Morgunblaðið - 08.08.1986, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 8. AGUST 1986
að konan mín og ég vildum koma
til Corvallis og heimsækja hann og
fjölskylduna, í ferð sem við erum
að ráðgera í október. Ég gerði mér
ekki grein fyrir að sjötugsafmæli
Gunnars bæri upp á heimsókn mína
til íslands núna. Mér er heiður að
því að fá þetta tækifæri til að skrifa
nokkrar línur um Gunnar, og að
geta þakkað honum vinskapinn,
sem héfur snortið mig djúpt og
varanlega.
Don White
(Þýtt úr ensku
af JSG og SG)
Gunnar Böðvarsson er einn fyrsti,
færasti og þekktasti jarðhitafræðing-
ur íslands. Hann fæddist á Túngöt-
unni í Reykjavík, en býr nú í Corvallis
í Oregon. Segja má að hann hafi
skapað helstu hugmyndir okkar um
jarðhita íslands, sbr. skiptinguna í
lághita- og háhitasvæði.
Gunnar Böðvarsson er afkasta-
mikill vísindamaður, eins og 150
ritverk hans bera vitni. Fyrstu grein-
ina skrifar hann 1947: „Um hagnýt-
ingu jarðhitans." Síðan rekur hvert
stórverkið annað. Árið 1961 t.d. birt-
ir hann greinar um: „Hot Springs
and the Expioitation of Naturai Heat
Resources in Iceiand", „Hagnýt
stærðfræði", „Physicai Character-
istics of Natural Heat Resources in
Iceland", „Production and Distribut-
ion of Natural Heat for Domestic and
Industrial Heating in Iceland",
„Utilization of Geothermal Energy
for Heating Purposes and Combined
Schemes ...“, „Fluctuation in the
Marine Population in Icelandic Wat-
ers“, „Geomagnetic Micropulsat-
ions ...“, and „The Use of Isotopes
of Hydrogen and Oxygen for Hydro-
logical Purposes in Iceland". Þama
fjallaði hann ekki aðeins um jarð-
hitafræði og verkfræði, heldur einnig
fræðigreinar svo sem stærðfræði,
fískifræði og stjömufræði.
Um stjömur lærði Gunnar fyrst í
bamaskóla. Þá kenndi honum Ásgeir
Magnússon, sem skrifað hafði bók
um stjömufræði. „Hann gaf mér ein-
tak af þessu. Ég var nú ekki nema
11 ára þá. Ég las þessa bók af mjög
mikilli athygli. Ég held að þessi bók
hafí haft meiri áhrif á mig heldur
en jarðfræðibók Guðmundar Bárðar-
sonar í menntaskóla."
Þessi tilvitnun er úr viðtölum sem
við áttum nýlega við Gunnar vegna
rannsóknar okkar: „Saga hugmynda
í rannsóknum og nýtingu jarðhita".
Um er að ræða fjölda viðtala við
nokkra jarðhitamenn sem hafa verið
í fararbroddi slíkra mála á íslandi
og víðar. Þessi afmælisgrein er að
mestu byggð á tveimur fyrstu við-
tölum okkar við Gunnar um skóla-
göngu og fyrstu starfsárin hér
heima.
Þótt langt sé síðan Gunnar var í
Menntaskólanum í Reykjavík, þá er
honum ýmislegt minnisstætt frá
þeim árum, m.a. að hann var þegar
farinn að einblína á vísindin. Hugur
hans var ftjór jarðvegur fyrir áhuga-
sama kennara að rækta. Segja má
að áhugasvið þau sem einkennt hafa
langan starfsferil Gunnars hafí byrj-
að að mótast á þessum árum. Einkum
voru það þrir kennarar við Mennta-
skólann í Reykjavík sem Gunnar
telur hafa haft áhrif á sig.
