Morgunblaðið - 31.08.1986, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986
55
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Líffræðistofnun Háskóla íslands
óskar eftir að ráða
Rannsóknamann í
líftækni
Við leitum að áhugasömum manni sem getur
unnið sjálfstætt. Starfið felst einkum í skim-
prófun á hitakærum örverum og ensímmæl-
ingum. Æskileg menntun er BS-próf í líffræði
eða sambærileg menntun, helst með áherslu
á örveru- eða lífefnafræði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil
og fyrri störf sendist til Örverufræðistofu
Líffræðistofnunar Háskólans, Sigtúni 1, 105
Reykjavík.
Frekari upplýsingar veita Jakob K. Kristjáns-
son og Guðni Á. Alfreðsson í síma 688447.
' ST. JÓSEFSSPÍTALI
LANDAKOTI
Okkur vantar
starfsfólk!
Vantar ykkur vinnu?
★ Hjúkrunarfræðinga vantar á eftirtaldar
deildir:
— Lyflæknisdeild l-A og ll-A.
— Hafnarbúðir.
— Handlæknisdeild l-B og ll-B.
★ Sjúkraliða á allar deildir.
★ Starfsfólk til ræstinga
★ Einnig óskum við eftir hjúkrunarfræð-
ingum og sjúkraliðum á aukavaktir.
Við bjóðum nú betri starfsaðstöðu á nýupp-
gerðum deildum, góðan starfsanda og
aðlögunartíma eftir þörfum hvers og eins.
Sveigjanlegur vinnutími kemur til greina.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem
veitir nánari upplýsingar í síma 19600-300
kl. 11-12 og 13-14 alla virka daga.
Nánari upplýsingar um læknaritarastarfið
veitir yfirlæknaritari í síma 19600-261.
Reykjavík 27. ágúst 1986.
Hjúkrunarstjórn.
Unýit( )nlistlirsk')linn ármúla i í sími-.392K)
Frá Nýja tónlistarskólanum
Innritun nemenda fyrir næsta skólaár fer
fram í skólanum frá miðvikudegi 3. septem-
ber til föstudags 5. september kl. 17-19.
Nemendur frá því í fyrra mæti miðvikudag
og fimmtudag og staðfesti umsóknir sínar
frá því í vor með greiðslu á hluta skólagjalds-
ins. Þetta á einnig við nemendur úr forskóla.
Tekið verður á móti nýjum umsóknum föstu-
daginn 5. september á sama tíma.
Innritun í forskóla fyrir börn á aldrinum 6-8
ára verður alla dagana frá kl. 17-19.
Skólinn verður settur mánudaginn 15. sept-
ember kl. 18.00.
Frá Grundaskóla
Akranes
Kennarar takið eftir!
Okkur vantar eftirtalda kennara til starfa:
Almenna kennara í 1., 4. og 5 bekk, sérkenn-
ara, smíðakennara yngri barna, raungreina-
kennara. Upplýsingar veita Guðbjartur
Hannesson skólastjóri vs. 93-2811, hs. 93-
2723, Ólína Jónsdóttir yfirkennari, vs.
93-2811, hs. 93-1408, Elísabet Jóhannes-
dóttir formaður skólanefndar, hs. 93-2304.
Skólastjóri.
Við leitum að
starfsfólki
P. Samúelsson og co. hf. er einkaumboðsað-
ili fyrir Toyota bifreiðar á íslandi.
Starfsmenn eru 43 talsins í aðalstöðvum
fyrirtækisins í Kópavogi en auk þess eru 20
umboðsmenn víða um land.
Mikil aukning í bílasölu og markvissar að-
gerðir til að bæta þjónustu við eigendur
Toyota bifreiða, kallar á fjölgun starfsfólks.
Því óskum við að ráða í eftirtalin störf:
★ 2 bifvélavirkja á verkstæði.
★ Aðstoðarmann í bílasölu.
★ Aðstoðarmann í varahlutaverslun.
