Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986
53
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Leikarar, tónlistar-
og myndlistarfólk
Miðlun hefur um margra ára skeið gefið út
mánaðarleg úrklippuhefti um leiklist, tónlist
og myndlist. Nú leitum við eftir áhugasömu
fólki t.d. leikurum, málurum, hljóðfæraleikur-
um eða öðrum sem vel þekkja þessi listasvið,
til að selja og kynna þessi hefti. Um er að
ræða nokkurs konar umboðsmennsku og
verða því viðkomandi algjörlega sjálfráðir um
framkvæmd, s.s. vinnutíma og aðferðir. Góð-
ir tekjumöguleikar fyrir rétta fólkið.
Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda
umsókn til augldeild. Mbl. merkt: „L — 8068“
eða til Miðlunar, Ægisgötu 7, fyrir 4. sept.
Óskum að ráða
blikksmiði og málmiðnaðarmenn. Einnig
vantar okkur duglega verkamenn í einangr-
unarvinnu í flugstöðina í Keflavík.
Upplýsingar hjá verkstjóra.
Blikk & Stál hf.,
Bíldshöfða 12,
sími 686666.
Skrifstofustarf
Við leitum að starfskrafti til almennra skrif-
stofustarfa, svo sem vélritun, telex og tölvu-
vinnslu. Umsækjandi með þekkingu á ensku
og sænsku (Norðurlandamáli) situr fyrir.
Umsókn með upplýsingum um menntun og
fyrri störf þarf að berast blaðinu fyrir 4. sept-
ember nk. Merkt: „P — 3160“.
Tæknivörur:
sölumaður
Öflugt, deildaskipt þjónustufyrirtæki vill
ráða sölumann til starfa.
Sölumaðurinn kemur til með að sinna sölu-
stjórnun og stefnumörkun, daglegri sölu og
innlendum og erlendum viðskiptasambönd-
um.
Sölumaðurinn þarf að hafa víðtæka og góða
reynslu af sölustörfum, stjórnunarhæfileika,
geta unnið skipulega og sjálfstætt og eiga
gott með samstarf. Tækniþekking æskileg.
Gott fyrirtæki með góðum möguleikum fyrir
réttan mann.
Nánari upplýsingar veitir Holger Torp. Um-
sóknir skilist fyrir 8. september nk.
Starfsmaður
fjárveitinganefndar
Alþingis
Fjárlaga- og hagsýslustofnun auglýsir lausa
til umsóknar stöðu starfsmanns fjárveitinga-
nefndar frá 1. október 1986 að telja.Starfs-
maður fjárveitinganefndar er ráðinn hjá
fjárlaga- og hagsýslustofnun og vinnur að
undirbúningi fjárlaga og öðrum verkefnum.
Æskilegt er að umsækjandi hafi háskóla-
menntun. Umsóknum er greini frá menntun
og fyrri störfum umsækjanda skal skilað til
fjárlaga- og hagsýslustofnunar Arnarhvoli
eigi síðar en 15. sept. nk.
Vélaverkfræðingur
Við leitum að vélaverkfræðingi til starfa hjá
verkfræðistofu. Starfið felst í almennum ráð-
gjafastörfum. Starfið krefst sjálfstæðis.
Reynsla æskileg.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
okkar og er þar svarað frekari fyrirspurnum.
Hannarr
RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA
Síðumúla 1 108 Reykjavik Sími 687311
Rekstrarráðgjöf. Fjárfestingamat. Skipulagvinnustaða.
Markaðsráðgjöf. Aætlanagerð. Framleiðslustýrikerfi.
Tölvuþjónusta. Launakerfi. Stjórnskipulag o.fl.
Höfn í Hornafirði
Á Höfn eru lausar eftirtaldar stöður:
Hafnar- og Heppuskólar
☆ Almenn kennsla í 0-6. bekk.
☆ íþróttakennsla í 0-9. bekk.
☆ Stuðningskennsla 0-9. bekk.
☆ Enskukennsla í 7-9. bekk.
☆ Félagsráðgjafi.
Leikskóli
Fóstrur! Kannið málið. Ýmis hlunnindi.
Upplýsingar gefa skólastjórar í síma 97-8321
eða 97-8148.
Sölustjóri
— markaðsstjóri
Óskum að ráða mann til að skipuleggja
markaðsmál, kynna nýjar vörutegundir og
taka þátt í að móta framtíðar sölu- og mark-
aðsstefnu fyrirtækisins. Við leitum að manni
með mikla reynslu, helst á sviði matvöru-
verslunar, góða menntun, viðskiptamenntun
og tungumálakunnáttu (ensku), ríkt ímyndun-
arafl og góða framkomu, á aldrinum 25 til
40 ára. Einungis harðduglegur maður sem
getur starfað undir miklu álagi og er tilbúinn
að leggja á sig mikla vinnu kemur til greina.
