Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1986 53 Roy Larsen við ferðatékkaskiptin í Tanger. Á götu í Casablanca. Nýi borgarhlutinn í Casablanca. hlut. Maður á að gefa sér góðan tíma í versluninni, sjálfsögð kurteisi þykir að þiggja myntte og ræða við eigandann um daginn og veginn, áður en sjálf viðskiptin hefjast. Þá er úm að gera að"brosa sem blíðast. Það er ekkert sem heitir að koma inn í verslun og segjast ætla „aðeins að skoða" vörumar og athuga verð- ið. Er komið er inn í verslun kemst maður yfirleitt ekki þaðan út aftur nema að kaupa eitthvað. Engar vörur eru verðmerktar og er verðið á sömu vörunni mismunandi frá verslun til verslunar. Það er kaup- maðurinn sjálfur sem metur verðið og fer endanlega verðið svo eftir því hvemig til tekst að prútta verðið niður. Er dagur þokaði fyrir kvöldi, héldum við til gistiheimilisins. At- burðir dagsins og óvanalegar uppá- komur mnnu fyrir hugskotssjónum mínum er ég sat við dagbókarskrif. Þetta var fyrsta reynsla mín í fjar- lægu landi utan Evrópu og vom margar spurningar og vangaveltur sem bröltu um í kollinum. Spurning- ar um menningu, trú og samfélags- skipan, sem var svo gerólík því sem ég bý við á Fróni. Ég lagði mig til svefns á ískrandi gormarúminu, en úti fyrir þandi einhver isiami radd- böndin í átt til musterisins í Mekka og lofsöng Allah. Lestin bmnaði suður á bóginn í bjarma sólarupp- rásarinnar. Stefna var tekin á höf- uðborg Marokkó, Rabat, þar sem um 650 þús. íbúar búa. Lestin var öllu fmmstæðari fyrri lestum sem við höfðum ferðast með. Allt innan- borðs var smíðað úr viði. Lestarsæt- in vom harðir trébekkir og fór því sitjandinn fljótlega að kvarta. A fjöldamörgum lestarstöðum á leiðinni yfir sandi lagða flatneskj- una, kom inn í lestina fjöldinn allur af innfæddu landsbyggðarfólki sem var á leið til stórborganna með söluvaming sinn. Fullir strigapokar af glóðvolgu brauði, kassar af nýju grænmæti og ávöxtum og margt fleira. Einn hafði t.a.m. fyllt aftur- hluta síðasta lestarvagnsins með marokönskum hænum sem létu óspart í sér heyra. I Raabat urðum við völd að því skerða sjálfsálit ungs Marokkóbúa, sem í harðri sjálfsbjargarviðleitn- inni og miklu atvinnuleysi höfuð- borgarinnar, reyndi fyrir sér sem ferðamannaleiðsögumaður. Það var að sjálfsögðu ekki ætlun okkar að bijóta niður framtíðarsýn piltsins í „bissnesnum," en sem fyrri daginn, byggðist þetta á misskilningi. Það voru tveir brosmildir piltar sem undu sér að okkur er við vorum í leit að matsölustað. Þeir vildu endi- lega benda okkur á matstaði, enda báðir vel kunnugir í borginni. Mér fannst félagslyndi og málgleði arab- anna gagnvart ókunnum ferða- mönnum með eindæmum, grunaði fljótlega hver hinn raunveruleg til- gangur hjálpsemi þeirra væri. Grunur minn reyndist réttur. Eftir langa veitingahúsaleit og vinsam- legar samræður yfir máltíð, kom að skilnaði. Sá eldri (sem augsýni- lega var lærimeistari hins yngri) bað okkur þá um að gefa vini sínum einhvem skilding fyrir afrakstur „hjálpsemi" sinnar. Þessu höfðum við beðið eftir. Við gátum með engu móti borgað þá upphæð sem þeir báðu um. En þar sem við vorum orðin þreytt á ráfí um borgina og sveitt í eyrunum af smjaðursjappi um allt og ekkert, skelltum við með uppgjafarsvip 5 dirham (ca. 40 ísl. kr.) í lófa lærlingsins, þökkuðum fyrir okkur og kvöddum. Með þess- ari skildingagjöf gáfum við óbeint í skyn álit okkar á stráknum sem ekki kunni hrafl í ensku en puðraði eitthvað sem líktist sambland af frönsku og arabísku. Við héldum að nú værum við endanlega laus við drengina, en þeir vom fyrstu hræðurnar sem við hittum er við gengum aftur til Medína. Ekki var hægt að segja að augnaráð þeirra yljaði um hjartarætur. Sá eldri tal- aði máli lærlings síns, sem gerðist æstari með hverri setningunni sem gusaði út úr hýjunguðum skoltun- um. Við fengum þá útskýringu að við hefðum stórmóðgað þann litla með smánarlegum launum og gert