Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1986 IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Skattur á innf luttar kartöflur: Umdeild lög — umdeild framkvæmd Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að nýta herra um að nýta heimildina, hafa sætt harðri heimild i lögum, sem samþykkt vóru i vor, og gagnrýni. Af þeim sökum þykir rétt að rifja upp leggja 40% gjald (verndartoll) á innfluttar unnar rök og mótrök í umræðum á Alþingi um heimild kartöflur og 50% gjald á innfluttar óunnar þessa, er hún var til umfjöllunar í löggjafar- kartöflur. Heiinildarlögin, sem og ákvörðun ráð- þinginu í aprílmánuði síðastliðnum. Rök talsmanna vernd- artollsins „Vegna náttúrufars og legu landsins er ekki unnt að tryggja nægjanlegt vöruframboð allt árið í vissum tegundum búvara, t.d. garðávöxtum, grænmeti og oft kartöflum. Verður því að flytja þessar vörur inn, en í ýmsum til- vikum eru hinar erlendu vörur greiddar niður verulega af þar- lendum stjómvöldum. Þegar inn- lend framleiðsla er enn á markaði raskar innflutningur þessara vara því mjög samkeppnisstöðu inn- lendu framleiðslunnar og skerðir möguleika innlendra framleiðenda til að tryggja nægjanlegt vöru- framboð í framtíðinni. Þessar aðstæður hafa m.a. gert þeim innlendu fyrirtækjum, sem vinna úr kartöflum, erfítt fyrir í sam- keppni við niðurgreidda fram- leiðslu erlendis frá.“ Framangreind málsgrein, sem felur í sér helztu rök talsmanna vemdartolls á innfluttar kartöflur, er tekin úr greinargerð með fram- varpi landbúnaðarráðherra um þetta efni. „Meginmálið er hins vegar,“ sagði einn stuðningsmað- ur framvarpsins á þingi, „að fram- varpið veitir innlendum kartöflu- bændum vemd gagnvart innlendri framleiðslu.“ Framvarpið, eins og það var lagt fram, gerði ráð fyrir heimild til að leggja vemdartolla á fleiri tegundir innfluttrar búvöra, en heimildin var þrengd í meðföram þingsins — og nær nú einvörð- ungu til kartaflna. Rök andstæðinga verndartollsins Andmælendur heimildar til álagningar vemdartolls á innflutt- ar kartöflur tiunduðu einnig sínar röksemdir. Þær vóra m.a. efnis- lega þessar: * 1) Innlendar búvörar njóta fyrir nægilegrar vemdar, enda er inn- flutningur á grænmeti og garð- ávöxtum, þar á meðal kartöflum, ekki heimill meðan nægilegt framboð er á markaði af innlendri framleiðslu. * 2) Meir en vafasamt er að samþykkja svo víðtækt ffamsal skattlagningarvalds frá Alþingi til viðkomandi ráðherra. * 3) Vemdartollur af þessu tagi hækkar verð á almennri neyzlu- vöra til almennings, sem vart er hyggilegt miðað við stöðu mála í kjara- og verðlagsmálum. I þessu sambandi var bæði minnt á ný- gerða kjarasátt aðila vinnumark- aðar og ríkisvaldsins, sem og kunngjörð markmið ríkisstjómar- innar um hjöðnun verðbólgu. * 4) Þjóðarbúskapur okkar er mjög háður útflutningi innlendrar framleiðslu, sem og því, að hann njóti áfram umsamdra tollfríðinda á þýðingarmestu erlendu mörkuð- um okkar. Látnar vóra í ljós efa- semdir um að vemdartollur af þessu tagi samræmdist alþjóðleg- um skuldbindingum okkar, m.a. við EFTA og GATT, eða þjóðar- hagsmunum um þróun tolla í viðskiptum umheimsins og okkar. Yfirlýsing landbúnað- arráðherra I umræðu um þetta mál gaf landbúnaðarráðherra tvíhliða yfír- lýsingu, sem án efa hefur haft rík áhrif á endanlega afstöðu fólks til málsins, bæði utan þings og innan. í fyrsta lagi sagði ráðherra efnislega, að gjald þetta hefði ekki í för með sér „íþyngingu fyrir íslenzka neytendur", þar eð tekj- unum yrði „varið til að greiða niður neyzluvörar sem framleidd- ar era hér innanlands . . .“ í annan stað kvaðst ráðherra ekki ætlast til „að þessi heimild verði notuð nema þegar sambærileg innlend framleiðsla er hér á boðstólum". Ragnar Amalds (Abl.-Nv.), sem tjáði sig hlynntan „heimild af þessu tagi til vemdar íslenzkri ffamleiðslu", lýsti sig t.d. mót- Vemdartollur — eða hvað? EFTIR fréttum að dæma ganga innlendar kartöflubirgð- ir senn til þurrðar. Innfluttar kartöflur taka við á inn- lendum neytendamarkaði og sem hráefni í verksmiðjum, sem vinna úr kartöflum. Heimilin fá þó ekki að njóta hagstæðs kartöfluverðs erlendis. Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að bæta „vernd- artolli" ofan á kartöfluverð til hins almenna neytanda, þó þær innfluttu verði einar um hituna fram á haustið. fallinn því að leggja slíkt gjald á innfluttar kartöflur „undir þeim kringumstæðum að landið væri kartöflulaust", þ.e. ef innlend framleiðsla væri upp urin, enda væri þá „ekki lengur um að ræða vemdartoll". Það kom því mjög á óvart þegar Morgunblaðið hafði það eftir land- búnaðarráðherra fyrir rúmri viku að jöfnunargjald yrði á innfluttum kartöflum í allt sumar, þrátt fyrir það að þær innlendu væra rétt að verða búnar. Gangi þetta eftir stangast það bæði á yfírlýsingu ráðherra, er hann mælti fyrir álagningarheimildinni, sem og fyrirvara stuðningsmanna heim- ildarinnar, sem m.a. kemur fram í tilvitnuðum orðum Ragnars Amalds. Fjölskyldu- hátíð í Kópavogi Vinnuskólinn í Kópavogi efndi í fyrradag til árlegrar fjölskylduhátíðar, svonefndrar Hiíðargarðshátíðar. Þar var margt um manninn í blíðskap- arveðri og margt til gamans gert, eins og sjá má. Börnin í vinnuskólanum, ásamt flokk- stjórum sínum komu upp ýms- um leiktækjum, vísi að tívolíi, pínu-golfi og diskóteki. Einnig voru á boðstólum ýmsar veit- ingar, s.s. grillaðar pylsur kaffi og kleinur. Sigurður Þorsteinsson, for- stöðumaður Vinnuskólans, sagði að markmiðið með Hlíð- argarðshátíðinni væri að fjöl- skyldur kæmu saman á góðum degi. Hann sagði að hátíðin gerði vart meira en að standa undir sér, en ef ágóði yrði myndi hann renna til Krýsu- víkursamtakanna. Koddaslagur yfir laug- inni. Börnin kunnu vel við síg, endaýmislegtfyrirþau gert. Morfrunblaðið/Bjami Best að hafa lokuð augu . ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.