Fyrir slíkan starfskraft eru í boði góð laun,
ásamt góðri starfsaðstöðu.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf og meðmælum ósk-
ast sendar. Farið verður með allar umsóknir
sem trúnaðarmál.
íslensk—Ameríska hf.,
Tunguhálsi 11,
pósthólf 10200,
130 Reykjavík.
Herrahúsið
Bankastræti
vantarafgreiðslumann strax. Framtíðarstarf.
Upplýsingar í Herrahúsinu, Bankastræti 7,
sími 29122.
Meinatæknir óskast
Fjármálaráðuneytið,
fjárlaga- og hagsýslustofnun,
Arnarhvoli,
26. ágúst 1986.
i hálft starf (f. h.) við rannsóknarstofu í ör-
verufræði við tannlæknadeild Háskóla íslands.
Upplýsingar veitir Peter Holbrook í síma
16587 eða 28688 virka daga f. hádegi.
Sölufólk
Miðlun er fyrirtæki sem starfar að upplýsinga-
þjónustu. Fyrirtækið skiptist í þrjár deildir,
útgáfudeild, upplýsingadeild og markaðsdeild.
Útgáfudeild Miðlunar er umsvifamikil í útgáfu
á upplýsingum fyrir viðskipta- og atvinnulífið.
Söfnun, vinnsla og sala blaðaúrklippubóka er
meirihluti starfseminnar í dag.
Við leitum að sölufólki í útgáfudeild til að
selja blaðaefni til fyrirtækja og einstaklinga
í gegnum síma og með heimsóknum. Um
er aðræða V2 dags störf, sem hentað gætu
vel t.d. fyrir háskólafólk. Viðkomandi þurfa
að hafa yfir bíl að ráða, hafa góða og eðli-
lega framkomu og geta hafið störf strax.
Reynsla af sölumennsku er æskileg, en ekki
nauðsynleg.
Umsókn þarf að berast til augldeild. Mbl.
merkt: „Miðlun — 8067“ fyrir 4. sept.
Vantar þig vinnu?
eða viltu breyta til?
ef svo er þá vantar okkur hjá Sláturfélagi
Suðurlands duglega og eljusama einstakl-
inga af báðum kynjum til ýmissa framtíðar-
starfa í fyrirtækinu.
Störf þessi eru m.a. við:
★ afgreiðslustörf í S.S. búðunum.
★ Framleiðslustörf í kjötiðnaðardeild.
★ Afgreiðslustörf í söludeild búvara.
★ Móttaka og afhending kjötafurða.
★ Framleiðslustörf í framleiðslueldhúsi.
★ Bifreiðarstjóra með meirapróf í söludeild
búvara.
★ Starfsmann á lyftara.
Allar nánari upplýsingar um störf þessi veit-
ir starfsmannastjóri á skrifstofu félagsins
að Frakkastíg 1, Reykjavík.
Sláturfélag Suðurlands,
starfsmannahald.
Reikningsskil —
áætlanagerð
Maður með víðtæka þekkingu á öllum sviðum
nútíma reikningshalds vill taka að sér ábyrgð-
arstarf í fyrirtæki þar sem fyrir hendi er
skilningur á mikilvægi reikningsskila sem
stjórntæki og vilji til að hagnýta þau.
Hefur mikla reynslu í uppbyggingu alhliða
reikningshalds með tíðum tímanlegum upp-
gjörum og skýrslugerðum með hjálp tölva
og forrita.
Vinsamlegast hafið samband við augld.
Mbl. fyrir fimmtudagskvöld merkt: „F —
1917“. Enn er hægt að koma miklu til leiðar
fyrir áramót. Fullum trúnaði heitið og óskað.
Endurskoðun
Endurskoðunarskrifstofa í Reykjavík óskar
eftir að ráða viðskiptafræðing útskrifaðan
af endurskoðunarkjörsviði. Um er að ræða
starf í útibúi skrifstofunnar úti á landi. Við
leitum að manni sem áhuga hefur á bók-
halds-, uppgjörs- og endurskoðunarstörfum.
Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja
reynslu af skrifstofustörfum, en það er ekki
skilyrði. Umsóknir leggist inn á augldeild
Mbl. merktar: „ES — 007“.