Morgunblaðið - 17.08.1986, Page 1

Morgunblaðið - 17.08.1986, Page 1
120 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 182. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reykjavík 200 ára Sovétríkin: 14 deyja vegna nevslu frostlaerar Moskvu. AP. V FJÓRTÁN manns létust og tug- ir manna voru lagðir í sjúkra- hús í borginni Kaunas í Lithaugalandi eftir að hafa drukkið áfcngi, sem innihélt frostlög, að því er segir í dag- blaðinu Sovietskaya Litva. Vínið hafði verið keypt á svört- um markaði. I annarri dagblaðsfrétt sagði að drykkja tréspíritus hefði dregið fimm manns til dauða í rússnesku borginni Volgodonsk. Þar stendur yfír „vika án áfengis" og er hún liður stjómvalda í herferð gegn drykkjuskap. Þetta er mesti harmleikur af völdum áfengis í Sovétríkjunum SÍðan lög um áfengisvamir voru hert í maí 1985. Strangari viður- lög eru nú við ölvun á almanna- færi, dregið hefur verið úr áfengisframleiðslu og verð á vodka hækkað svo um munar. Mistök starfsmanna ollu kjarnorkuslysinu í Chernobyl: Lokað var fyrir öll öryggiskerfi Geislavirknin mörgum sinnum meiri en í Hiroshima Tókýó, AP. ORSAKIR slyssins í Chernobyl- með framleiðslugetu versins fór fram, samkvæmt sovéskri rann- sóknarskýrslu, sem japanskt dagblað hefur undir höndum. Öryggiskerfunum var lokað til kjarnorkuverinu voru röð mis- taka starfsmanna versins, sem lokuðu fyrir öll öryggiskerfi kjarnakljúfsins meðan tilraun þess að hægt væri að endurtaka tilraunina, ef þörf væri á. Skýrsl- an hefur verið send Alþjóða- kjarnorkumálanefndinni í Vín og verður rædd á fundi hennar siðar í þessum mánuði. Dagblaðið Asahi Shimbum segir að í skýrslunni komi fram að kjarni kljúfsins hafi ekki bráðnað. Hins vegar hafi geislavirkni, sem jafn- gildi 50 milljón „euries" komist út í andrúmsloftið, en það var um 3,5% af öllu geislavirku efni kjarnans. Það er mörgum sinnum meiri geislavirkni en varð þegar kjarn- orkusprengjunni var varpað á japönsku borgina Hiroshima. í skýrslunni kemur fram að starfsmönnunum hafi ekki verið ljósar hætturnar, sem tilraunin hafði í för með sér, né hafi þeir fengið þjálfun til þess að glíma við neyðarástand. í skýrslunni eru nefndar sex grundvallarvillur sem leiddu til slyssins, en það varð stuttu áður en átti að loka kjarnakljúfnum vegna viðhalds. Ákvörðun Bandaríkjaþings þykir áfall fyrir stefnu Ronalds Reag- an,forseta. Refsiaðgerðir samþykktar Jóhannesarborg, Washington. AP. LÖGREGLA í Suður-Afríku hef- ur fyrirskipað að fæði fanga, sem í haldi eru vegna neyðar- laga, verði bætt. Þetta gerðist eftir að nefnd þriggja dómara hafði hótað rannsókn á kosti fanga vegna kvartana um sultar- fæði í fangelsum. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti á föstudag að gripa til efnahags- legra refsiaðgerða gegn Suður- Afriku vegna kynþáttaaðskilnað- arstefnunnar. 84 þingmenn greiddu atkvæði með refsiaðgerðum og fjórtán á móti. Refsiaðgerðirnar, seln sam- þykkt var að grípa tii, felast m.a. í banni á innflutningi suður-afrísks stáls, vefnaðarvöru, úraníums, kola og landbúnaðarvara. Hollis njósnari Rússa? Breska stjórnin margsaga London, AP. FULLTRÚI bresku stjórnarinnar sagði fyrir rétti í Ástralíu að ásakanir um að sir Roger Hollis, fyrrum yfirmaður bresku gagn- njósnastofnunarinnar MI5, hefði njósnað fyrir Sovétmenn frá 1956 til 1965 væru sannar. Breska stjómin dró þetta aftur á móti til baka á föstudagskvöld og sagði að þessi játning hefði aðeins verið gerð til að fyrirbyggja að bera þyrfti vitni um ýmsa starfsemi MI5. Bresk stjómvöld eru að reyna að koma í veg fyrir að bók eftir Peter Wright, sem eitt sinn var háttsettur embættismaður MI5, verði gefín út. Lagði inn 20 milljónir með sælgætisbréfi Auckland, Nýja-Sjálandi, AP. FJÓRTÁN ára gamall skóla- strákur sneri á banka á Nýja- Sjálandi með því að nota sælgæt- isbréf til þess að leggja inn á bankareikning sinn í sjálfvirkum vélbúnaði, sem er ætlaður til þeirra hluta. Upphæðin sem drengurinn fékk inn á reikning sinn nam einni milljón nýsjá- lenskra dala, sem jafngildir rúmum 20 milljónum islenskra króna. Drengurinn setti sælgætisbréf í vélina og ritaði inn eina milljón dala. Það tókst og í stað þess að eiga 20 dali inni á bankareikningi sínum átti hann rúma eina milljón. Talsmaður bankans segir að starfs- mönnum hans hafí láðst að bera saman það sem drengurinn þóttist leggja inn og það sem var í umslag- inu með innlögn hans. Drengurinn viðurkenndi glæpinn fyrir kennara sínum þremur vikum seinna og var þá búinn að taka út 1.500 dali. Þeir hafa nú verið endur- greiddir og í yfírlýsingu frá bankanum segir að ekki verði lögð fram ákæra í málinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.