Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JUlI 1986 I Morgunblaöið/Bjarni • Sveiflan er í góAu lagi hjá Sigurði Sigurðs- syni þegar hann slær upphafshögg sitt á Nissan-mótinu. Morgunblaðiö/Bjarni • Það þarf mikla einbeitingu til að ná góðu pútti. Þá er ekki verra að skjóta tungunni aðeins út til að ná réttu jafnvægi eins og Björgvin E. Björgvinsson gerir hér. Morgunblaðið/Bjarni • Kúlan komin í holuna og þá er ekkert annað fyrir Gísla Hall. en að taka hana uppúr og hefjast handa við að koma henni niður í næstu holu. Unglingagoif: Blómlegt starf MARGIR HALDA að golfíþróttin sé íþrótt sem ekki heilli börn og unglinga mikið. Þetta er mikill misskilningur því blómlegt barna- og unglingastarf er f golfinu og m.a. eru í handbók Golfsambands Islands skráð 10 mót f sumar sem ætluð eru fyrir börn og unglinga. Við höfum þegar gert grein fyrir Unglingameistaramótinu í golfi sem fram fór í Vestmanna- eyjum seinustu helgina í júní * en viðtöl við sigurvegarana á því móti birtast hér á síðunni í dag. Unglingasíðan leit við á Niss- an-Datsun-golfmótinu sem er mót fyrir kylfinga 18 ára og yngri og tók nokkra þátttakend- ur tali. Þátttakendur á þessu móti voru 33 á aldrinum 12-18 ára. Flestir í golfskóm Björgvin Sigurðsson er 16 ára og hefur lagt stund á golf í 3 ár. Hann var spurður hvernig hefði gengið íkeppnum sumarsins. „Það . hefur gengið ágætlega en að vísu ^ gekk mér illa á unglingameistara- mótinu. Annars mættu vera fleiri mót og eins væri ekki verra þó þátttakendur væru fleiri." Björgvin kynntist golfíþróttinni í gegnum eldri bróður sinn og síðan varð ekki aftursnúið. En hvað þarf maður til að geta stundað golf? Því svarar Björgvin: „Það þarf náttúrlega golfkylfur og bolta. Síðan þarf maður annað- hvort að vera félagi í einhverjum golfklúbb eða borga flatagjald til að fá afnot af golfvelli. Margir eru í sérstökum golfskóm með hanska og er það betra en þó ekki nauð- syn. Það getur verið dálítið dýrt að byrja að stunda golf en maður sér ekki eftir því.“ Að þessu sögðu var Björgvin ræstur af stað í keppnina og því var ekki grundvöllur fyrir iengra spjalli við hann. Spilum í öllum veðrum Við 9. holu á Grafarholtsvelli voru þeir Árni Sæmundsson og Arngrímur Svavarsson báðir í golf- klúbbi Hellu, Rangárvöllum, og Sturla Ómarsson GR að væta kverkarnar áður en lagt yrði í seinni holurnar 9. Þeir voru spurðir hvernig fyrri hlutinn hefði gengið. Við það kom í Ijós að Arngrímur hafði leikið á fæstum höggum eða 47, Sturla kom næstur með 49 og síðan Árni á 52. Strákarnir sögðu að golfið tæki alla þeirra frítima og þeir spiluðu hvernig sem veðrið væri en þó væri það erfitt í miklu roki. Að þessu sögðu slógu þeir félagar upphafshöggin á 10. braut og kvöddu blaðamann. Morgunblaðið/VIP Björgvin Sigurðsson 3.flokkurkvenna: Knattspyrnu- úrslit 3. flokkur kvenna: ÍA—UBK 1:0 ÍBK—Afturelding 6:0 Stjarnan—FH KR—ÍA 0:7 UBK—ÍBK 2:3 Afturelding—Stjarnan 10:0 ÍBK—KR 9:0 Stjarnan—UBK 1:19 FH—Afturelding 0:2 UBK-FH 12:0 KR—Stjarnan 12:0 ÍA-ÍBK FH—KR 0:6 Afturelding—UBK 0:12 2.flokkur kvenna A—riðill: Afturelding—Fylkir 8:0 Valur—UBK0:5 Valur—Fylkir8:0 Víkingur R.—UBK 0:3 Þór V,—Afturelding 1:0 Fylkir—Týr 0:3 Týr-ÞórV. 2:0 Fylkir—UBK 1:7 Afturelding—Víkingur 6:2 Afturelding—UBK 0:4 Víkingur—FH 14:0 2. flokkur kvenna B—riðill: KA—KR 1:8 Þór A.—ÍBK 1:1 Þór A,—KA 3:1 KR—Stjarnan 2:4 ÍBK—ÍA0:3 KA—ÍBK 1:1 Stjarnan—Þór A. 2:0 Þór A.—ÍA1:0 KR-ÞórA. 1:3 Morgunblaðiö/VIP • Arngrímur Svavarsson, Sturla Ómarsson og Árni Sæmundsson kasta mæðinni áður en þeir leggja í baráttuna við 10. holuna á Nissan-golfmótinu. ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Frá unglingameistara- mótinu í Vestmannaeyjum Eins og áður hefur verið greint frá fór unglingameistaramót íslands í golfi fram í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. 83 unglingar frá 12 golfklúbbum tóku þátt og tókst mótið í alla staði mjög vel. Kepp- endur, sem flestir voru á sínu fyrsta móti Setti vallarmet og er með 0 í forgjöf ÚLFAR Jónsson GK er 17 ára gamall og gerði sér lítið fyrir og setti vallarmet í Vestmannaeyjum á fyrsta degi og fór á 64 höggum. Næstu tvo hringi fór hann é 73 höggum og þann síðasta á 70 höggum. „Mér hefur gengið mjög vel í sumar og reiknaði því með að sigra á þessu móti. Takmarkiö var að vera í kringum par og það tókst. Völlurinn hentar mér mjög vel því maður þarf að vera nákvæmur í upphafshöggum og verður að pútta vel og það eru mínar sterk- ustu hliðar. Eg byrjaði á drauma- hring og það var ánægjulegt að setja vallarmet. Annars var gott skor í keppninni og gaman að sjá til þeirra yngri, en það vantar meiri breidd í unglingaflokkinn," sagði Úlfar sem er með 0 í forgjöf, einn íslendinga, eftir frábæran árangur í Unglingameistaramótinu. í Vestmannaeyjum rómuðu völlinn og nutu greinilega verunnar í Eyjum. Blaðamaður Morgunblaðsins var í Vestmannaeyjum mótsdagana og ræddi við sigurvegara mótsins og tvo af yngstu keppendunum. Morgunblaðið/Sigurgeir • Úlfar Jónsson er með 0 í forgjöf eftir frábæran árangur á Unglinga- meistaramótinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.