Einn þeirra var Guðmundur Bárð-
arson og kom hann ekki að tómum
kofunum hjá nemanda sínum. Gunn-
ar segir: „Það vildi nú svo þannig
til að þegar ég var í menntaskóla,
þá hafði ég sérstakan áhuga á jarð-
fræði. Ég var oft með Guðmundi
Bárðarsyni. Hann var einn af frum-
kvöðlum jarðfræði á Islandi. Hann
var bóndi norðan úr Húnavatnssýslu,
sem var sjálfmenntaður í þessum
fræðum .. .Ég var talsvert hændur
að honum og nam af honum tals-
verða jarðfræði, svona grundvallar-
jarðfræði. Þetta var talsvert
áhugamál hjá mér í skóla. Hann
kenndi mér að hugsa eins og jarð-
fræðingar hugsa í sambandi við
athuganir á náttúrunni, athuganir á
bergi og að tína steina og líta á þá
og greina." Þótt aðrir merkir menn
hafí síðar lagt hönd á plóginn við
að auka áhuga og þekkingu Gunnars
á jarðfræði, þá minnist hann með
hlýhug bóndans úr Húnavatnssýslu
sem kenndi honum „að hugsa eins
og jarðfræðingur".
Meðal kollega í vísindunum er
Gunnar þekktur fyrir mikla stærð-
fræðikunnáttu. Áhugi Gunnars fyrir
stærðfræði var á menntaskólaárun-
um ræktaður af öðrum ágætis
kennara: „Svo var náttúrulega í
Menntaskólanum í Reykjavík frægur
stærðfræðikennari, dr. Ólafur nokk-
ur Daníelsson, sem hafði áhrif á alla
sína nemendur. Hann hafði áhrif á
mig líka.. .Ólafur var í fyrsta lagi
áhugamaður um stærðftæði og vildi
kenna mönnum stærðfræði, vildi að
aðrir menn vissu um stærðfræði og
lærðu það sem hægt væri að læra
eftir efnum og ástæðum .. .Hann
hvatti mig til að læra stærðfræði."
Strákurinn af Túngötunni lét ekki
áhuga sinn á vísindum stöðvast við
stjamfræði, jarðfræði og stærðfræði.
Á menntaskólaárunum kynntist
Gunnar einnig því fagi sem stór hluti
hans vísindavinnu flokkast undir:
„Svo var þama annar kennari, Sigur-
karl Stefánsson, sem er á lífí ennþá.
Hann kenndi okkur eðlisfræði. Hans
áhrif (á mig) vom álíka og Ólafs.“
Hálfri öld síðar minnist Gunnar þess-
ara kennara: „Þessir þrír höfðu áhrif
á mig. Það vom fagleg áhrif. Þeir
kveiktu áhuga minn á þessum fög-
um.“
Stúdentsprófí lýkur Gunnar 1934
og siglir utan til náms. Hann lauk
fyrrihlutaprófí í vélaverkfræði frá
Munchen 1936 og Dipl. Ing. prófí í
hagnýtri stærðfræði, kraftfræði og
skipavélfræði frá Tækniháskólanum
í Berlín 1943. Þaðan lá leiðin til
Kaupmannahafnar, þar sem hann
starfaði sem verkfræðingur hjá Atlas
AS til stríðsloka. Árið 1944 kvæntist
Gunnar konu sinni, Tove Christians-
en, og eiga þau tvær dætur og einn
son.
Að styijöldinni lokinni sigldi
Gunnar og fjölskylda með Esjunni
til Islands. Starfið heima var að reka
boranir landsmanna eftir heitu og
köldu vatni. Jarðboranir höfðu þá
nýlega verið fluttar frá Rannsóknar-
áði ríkisins til Rafmagnseftirlits
ríkisins, sem síðar varð Raforku-
málaskrifstofan, og enn síðar
Rafmagnsveitur ríksins og Orku-
stofnun. Gunnar starfaði að þessum
málum í 16 ár, eða þar til verk-
fræðingaverkfallið leiddi til fjöld-
auppsagna verkfræðinga hjá ríki og
borg 1961. Nokkmm ámm áður
hafði Gunnar farið til tveggja ára
náms og rannsókna við Califomia
Institute of Technology í Pasadena,
Kalifomíu. Þaðan lauk hann Ph.D.
prófí í jarðeðlisfræði 1957 með rit-
gerð sem fjallar um „Thermal
Activity and Related Phenomena in
Iceland".
Starf Gunnars hjá Jarðbomnum
var brautryðjendastarf í orðsins
fyllstu merkingu. Á þeim ámm var
farið að vinna skipulega að jarð-
hitaleit og nýtingu. Gunnar sá fljót-
lega að margt værj hægt að bæta
um á sviði jarðhitaleitar. Meðal ann-
ars sá hann fram á möguleika við
að beita aðferðum úr jarðeðlisfræði
við jarðhitaleit. Gunnar fór til Banda-
ríkjanna til að kynna sér þessi mál
og fræðast um nýjungar í borunum.
