Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 21
MORGONBEAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 21 Frá sýningunni í GaUery F15. TU vinstri verk eftir Hannes Lárusson, Clarification Jóns Óskars til hægri Maaretta Jaukkuri frá Sveaborg-menningarmiðstöðinni. og verk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur í forgrunni. Miklatún-Manhattan: Samsýning 11 íslenskra lista- manna er dvalist hafa í New York EUefu íslenskir listamenn opnuðu annan ágúst sl. samsýn- ingu í Gallery F15 í Moss í Noregi. Sýningin er farandsýn- ing og er ætlunin að ferðast með hana um Norðurlöndin í eitt ár. Listamennirnir sem sýna eiga það allir sameiginlegt að hafa dvalist í New York við nám eða starf. Það var Maaretta Jaukkuri, framkvæmdastjóri norrænu menn- ingarmiðstöðvarinnar Sveaborg í Helsinki, sem stóð að undirbúningi sýningarinnar. Upphaflega stóð til að sýna verk listamanna frá öllum Norðurlöndunum en endirinn var sá að einungis íslenskir listamenn sýna á þessari sýningu. í formála að sýningarskrá segir Maaretta Jaukkuri m.a.: „New York hefur á undanfomum árum laðað til sín fjölda íslenskra lista- manna. Borgin býður ekki aðins upp á góða listaskóla heldur ekki síður reynslu af þeim stórborg- arlífsmáta sem er talinn einn af meginmótunarþáttum samtímalist- ar á Vesturlöndum. Það hlýtur að vera sérstök reynsla að draga fram lífíð á íhlaupavinnu og naumt skomum námslánum. Slíkur lífsmáti hlýtur að líkjast mest frum- skógarleiðangri þar sem reynir til hins ýtrasta á líkamlegt og andlegt atgervi manneskjunnar. Sú glans- mynd sem við fáum af amerískum lífsmáta úr kvikmyndum og sjón- varpi er þá víðs fjarri. Til að missa ekki af lestinni verð- ur listamaðurinn að tileinka sér hraða stórborgarinnar. E.t.v. er það hluti hins margumrædda krafts sem sagt er að borgin stafi frá sér. Margir þeirra listamanna sem eiga verk á þessari sýningu hafa nú snúið aftur til íslands, en óhjá- kvæmilega hlýtur hugurinn oft að hvarfla til New York. Draumur listamannsins er að geta búið hluta árs á hvorum stað, en slíkur mun- aður er ekki á allra færi.“ Listamennimir sem sýna á þess- ari sýningu, sem hefur hlotið nafnið „Miklatún-Manhattan", em: Sól- veig Aðalsteinsdóttir, Valgarður Gunnarsson, Hulda Hákonardóttir, Vignir Jóh'annsson, Hannes Láms- son, Kjartan Ólason, Jón Óskar Hafsteinsson, Elín Rafnsdóttir, Ásta Ríkharðsdóttir, Erla Þórarins- dóttir og Brynhildur Þorgeirsdóttir. Sýningunni Miklatún-Manhatt- an fylgir önnur sýning, Gallery Ymsir listamenn, íslenskir og er- lendir, munu sýna verk sín á þessari „sýningu innan sýningarinnar" og verður skipt um verk í hvert skipti sem aðalsýningin færist um set. Úr Gallery F15 fer sýningin til Finnlands, þar sem hún verður sett upp í Joensuus Konstmuseum; það- an í Kunstforeningen í Kaup- mannahöfn, síðan til Umeá í Svíþjóð, þar sem hún verður sett upp í VAsterbottens Museum og loks aftur til Finnlands, í Sveaborg listamiðstöðina í Helsinki. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort sýn- ingin kemur hingað til lands. Þingvallavegur úr Þrastarlundi: Heflaður um helgina VEGURINN úr Þrastarlundi á Þingvelli hefur þótt illur yfir- ferðar að undanfömu. Umdæm- isverkfræðingur vegagerðarinn- ar, Steingrimur Ingvarsson, sagði að unnin yrði bót á þessu um helgina. Vegurinn verður heflaður, og síðar hugað að ofaní- burði. Mikil umferð síðustu vikumar og úrkoma hafa unnið skemmdir á malarvegum í umdæminu. Vegir í Biskupstungum og Hrunamanna- hreppi munu líka verða heflaðir á næstu dögum. Ekki er í ráði að leggja bundið slitlag á Þingvalla- veginn - aðrir vegir ganga fyrir að sögn Steingríms. Kjartan Áraason Ijóðabókar- höfundur. Dagbók Lasarusar DAGBÓK Lasarusar nefnist ljóða- bók eftir Kjartan Árnason sem út er komin hjá bókaútgáf unni Orlag- ið. f bókinni, sem er tæpar 100 síður og skiptist í 11 kafla, er Lasarusi, þeim er Kristur reisti frá dauðum, lagt ýmislegt í munn. Er þetta fyrsta bók höfundar, sem er 27 ára gamall, og fæst hún í Bókabúð Máls og rpenn- ingar, hjá Eymúndasytuog í Uáxdals- búð á Akureyri. PHILIPS am*ni P«IUPS Reynsla og þekking er undirstaða framleiðslu Philips-myndbandstækja. Philips-myndbönd eru sérhönnuð til að standast öll gæðapróf og bjóða aðeins það besta eins og Philips er þekkt fyrir. PHILIPS myndbandstæki fullkomnun á mynd- og hljóðgædum. Nokkrar upplýsingar um VR-6462-tækið: Sjálfvirk bakspólun þegar bandið er á enda Tölvustýrð myndstilling 30 daga minni fyrir tvær upptökur Hraðgeng myndskoðun fram og til baka Hæggeng myndskoðun? Skoða má hverja einstaka kyrrmynd á bandinu Þráðlaus fjarstýring HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTg^|.$£l56§5. 'iifW. ~rn ir L U■ i j '-/ iinijii V -»-x- w ,v> . '• : isn f:'v í'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.