Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 21

Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 21
MORGONBEAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 21 Frá sýningunni í GaUery F15. TU vinstri verk eftir Hannes Lárusson, Clarification Jóns Óskars til hægri Maaretta Jaukkuri frá Sveaborg-menningarmiðstöðinni. og verk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur í forgrunni. Miklatún-Manhattan: Samsýning 11 íslenskra lista- manna er dvalist hafa í New York EUefu íslenskir listamenn opnuðu annan ágúst sl. samsýn- ingu í Gallery F15 í Moss í Noregi. Sýningin er farandsýn- ing og er ætlunin að ferðast með hana um Norðurlöndin í eitt ár. Listamennirnir sem sýna eiga það allir sameiginlegt að hafa dvalist í New York við nám eða starf. Það var Maaretta Jaukkuri, framkvæmdastjóri norrænu menn- ingarmiðstöðvarinnar Sveaborg í Helsinki, sem stóð að undirbúningi sýningarinnar. Upphaflega stóð til að sýna verk listamanna frá öllum Norðurlöndunum en endirinn var sá að einungis íslenskir listamenn sýna á þessari sýningu. í formála að sýningarskrá segir Maaretta Jaukkuri m.a.: „New York hefur á undanfomum árum laðað til sín fjölda íslenskra lista- manna. Borgin býður ekki aðins upp á góða listaskóla heldur ekki síður reynslu af þeim stórborg- arlífsmáta sem er talinn einn af meginmótunarþáttum samtímalist- ar á Vesturlöndum. Það hlýtur að vera sérstök reynsla að draga fram lífíð á íhlaupavinnu og naumt skomum námslánum. Slíkur lífsmáti hlýtur að líkjast mest frum- skógarleiðangri þar sem reynir til hins ýtrasta á líkamlegt og andlegt atgervi manneskjunnar. Sú glans- mynd sem við fáum af amerískum lífsmáta úr kvikmyndum og sjón- varpi er þá víðs fjarri. Til að missa ekki af lestinni verð- ur listamaðurinn að tileinka sér hraða stórborgarinnar. E.t.v. er það hluti hins margumrædda krafts sem sagt er að borgin stafi frá sér. Margir þeirra listamanna sem eiga verk á þessari sýningu hafa nú snúið aftur til íslands, en óhjá- kvæmilega hlýtur hugurinn oft að hvarfla til New York. Draumur listamannsins er að geta búið hluta árs á hvorum stað, en slíkur mun- aður er ekki á allra færi.“ Listamennimir sem sýna á þess- ari sýningu, sem hefur hlotið nafnið „Miklatún-Manhattan", em: Sól- veig Aðalsteinsdóttir, Valgarður Gunnarsson, Hulda Hákonardóttir, Vignir Jóh'annsson, Hannes Láms- son, Kjartan Ólason, Jón Óskar Hafsteinsson, Elín Rafnsdóttir, Ásta Ríkharðsdóttir, Erla Þórarins- dóttir og Brynhildur Þorgeirsdóttir. Sýningunni Miklatún-Manhatt- an fylgir önnur sýning, Gallery Ymsir listamenn, íslenskir og er- lendir, munu sýna verk sín á þessari „sýningu innan sýningarinnar" og verður skipt um verk í hvert skipti sem aðalsýningin færist um set. Úr Gallery F15 fer sýningin til Finnlands, þar sem hún verður sett upp í Joensuus Konstmuseum; það- an í Kunstforeningen í Kaup- mannahöfn, síðan til Umeá í Svíþjóð, þar sem hún verður sett upp í VAsterbottens Museum og loks aftur til Finnlands, í Sveaborg listamiðstöðina í Helsinki. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort sýn- ingin kemur hingað til lands. Þingvallavegur úr Þrastarlundi: Heflaður um helgina VEGURINN úr Þrastarlundi á Þingvelli hefur þótt illur yfir- ferðar að undanfömu. Umdæm- isverkfræðingur vegagerðarinn- ar, Steingrimur Ingvarsson, sagði að unnin yrði bót á þessu um helgina. Vegurinn verður heflaður, og síðar hugað að ofaní- burði. Mikil umferð síðustu vikumar og úrkoma hafa unnið skemmdir á malarvegum í umdæminu. Vegir í Biskupstungum og Hrunamanna- hreppi munu líka verða heflaðir á næstu dögum. Ekki er í ráði að leggja bundið slitlag á Þingvalla- veginn - aðrir vegir ganga fyrir að sögn Steingríms. Kjartan Áraason Ijóðabókar- höfundur. Dagbók Lasarusar DAGBÓK Lasarusar nefnist ljóða- bók eftir Kjartan Árnason sem út er komin hjá bókaútgáf unni Orlag- ið. f bókinni, sem er tæpar 100 síður og skiptist í 11 kafla, er Lasarusi, þeim er Kristur reisti frá dauðum, lagt ýmislegt í munn. Er þetta fyrsta bók höfundar, sem er 27 ára gamall, og fæst hún í Bókabúð Máls og rpenn- ingar, hjá Eymúndasytuog í Uáxdals- búð á Akureyri. PHILIPS am*ni P«IUPS Reynsla og þekking er undirstaða framleiðslu Philips-myndbandstækja. Philips-myndbönd eru sérhönnuð til að standast öll gæðapróf og bjóða aðeins það besta eins og Philips er þekkt fyrir. PHILIPS myndbandstæki fullkomnun á mynd- og hljóðgædum. Nokkrar upplýsingar um VR-6462-tækið: Sjálfvirk bakspólun þegar bandið er á enda Tölvustýrð myndstilling 30 daga minni fyrir tvær upptökur Hraðgeng myndskoðun fram og til baka Hæggeng myndskoðun? Skoða má hverja einstaka kyrrmynd á bandinu Þráðlaus fjarstýring HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTg^|.$£l56§5. 'iifW. ~rn ir L U■ i j '-/ iinijii V -»-x- w ,v> . '• : isn f:'v í'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.