Afraksturinn af þeirri ferð vora með-
al annars kaup á tækjum til viðnáms-
mælinga. Gunnar gerði fyrstu
viðnámsmælingamar hér á landi að
Reykjum í Mosfellssveit vorið 1947.
Líklega em þetta fyrstu viðnáms-
mælingamar við jarðhitaleit í heimin-
um. Með þessum tilraunum markaði
Gunnar þær vinnuaðferðir við jarð-
hitaleit sem beitt hefur verið allar
götur síðan — frá Reykjum í Mos-
fellssveit til Rotoraa á Nýja Sjálandi.
Að sjálfsögðu era vinnubrögð í við-
námsmælingum við jarðhitaleit nú
töluvert öðmvisi, en ekki í gmndvall-
aratriðum. Annar mikilvægur
árangur Ameríkufarar Gunnars var
að hann síðar stóð fyrir því að keypt-
ur var nýr og fullkomnari bor en
áður hafði þekkst og komst þar með
mikill fjörkippur í boranir og jarð-
hitanýtingu.
Starfsferill Gunnars fyrstu árin
hér heima markast af þróun hans
úr því að vera tæknimaður í það að
líta á sig sem jarðhitamann. Drif-
Qöðrin í þeirri þróun vom verkefni,
eins og viðnámsmælingamar, þar
sem hann beitti tækni þróaðri í öðra
fagi: „Þessi aðlögun mín frá því að
vera tæknimaður að því að vera jarð-
hitamaður tók að mínum dómi 5 ár.
Það sem gerðist á þessum ámm var
sumpart það, að ég lærði af reynsl-
unni við boranir og af lestri rita og
bóka og svo líka eigin hugsun-
um .. .Eg held að kring um 1950
hafí ég verið orðinn, ef ég mætti
kalla svo, fær í flestan sjó.“ Gunnar
vann ötullega að jarðhitamálum á
íslandi næsta áratuginn. Segja má
að hann hafí ásamt öðmm mönnum
á þeim ámm skapað þann ramma
sem jarðhitamenn hafa síðan unnið
út frá bæði á íslandi og annars stað-
ar.
I kjölfar fjöldauppsagna verk-
fræðinga 1962 stofnaði Gunnar síðan
ráðgjafarfyrirtækið Vermi hf. ásamt
13
Sveini S. Einarssyni, og starfaði þar
til 1964. Þá gerðist hann prófessor
í stærðfræði og jarðeðlisfræði við
Oregon State University í Corvallis,
Oregon, og hefur verið þar síðan,
alls 22 ár.
Starfsferill dr. Gunnars Böðvars-
sonar hefur með sönnu verið glæsi-
legur, og öllum íslendingum til gagns
og sóma. í Oregon stundar hann sín
vísindi af áhuga og atorku, hvort sem
er stærðfræði, jarðeðlisfræði eða
jarðhitafræði og verkfræði. Grein-
amar 9 frá 1961, sem upp em taldar
hér að ofan, sýna sumt af því sem
Gunnar hefur starfað við og rannsak-
að. Það yrði of langt mál að gera
mikilvægi allra rannsókna hans fylli-
leg skil. Minnst hefur verið á fyrstu
viðnámsmælingarnar. Hann var líka
fyrstur til að benda á kísil í vatni til
að spá um hita vatns á dýpi. Um
nýtingu jarðhitans hefur Gunnar
mikið fjallað, m.a. hvemig reikna
má kuldaköst og aflþörf hitaveitna.
Gunnar skrifaði líklega fyrstur
manna um áhrif niðurdælingar á
nærliggjandi holur, sem er nú hvað
mest knýjandi vandamál á flestum
jarðhitasvæðum. Og hann hefur mik-
ið rannsakað rennsli vatns um
spmngur, og hvemig vatn dregur
varma úr heitu bergi, sem hvort
tveggja em enn þann dag í dag
grundvallarspumingar í jarðhita-
fræðum.
Þótt Gunnar hafí síðustu 22 árin
starfað í Oregon, þá hefur hann hald-
ið tengslum sínum við íslenska
jarðhitamenn. Hann kom heim nú
síðast í vor til að leggja á ráðin með
sínum foma vini og kollega Jóhann-
esi Zoéga hjá Hitaveitu Reykjavíkur.
