Morgunblaðið - 31.08.1986, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDA'GUft 3Í."ÁGÚST 1986 M
48*
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Ákvörðunartaka og fjármögnun:
Góð
vegagerð
Hvemig er vegagerð í
landinu fjármögnuð? Hvernig
er fjármunum til vegagerðar
skipt á framkvæmda- og kostn-
aðarþætti? Hvar og hveraig er
staðið að ákvörðun um fram-
kvæmdir, t.d. hvaða vegarkafli
skuli lagður bundnu slitlagi og
hver ekki? I stóru og strjálbýlu
landi skipta spurningar sem
þessar meginmáli. Og margur
maðurinn, sem ekið hefur
hringveginn svokallaða, eða
skemmri eða lengri leiðir á
stofnbrautum, þjóðbrautum,
sýsluvegum eða fjallvegum
landsins, hefur efalítið spurt
sig þessara spurninga. Þeim
verður að hluta til svarað „í
þinghléi“ í dag.
Vegarspottinn
og náðin
Vegaáætlanir, sem leggja meg-
inlínur um vegaframkvæmdir
bæði til lengri og skemmri tíma,
rekja rætur til samgönguráðu-
neytis, þar sem samgönguráð-
herra hefur tögl og hagldir,
Vegagerðar ríkisins, þar sem fag-
legir ráðgjafar ríkja, og Alþingis,
hvar þjóðkjömir fulltrúar hafa
endanleg völd. Alþingi fer og með
fjárveitingavaldið, en fjármunir
eru afl þeirra hluta sem gera þarf,
eins og alþjóð veit. Vegaáætlanir,
bæði til lengri og skemmri tíma,
em þingsályktanir, viljayfirlýsing-
ar Alþingis, en hafa ekki lagagildi.
Fjárveitinganefnd Alþingis,
sem sumir telja valdamestu nefnd
þingsins, skiptir heildarfjárveit-
ingu til vegamála í landinu milli
kjördæma. Tillögur um þessa
skiptingu geta komið frá öðrum
valda- og/eða fagaðilum, en fjár-
veitinganefnd deilir summunni á
kjördæmin. Sú er starfshefðin.
Síðan þarf að deila kjördæmis-
skammtinum milli verkþátta, m.a.
hinna verðugu vegarspotta. Um
það efni funda þingmenn viðkom-
andi kjördæmis og fagaðilar frá
Vegagerðinni, bæði hæstráðendur
Vegagerðarinnar í Reykjavík og
umdæmisverkfræðingur, sem hef-
ur með þetta tiitekna „fram-
kvæmdahólf" að gera. Sjónarmið
fara ekki alltaf saman í upphafi,
en að lyktum er sætzt á skiptingu
framkvæmdafjár. Líta verður svo
á að skiptingin sé gerð í umboði
fláiyeitinganefndar.
A þessum vettvangi ræðst það
sum sé til að mynda hvort þessi
eða hinn vegarspottinn verður
þeirrar náðar njótandi að klæðast
bundnu slitlagi.
Aðrar reglur gilda þegar íjár-
veitingar til sérverkefna og
jaðarvega eiga í hlut.
Samgöngunefndir þingdeilda
ljalla að sjálfsögðu um hverskonar
samgöngumál, sem ti! þeirra er
vísað, áður en deildimar taka af-
stöðu til þeirra.
Markaðir tekjustofnar
Á fjárlögum líðandi árs mun
engin sérstök ijárveiting vera til
vegaframkvæmda utan svokallað-
ir „markaðir tekjustofnar", sem
löggjafinn hefur frátekið til vega-
gerðar. Hér er annarsvegar um
að ræða benzíngjald, sem öku-
menn greiða í benzínverði (en
benzínverð er að meira en helm-
ingi ríkisskattar) og svokallað
þungagjald, sem greitt er af bif-
reiðum sem brenna díselolíu í stað
benzíns.