drauma hans um að verða leiðsögu- maður að engu. Okkur urðu þá ljós mistökin gagnvart drengjunum og reyndum að koma þeim í skilning um að hér væri um misskilning að ræða. Við hefðum upphaflega ekki óskað eftir fylgd þeirra lengra en að matsölustaðnum og þætti okkur best að skoða borgina án nokkurrar aðstoðar. Úr þessu varð heljarinnar málþóf og til þess að kæla samræð- umar sem stefndu í óefni, kom ég með þá tillögu, að við tækjum við peningnum aftur, leiðir okkar skildu og síðan væri allt gleymt og grafið. Ekki tókum við við peningunum, en leiðir okkar skildi samt sem áður. En sem okkur grunaði veittu þeir okkur eftirför um fjölfarnar götur Medína. Eftir nokkurra metra göngu gengu þeir okkur uppi. Mér var ekki farið að lítast á þetta. Litli naggurinn var orðinn eldrauður í andlitinu af illsku og virtist ekkert geta stöðvað óskiljanlegan orða- flauminn. Öll þessi ósköp enduðu með því að sá litli hrifsaði sólgler- augu Roys úr bijóstvasanum og sáum við í iljarnar á honum er hann hvarf fyrir næsta götuhom. Sá eldri jafn yfírvegaður og rólegur eins og ekkert hefði í skorist, gaf okkur þá skýringu, að vinur sinn myndi mölva gleraugun mélinu smærra og fá þannig svalað bræði sinni. Eftir þennan skyndilega atburð, breyttist andrúmsloftið. Arabinn varð blíður sem lamb og áður en við kvöddum hann, bauð hann okkur velkomin heim til sín, seinna um kvöldið. Þar gætum við rætt saman yfír kaffibolla og jafnvel reykt hass okkur til ánægju. Við þökkuðum boðið, og sögðumst ætla að sjá til. Við töldum okkur það vel sloppin frá bráðlátum og blóðheit- um aröbunum að ekki fæmm við að elta þá uppi í heimahúsum eftir þessa óskemmtilegu en samt lær- dómsríku reynslu í höfuðborginni. Og kvöldinu var því eytt undir bemm himni í viðkunnanlegri setu- stofu farfuglaheimilisins. Casablanca Næsti viðkomustaður var Casa- blanca. Casablanca er stærsta borg- in í Marokkó (1,7 milljónir) sem hefur þróast og vaxið af nýtískuiðn- aði. Flestir muna sjálfsagt eftir leik Hollywoodstjömunnar, Humprey Bogart, í kvikmyndinni „Casablan- ca“ sem átt hefur þátt í að gera borgina þekkta. Ég varð fyrir von- brigðum með borgina. Casablanca er ósköp venjuleg stórborg með yfirbragð og útlit Evrópustórborga, þéttbyggðum háhýsum og beinum og breiðum umferðargötum. Ljómi Casablanca folnaði í einfaldleika borgarinnar og draumsýnir um svalan Bogart með ijúkandi snæp- inn í þokukenndu og skuggalögðu mjóstræti, vom sviplega þurrkaðar út. Á villuráfí innan múrveggja Medína, var vissulega margt og mikið að sjá. Það virtust engin takmörk vera sett um aldur skó- burstamanna, sem gengu um göt- umar með fótstallinn undir hend- inni, og buðust til að pússa skóna fyrir 1-2 dirham (5-10 ísl. kr.) Ég á erfítt með að nefna fjölda þeirra götusala er við þurftum að vísa frá og reyndu að pranga vamingi sínum á okkur. Þeir skiptu tugum á klukkustund. Innan veggja Medína var álíka óþrifalegt um að litast og í öðmm gömlum borgarhverfum sem við höfðum séð. I sk. mat- mörkuðum, þar sem eingöngu var seldur matur, s.s. kjöt, fiskur, brauð, o.fl. í verslunum sem opnar vora út á skítugar göturnar, var hreinlætið bágborið. Lyktin var kæfandi og sveimuðu flugumar suðandi í hitamóðunni frá götunni, þar sem einstaka sólargeislar náðu að rekast niður. Gömul feitlagin kona, heif upp um sig kuflinn, sett- ist á húk bak við tvo kyrrstæða bíla og gerði þarfir sínar, „Allah, Allah! Dirham, diram!