Einnig hefur Gunnar verið trúr minn-
ingunni um þá menn sem mótuðu
áhuga hans í æsku. Sjálfur hefur
Gunnar menntað og mótað unga
íslenska jarðhitarnenn, sem stundað
hafa nám í jarðeðlisfræði í Corvallis.
Nýlega lauk Guðni Axelsson doktors-
námi hjá Gunnari og er nú kominn
til starfa á Jarðhitadeild Orkustofn-
unar.
Við viljum óska Gunnari og fjöl-
skyldu hans allra heilla á þessum
merkisdegi. Við hlökkum til endur-
funda við Gunnar í vetur þar sem
meistarinn segir frá fyrir komandi
kynslóðir jarðhitamanna að njóta.
Sigrún Guðmundsdóttir
Jón Steinar Guðmundsson
Reykjavik
1786—1986
Iþróttadagar félaga 1986
Dagskrá
Laugardagur 9. ágúst
Reykjavík
1786—1986
FYLKISDAGURINN
Kl. 10.15 Hátiðln sett.
Kl. 11.00 ReykjavíkurhlaupFylkisáÁr-
bæjarvelli.
Skráning hefst kl. 10.30.
Kl. 12.45 Lúðrasveit verkalýðslns leikur.
Kl. 13.00 Knattspyrna: 5. flokkur:
Fylkir —K.Slglufj.
Kl. 13.35 Knattspyrna: 4. flokkur:
Fylklr — K. Siglufj.
Kl. 14.30 Handknattieikur af léttarl gerð á
Árbæjarskólavelll.
Kl. 15.00 Flmleikasýnlng í iþróttahúsl Ár-
bæjarskóla.
Kl. 15.45 Verðlaunaafhendlng fyrlr Reykjavi-
kurhlaupið.
Kl. 16.00 Jón Páli Slgmarsson. Sterkasti
maður sem Fylkir hefur alið, kepp-
Ir við unga Fylklssvelna i bíldrættl.
Kl. 16.20 Grin — knattspyrna.
Kl. 16.50 Knattspyrna: 3. flokkur:
Fylklr —K.SIglufJ.
Félagsheimillð verður tll sýnls eftlr gagngerar
endurbætur og það verður heltt á könnunnl.
Félagar og foreldrar ungu kynslóðarinnar i
Fylki, mætum öll og styðjum börnln i hollum
leik okkar og þelm tll ánægju. Hellbrlgð æska,
hornstelnn framtfðar.
LEIKNISDAGURINN
Kl. 13.00 Fjölskylduhlaup Lelknis.
Skránlngá Leiknlsvelll kl. 12.30.
Kl. 13.30
Kl. 14.00
Kl. 15.50
Kl. 16.40
Kl. 17.30
Kl. 15.50
Kl. 16.40
Kl. 17.30
Lúðrasvelt verkalýðslns leikur.
Landsmót 4. delld:
Leiknir — Bolungarvik.
Hraðmót i 6. flokki
(2x15 min.)
VöllurA:
Leiknlr B — Fram B
Fram B — Lelknlr C
FramB —KRC
VöUurB:
KRC —LefknlrC
Lelknlr B — KR C
Leiknir C — Lelknlr B
Innl í TBR-húslnu við Gnoðarvog.
Kafflveltlngar í félagshelmillnu.
TBR-DAGURINN
Kl. 14.00—17.00 Kynning á badmintoníþrótt-
ÞROTTARDAGURINN
Hraðmót í 6. flokki (lelktími
2x15 mín.)
Kl. 11.00 6. fl. Fram: Þróttur, KR: Valur
Kl. 11.40 5. fl. Þróttur:Valur
Kl. 12.50 6. fl. Þróttur:KR, Fram:Valur
Kl. 13.30 4. fl. Þróttur: Fram
Kl. 14.15 Lúðrasveit verkaslýðslns letkur.
Kl. 14.20 6. fl. Þróttur:Valur
Kl. 15.00 Knattspyrna: Gamanleikur.
Þróttarkonur annast kaffiveltlngar
i Þróttheimum.
ARMANNSDAGURINN
Kl. 14.00 Iþróttasýnlng í Ármannshúsinu:
Fimlelkar — Lyftingar — Júdó —
Glima — Vítakastkeppnl.
