyttur og lagðist til hvíldar, en þegar að honum var komið skömmu síðar var hann örendur. Hjarta hans sem svo marga raun hafði þolað hlýddi ekki lengur kalli. Þannig dó þessi mikli eldhugi og djarfi forystumaður færeyskrar þjóðernisvakningar tæpra sjötíu og þriggja ára að aldri. „Þróttmesta röddin er þögnuð, hvassasti penninn fallinn úr hendi“. En minningin um góðan dreng og félaga lifír áfram með okkur. Guðmundur Arnlaugsson til hans svo gefandi og þegar við komum frá honum var allt einhvern veginn svo fyllra og betra. Löngum og farsælum starfsdegi elsku afa okkar er nú lokið. Með hógværð og góðvild fegraði hann líf okkar allra. Nú kveðjum við hann með trega og biðjum algóðan Guð að blessa hann og megi hann hvíla í friði. Brynja, Lára, Jóhanna og börn Jóhann Gunnars- son - Minning Fæddur 14. júní 1894 Dáinn 15. júní 1986 Nú hefur elsku afí kvatt okkur. Hann afí sem var okkur krökkunum svo mikið. Jói afí eða gamli afi eins og litlu barnabörnin kölluðu hann var alveg einstaklega barngóður og góður afí. hann hafði það fyrir sið að hafa í skúffu sinni eitthvert góð- gæti til að gleðja okkur með þegar við komum til hans. En þetta var ekki bara handa okkur heldur jafnt fyrir öll börn sem komu til hans. Enda voru það ekki bara við bama- bömin eða barnabarnabörnin sem kölluðum hann afa, heldur öll börn sem til hans komu. Við minnumst þess þegar við vorum litlar að þegar afí birtist í hverfínu þá kölluðu öll börnin „afi, afi, hann afi er kom- inn“. Þet.ta fannst okkur skrýtið þegar við vorum litlar, en eftir að við eltumst þá skildum við þetta betur því bamgæska afa og skemmtilegt viðmót hans olli því að allir vildu eiga hann fyrir afa. Enda var hann okkur besti afi í heimi. Hann og Óla amma áttu heima í húsi sem heitir Sandhóll. Þangað var gott að leita í hlýjuna til þeirra skötuhjúanna, enda var þar oft gestkvæmt því í fá hús var jafn gott að koma. Við minnumst þess að afí átti forláta grammófón og margar plötur, sem hann spilaði fyrir okkur krakkanna, en stundum tók hann fram nikkuna og þandi hana af hjartans list fyrir okkur. Á annan í jólum sem bar upp á brúð- kaupsafmæli afa og ömmu mættum við öll í fjölskyldunni og þá var oft glatt á hjalla í litla Sandhólnum. Það er erfitt að kveðja jafn ástríkan afa sem Jóa afa, en við verðum alltaf að líta á björtu hlið- arnar, og þakka það hve lengi hann fékk að vera með okkur. Og það að blessuð litlu barnabarnabömin fengu að njóta þess að fá þau yndislegustu bros sem nokkur gat gefíð, þegar þau heimsóttu afa. Einhvern veginn voru heimsóknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.