Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 20
20
MORGUNBI>ÐID, SUDlNUDAGyR 31- ÁGÚST 1986
Það vakti heimsathygli er rithöfundurinn
Arthur Koestler og kona hans Cynthia
frömdu sjálfsmorð saman árið 1983. Reyndar
kom ekki á óvart að Arthur hafi gengið
skrefið til fulls: hann var bæði háaldraður
og haldinn ólæknandi sjúkdómi. Auk þess
hafði hann áður lýst yfir því að hann hygð-
ist svipta sig lífi og var varaformaður
samtaka, sem berjast fyrir líknardrápi.
Aðra sögu er að segja um Cynthiu: hún
var í blóma lífsins og heilsuhraust að því er
nánustu vinir hjónanna töldu. Því vaknaði
fljótlega spurningin: Af hveiju ákvað Cynt-
hia að fara að dæmi Koestlers?
Af þessu spunnust harðvítugar deilur eftir
sjálfsmorð Koestler-hjónanna. Að flestra
dómi fyrirfór Cynthia sér vegna þess að hún
taldi sig ekki geta lifað án Koestiers. Með
öðrum orðum væri Koestier sjálfur saklaus,
þar sem hann hefði ekki talið Cynthiu á að
svipta sig lífi. Aðrir vildu þó ekki hvítþvo
rithöfundinn af þessari ákvörðun og töldu
að hann bæri siðferðilega ábyrgð á sjálfs-
morði konu sinnar. Koestler hefði vitað að
Cynthia væri háð sér i einu og öllu: samt
hefði hann litið sem ekkert gert til að undir-
búa hana undir sjálfsmorð sitt, ekki gefið
henni tækifæri til að hefja nýtt lif án hans.
Nýlega blossuðu þessar deilur upp að nýju
í breska dagblaðinu The Observer þar sem
þrír menn, er þekktu vel til Koestler-hjón-
anna, lögðu orð i belg: George Mikes, Harold
Harris og Stephen Vizinczey. Mikes hefur
m.a. skrifað bók um vináttusamband sitt við
Koestler. Harris hefur með höndum útgáfu-
rétt á verkum Koestlers og Vizinczey er
bókmenntagagnrýnandi og rithöfundur.
Greinar þeirra birtast hér nær óstyttar í
þýðingu og endursögn.
- VI
Harold Harris:
Arthur Koestler á
einskis að gjalda
VINUR minn George Mikes gekk sjálfsagt vel til í grein sinni Hvers
vegna fyrirfór Cynthia Koestler sér, en hann gerði minningu henn-
ar engan greiða með því að gefa þá skýringu á sjálfsmorði hennar
að hún hafi átt við ólæknandi sjúkdóm að stríða.
Það er unnt að hrekja þessa
skröksögu á margan hátt. Cynthia
hefði aldrei látið undir höfuð leggj-
ast að minnast á sjúkdóm sinn í
sjálfsmorðsyfirlýsingunni. í annan
stað hefði hún átt að bera þess
merki að hún væri sjúk síðustu
mánuðina fyrir sjálfsmorðið, en að
sögn vina hennar var hún við hesta-
heilsu. í þriðja lagi er hvergi minnst
á krabbamein í skýrslu læknisins
sem krufði lík hennar. Og í fjórða
lagi bar heimilislæknir Koestler-
hjónanna að Cynthia hefði verið við
góða heilsu frá árinu 1981 (en þá
hóf hann að sinna þeim) til dauða-
dags þeirra árið 1983. Hann hefur
einnig staðfest í samtali við mig
að það væri af og frá að Cynthia
hefði verið haidin óiæknandi
krabbameinssj úkdómi.
Arthur bar ekki
ábyrgðina
mínum nánustu, Cynthiu, konu
minni þó mest af öllum."
Cynthia skrifaði bréf 1. mars þar
sem hún greindi frá því að maður
sinn mundi ekki heimila sýnistök-
una. Arthur gat með naumindum
undirritað bréfið óstyrkri hendi.
