Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1986 Eureka: Veitir tæki- færi til að fylgjast með á sviði hátækni - segir Vilhjálmur Lúðvíksson Skelltu þér á nýja PHILIPS-ÞVOTTAVÉL VIÐ TÖKUM ÞÁ GÖMLU „AÐILDIN að EUREKA veitir ís- lendingum gott tækifæri til að fylgjast með á sviði hátækni og iðnaðar," sagði Vilhjálmur Lúð- víksson framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs ríkisins í samtali við Morgunblaðið. Vilhjálmur, sem átti sæti í nefnd sem menntamálaráðherra setti á laggimar til að meta hvort sækjast ætti eftir aðild að EUREKA, sam- tökum um samvinnu Evrópuríkja á sviði hátækni og rannsókna, sagði að gildi aðildarinnar væri margþætt fyrir íslendinga. A vegum stofnunarinnar væri unnið að ýmsum verkefnum sem hlytu að teljast áhugaverð frá sjón- arhóli Islendinga. Stungið hefði verið upp á samstarfi um þróun á „fiski- skipi 10. áratugarins" og þar kæmi til álita að nota íslenskar tölvuvogir, lausfrystitæki, vinnslulínur í togara og fleira. Aðild að EUREKA myndi auk þess auðvelda íslenskum fyrirtækj- um að komast í samband við önnur evrópsk fyrirtæki á sviði hátækni og iðnaðar og koma þannig vöru sinni á markað. Aðildin sem slík kostaði Islend- inga ekkert og enginn sjóður yrði stofnaður á íslandi til að styrkja verkefni í tengslum við EUREKA, fjármagn yrði að koma frá starfandi sjóðum. Auk íslands eiga 18 ríki aðild að EUREKA, öll Evrópubandalagsrík- in, Austurriki, Finnland, Noregur, Sviss, Svíþjóð og Tyrkland. Bíræfnir „frímerkjasalar“ TVEIR menn, er brutust inn á heimili { Reykjavík fyrir tæpu ári, og stálu þaðan m.a. all- verðmætu frímerkjasafni, höfðu samband við eiganda safnsins fyrir skömmu og buðu honum það til kaups. Þegar innbrotið var framið, í ágúst í fyrra, beindust böndin strax að tveimur mönnum og sátu þeir í gæsluvarðhaldi um tíma. Ekki tókst þó að sanna á þá brotið og varð við það að sitja. Hins vegar barst lögregl- unni óvænt hjálp fyrir skömmu, því þá höfðu þessir sömu menn samband við fómarlamb sitt og kváðust reiðubúnir til að selja honum safnið. Þar með komst lögreglan að nýju í málið og nú þýddi lítið fyrir mennina að þræta fyrir þennan næstum árs- gamla glæp. UPP í Á KR. 3000.- Philips-þvottavélar hafa verið ófáanlegar um alllangt skeið, mörgum til mikils ama. En nú færum við viðskiptavinum okkar þá gleðifregn að þær eru fáanlegar á ný. Til þess að auðvelda fólki að endurnýja þá tökum við gömlu þvottavélina uppí á kr 3000.- Reynsla og þekking er undirstaða framleiðslu Philips-þvottavéla. Þæreru sérhannaðar til að standast öll gæðapróf og bjóða aðeins það besta eins og Philips er þekkt fyrir. NOKKRAR UPPLÝSINGAR UM NÝIU VÉLARNAR: • Tekur inn á sig heitt eða kalt vatn • Með því að nota nýtni-stillinguna sparast um 30% af orku • Allt að 1000 snúninga vinda • Sérstakur „stuttur" þvottur fyrir föt sem eru aðeins lítils háttar óhrein • 9 stillingar fyrir viðkvæman þvott • Tekur 4.5 kg af þvotti PHILIPS ERUM SVEIGJANLEGIR Heimilistæki hf í SAMNINGUM TÖLVUDEILD - SÆTÚNI8 - SÍMI27500 Stórkostlegasti fjölskylduviðburður ársins 1986 Njálssaga í Rauðhólum Sýningar: Miðvikudaga og fimmtudaga klukkan 21.00. Laugardaga og sunnu- daga klukkan 14.30 og 17.00. Miðasala og pantanir: Söguleikarnir: Sími 622666 Ferðaskrifstofan Farandi: Sími 622420 Kynnisferðir — Gimli: Sími 28025. Blaðatilvitnanir: Eitt skemmtilegasta leikhús landsins. Túlkun hverrar persónu gengur alveg Árni Gunnarsson, Alþýðublaðið. upp Árni Bergmann, Þjóðviljinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.