HLÉ:
Kl. 15.30 íþróttasýningin endurtekin.
í hléi verða kafflveltlngar i félags-
helmillnu. Þá gefst gestum kostur
á að spreyta sig á áhöldum.
FRAMDAGURINN
Knattspyrna:
Lelklr yngstu flokka á grasvelli við Álftamýrl:
Kl. 13.00 6.flokkurAogBFram:FH
Kl. 13.35 3. flokkur Fram.StJaman
Kl. 14.50 5. flokkurFram: ÍR
Kl. 15.45 4. flokkurFram:Afturelding.
Handknattleikur:
Hraðmót 4. fl. á útlvelll vlð irþóttahús Álftamýr-
arskóla:
Kl. 14.00 Fram: ÍR
Kl. 14.22 StJaman:Viklngur
KI. 14.50 Víkingur:Fram
Kl. 15.12 ÍR-.Stjarnan
Sunnudagur 10. ágúst
Kl. 15.40 VíkingurdR Kl. 14.50 6. fl. B KR:Fylklr Kl. 16.15
Kl. 16.02 Fram:Stjarnan Kl. 15.30 6. fl. A Fylklr:StJarnan
Aðalleikur Framdagsins verður á Kl. 16.10 6. fl. B Valur:KR
aðalleikvangl f Laugardal: Kl. 16.50 6. fl. A KR:Fylklr
Kl. 19.00 islandsmótið 1. deild VöllurUI Kl. 14.00
Fram:Valur Kl. 13.30 5. flokkur KR:Fylkir
Kaffiveltlngar Framkvenna verða í nýbyggingu Kl. 14.40 4. flokkur KR:StJarnan Kl. 15.10
Framheimillslns frá kl. 14.00. Kl. 16.00 2. fl. kvenna KR:Valur
Lúðrasveit verkalýðslns leikur frá kl. 13.45. Stærri íþróttasalur: Kl. 16.10
Kl. 15.00 Handknattlelkur: KI. 17.10
KR-DAGURINN Mfl. karla — Eldrl félagar. Minni íþróttasalur: Kl. 18.00
Kl. 13.00 Lúðrasvelt verkalýðslns lelkur. KI. 14.30 Fimleikar
Knattspyrnumót i 6. flokki (leiktimi 2x15 Kl. 15.00 Borðtennis — Glima
min.) Kl. 15.30 Körfuknattleikur Kl. 14.15
VöUurl Kl. 16.10 Badminton
Kl. 13.30 6. fl. BKR:Þróttur Kl. 16.00 Pokahlaup mllll delldastjórna. Kl. 14.30
Kl. 14.10 6. fl. A KR-.Stjarnan KR-konur annast kaffiveitingar í
Kl. 14.50 6. fl. B Þróttur:Valur félagshelmlllnu. Kl. 13.30-
Kl. 15.30 6. fl. A KR:Aftureldlng Kl. 14.30
Kl. 16.10 Kl. 16.50 6. fl. B Fylkir:Þróttur 6. fl. AStjarnan:Afturelding VÍKINGSDAGURINN
Vðllur II Malarvöllur:
Kl. 13.30 6. fl. B FylkirrValur Kl. 14.00 Landsmót 2. fl.: Víklngur:Þór. Ak-
Kl. 14.10 6. fl. A Fylkir:Afturelding ureyrl.
Knattþrautir og vitaspyrnukeppni
— Markverðir 2. fl. og Melstara-
flokks veija marklð fyrirgestum.
Grasvöllur:
Hraðmót 5. fl.:
Vikingur — Breiðabllk — Fylklr
Hraðmót7.fl.:
Viklngur— Fram — FH — ÍK
Hraðmót 5. fl.
Hraðmót 7. fl.:
Verðlaunaafhendlng
Hraðmótö.fl.:
Verðlaunaafhendlng
HandknattleiksvöUur:
Handknattleikur karla og kvenna.
Mfl. 1975: Mfl. 1985.
Vikingsheimili
Lúðrasvelt verkalýðslns leikur.
-18.00 Anddyri: Borðtenntskennsla.
-18.00 Kafflveltlngar og kynnlng á
öðrum íþróttum félagsins. svo sem
badmlntondelld, blakdelld, og
skiðadelld. Kynnt hugmynd að
stofnun tennisdeildar.
Ef veður leyflr útigrill og sölutjald.