Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 1
120 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 182. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reykjavík 200 ára Sovétríkin: 14 deyja vegna nevslu frostlaerar Moskvu. AP. V FJÓRTÁN manns létust og tug- ir manna voru lagðir í sjúkra- hús í borginni Kaunas í Lithaugalandi eftir að hafa drukkið áfcngi, sem innihélt frostlög, að því er segir í dag- blaðinu Sovietskaya Litva. Vínið hafði verið keypt á svört- um markaði. I annarri dagblaðsfrétt sagði að drykkja tréspíritus hefði dregið fimm manns til dauða í rússnesku borginni Volgodonsk. Þar stendur yfír „vika án áfengis" og er hún liður stjómvalda í herferð gegn drykkjuskap. Þetta er mesti harmleikur af völdum áfengis í Sovétríkjunum SÍðan lög um áfengisvamir voru hert í maí 1985. Strangari viður- lög eru nú við ölvun á almanna- færi, dregið hefur verið úr áfengisframleiðslu og verð á vodka hækkað svo um munar. Mistök starfsmanna ollu kjarnorkuslysinu í Chernobyl: Lokað var fyrir öll öryggiskerfi Geislavirknin mörgum sinnum meiri en í Hiroshima Tókýó, AP. ORSAKIR slyssins í Chernobyl- með framleiðslugetu versins fór fram, samkvæmt sovéskri rann- sóknarskýrslu, sem japanskt dagblað hefur undir höndum. Öryggiskerfunum var lokað til kjarnorkuverinu voru röð mis- taka starfsmanna versins, sem lokuðu fyrir öll öryggiskerfi kjarnakljúfsins meðan tilraun þess að hægt væri að endurtaka tilraunina, ef þörf væri á. Skýrsl- an hefur verið send Alþjóða- kjarnorkumálanefndinni í Vín og verður rædd á fundi hennar siðar í þessum mánuði. Dagblaðið Asahi Shimbum segir að í skýrslunni komi fram að kjarni kljúfsins hafi ekki bráðnað. Hins vegar hafi geislavirkni, sem jafn- gildi 50 milljón „euries" komist út í andrúmsloftið, en það var um 3,5% af öllu geislavirku efni kjarnans. Það er mörgum sinnum meiri geislavirkni en varð þegar kjarn- orkusprengjunni var varpað á japönsku borgina Hiroshima. í skýrslunni kemur fram að starfsmönnunum hafi ekki verið ljósar hætturnar, sem tilraunin hafði í för með sér, né hafi þeir fengið þjálfun til þess að glíma við neyðarástand. í skýrslunni eru nefndar sex grundvallarvillur sem leiddu til slyssins, en það varð stuttu áður en átti að loka kjarnakljúfnum vegna viðhalds. Ákvörðun Bandaríkjaþings þykir áfall fyrir stefnu Ronalds Reag- an,forseta. Refsiaðgerðir samþykktar Jóhannesarborg, Washington. AP. LÖGREGLA í Suður-Afríku hef- ur fyrirskipað að fæði fanga, sem í haldi eru vegna neyðar- laga, verði bætt. Þetta gerðist eftir að nefnd þriggja dómara hafði hótað rannsókn á kosti fanga vegna kvartana um sultar- fæði í fangelsum. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti á föstudag að gripa til efnahags- legra refsiaðgerða gegn Suður- Afriku vegna kynþáttaaðskilnað- arstefnunnar. 84 þingmenn greiddu atkvæði með refsiaðgerðum og fjórtán á móti. Refsiaðgerðirnar, seln sam- þykkt var að grípa tii, felast m.a. í banni á innflutningi suður-afrísks stáls, vefnaðarvöru, úraníums, kola og landbúnaðarvara. Hollis njósnari Rússa? Breska stjórnin margsaga London, AP. FULLTRÚI bresku stjórnarinnar sagði fyrir rétti í Ástralíu að ásakanir um að sir Roger Hollis, fyrrum yfirmaður bresku gagn- njósnastofnunarinnar MI5, hefði njósnað fyrir Sovétmenn frá 1956 til 1965 væru sannar. Breska stjómin dró þetta aftur á móti til baka á föstudagskvöld og sagði að þessi játning hefði aðeins verið gerð til að fyrirbyggja að bera þyrfti vitni um ýmsa starfsemi MI5. Bresk stjómvöld eru að reyna að koma í veg fyrir að bók eftir Peter Wright, sem eitt sinn var háttsettur embættismaður MI5, verði gefín út. Lagði inn 20 milljónir með sælgætisbréfi Auckland, Nýja-Sjálandi, AP. FJÓRTÁN ára gamall skóla- strákur sneri á banka á Nýja- Sjálandi með því að nota sælgæt- isbréf til þess að leggja inn á bankareikning sinn í sjálfvirkum vélbúnaði, sem er ætlaður til þeirra hluta. Upphæðin sem drengurinn fékk inn á reikning sinn nam einni milljón nýsjá- lenskra dala, sem jafngildir rúmum 20 milljónum islenskra króna. Drengurinn setti sælgætisbréf í vélina og ritaði inn eina milljón dala. Það tókst og í stað þess að eiga 20 dali inni á bankareikningi sínum átti hann rúma eina milljón. Talsmaður bankans segir að starfs- mönnum hans hafí láðst að bera saman það sem drengurinn þóttist leggja inn og það sem var í umslag- inu með innlögn hans. Drengurinn viðurkenndi glæpinn fyrir kennara sínum þremur vikum seinna og var þá búinn að taka út 1.500 dali. Þeir hafa nú verið endur- greiddir og í yfírlýsingu frá bankanum segir að ekki verði lögð fram ákæra í málinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.