“ söngluðu 6 blindir öldungar betlandi og störðu með gulhimnulöguðum augunum fram fyrir sig. Einnig var mikið af ungl- ingspiltum sem gengu um göturnar eða sátu á götuhomum og seldu vegfarendum sígarettur í stykkja- tali sem innihéldu hass eða maijú- ana. I kvöldkyrrðinni sátum við fyrir utan farfuglaheimilið og nutum kvöldsvalans eftir illþolanlegan hita dagsins. Beint á móti farfuglaheim- ilinu var s.k. tehús, þar sem aðeins sátu karlmenn við tedrykkju. Ekki sást einn einasti kvenmaður á rölti, enda segir í marokönskum siðum, að almennileg unglingsstúlka fari aldrei ein út á daginn, hvað þá á kvöldin. Við höfðum þama fyrir framan okkur lýsandi dæmi um skipulag arabísks samfélags. Það má segja að islamsamfélagið skipt- ist í tvo hluta. Heimur karlmannsins annars vegar og heim kvennanna hins vegar. Líf karlmannsins er að mestu fyrir utan heimilið. Hann heldur sig aðallega á verkstæðinu, í versluninni eða á basömm. Og í frístundunum hittast karlmennirnir á tehúsunum til að ræðast við um heimsins mál og málefni. Einu stundirnar sem þeir koma heim er til að borða og sofa. Þótt undarlegt megi virðast er fjölkvæni enn leyfi- « legt. Hveijum karlmanni er leyft að hafa 5 konur, en skv. Kóraninum er hann skyldugur til að annast þær allar jafn vel og ekki gera upp á milli þeirra. Heimur konunnar er aftur á móti heimilið. Þar vinnur hún öll sín verk og þar heimsækja konurnar hveijar aðra. Konan er lítilsvirt og undirokuð í arabísku samfélagi, en þó hafa orðið gífur- legar breytingar á þessu. Konunum gefst nú tækifæri til að mennta sig að vild. Þeim er einnig leyfílegt að ganga í bænahúsin að vild, þó að karlmennimir séu þar til húsa, en þær hafa þar frátekið húsrými. Marrakech Marrakech, borgin rauðbrúna sem byggð er á sléttunni með Atlas- ijöllin í allri sinni dýrð gínandi að baki. Yngri hluti borgarinnar er nýlegur að sjá. Reglustikuskipulag er á breiðum götunum, og rauðbrún hús prýða beggja vegna. Þó svo húsin séu velflest ný, er mikill metnaður lagður i að viðhalda gamla byggingarstílnum. Við stig- um út úr loftkældri lestinni á braut- arstöðinni í Marrakech, eftir rúm- lega 3 klst. keyrslu. Veðurfars- breytingin var mikil, frá Casablanca og til Marrakech, enda vomm við stödd á 33. breiddargráðunni og rúmlega það. Heita loftið skall á okkur líkt og blautri tusku hafí verið slengt í trýnið. í fyrsta skipti á ævinni, fann ég fyrir köldum andardrættinum í nasavængjunum í rúmlega 36° hitanum. Er við höfðum komið okkur fyrir í farfuglaheimilinu var stefnan tekin til Medína í steikjandi hita. Við nálguðumst rauðbrúnan og gamlan múrinn sem minnir einna helst á ævintýrasögur frá barn- dómnum um riddara í prinsessuleit. Nýtísku borgin, með kvikmynda- húsum, tískuverslunum og breiðu götunum, hvarf fyrir brotinn og ellihmninn múrinn er við gengum í gegnum hlið borgarmarkanna. Við höfðum vart gengið meir en 100 metra inn í Medína, er tveir inn- fæddir stikuðu í átt til okkar. En við virtum þá ei viðlits, að saman- teknu ráði, létum sem við skildum ekki aukatekið orð í þeim tungumál- . um sem þeir pmfuðu á okkur til að komast að þjóðemi okkar. Við töluðum aðeins norsku okkar í milli og ypptum aumingjalega öxlum til þeirra. Þeir skildu strax að hér væm brögð í tafli og þvermóðskuð- ust við, steyttu hnefana á eftir okkur og hreyttu ókvæðisorðum að okkur. „You are bad people!" Miðtorgið í Medína er geysilega stórt og mun stærra en önnur torg er við höfðum augum litið. Lítið var um að vera á torginu, enda hátími fíesta. Nokkrir götusalar ráfuðu um á torginu og slöngutemjarar vom að undirbúa sig undir rósóttum sól- hlífum. Ekki má svo gleyma að minnast á vatnssölumennina, sem em mjög algeng sjón í Medína. Yfírleitt vom þetta eldri menn, áberandi skrautlega klæddir með barðastóra og háa hattkúfa á höfð- inu. Þeir gengu um með málmbjöll- ur, sem þeir hringdu í eftirtektar- skyni, og seldu gangandi vegafar- endum vatn úr stómm keramik- dunkum sem þeir bera á sér. Við töldum okkur vel sloppin frá leiðsögumönnunum og æluðum að njóta rólegheita fíesta á tehúsi, áður en öll ösin í Medína hæfíst og ^ peningahjólið tæki að rúlla á ný. En sú sæla varð að víkja fyrir sönnum atvinnumanni í ferðamann- leiðsögninni, sem sá léttilega í gegnum barnaleg brögð okkar. Hann gaf ekkert eftir eftir og nauðaði í okkur, þar til við hreinlega gáfumst upp og ákváðum að fylgja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.