Morgunblaðið - 31.08.1986, Síða 38

Morgunblaðið - 31.08.1986, Síða 38
38__________ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGÚR 31. ÁdÚST 1986 ~\ Mjólkurbikarinn — bikarkeppni KSI Þetta verður góður — segir Guðmundur Steinsson, fyrirliði Fram „ÉG ER sannfærður um að þetta verður góður leikur tveggja létt- leikandi liða,“ sagði Guðmundur Steinsson, fyrirliði Fram, sem leikur sinn sjötta bikarúrslitaleik á sunnudaginn. Guðmundur er 26 ára og á að baki 172 leiki með meistaraflokki Fram og hefur leikið 11 landsleiki. „Leikurinn leggst vel í mig. Það *Ver alltaf ákveðin stemmning í kringum bikarúrslitaleik," sagöi Guðmundur. — Nú hafa Skagamenn verið að sækja f sig veðrið í deildar- keppninni, hver er helsti styrk- leiki þeirra nú? „Skagamenn eru með gott lið og reynda leikmenn. Ég hef ekki séð Skagaliðið leika síðan Pétur kom til liðsins en hann hefur greini- lega breytt liðinu til hins betra. Við töpuðum fyrir ÍA eftir framlengingu í bikarúrslitaleiknum 1984, 2:1, og eigum því harma að hefna núna.“ — Vill fyrirliðinn spá um úrslit leiksins? „Nei ég vil ekki spá neinum tölum en ég gæti trúað að það yrði mikið skorað og við stefnum að sjálfsögðu á að skora meira en þeir.“ — Nú hefur gengi ykkar ekki verið mjög gott i deildinni að undanförnu, þið hafið tapað niður sjö stiga forskoti sem þið höfðuð á tímabili. Er liðið að ná sér upp aftur? „Já, ég held það. Við áttum góð- an leik gegn ÍBK í bikarkeppninni og svo var leikurinn í Eyjum í deild- inni um síðustu helgi góður. Við reynum bara að spila okkar bolta og ef það tekst er ég hvergi smeyk- ur.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Afram Framarar!! • Starfsfólk IBM er staðráðið í að fjölmenna á völlinn í dag og styðja við bakið á Bikarmeísturum Fram þannig að liðið tryggi sér sigur í keppninni eins og f fyrra. Hluti þeirra sem ætlar á leikinn skellti sér út í góða veðrið fyrir Morgunblaðið og skreytti sig réttum litum, hvrtu og bláu og setti jafnvel upp húfur. Áfram Framll Morgunblaðið/Árni Sæberg Áfram Skagamenn!! • Starfsfólk Arnarflugs ætlar á úrslftaleikinn í Bíkarnum og styðja sfna menn sem að sjálfsögðu er það lið sem hefur merki fyrirtækisins á brjóstinu, Skagamenn. Þessi mynd var tekin fyrir utan skrifstofu Arnarflugs þegar hluti starfsfólksins var að gera sig klárt á völlinn. Áfram Akranesl! • Guðmundur Steinsson var markakóngur 1. deildar fyrír 2 árum • Sigurður Lárusson hefur leikið 242 meistaraflokksleiki Sigurður Lárusson fyrirliði ÍA: Verðum að ná toppleik til að vinna „ÞETTA verður mjög opinn og skemmtilegur leikur. Yfirleitt hafa þessi lið leikið léttan bolta og hafa á að skipa leikreyndum mönnum. Ef aðstæður verða góð- ar verður þetta toppleikur,“ sagði Sigurður Lárusson, fyrirliði IA, um bikarúrslitaleikinn á sunnu- daginn. Sigurður er 32 ára og hefur lengi verið í eldlínunni. Hann hóf knatt- spyrnuferil sinn hjá Þór á Akureyri en fluttist upp á Akranes 1979 og hefur leikið með þeim síðan. Hann hefur leikið 242 leiki fyrir ÍA og skorað alls 27 mörk. „Stemmningin yfir bikarúrslita- leik er alltaf mikil. Þessi leikur er alltaf púrraður upp og bikarinn stendur á borði við völlinn, heið- ursgestur heilsar leikmönnum sem gerir þetta allt mjög skemmtilegt og sumir leikmenn fá svona smá skjálfta." — Hefur tilkoma Péturs breytt miklu í liði ykkar? „Já, Pétur er góður leikmaður og spilar mjög vel og það er mjög gott að spila með honum. Hann og Karl Þórðarson eru skemmti- legustu leikmenn sem ég hef spilað með. Það þarf þó alltaf 11 leikmenn til að vinna leik.“ — Hver er helsti styrkleiki Framliðsins að þínu mati? „Guðmundarnir eru erfiðir en vandamálin eru til að leysa þau. Það er hægt. Pétur Ormslev og Gauti Laxdal eru einnig mjög sterk- ir miðjuleikmenn og svo er Ormarr Örlygsson mjög skynsamur spilari. Við þurfum að ná toppleik til að vinna þá." — Vill fyrirliðinn spá um úrslit leiksins? „Nei, engar tölur. Framarar eru erfiðustu andstæðingar sem við gátum fengið í úrslitaleik."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.