Skriflegar umsóknir sendist til Toyota merkt-
ar: „Atvinna — 3162“. Þeim verður öllum
svarað, en við tökum ekki við umsóknum í
síma.
TOYOTA
o</i C
NÝBÝLAVECI8 200KÓPAVOGI SÍMI: 91-44144.
Bókasafnsfræðingar
Safnvörð vantar nú þegar að Bókasafni Eyr-
arsveitar, Grundarfirði. Jafnframt að skóla-
safni grunnskólans. Söfnin eru til húsa í
grunnskólanum. Um er að ræða fullt starf
við bæði söfnin.
Upplýsingar gefa Gunnar Kristjánsson skóla-
stjóri sími 93-8802 og Helga Gunnarsdóttir
sími 93-8815.
Bókasafnsnefnd.
Innritun í prófadeildir
Grunnnám — Aðfaranám og fornám
Framhaldshám — Forskóli sjúkraliða
— Viðskiptabraut
— Almennur menntakjarni
fer fram í Miðbæjarskóla Fríkirkjuvegi 1,
mánudag 1. september kl. 17.00-20.00.
Kennslugjald fyrir fyrsta mánuð greiðist við
innritun.
Upplýsingar í símum 12992 og 14106.
Skólastjóri.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVIKURBORG
Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliða á Droplaugarstöðum.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í
síma 25811.
Umsóknum ber að skila til starfsmanna-
halds Reykjavikurborgar, Pótshússtræti 9,
6. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar
fást.
Sjúkraliðar
— sjúkraliðar
Ábending frá sjúkraliðum sem vinna á Drop-
laugarstöðum.
Hingað vantar sjúkraliða til starfa. Hér er
góð vinnuaðstaða, skemmtilegt umhverfi,
góður starfsandi og staðurinn er miðsvæðis
í borginni.
Hvernig væri að koma og skoða?
Dansarar!
Viljum ráða siðsama dansara af báðum kynjum
til að taka þátt í skemmtiatriðum í haust og
vetur.
Upplýsingar í síma 36141 í dag og á morgun
kl. 17-19.
Borgartúni 32
Kerfishönnun —
forritun
Þarftu tímabundið á kerfisfræðingi að halda
með viðskipta- og tölvuþekkingu?
Viðskiptafræðingur með áralanga reynslu við
kerfishönnun og forritun, óskar að taka að
sér verkefni til forritunar. Þeir sem hafa
áhuga eru vinsamlegast beðnir að senda
upplýsingar til auglýsingad. Morgunblaðsins
merktar: „K — 166“ fyrir 10. sept. ’86.
Trésmiðir eða
laghentir menn
óskast nú þegar til verksmiðjustarfa.
Vinsamlegast leggið inn umsóknir með nafni
og símanúmeri á augld. Mbl. fyrir 2. sept.
nk. merkt: „T — 05535.
Verkstæðismaður
óskast
laginn og fjölhæfur maður óskast á verk-
stæði okkar til umsjónar og viðhaids á
áhöldum, tækjum og bifreiðum.
Uppl. í símum: 34788 og 685583 mánudaga
til föstudaga kl. 9.00 - 17.00.
Hjúkrunarfræðingar
og sjúkraliðar
óska eftir vinnu
Samstilltur og samæfður hópur sem sam-
anstendur af sjúkraliðum og hjúkrunarfræð-
ingum óskar eftir atvinnu.
Höfum góða starfsreynslu og vinnum vel
gegn góðum launum.
Margt kemur til greina.
Tilboð sendist augldeild Mbl. fyrir 5. sept-
ember merkt: „Band-Aid — 007“.
Verkamenn —
vélamenn
Viljum ráða strax nokkra verkamenn og vana
vélamenn. Mikil vinna. Upplýsingar á morg-
un, mánudag í síma 50877.
Loftorka hf.
Aðstoð óskast
Rösk og áreiðanleg aðstoð óskast strax á
tannlæknastofu við Hlemm. Vélritunarkunn-
átta æskileg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl.
fyrir þriðjudagskvöld 2. sept. merkt:
„Stundvís — 8071“.