Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 66
MQjRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR. 31. ÁGÚST .1986 IÞROTTIR UNGLINGA UMSJÓN/Vilmar Pétursson j Mikill hraði og glæsileg mörk — einkenndu bikarúrslitaleik 2. flokks karla Fimmtudagskvöldið si'ðastliðið fór fram úrslitaleikurinn í bikar- keppni 2. flokks pilta og áttust þar við lið Fram og KR. Lið þessi hafa sýnt það f sumar að þau eru að öðrum liðum ólöstuðum þau bestu í þessum aldursflokki. Það voru KR-ingar sem fóru með sigur af hólmi eftir mjög fjörugan leik en lokatölur leiksins urðu fjögur mörk gegn tveimur eftir að jafnt hafði verið í leikhlói, 2:2 KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur og eftir 15 mínútur náðu þeir forystunni. Markið skoraði fyr- irliðinn Sigurður Valtýsson með skalla eftir hornspyrnu. Um 10 mínútum síðar jók KR forystu sína með öðru skallamarki en það geröi Steinar Ingimundar- son og fór létt með. Hann fékk boltann eftir aukaspyrnu einn og óvaldaður á markteig Fram og skallaði neðst í hornið. Frammararnir voru þó ekki á því að gefast upp og það sem eftir lifði hálfleiksins fóru þeir á kostum. Geysimikill hraði var í leik þeirra og náðu þeir að jafna leikinn fyrir leikhlé. Fyrra mark þeirra skoraði Þór- hallur Víkingsson, hann fékk boltann eftir að hann hafði skolliö í stöng KR-marksins en í hana hafði félagi hans Helgi Bjarnason þrumað honum. Þórhallur sendi boltann viðstöðulaust uppí þaknet- iö og var þetta vel að verki staðið hjá honum. Lúövík Þorgeirsson sá síðan um að skora síðara mark Fram og ekki var heldur um neitt slormark að ræða hjá honum. Hann sendi boltann beint í metið úr aukaspyrnu alveg út við hlið- arlínu. Flestir bjuggust við að Lúðvík sendi boltann fýrir markið þar sem færið var mjög þröngt en Lúðvík sá færið og var fljótur að nýta sér það. Fleiri urðu mörkin ekki í hálfleiknum þrátt fyrir mjög góð færi beggja liða til þess sáu m.a. markmennirnir Stefán Lúðví- ksson og Páll Ólafsson en báðir vörðu þeir sérstaklega glæsilega í þessum hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur og opinn og sá fyrri en þó þurfti ekki að bíða lengi eftir marki í honum því það kom strax á 1. mínútu hans. Markið skorði Stefán Steinsen fyrir KR með skalla eftir hornspyrnu. Frammar- ar reyndu allt hvað þeir gátu að jafna leikinn og voru mun meira með boltann en náðu ekki að nýta nokkur allþokkaleg færi sem þeir fengu. KR-ingarnir juku síðan for- ustu sína rétt fyrir leikslok og hvílíkt mark. Dæmd var auka- spyrna á Fram rétt utan vítateigs og framkvæmdi Heimir Guðjóns- son spyrnunna. Hann gerði sér lítið fyrir drengurinn sá og þrumaði boltanum efst í markhornið að þvílíkum krafti að mannsaugaö greindi vart boltann fyrr en hann söng í netinu. Og það voru Því KR-ingar sem tóku undir söng knattarins í leikslok og sungu KR- ingar eru bestir. Þessi leikur er báðum liðum til mikils sóma og gleðiefni fyrir unn- endur góðrar knattspymu. Leik- menn beggja liða sýndu mjög skemmtilega og góða knattspyrnu. Hjá KR bar mest á þeim Stefáni Steinsen, Sigurði Valtýssyni og Heimi Guðjójnssyni en atkvæða- mestir Frammara voru Arnljótur Davíðasson, Lúðvík Þorgeirsson og Jónas Björnsson. Morgunblaðið/VIP • Vertu ekki svona skjálfhentur maður, þú gætir misst bikarinn, er eins og fyririiðinn Sigurður Valtýsson só aö segja við fólaga sinn, Magnús Gytfason. Guðjón Ingason bíður spenntur eftir að röðin komi að honum að fá að handlelka hinn