Morgunblaðið - 31.08.1986, Side 30

Morgunblaðið - 31.08.1986, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986 V estur-Þýskaland: Jafnaðarmenn binda vonir sínar við Rau — eftir Önnu Bjarnadóttur JAFNAÐARMENN í Vestur-Þýskalandi tóku ósigrinum í síðustu þingkosningum með jafnaðargeði. Fijálslyndir demókratar brugðust þeim í stjórnarsamstarfinu árið 1982 og Helmut Schmidt, kanslari, átti ekki annarra kosta völ en að segja af sér fyrir hönd flokks síns fyrir lok kjörtímabilsins. Kristilegir demókratar, með Helmut Kohl í broddi fylkingar, komust til valda eftir þrettán ára stjómarand- stöðu. Kohl vann kosningarnar 1983 með 48,8% atkvæða og sam- steypustjóm kristilegra og fijálslyndra demókrata hélt starfi sínu áfram. Jafnaðarmenn litu raunsætt á stöðuna. Peter Glotz, einn helsti hugmyndafræðingur þeirra, sagði að það hefði verið óum- flýjanlegt að Kohl yrði við völd lýkur árið 1987,“ sagði Glotz. Nú eru aðeins tæpir fímm mán- uðir fram að næstu þingkosningum, þær verða haldnar 25. janúar 1987, en jafnaðarmenn eru síður en svo öruggir um sigur. Flest bendir til að „söngur" Kohls og Martins Bangemann, formanns ftjálslyndra, haldi áfram að kosningunum lokn- um. Stjómarflokkamir hafa 51% fylgi samanlagt samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Jafnaðarmenn hafa þó ekki gefist upp. Þeir vita að baráttan framundan er hörð og tóku því höndum saman á nýaf- stöðnum landsfundi flokksins í NÚmberg og kusu Johannes Rau, forsætisráðherra Nordrhein-West- falen, kanslaraefni flokksins með 425 atkvæðum gegn 1. Þeir binda nú allar vonir sínar við Rau. Hann á að feta í fótspor Willys Brandt og Schmidts í Bonn. Atkvæðakonungur jafnaðarmanna Johannes Rau óskaði sjálfur eftir leynilegri atkvæðagreiðslu um út- i heilt kjörtímabil. „En söng hans nefningu sína sem kanslaraefni flokksins. Hann er íhaldssamari í skoðunum en þeir sem hafa haft hæst í Jafnaðarmannaflokknum að undanfömu og kjörorð hans „sættir í stað klofnings" á ekki upp á pall- borðið hjá öllum. En jafnaðarmenn gera sér grein fyrir að framtíð flokksins er undir því komin að hann hljóti stuðning íhaldssamari kjósenda, sem eru ekki allsendis ánægðir með stjómarflokkana og frambjóðendur þeirra, til viðbótar við fastafylgi sitt. Græningjar hlutu ekki nema 5,6% atkvæða í síðustu þingkosningum og hafa nú um 7% fylgi í skoðanakönnunum. Lausa- fylgið sem jafnaðarmenn geta náð af þeim á vinstri væng stjómmál- anna er því takmarkað. Flokkurinn hefur þar af leiðandi ákveðið að halda á mið fhaldssamari kjósenda og Rau er kjörinn leiðtogi til þess. Hann er 55 ára gamall, guð- hræddur, hress og vingjamlegur. Hann var piparsveinn til 51 árs ald- urs en giftist þá bamabami Gustavs Heinemann, fv. forseta V-Þýska- lands. Þau hjónin eiga tvö böm. Rau var vinur og samstarfsmaður Heinemanns og var félagi í friðar- sinnaflokki hans á sjötta áratugn- um. Þeir gengu saman í Jafnaðar- mannafíokkinn árið 1957. Hann varð viðskiptaráðherra Nordrhein- Westfalen árið 1970 og gegndi því embætti þangað til hann var kjörinn forsætisráðherra árið 1978. Stjóm- málabaráttan í stærsta landi Vestur-Þýskalands er oft hörð en Rau hefur tekist að halda vináttu þeirra sem hann hefur sigrað í inn- anflokksbaráttu jafnaðarmanna og flokknum hefur vegnað vel undir hans stjóm. Hann hefur hlotið meirihluta atkvæða í öllum kosning- um í Nordrhein-Westfalen síðan 1980. Það er helst haft á móti Rau að hann sé frekar litlaus p>ólitíkus, þyki linur og helst til samningslipur og hann er sagður eiga erfitt með að taka ákvarðanir. Hann tilheyrir hægri væng Jafnaðarmannaflokks- ins og segir stjómarsamstarf með Græningjum ekki koma til greina. Hann er framfarasinni en laus við róttækni og á margt meira sameig- inlegt með kristilegum demókrötum en sósíalistum sem ávarpa hann „bróðir Jóhannes" á flokksvett- vangi. Ýmsir frammámenn í flokkn- um, eins og Oskar Lafontaine sem starfar með Græningjum í sljóm Saar, em mun róttækari en Rau. Reynslan hefur sýnt að Rau gengur ' Johannes Rau fagnar eftir að hafa verið kjörinn kanslaraefni jafnað- armanna. Fremstur á myndinni er Willy