Pálmi Jónsson (S.-Nv.), for-
maður fjárveitinganefndar, sagði
m.a. við þriðju umræðu fjárlaga
20. desember sl.:
„Samkvæmt endurskoðaðri
tekjuhlið fjárlagafrumvarfjsins er
gert ráð fyrir að markaðir tekju-
stofnar Vegagerðar ríkisins verði
á næsta ári (1986) 2.040 milljón-
ir króna . . . I breytingartillögum
meirihluta nefndarinnar er gert
ráð fyrir að ekki verði um meiri
framlög að ræða til Vegagerðar
ríkisins á fjárlögum næsta árs
(1986) en hér greinir og er það
sem svarar 1,7% af vergri þjóðar-
framleiðslu."
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerð ríkisins hefur stofnunin
til ráðstöfunar litlu lægri upphæð,
eða 1.958 m.kr. í ár, samkvæmt
endanlegri tekjuáætlun fjárveit-
ingavaldsins: Þar af koma 1.283
m.kr. í benzínskatti (65,5% ráð-
stöfunaríjár) og 675 m.kr. í
þungaskatti (34,5%).
Kostnaðarþættir
vegamálanna
Ekki liggur enn ljóst fyrir, hver
útgjöld til einstakra útgjaldaþátta
vegamála verða á líðandi ári, sem
varla er von. Hinsvegar stendur
áætlaður kostnaður Vegagerðar-
innar til svofelldrar skiptingar.
* Stjórnun og undirbúningur 109
m.kr. eða 5,6% heildarkostnaðar.
* Viðhald þjóðvega 812 m.kr. eða
41,5%.
* Nýframkvæmdir við þjóðvegi,
stofnbrautir og þjóðbrautir, sér-
stök verkefni og Ó-vegir 777
m.kr. eða 39,7%.
* Brúargerð 61 m.kr. eða 3,1%.
* Fjallvegir o.fl. 24 m.kr., 1,2%.
* Sýsluvegir 55 m.kr., 2,8%.
: Motrnhblam GÓl
BUNDIÐ SLITLAG
1149 km lagðir í árslok 1985
BUNDIÐ SLITLAG
Lagðir km 1970-85
1970 71 72 73 74 75 76 77 78 79 '80 '81 '82 '83 '84 '85
Heildarlengd þjóðvega með bundnu slitlagi í árslok 1985
steypa malbik olíumöl klxðing alls
Suðurland ....... 7.44 109.23 1S8.64 305.31
Reykjanes ....... 46.69 47.53 63.05 32.67 189.94
Vcsturland ...... 2.90 16.01 101.70 120.61
Vcstfirðir....... 9.10 86,39 95.49
Norðurland vestra 0.80 0.18 138.61 139.59
Norðurland eystra 11.54 133.15 144.69
Austurland ...... 0.65 11.70 140.88 153.23
Alls 48,14 78,51 200,17 822,04 1 148,86
Alls % 4 7 17 72
* Þéttbýlisvegir 113 m.kr, 5,8%.
* Tilraunir 7 m.kr., 0,3%.
Bundið slitlag
Lagning bundins slitlags á
íslenzka þjóðvegi hefst ekki að
marki fyrr en „ný“ Reykjanes-
braut, milli Hafnarfjarðar og
Keflavíkur, var steypt á árunum
1962-1965. Valdimar Kristinsson,
sem ritað hefur margar fróðlegar
greinar um vegamál, ekki sízt í
Fjármálatíðindi (tímarit um efna-
hagsmál sem Seðlabanki Islands
gefur út), segir m.a. um þetta
efni:
„Fyrir þann tíma voru aðeins 5
km þjóðvega lagðir bundnu slit-
lagi (malbiki). Lítið gerðist í
góðvegagerð næstu árin, en 1972
var lokið lagningu nýs vegar milli
Reykjavíkur (Árbæjar) og Selfoss,
sem lagður var malbiki og olíu-
möl, og 1971-1972 var einnig
lagður steyptur vegur frá
Reykjavík (Höfðabakka) og upp í
Kollafjörð. Frá 1974 var lægð í
lagningu bundins slitlags fram til
ársins 1978, þegar ný tækni tók
að ryðja sér til rúms. Var þar um
að ræða svokallaða klæðningu,
þegar möl er dreift yfir olíuborinn
veg, sem virðist gefa góða raun,
bæði að því er varðar kostnað og
endingu. Nær alltaf er miðað við
tvöfalda klæðingu, sem venjulega
er lögð með stuttu millibili."
