Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 2

Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986 þingis skiptir framkværadafé til vegamála á landshluta (kjör- dæmi). Þingmenn viðkomandi kjördæmis skipta síðan „kjör- dæmisfjármagni" á einstök verk og verkþætti, að höfðu samráði við fagaðila hjá Vegagerð ríkis- ins. Vegagerð ríkisins hefur ekki aðra fjárlagafjárveitingu 1986 en svo- kallaða „markaða tekjustofna“, þ.e. benzínskatt (hluti benzínverðs) og þungaskatt, sem greiddur er af díselbifreiðum. Áætlaður benzín- skattur sem fellur í hlut Vegagerðar ríkisins er áætlaður 1.283 m. kr. og áætlaður þungaskattur 675 m. kr. Ráðstöfunaríjármagn Vega- gerðar ríkisins 1986 verður því samtals 1.985 m. kr., sem er innan við 2% af vergri þjóðarframleiðslu. Sjá nánar „í þinghléi", bls. 48 í Morgunblaðinu í dag þar sem fjallað er um ákvarðanatöku og fjármögnun vegafram- kvæmda. INNLENT Kaupgengi víxla: Stansaði til að taka upp farþega iHorgunDiaoia/Júllus HARÐUR árekstur varð á Kringlumýrarbraut í Reykjavík, skammt frá Nesti í Fossvogi, laust eftir kl. tvö í fyrrinótt. Þar var Mercedes Benz- fólksbil ekið aftan á leigubil sömu gerðar. Báðir bílamir skemmdust mikið og eftir því sem næst verður komið mun farþegi úr leigu- bilnum hafa verið fluttur í sjúkrahús. Ekki var vitað um meiðsli hans þegar blaðið fór i loka- vinnslu. Áreksturinn mun hafa orðið þegar ökumaður leigubílsins stansaði til að taka upp farþega. Þá kom hinn bíllinn sunnan að og skipti engum togum, að hann lenti aftan á leigubUnum með afleiðingum, sem sjá má á myndinni hér að ofan. Nokkrir aðrir árekstrar urðu í borginni i fyrrinótt. Alvarlegasta atvikið mun hafa verið á Melatorgi laust eftir miðnættið, þegar bif- reið og vélhjól skullu saman. Ökumaður og farþegi vélhjólsins vom fluttir á slysadeild. Um meiðsli þeirra var sömuleiðis ókunnugt. Ávöxtun víxla til langs tíma hefur hækkað Vegagerð ríkisins: Ráðstöfunarfé eingöngu benzín- og þungaskattur Kjördæmisþingmenn velja verkþætti í LOK líðandi árs verða um 1.350 km íslenzkum þjóðvegum lagðir bundnu slitlagi og hafa þá um 200 km bætzt i góðvegi landsins á árinu. Stærstur hluti góðveg- anna, eða hátt i þrír fjórðu, hefur slitlag úr „klæðningu", þ.e. möl, sem dreift er yfir oliuborinn veg. Slitlög em ýmist úr klæðningu, olíumöl, malbiki eða steinsteypu og mun umferðarþungi einn helzti áhrifaþáttur um val efnis í slitlag. Fjárveitinganefnd Al- Mj ólkurbikarinn: Úrslit í dag ÚRSLITALEIKURINN í Mjólk; urbikaraum — bikarkeppni KSI — fer fram á Laugardalsvellinum í dag og hefst klukkan 14. Fram og ÍA leika til úrslita í þessum stórleik íslenskrar knatt- spymu, en frá 1973 hefur annað þessara liða eða bæði leikið úrslita- leikinn. Fram hefur orðið bikar- meistari fimm sinnum en ÍA fjórum sinnum. Heiðursgestur á leiknum verður Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, og mun hann afhenda sigurlaunin að leik loknum Sjá nánar á bls. 38 og 39. Miðneshrepp- ur 100 ára Sandgerði. — en lækkað á þeim sem eru til skemmri tíma Miðneshreppur minnist hundr- að ára afmælis síns um þessar mundir. Hátíðarhöldin hófust í gær með hátíðarsamkomu við íþróttahúsið í Sandgerði. Þar var flutt hátíðar- ræða og kórsöngur og minnismerki sjómanna afhjúpað. Þá var opnuð sjóminjasýning í Björgunarstöð Slysavamafélagsins. Síðan var kaffisamsæti fyrir íbúa Miðnes- hrepps og gesti í samkomuhúsinu. í dag hefjast hátíðarhöldin kl. 8:00 með golfmóti á Vallarhúsa- velli. Skrúðganga fer frá samkomu- húsinu að íþróttahúsinu kl. 12:30 og kl. 13:00 verður hátíðarmessa í íþróttahúsinu. Íþróttahátíð hefst kl. 15:00. Afmælisins verður minnst á hverju kvöldi alla vikuna og lýkur með fjölskylduskemmtun við íþróttamiðstöðina nk. laugardag og dansleik um kvöldið. Jón 1 KJÖLFAR ákvörðunar Lands- bankans og Búnaðarbankans um að taka upp sérstakt kaupgengi á viðskiptavíxla hefur óánægja aðila í viðskiptalífinu vaxið. Ávöxtun á víxlum hjá Lands- bankanum er um 33% á ári samkvæmt heimildum innan bankans. Bankamir munu hafa tekið upp kaupgengið vegna þrýstings frá Seðlabankanum. Iðnaðarbankinn varð fyrstur banka til þess að taka upp sérstakt kaupgengi á viðskiptavíxlum og -skuldabréfum. Við þessa breytingu hafa tekjumar, samkvæmt heimild- um bankans, ekki aukist. Annar banki sem