Morgunblaðið - 31.08.1986, Side 25

Morgunblaðið - 31.08.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986 25 NORDMINDI ____CVL156_ j |: lijj föi fcj: Auglýsingar 22480 Afgreiðsla Þyngd aðeins 2,1 kg Notaðu nú tækifærið og fáðu þér upptökuvélina frá NORDMENDE og varðveittu sumarið til framtíðarinnar, taktu upp stóratburði í fjölskyldunni, bamaafmælin, skímina, ferminguna og giftinguna. Ef þú ert handhafi Eurocard kreditkorta getur þú eignast þessa upptökuvél með engri útborpun og greitt afborganir 1 11 mánuði léttara getur það ekki verið. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Verð kr. 94.800,- stgr Þcssi auglýsing er unnin á Macintosh mcd PageMakcr og prcntuA út á Apple LocrWritcr Plui „Orlofsvistir“ félagasam- taka á Hólum í Hjaltadal Eigendur og starfsmenn Hárkúnstar. Hárkúnst — ný rakara- og hárgreiðslustofa Morgunblaðið/Helgi Bjamason Orlofsvistir Bændaskólans á Hólum, Stéttarsambands bænda og Búnaðarbanka íslands á Hólum. ' Hárgreiðslustofan Hárkúnst var nýlega opnuð á Hverfisgötu 52 í Reykjavík. Eigendur hennar eru Bryndís Björk Guðjónsdóttir og Vagn Preben Boysen. Þessi nýja stofa býður upp á alla almenna hársnyrtiþjónustu, svo sem herra-, dömu- og bamaklipp- ingu, permanent, strípur, litun, hárlagningu og hártoppaþjónustu. Einnig eru á boðstólum allar helstu hársnyrtivörur og veitir starfsfóik góðfúslega ráðleggingar varðandi vörumar. Fyrir þá sem þurfa að bíða eitthvað er ailtaf kaffi á könnunni og myndbönd með tón- list og kynningum á nýjustu hár- tískunni. Opnunartími verður mánudaga til föstudaga klukkan 8—18 og frá 1. september einnig laugardaga 9—12. Bryndís Björk Guðjónsdóttir hef- ur starfað hjá Rakarastofunni á Klapparstíg síðan 1981, en þá út- skrifaðist hún sem sveinn frá Iðnskólanum í Reykjavík. Vagn Preben Boysen lærði í Danmörku og útskrifaðist þar sem rakara- og hárgreiðslusveinn, en jafnframt tók hann próf í hártoppa- gerð. Fyrst eftir námið starfaði hann í Odense, en fluttist til íslands 1968 og starfaði hjá Sigurði Run- ólfssyni í Hafnarstræti til 1970. Þá fluttist Vagn aftur til Danmerkur til frekara náms. Hann vann þar til samtals 11 verðlauna á árunum 1970—75 og 1974 varð hann Dan- merkurmeistari. Hann sneri aftur til íslands 1986 og hóf störf hjá Sigurpáli Grímssýni á Rakarastofunni Klapparstfg. Þar hefur Vagn unnið sl. 10 ár. Ásamt eigendunum starfa Hauk- ur Amórsson og Jóhanna Steins- dóttir á hinni nýju stofu. BÆNDASKÓLINN á Hólum I Hjaltadal hefur farið inn á nýja braut til að bæta úr brýnni þörf á stærri heimavistaraðstöðu við skólann. Hefur skólinn fengið til liðs við sig félagasamtök, fyrir- tæki og stofnanir til að byggja „orlofsvistir" á Hólum, það er að segja hús sem notast sem or- lofshús á sumrin og heimavist fyrir nemendur yfir vetrartím- ann. Fyrsta húsið, sem í era tvær íbúðir, var byggt síðastliðinn vet- ur í samvinnu við Stéttarsam- band bænda og Búnaðarbanka íslands. Jón Bjaraason skólastjóri bænda- skólans sagði að annað hús yrði byggt > vetur, í samvinnu við Stétt- arsambandið og annan aðila. Samstarfið um byggingu oriofsvista er þannig að samstarfsaðilarair kosta byggingu húsanna en bænda- skólinn kostar rekstur þeirra allt árið. Sagði hann að þetta samstarf væri hagkvæmt fyrir báða aðila. „Reynslan af þessu fyrsta húsi hefur verið mjög góð í sumar," sagði Jón í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, „húsin hafa verið í leigu í allt sumar og færri komist að en vilja." Hann sagði að staður- inn væri að mörgu leyti vel faliinn til orlofsdvalar. Þar væri sundiaug, mötuneyti, sögulegar minjar og úti- vistaraðstaða. Auk þess hefði fólk áhuga á að fylgjast með búrekstrin- um á staðnum. NÝTT ( STOR BÆTT ÞJÓNUSTA ENGIN.ýTB ORGUN og eftirstöðvar á 11 mánuðum fyrir handhafa Eurocard-kreditkortanna -PLAV PAUSE/8T1U.-, STOÞ tJECT SMimUE 0 v_ pnst t ueMOW- n n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.