eftirsótta grip. Allt á grasi Sigurður Valtýsson fyrirliði 2. flokks KR lót vel að líðan sinni eftir að hann hafði tekið við ís- landsmeistarabikarnum úr hendi formanns KSí. „Við höfum ekki tapað leik f sumar við gerðum þrjú jafntefli f Reykjarvíkurmótinu og eitt f íslandsmótinu þannig að íslandsmót 2. flokks karla: KR tapaði ekki leik ÞEGAR KR-ingar gengu til leiks gegn Vfking f sfðasta leik sínum í íslandsmóti 2. flokks karla voru beir þegar búnir að tryggja sór Islandsmeistaratitilinn. En þeir voru búnir að gera gott betur þvf þeir höfðu ekki tapað eínum ein- asta leik f mótinu þannig að Vfkingsleikurínn hafði vissuiega töluverða þýðingu fyrir þá. í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en Víkingarnir voru fyrri til að skora. Það mark gerði Svein- björn Jóhannesson með skalla eftir góðan Víkingssamleik. Þröstur Bjarnason náði síðan að jafna fyrir KR áður en dómarinn blés til leik- hlés. í siðari hálfleik tóku Vestur- bæingarnir öll völd í sínar hendur og sýndu þá knattspyrnu sem skil- aði þeim íslandsmeistaratitli. Boltinn gekk hratt og vel milli manna, breidd vallarins var notuð á áhrifaríkan hátt og allir leikmenn liðsins tóku virkan þátt í leiknum. Mörkin létu ekki heldur á sér standa og þegar upp var staðið var staðan orðin 4:1 fyrir KR. Mörk KR í síðari hálfleik gerðu þeir Sigur- steinn Gíslason, Stefán Steinsen og Þorsteinn Halldórsson. Þorsteinn Halldórsson og Magnús Gylfason áttu mjög góðan leik á miðjunni hjá KR en hjá Víking- um átti miðjumaðurinn Guðmund- ur bestan leik en þeir eiga einnig góðu liði á að skipa sem er til margs líklegt í framtíðinni. manni getur ekki liðið öðrvfsi en vel.“ Sjö leikmenn í þessu sigursæla KR-liði eru á yngsta ári og árangur þessara stráka á síðustu árum er hreint ótrúlegur. Þeir hafa ekki tapað leik á Islandsmóti seinustu 4 árin. j£i- „Það er margt sem hjálpast að til að gera þennan árangur svona góðan, samheldnin og liðsandinn í hópnum er frábær, við höfum fengið mjög góða þjálfara og í sumar hefur verið gert mjög v(ej við okkur frá hendi stjórnarinnar því við höfum fengið allar æfingar, og leiki á grasi, sem hefur mjög' mikið að segja," sagði Sigurðun Á seinni hluta keppnistímabils- ins hafa ýmsir leikmenn 2. flokks- ins verið aö banka á dyr meistaraflokks KR en aö sögn Sig- urðar hefur það ekki komiö niður á 2. flokki. „En þaö má búast við að á næsta keppnistímabili verði nokkrir úr þessum hópi í meistarg- flokksliðinu þannig að róðurinn næsta sumar gæti orðið þyngri," bætti hann við. 2. flokkur: * -------------- m íslands- S og bikar- ; meistarar KR • KR sigraði með miklum yfir- burðum í Islandsmóti 2. flokks f knattspyrnu 1986, sem lauk fyrir skömmu og á fimmtudag- inn urðu ( þeir bikarmeistarar. Sigursælir strákar. Myndin er af íslands- og bikarmeisturun- um. Fremri röð frá vinstri: Guðjón Ingvason, Rúnar Krist- insson, Þormóður Egilsson, Páll Ólafsson, Sigurður Valtýsson fyrirllði, Ingi Guðmundsson, Ingólfur Garðarsson, Þröstur Bjarnason og Sigursteinn Gísla- son. Aftari röð frá vinstri: Gfsli Jón Magnússon, Tryggvi Haf- stein aðstoöarþjálfari, Þor- steinn Halldórsson, Magnús Gylfason, Guðni Grétarsson, Heimir Guðjónsson, Stefán Steinsen, Þorsteinn Guðjóns- son, Steinar Ingimundarson, Birgir Guðjónsson liðsstjóri og Lúðvfk Georgsson stjórnarmað- ur. Á myndina vantar Hilmar Björnsson og Kára Konráðsson. Morgunblaöiö/Július
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.