Morgunblaðið - 06.07.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 06.07.1986, Síða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1986 Eureka: Veitir tæki- færi til að fylgjast með á sviði hátækni - segir Vilhjálmur Lúðvíksson Skelltu þér á nýja PHILIPS-ÞVOTTAVÉL VIÐ TÖKUM ÞÁ GÖMLU „AÐILDIN að EUREKA veitir ís- lendingum gott tækifæri til að fylgjast með á sviði hátækni og iðnaðar," sagði Vilhjálmur Lúð- víksson framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs ríkisins í samtali við Morgunblaðið. Vilhjálmur, sem átti sæti í nefnd sem menntamálaráðherra setti á laggimar til að meta hvort sækjast ætti eftir aðild að EUREKA, sam- tökum um samvinnu Evrópuríkja á sviði hátækni og rannsókna, sagði að gildi aðildarinnar væri margþætt fyrir íslendinga. A vegum stofnunarinnar væri unnið að ýmsum verkefnum sem hlytu að teljast áhugaverð frá sjón- arhóli Islendinga. Stungið hefði verið upp á samstarfi um þróun á „fiski- skipi 10. áratugarins" og þar kæmi til álita að nota íslenskar tölvuvogir, lausfrystitæki, vinnslulínur í togara og fleira. Aðild að EUREKA myndi auk þess auðvelda íslenskum fyrirtækj- um að komast í samband við önnur evrópsk fyrirtæki á sviði hátækni og iðnaðar og koma þannig vöru sinni á markað. Aðildin sem slík kostaði Islend- inga ekkert og enginn sjóður yrði stofnaður á íslandi til að styrkja verkefni í tengslum við EUREKA, fjármagn yrði að koma frá starfandi sjóðum. Auk íslands eiga 18 ríki aðild að EUREKA, öll Evrópubandalagsrík- in, Austurriki, Finnland, Noregur, Sviss, Svíþjóð og Tyrkland. Bíræfnir „frímerkjasalar“ TVEIR menn, er brutust inn á heimili { Reykjavík fyrir tæpu ári, og stálu þaðan m.a. all- verðmætu frímerkjasafni, höfðu samband við eiganda safnsins fyrir skömmu og buðu honum það til kaups. Þegar innbrotið var framið, í ágúst í fyrra, beindust böndin strax að tveimur mönnum og sátu þeir í gæsluvarðhaldi um tíma. Ekki tókst þó að sanna á þá brotið og varð við það að sitja. Hins vegar barst lögregl- unni óvænt hjálp fyrir skömmu, því þá höfðu þessir sömu menn samband við fómarlamb sitt og kváðust reiðubúnir til að selja honum safnið. Þar með komst lögreglan að nýju í málið og nú þýddi lítið fyrir mennina að þræta fyrir þennan næstum árs- gamla glæp. UPP í Á KR. 3000.- Philips-þvottavélar hafa verið ófáanlegar um alllangt skeið, mörgum til mikils ama. En nú færum við viðskiptavinum okkar þá gleðifregn að þær eru fáanlegar á ný. Til þess að auðvelda fólki að endurnýja þá tökum við gömlu þvottavélina uppí á kr 3000.- Reynsla og þekking er undirstaða framleiðslu Philips-þvottavéla. Þæreru sérhannaðar til að standast öll gæðapróf og bjóða aðeins það besta eins og Philips er þekkt fyrir. NOKKRAR UPPLÝSINGAR UM NÝIU VÉLARNAR: • Tekur inn á sig heitt eða kalt vatn • Með því að nota nýtni-stillinguna sparast um 30% af orku • Allt að 1000 snúninga vinda • Sérstakur „stuttur" þvottur fyrir föt sem eru aðeins lítils háttar óhrein • 9 stillingar fyrir viðkvæman þvott • Tekur 4.5 kg af þvotti PHILIPS ERUM SVEIGJANLEGIR Heimilistæki hf í SAMNINGUM TÖLVUDEILD - SÆTÚNI8 - SÍMI27500 Stórkostlegasti fjölskylduviðburður ársins 1986 Njálssaga í Rauðhólum Sýningar: Miðvikudaga og fimmtudaga klukkan 21.00. Laugardaga og sunnu- daga klukkan 14.30 og 17.00. Miðasala og pantanir: Söguleikarnir: Sími 622666 Ferðaskrifstofan Farandi: Sími 622420 Kynnisferðir — Gimli: Sími 28025. Blaðatilvitnanir: Eitt skemmtilegasta leikhús landsins. Túlkun hverrar persónu gengur alveg Árni Gunnarsson, Alþýðublaðið. upp Árni Bergmann, Þjóðviljinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.