Morgunblaðið - 06.07.1986, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1986
IÞINGHLÉI
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Skattur á innf luttar kartöflur:
Umdeild lög —
umdeild framkvæmd
Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að nýta herra um að nýta heimildina, hafa sætt harðri
heimild i lögum, sem samþykkt vóru i vor, og gagnrýni. Af þeim sökum þykir rétt að rifja upp
leggja 40% gjald (verndartoll) á innfluttar unnar rök og mótrök í umræðum á Alþingi um heimild
kartöflur og 50% gjald á innfluttar óunnar þessa, er hún var til umfjöllunar í löggjafar-
kartöflur. Heiinildarlögin, sem og ákvörðun ráð- þinginu í aprílmánuði síðastliðnum.
Rök talsmanna vernd-
artollsins
„Vegna náttúrufars og legu
landsins er ekki unnt að tryggja
nægjanlegt vöruframboð allt árið
í vissum tegundum búvara, t.d.
garðávöxtum, grænmeti og oft
kartöflum. Verður því að flytja
þessar vörur inn, en í ýmsum til-
vikum eru hinar erlendu vörur
greiddar niður verulega af þar-
lendum stjómvöldum. Þegar inn-
lend framleiðsla er enn á markaði
raskar innflutningur þessara vara
því mjög samkeppnisstöðu inn-
lendu framleiðslunnar og skerðir
möguleika innlendra framleiðenda
til að tryggja nægjanlegt vöru-
framboð í framtíðinni. Þessar
aðstæður hafa m.a. gert þeim
innlendu fyrirtækjum, sem vinna
úr kartöflum, erfítt fyrir í sam-
keppni við niðurgreidda fram-
leiðslu erlendis frá.“
Framangreind málsgrein, sem
felur í sér helztu rök talsmanna
vemdartolls á innfluttar kartöflur,
er tekin úr greinargerð með fram-
varpi landbúnaðarráðherra um
þetta efni. „Meginmálið er hins
vegar,“ sagði einn stuðningsmað-
ur framvarpsins á þingi, „að fram-
varpið veitir innlendum kartöflu-
bændum vemd gagnvart innlendri
framleiðslu.“
Framvarpið, eins og það var
lagt fram, gerði ráð fyrir heimild
til að leggja vemdartolla á fleiri
tegundir innfluttrar búvöra, en
heimildin var þrengd í meðföram
þingsins — og nær nú einvörð-
ungu til kartaflna.
Rök andstæðinga
verndartollsins
Andmælendur heimildar til
álagningar vemdartolls á innflutt-
ar kartöflur tiunduðu einnig sínar
röksemdir. Þær vóra m.a. efnis-
lega þessar:
* 1) Innlendar búvörar njóta fyrir
nægilegrar vemdar, enda er inn-
flutningur á grænmeti og garð-
ávöxtum, þar á meðal kartöflum,
ekki heimill meðan nægilegt
framboð er á markaði af innlendri
framleiðslu.
* 2) Meir en vafasamt er að
samþykkja svo víðtækt ffamsal
skattlagningarvalds frá Alþingi
til viðkomandi ráðherra.
* 3) Vemdartollur af þessu tagi
hækkar verð á almennri neyzlu-
vöra til almennings, sem vart er
hyggilegt miðað við stöðu mála í
kjara- og verðlagsmálum. I þessu
sambandi var bæði minnt á ný-
gerða kjarasátt aðila vinnumark-
aðar og ríkisvaldsins, sem og
kunngjörð markmið ríkisstjómar-
innar um hjöðnun verðbólgu.
* 4) Þjóðarbúskapur okkar er
mjög háður útflutningi innlendrar
framleiðslu, sem og því, að hann
njóti áfram umsamdra tollfríðinda
á þýðingarmestu erlendu mörkuð-
um okkar. Látnar vóra í ljós efa-
semdir um að vemdartollur af
þessu tagi samræmdist alþjóðleg-
um skuldbindingum okkar, m.a.
við EFTA og GATT, eða þjóðar-
hagsmunum um þróun tolla í
viðskiptum umheimsins og okkar.
Yfirlýsing landbúnað-
arráðherra
I umræðu um þetta mál gaf
landbúnaðarráðherra tvíhliða yfír-
lýsingu, sem án efa hefur haft rík
áhrif á endanlega afstöðu fólks
til málsins, bæði utan þings og
innan.
í fyrsta lagi sagði ráðherra
efnislega, að gjald þetta hefði
ekki í för með sér „íþyngingu fyrir
íslenzka neytendur", þar eð tekj-
unum yrði „varið til að greiða
niður neyzluvörar sem framleidd-
ar era hér innanlands . . .“ í
annan stað kvaðst ráðherra ekki
ætlast til „að þessi heimild verði
notuð nema þegar sambærileg
innlend framleiðsla er hér á
boðstólum".
Ragnar Amalds (Abl.-Nv.),
sem tjáði sig hlynntan „heimild
af þessu tagi til vemdar íslenzkri
ffamleiðslu", lýsti sig t.d. mót-
Vemdartollur — eða hvað?
EFTIR fréttum að dæma ganga innlendar kartöflubirgð-
ir senn til þurrðar. Innfluttar kartöflur taka við á inn-
lendum neytendamarkaði og sem hráefni í verksmiðjum,
sem vinna úr kartöflum. Heimilin fá þó ekki að njóta
hagstæðs kartöfluverðs erlendis. Landbúnaðarráðherra
hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að bæta „vernd-
artolli" ofan á kartöfluverð til hins almenna neytanda,
þó þær innfluttu verði einar um hituna fram á haustið.
fallinn því að leggja slíkt gjald á
innfluttar kartöflur „undir þeim
kringumstæðum að landið væri
kartöflulaust", þ.e. ef innlend
framleiðsla væri upp urin, enda
væri þá „ekki lengur um að ræða
vemdartoll".
Það kom því mjög á óvart þegar
Morgunblaðið hafði það eftir land-
búnaðarráðherra fyrir rúmri viku
að jöfnunargjald yrði á innfluttum
kartöflum í allt sumar, þrátt fyrir
það að þær innlendu væra rétt
að verða búnar. Gangi þetta eftir
stangast það bæði á yfírlýsingu
ráðherra, er hann mælti fyrir
álagningarheimildinni, sem og
fyrirvara stuðningsmanna heim-
ildarinnar, sem m.a. kemur fram
í tilvitnuðum orðum Ragnars
Amalds.
Fjölskyldu-
hátíð í
Kópavogi
Vinnuskólinn í Kópavogi
efndi í fyrradag til árlegrar
fjölskylduhátíðar, svonefndrar
Hiíðargarðshátíðar. Þar var
margt um manninn í blíðskap-
arveðri og margt til gamans
gert, eins og sjá má. Börnin í
vinnuskólanum, ásamt flokk-
stjórum sínum komu upp ýms-
um leiktækjum, vísi að tívolíi,
pínu-golfi og diskóteki. Einnig
voru á boðstólum ýmsar veit-
ingar, s.s. grillaðar pylsur kaffi
og kleinur.
Sigurður Þorsteinsson, for-
stöðumaður Vinnuskólans,
sagði að markmiðið með Hlíð-
argarðshátíðinni væri að fjöl-
skyldur kæmu saman á góðum
degi. Hann sagði að hátíðin
gerði vart meira en að standa
undir sér, en ef ágóði yrði
myndi hann renna til Krýsu-
víkursamtakanna.
Koddaslagur yfir laug-
inni.
Börnin kunnu vel við síg,
endaýmislegtfyrirþau gert.
Morfrunblaðið/Bjami
Best að hafa lokuð augu . ..