Síðan hefur verið haldið áfram,
jafnt og þétt, við góðvegagerð,
miðað við fjárveitingar og fjár-
hagsgetu, og allnokkuð áunnizt,
þó betur megi gera, enda skila
góðvegir fjárfestingu sinni undra-
fljótt aftur í litlu vegaviðhaldi
(miðað við moldar- og malarvegi),
minni viðhaldskostnaði og lengri
endingu ökutækja og minni
benzíneyðslu.
í árslok síðastliðins árs (1985)
vóru tæplega 1.150 km íslenzks
vegakerfís með bundnu slitlagi,
rúmlega 820 km (72%) með
klæðningu, rúmlega 200 km
(17%) með olíumöl, um 79 km
(7%) malbik og 49 km (4%)
steypa. Líklega bætast um 200
km bundins slitslags við í ár,
mest klæðning, svo vegir hins
bundna slitlags verða um 1.350
km um áramótin.
Framkvæmdaþættir
í stuttri fréttaskýringu er ekki
hægt að gera einstökum fram-
kvæmdaþáttum vegamála nægj-
anleg skil. Hinsvegar hefur
kostnaður þeirra verið tíundaður
hér að framan, eftir því sem heim-
ildir standa til.
Utboð framkvæmda, sem horf-
ið hefur verið til í vaxandi mæli
hin síðari ár, hafa leitt til betri
nýtingar íjármagns, það er, að
tiltölulega meira hefur fengizt
fyrir það fjármagn skattgreiðenda
(þá „mörkuðu tekjustofna"), sem
varið hefur verið til vegamála.
Hinsvegar hafa ýmsir þættir, svo
sem vélavinna, á stundum færzt
frá „heimaaðilum" til aðkominna
verktaka, og mælzt misjafnlega
fyrir.
Verðlækkun olíu hefur og haft
áhrif á kostnað við góðvegagerð.
Hún hefur ýtt undir kröfur um
að nýta þau hagstæðu kjör, sem
buðust í ár, með stórauknum
vegaframkvæmdum. Hvorki
fékkst almennur né pólitískur
stuðningur við þá hugmynd að
lækka benzínverð minna en gert
var í ár og nýta mismuninn til
vegaframkvæmda. Tilboðum
verktaka um stórframkvæmdir
var heldur ekki tekið og m.a. bor-
ið við fjárlaga- og útboðstækni-
legum ástæðum.
Engu að síður hefur góðvega-
gerð tekið stór stökk til réttrar
áttar frá 1980, eins og meðfylgj-
andi skýringarmynd úr fréttabréfi
Vegamála sýnir bezt.
Vegimir em æðanet samfé-
lagsins, sem þjónar atvinnu-
félags- og menningarlífí þjóðar-
innar. Þeir gegna mun stærra
hlutverki, bæði í önn hvunndags-
ins og frítíma fólks, en í fljótu
bragði virðist. Góðvegagerð er því
mikilvæg — og arðgæf — fram-
kvæmd. í þeim efnum hefur
vissulega mikið verið gert hin
síðari árin. Verkefnin framundan
em hinsvegar ærin.
Kópavogurinn:
Þrekkjallarinn kennir leikfimi
NÝTT fyrirtæki sem sérhæfír
sig í leikfimi og „aerobic“ hefur
verið stofnað í Kópavogi. Nafn
þess er „Þrekkjallarinn".
1 fréttatilkynningu frá Þrekkjali-
aranum segir að hann muni bjóða
upp á herra-, frúar-, og „aerobie"-
leikfimi. Einnig býðst viðskiptavin-
um nuddpottur, gufubað, ljósabekk-
ir og setustofa. Eigandi Þrekkjallar-
ans er Vilborg Nielsen. Hún
útskrifaðist úr Iþróttaskólanum á
Laugarvatni sl. vor, og samkennar-
ar hennar verða allir lærðir íþrótta-
kennarar.
Vilborg Nielsen og Eyrún Ragn-
arsdóttir, kennarar í Þrekkjall-
aranum.