Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 49

Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986 49 Eldhuskrókurinn Lax á ýmsa vegfu Lax með eplum Fyrir 4. 750 gr lax, 1 laukur, saxaður, 8 hvít piparkom, 50 gr smjör, 2 epli, 2 dl. þurr Vermouth, 2 dl. ijómi, salt+pipar, sítrónusafi. Roðflettið og beinhreinsið lax- inn. Roð og bein síðan soðin í 20 mínútur í 'A lítra af vatni ásamt piparkomum og saxaða lauknum. Þegar þetta er soðið er það sigtað. Laxinn skorinn í 4 stykki, kryddaður með salti og pipar, og steiktur í 2 mínútur á hvorri hlið í smjöri á pönnu. Síðan tekinn af pönnunni. Eplin skræld og skorin í þunna báta og bitamir látnir á pönnuna til að krauma þar smástund. Þá er fisksoðinu, Vermouth og ijóm- anum hellt yfir og allt látið smá-sjóða þar til magnið hefur minnkað um sem næst helming. Sósan síðan krydduð eftir smekk með salti, pipar og dálitlum sítrónusafa. Laxastykkin sett of- an á sósuna og síðan borið fram með soðnum kartöflum sem stráð hefur verið yfir steinselju. Perú: Arásir á ráðuneyti Lima, Perú, AP. VINSTRISINNAÐIR skæruliðar gerðu sprengjuárásir á þrjú ráðuneyti í Lima, höfuðborg Perú, á miðvikudag. Enginn sias- aðist í þessum árásum. Skæru- liðahreyfing, sem hlynnt er Kúbumönnum, hefur lýst á hend- ur sér ábyrgð á árásunum. Tilkynnt var í gær að 20 manns hefur fallið í átökum í hálendi Perú undanfarið. Af þessum 20 féllu 12 skæruliðar í hreyfingunni Hin bjarta leið í átökum við lögreglu. Sú hreyfíng aðhyllist hugmyndir Maós. Mexíkó fær 1,6 milljarða Washington, AP. Bandaríkjastjórn tilkynnti sl. miðvikudag að hún samþykkti fyrir sitt leyti að Mexíkóstjóm fengi 1,6 milljarða dollara lán til þess að brúa bil uns frekari lán fengjust. Talið er að Mexíkanar skuldi nú um 97,7 milljarða dollara og eru árlegar vaxtagreiðslur þeim mjög erfiðar. Art Siddon, talsmaður bandaríska Qármálaráðuneytisins, sagði, að bandarísk stjómvöld myndu leggja fram 545 milljónir dollara í hinu nýja láni. 15 önnur ríki myndu leggja fram 555 milljón- ir og einkabankar um 500 milljónir. Grillsteiktur lax með agúrkusósu Fyrir 4. 4 fallegar sneiðar af nýjum laxi eru penslaðar með olíu og krydd- aðar með salti og dilli. Svo grillað- ar, annaðhvort í ofni eða á útigrillinu. Sósan: 1 skræld, meðalstór agúrka.skoriníþunnars- neiðNOJar.21/ dl. hvítvín, 1. dl fisksoð (teningur), allt sett í pott með 50 gr. af smjöri. Látið smásjóða, kryddað með salti og pipar, og jafnvel meira af hvítvíni. Látið sjóða þar til það er orðið þykkt. Sósan látin á diskana og grilluð laxastykkin ofan á, sbr. mynd. Laxasalat Fyrir 4. Reyktur lax, um 200 gr, þunnt sneiddur, 1 agúrka, 4 harðsoðin egg, 1 búnt dill. Sósan: 3 matsk. majónsósa, 3 matsk. ijómi, 1 tesk. piparrót, 1 matsk. sítrónusafni, aðeins salt+ pipar. Agúrkan skorin í þunnar sneið- ar og skipt á 4 diska. Þar ofan á laxasneiðamar. Hvert egg skorið í tvennt eftir lengdinni og tveir helmingar settir á hvem disk. Dill þvegið og smávegis tekið frá til skrauts, hitt saxað smátt. Öllu efni í sósuna blandað saman og sett í skál og saxaða dillinu bætt út í síðast. Sósunni hellt yfír salat- ið á diskunum og skreytt með dill-greinum. Borið fram með snittubrauði og smjöri. Laxa-stappa Fyrir 4. 200 gr soðinn lax, beinlaus, salt og pipar, 1 matsk. sherry, 25 gr smjör, 2 matsk. hveiti, 3 dl. mjólk, 3 matsk. sýrður rjómi, íssalat í skreytingu. Tætið laxinn í sundur með gaffli og dreifíð yfír salti, pipar og sherryi. Bakið upp sósu úr smjörinu, hveitinu og mjólkinni. Látið fisk- inn út í sósuna og hrærið í hrærivél þar til stappan er vel blönduð. Þá er sýrða ijómanum blandað út í. Jafnað í 4 litlar skálar og látið standa í kætiskáp í minnst 30 mínútur. Skreytt með smátt skomu íssalati (iceberg) eða eftir smekk. Borðað með grófu brauði og smjöri, og eitthvað kalt og gott dmkkið með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.