tók fljótlega upp kaup- gengi var Verzlunarbankinn og Höskuldur Ólafsson bankastjóri sagði að við það hefðu tekjur bank- ans af víxlum aukist. Hann benti hins vegar á að engar kvartanir hefðu borist frá viðskiptamönnum bankans. Þó menn greini á um hvers vegna bankamir tóku upp kaupgengið, þá er ljóst að ósjálfstæði bankanna í vaxtamálum og almenn afkoma þeirra skipti þar miklu. Seðlabank- inn ákveður útlánavexti og gjald- skrá banka og sparisjóða hefur verið haldið niðri, að sögn banka- manna. Meginhluti tekna bankanna eru af þessu tvennu. Samhliða þessu hefur samkeppni um sparifé aukist og til að geta boðið spariQár- eigendum háa innlánsvexti og stuðlað að betri afkomu hafa bank- ar og sparisjóðir þurft að leita annarra leiða. Þar eð okurlögin taka ekki til þriðjamannsbréfa, eins og viðskiptavíxla og -skuldabréfa, hafa bankar getað ávaxtað fé sitt betur. í þessu sambandi ber þess þó að geta að hlutdeild viðskipta með víxla í heildarútlánum er mismikil. Þannig er þetta hlutfall hjá Lands- bankanum um 12,7%, í Iðnaðar- bankanum um 20% og í Verzlunar- bankanum um 30% svo dæmi séu tekin úr yflrliti Seðlabanka um inn- og útlán viðskiptabanka og spari- sjóða. í heild er þetta hlutfall hjá innlánsstoftiunum 17,4% — hjá sparisjóðum 21,4% og viðskipta- bönkum 16,9%. Ætla má að hlut- deild viðskiptavíxla í heildarvið- skiptum með víxla sé um helmingur. Þeir bankamenn sem rætt var við bentu á að miðað við gamla kerfíð hafi ávöxtun á skemmri víxlum verið mun hærri en nú eftir að kaupgengi var tekið upp. Ávöxt- un á víxlum til lengri tíma, t.d. 69 daga, hefur hins vegar hækkað. Á móti kemur að áður vildu bankar og sparisjóðir síður kaupa víxla fyir en líða tók að gjalddaga, þar sem kostnaður sem þeir reiknuðu með vó þá þyngra. Nú hefur þetta breyst og ávöxtun er óháð tíma- lengd. Bjöm Ólafsson bygg- ingameistari látinn Ástæða til að fagna nýju útvarpsrásinni — segir Kjartan Gunnarsson formaður útvarpslaganefndar „ÞAÐ er mikið ánægjuefni og ástæða til að fagna því að enn ein útvarpsrás hefur bæst í hópinn," sagði Kjartan Gunnarsson for- maður útvarpslaganefndar i tilefni opnunar „Bylgjunnar“, nýju útvarpsstöðvarinnar, sem hóf útsendingar í Reykjavík í vikunni. „Ég tek undir með forystugrein lega á. Ég hugsa þó að til þess Morgunblaðsins að þetta séu mik- il tímamót og merkileg," sagði Kjartan. „Ég hef hlustað töluvert á „Bylgjuna" frá því útsendingar hófust og finnst dagskráin ágæt og það sem ég hef heyrt af öðru en tónlist hefur mér litist ágæt- að stöðin nái fótfestu þurfi dag- skrárgerðin að verða fjölbreyttari og að því er stefnt. Það er sérstök gleðitilfínning að geta valið um fleiri en eina útvarpsstöð." Kjartan taldi að áhugi manna fyrir útvarps- og sjónvarpsrekstri eftir að breyting varð á útvarps- lögunum væri eins og við var búist. Nú hefði bæst við útvarps- stöð í Reykjavík en aðrir, sem hafa útvarpsrekstur í huga eru skemmra á veg komnir og á næst- unni mun „Islenska sjónvarps- félagið“ hefja útsendingar sínar. Þá hafa nefndinni borist fyrir- spumir frá öðrum landshlutum um rekstur hljóð- og sjónvarps- stöðva. BJÖRN Ólafsson, bygginga- meistari Hafnarfirði, lést á fimmtudaginn. Bjöm var kunnur í Hafnarfirði og víðar fyrir störf sín og fyrirtækjarekstur, en hann rak um árabil byggingafyr- irtæki og trésmiðju. Bjöm fæddist í Hafnarfírði 13. desember árið 1924 og voru foreldr- ar hans þaur Ólafur Þorleifsson og Sigríður Ólafsdóttir. Ungur hóf hann nám í byggingariðngreinum og 19. apríl 1948, er hann fékk meistarabréf, hóf hann rekstur eig- in fyrirtækis og á árunum 1967-69 Vom um 80 manns starfandi hjá honum. Hann kvæntist árið 1947 eftirlif- andi konu sinni, Sigríði Jakobs- dóttur, og áttu þau einn son, Ólaf, fæddan 8. október 1960. Björn lét til sín taka á ýmsum sviðum og var meðal annars í bygg- ingamefnd Hafnarfjarðar á ámnum 1974-78 og 1982-86. Hann var fé- lagi í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar og gegndi þar formennsku eitt ár. Hann rak trésmiðju B.Ó. til 1- maí á þessu ári, er hún var seld, og einnig verslaði hann með bygg', ingavömr um skeið. Hann byggðl mörg hús í Hafnarfirði. Bjöm hafði átt við veikindi að stríða um allnokkra hríð áður en hann lést í Borgarspítalanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.