Sama dag fól hún dýralækni umsjá
hunds síns, David, sem henni þótti
afar vænt um. Kvaðst hún ekki
lengur hafa tíma til að sjá um hund-
inn, þar sem maður hennar þyrfti
á allri sinni aðstoð að halda vegna
veikindanna. Ég er handviss um að
Cynthia hafí gert upp hug sinn
þennan morgun, eða nóttina áður;
að iíf hennar yrði bókstafiega
óbærilegt án Arthurs.
Kveðjubréfið
Af hverju getur George Mikes
ekki horfst í augu við sannleikann?
Kveðjubréf Cynthiu hljóðar reyndar
ekki alveg eins og tilvitnun Mikes.
í raun sagði hún þetta: „Ég hefði
kosið að ljúka frásögninni af starfí
mínu fyrir Arthur - það er saga sem
hófst þegar leiðir okkur lágu fyrst
saman árið 1949. Þrátt fyrir minn
innri mátt get ég ekki lifað án Art-
hurs.“
Þeir kaflar sem hún hafði þá lok-
ið við bera vitni ástarsögu sem á
sér enga líka. Nánast frá því hún
gerðist ritari hans í hlutastarfí árið
1949 til dauðadags 34 árum síðar
leið henni ekki vel nema í návist
hans. Samt hafði hún lagt hart að
sér við að reyna að fara þegar þau
voru ekki saman.
Arið 1953 festi hún meira að
segja ráð sitt og fór til New York
og ætlaði að setjast þar að. Cynt-
hia og eiginmaðurinn eyddu þar sex
vikum saman. Sá tími hefur varla
verið skemmtilegur fyrir eigin-
manninn. Þegar við hittumst sagði
hann mér að hún hafí nánast ekki
talað um annað en Arthur.
Ein ástæða er til þess að grein
Mikes gerði minningu Cynthiu og
Arthurs ógagn: í tilgátunni felst
nefnilega að hefði Cjmthia ekki
haft krabbamein bæri Arthur
ábyrgð á dauða hennar. Þessi
ósanngjami áfellisdómur virðist
ætla að halda velli þrátt fyrir allar
þær sannanir sem liggja fyrir um
hið gagnstæða.
Ég tel að síðustu dagana fyrir
sjálfsmorðið hafi Arthur verið ófær
andlega og líkamlega um að telja
Cynthiu á eitt eða neitt. Þegar ég
hitti þau fímm dögum fyrir endalok-
in var Arthur svo óskýr og þvoglu-
mæltur að ég óttaðist að hann lifði
ekki af nóttina. Cynthia talaði við
mig næsta dag og sagði mér að
Arthur hefði verið haldinn ofskynj-
unum kvöldið sem ég heimsótti þau.
Öll rök hníga að því að Koestler-
hjónin hafí dáið 1. mars (ekki 2.
mars, eins og George Mikes telur).
Tveimur dögum áður hafði læknir
þeirra farið fram á að tekin yrðu
vefjasýni úr nára Arthurs vegna
æxlis, sem þar hafði myndast.
Læknirinn hefur tekið undir þá
skoðun mína að Arthur hafi verið
í þannig ásigkomulagi að honum
hafí reynst ókleift að þræta við
Cynthiu um þá ákvörðun hennar
að svipta sig lífi með honum.
Arthur hafði ekki gert ráð fyrir
þessum möguleika þegar hann
skrifaði sjálfsmorðsyfírlýsingu sína
níu mánuðum áður en hann gekk
skrefið til fulls. Kveðjubréfinu lauk
með þessum orðum: „Það sem ger-
ir mér þó erfiðara um vik er til-
hugsunin um þann sársauka sem
ákvörðun mín á eftir að valda
Hvers vegna fyrirfór
Cynthia Koestler sér?
eftir George Mikes
„Af hveiju tók hann hana
með sér“? — Ég hef spurt sjálf-
an mig þessarar spurningar að
minnsta kosti hundrað sinnum
siðan rithöfundurinn Arthur
Koestler og kona hans Cynthia
frömdu sjálfsmorð saman.
