Morgunblaðið - 31.08.1986, Side 40
MOfiGUNBLAÐIÐ, SUNtyUDAGUR 31. ÁGÚST .1936
40
sem haldið var á Víðivöllum í
Reykjavík.
Þótti umsjónarmanni „Hesta“
þá bera vel í veiði og voru þeir
Björn og Hrímnir fengnir til að
„sitja fyrir" í fögru umhverfí
Rauðhólanna. langur svanaháls-
inn, vel settur höfuðburður, mikill
og rúmur fótaburður ásamt lip-
urri reiðmennsku Björns gerir
þetta að slíku augnayndi að engan
samjöfnuð þolir. Er hann ekki
fegurstur gæðinga?
________Hestar
Valdimar Kristinsson
Lengst af hafa hesta-
menn ekki verið
sammála um hvaða
hestur sé best kom-
inn að þessum titli
því smekkur manna er misjafn
og ekki hvað síst þegar hestar
eiga hlut að máli.
Sumarið 1980 fór að kvisast
suður yfir heiðar að á Varmalæk
í Skagafirði væri í uppsiglingu
ungur hestursem þætti með af-
brigðum glæsilegur. Hafði hann
verið sýndur í bæjarkeppni (sbr.
fírmakeppni) á Vindheimamelum,
og hafnað þar í þriðja sæti. í
ágústbyijun var þetta „undur"
sýnt á gæðingakeppni á sama stað
og sigraði hann þar í keppni klár-
hesta með tölti með nokkru m
yfírburðum. Þama fékkst stað-
festing á að fram væri kominn
hesturinn sem bæri af fyrir feg-
urð og glæsileika, hestur sem átti
engan sinn líka meðal íslenskra
hesta.
Hesturinn sem hér um ræðir
er Hrimnir frá Hrafnagili, en hann
átti eftir að koma fram á tveimur
mótum í keppni næstu tvö árin
og var aldrei neinum vafa bundið
hvarsigurinn lenti. Árið 1981
mætti eigandi hestsins, Björn
Sveinsson frá Varmalæk, með
hann á íslandsmótið á Melgerðis-
melum og kepptu þeir í tölti. Árið
eftir var það landsmótið á Vind-
heimamelum og þar sigraði
Hrímnir eftii-minnilega og barst
hróður hans út fyrir landsteinana.
Upp úr þessu fóru tilboðin að
streyma að en Bjöm var fastur á
því að hesturinn skyldi áfram í
hans eigu þrátt fyrir ævintýraleg
boð.
Eftir iandsmótið hefur Hrímnir
ekki tekið þátt í keppni en þrisvar
hefur hestaunnendum gefíst kost-
ur á að sjá hestinn á opinberum
sýningum. Á „Hestadögum í
Garðabæ" sýndi Bjöm hann í hóp-
sýningu Félags tamningamanna
og einnig kom hann fram í eftir-
minnilegu atriði þar sem sýndar
voru stjömur liðinna ára. I fyrra
kom hann svo fram á Vindheima-
melum þar sem komu fram
Islandsmeistarar í tölti ’81, ’82,
’83, ’84 og ’85. Nú fyrir skömmu
var hann svo sýndur á hliðstæðri
sýningu á nýafstöðnu íslandsmóti
„Fegurstur
gæðiuga"