Brandt, sem var endurkjör- inn flokksformaður. betur í kosningum en þeim og þeir verða að viðurkenna, eins og La- fontaine gerði nýlega í viðtali við vikutímaritið Spiegel, að skoðanir hans og stefna hafí áhrif á vinsæld- ir hans. Banna kjarnorkuver og fjarlægja kjarnorkuvopn Rau talaði í tæpar tvær klukku- stundir á landsfundi jafnaðar- manna. Hann þótti sýna nokkra mælskulist og var fagnað lengi og innilega að ræðu lokinni. Hann lagði megináherslu á atvinnumál og kvað Kohl-stjómina hafa bmgðist at- vinnulausum á kjörtímabilinu. Ástandið í efnahagsmálum í Vest- ur-Þýskalandi er yfirleitt gott en atvinnuleysi hefur aukist á undan- fömum ámm og er nú 8%. Rau sagði að umbóta væri þörf í at- vinnulífinu og lagði meðal annars til að nýr 5% skattur á hina tekju- hæstu yrði notaður til að skapa atvinnu fyrir ungt fólk sem er að koma út í atvinnulífið í fyrsta sinn. II SKIPTIBÓKAMARKAÐUR - sumarlaunin þín endast lengur Pú þarft ekki að fletta lengi í stærðfræðibókinni þinni frá í fyrra til að reikna út, að það getur borgað sig að skipta við Skiptibókamarkað Eymundsson í Austurstræti. Fjörugan markað með notaðar kennslubækur. Viðskiptumst á. ÍSLENSKA Islensk málfrœðl II / Krístján Árnason - 2. útg. 1983. fslentk málfrœðl / Björn Guðfinnsson -1985 fslensk setnlngarfrœðl / Björn Guöfinnsson, 2. útg. fslenskar bókmenntlr til 1550 / Baldur Jönsson Stafsetningarorðabök - 3. útg. 1980 DANSKA Dönsk-islensk orðabók - Isafold 1973 fslensk-dönsk orðabók - isafold 1976 Gyldendals ordbog tor skole og hjem Nu-Dansk Ordbog etblndsudgave Nu-Dansk Ordbog 12. udgave Zappa Nár snerlen Blomstrer Kesses Krig Ned med nakken Tændstlkieg Som de vil ha’ dig ENSKA Ensk-fslensk orðabók - Isafold 1976 fslensk-ensk orðabók - Isafold 1983 Longmans Contemporary English Dictlonary Oxford Advanced Leamers Dlct. ot Current Engllsh (revised and regularly updated). Exploring English Book 3, lesbók Thinking English Book 4, lesbók Z for Zacharla First Certiflcate Skllls, lesbók Longman Advanced English New proficiency English Book 2 Tales of Mystery & Imaglnatlon Twontleth Century Engllsh short storles The Secret Dlary of Adrian Mole The Evil of Mr. Happlness Hotel (einfölduð) Background to U.S.A. Meanlng Into words (rauð), lesbók Now Read On Being There The woman who dlsappeared Trlstan and Isold The World Ahead Mother Nlght Streamllne, Destinatlons, lesbök Streamllne, Dlrectlons, lesbók The Growing Pains of Adrlan Mole Perll at End House Modern short storles f. students of Engllsh Reading Llterature Across the Barrlcades Liar A Remedial English Grammar Twelfth Night And then there were none Practice in the use of English Frankensteln’s Aunt Background to Britain Basic Worklng Grammar, workbook Grammar In Context ÞÝSKA Pýsk-fslensk orðabók - isafold 1982 Pýska fyrir framhaldsskóla, lesbók Deutsch fúr junge Leute, lesbók Schúlerduden, Bedeutungswörterbuch Deutsch Sprechen Im Alltag Kontakt mlt der Zelt Elnfach Gesagt Wle kommt das Salz in Meer Der Tod In Rom Deutsch Aktlv, lesbók Wir kinder vom Bahnhof Zoo Angst essen seele auf FRANSKA Ágrip af franskrl málfræðl / Herdís Vigfúsdóttir Islensk-frönsk orðabók - Isafold 1950 Le Micro Robert Le Petit Prlnce Huls close C’est Ca 1, lesbók Les vacances du petit Nicolas Le nouveau Pecherelle (rauöar sagnir) LATÍNA Latnesk lestrarbók / Kristinn Ármannsson - 2 pr. 1971 Latnesk málfræðl / Kristinn Armannsson -3. útg. 1971 SAGA Frá elnveldi tll lýðveldls / Heimir Porleifsson - AB 1981 Frá samfélagsmyndun tll sjálfstæðisbar- áttu / Lýður Björnsson - AB 1983 Pættlr úr sögu nýaldar / Helgi Skúli Kjarlansson - Isafold 1976 ANNAÐ Eðllsfræðl 1b - 2c / Staffanson o.fl. Lfffræðl / Colin Clegg - 1985 þú GFÆ&/X. nuUDmdfALL Þú grceðir HUNDRAÐKALL á f?ví að kaupa reikningsbœkurnar og stílabœkurnar hjá okkur. Tveir 5 stykkja pakkar eru 100 krónum ódýrari en almennt gerist. Láttu sjá þig. Sumarlaunin þín endast lengur, látirðu stærðfræði- bókina þína frá í fyrra vísa þér veginn - í Austurstrætið: EYMUNDSSON Tryggur fylginautur skólafólks í meiren lOOár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.