Mér fínnst spumingin vera
bæði móðgandi og særandi, því
að í henni felst að Cynthia hafi
ekki dáið af fúsum og fijálsum
vilja. Með öðrum orðum hafí Arth-
ur talið hana á að fremja sjálfs-
morð með sér vegna þess að hann
hafí verið hræddur við að deyja
einn, eða vantað ritara fyrir hand-
an.
Með ólæknandi
sjúkdóm
Þótt ég hafi hafnað þessari
skýringu skildi ég undrun fólks á
dauða Cynthiu. Arthur þjáðist af
tveimur skæðum sjúkdómum:
hvítblæði og Parkinsonsveiki, sem
gerir fólk ófært til vinnu á hroll-
kaldan hátt. Auk þess hafði
aldurinn færst yfír hann: stutt var
í 78 ára afmæli hans. Cynthia var
aftur á móti rúmum 20 árum
yngri og við bestu heilsu, að því
er vinir hennar segja. Að mínum
dómi var því ekki nema eðlilegt
að velta fyrir sér ástæðu þess að
hún svipti sig lífí.
Enginn veit með vissu hvað
þeim hjónum fór í milli dagana
fyrir 2. mars 1983, en þá fyrir-
fóru þau sér. En ég þekkti þau
bæði vel og hef getið mér til um
það. Tilgáta mín virðist koma
heim og saman við staðreyndir
og kynni mín af Cynthiu. Ég held
að ég viti sannleikann í málinu
og geti útskýrt af hveiju Cynthia
Koestler dó.
Reyndi að breyta
heiminum
Við vitum hvað Arthur Koestler
gekk til. Láfsferill hans bar því
vitni að hann var alla tíð baráttu-
maður, sem braut allar brýr að
baki sér til að ná markmiði sínu.
Ef til vill var hann öðru fremur
umbótasinni. Mér sjálfum fínnst
ýmislegt í þessum heimi heimsku-
legt og svívirðilegt, en ég yppi
öxlum og læt lífið hafa sinn vana-,
gang. Arthur var öðru vísi
manngerð: hann reyndi að breyta
heiminum. Hann óttaðist ekkert;
þótti ekkert verkefni svo lítilvægt
eða ómerkilegt að ekki væri þess
virði að takast á við það.
Ef við byrjum á hinu smávægi-
lega: krossgátuspilinu (Scrabble).
Flestir, sem fá áhuga á þessu
spili, kaupa sér það, læra reglum-
ar og he§a leikinn. Öðru máli
gegndi með Arthur. Hann keypti
spilið og breytti reglunum að vild.
Ef einhver þátttakenda, sem lék
með Koestler, dró þijá eins stafí
í krossgátuleiknum gat sá hinn
sami gefíð frá sér einn staf og
dregið annan í staðinn. Það var
hrein og bein ósanngimi örlag-
anna að láta einhvem draga þijá
eins stafi. Því varð að leiðrétta
mistökin! Samkvæmt reglunum
fær sá sem leggur niður alla sjö
stafina 50 aukastig. Þetta nægði
Koestler ekki; hann hagaði því svo
til að legði einhver niður sex stafí
var viðkomandi verðlaunaður með
25 aukastigum. Þetta eru aðeins
tvær breytingar af mörgum sem
Koestler gerði á krossgátuleikn-
um. En það sló mig að Koestler
skyldi breyta reglum sem milljón-
ir manna færu eftir.
Auk þess sem Koestler lék
krossgátuspilið eftir eigin höfði
var honum umhugað um að betr-
umbæta þjóðfélagið, í raun allan
heiminn. Og til sanns vegar má
færa að honum hafí tekist það
að sumu leyti. Skáldverk hans Le
Zero et l’Infinie (Myrkur um miðj-
an dag) átti t.d. verulegan þátt í
því að Frakkar gengu ekki komm-
únismanum á vald eftir seinni
heimsstyijöld. Og hann afnam
(vitaskuld ekki einn síns liðs)
dauðarefsingu í heimalandi sínu.
Af sama áræði og ákveðni gekk