Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 68

Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 68
SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. íslenskir verktakar: Framkvæmd- ir aukast með batnandi efna- hagsástandi — segir Gunnar Birgis- son formaður Verk- takasambandsins „NOKKUÐ hefur ræst úr sumrinu fyrir verktakana,“ sagði Gunnar Birgisson for- maður Verktakasambandsins, í samtali við Morgunblaðið nýverið, „það er eins og þjóð- félagið breytist við niður- færslu verðbólgunnar og fjárfesting einkaaðila í fram- kvæmdum aukist. Auk þess hefur góða veðrið hjálpað upp á sakirnar." Gunnar taldi, að í heildina tekið hefði orðið samdráttur hjá verk- tökum frá fyrra ári, en það væri vitaskuld mismunandi á milli ein- stakra verktaka. Hins vegar taldi Gunnar ástandið hafa batnað eftir því sem á árið hefði liðið. Ástæður samdráttarins eru að- allega tvær að sögn Gunnars; óstjóm í efnahagsmálum og sam- dráttur í opinberum framkvæmd- um. Vegaframkvæmdir hafa verið ..skornar niður um helming og hvorki hjá Vita- og hafnamála- stjóm né Flugmálastjórn hafa verið neinar framkvæmdir í sum- ar. Coldwater og Iceland Seafood: í Jökulsárlóni Morgunblaðið/Ámi Sœberg Einstök veðurblíða var í Skaftafellssýslum í síðustu viku er Morgunblaðsmenn áttu leið þar um. Myndin var tekin á Jökuls- árlóni á Breiðamerkursandi. Þrír ungir menn reka þar bátaleigu og gefst ferðamönnum kostur á að fara í bátsferðir um lónið. Þess má til gamans geta að í þessari ferð voru þrír íslending- ar, tveir Svisslendingar, Svíi og ísraelsmaður. Þrátt fyrir fyrmefnd atriði er formaður Verktakasambandsins nokkuð bjartsýnn á framtíðina, miðað við þær efnahagsframfarir, sem átt hafa sér stað undanfarið, og einnig taldi Gunnar hið nýja húsnæðislánakerfi hvetjandi fyrir framkvæmdir. „Eg vona að stjórn- völd auki fjárframlög til vega- og hafnaframkvæmda á næstu fjár- lögum og að þau stuðli einnig að aukinni hagkvæmni og skipulagn- ingu við útboð framkvæmda t.d. í vegaframkvæmdum, en lagning vegarspotta hér og þar er augljós- lega afar óhagkvæm fyrir alla aðila.“ Hægt að selja mun meira af frystum sjávarafurðum Ferskf iskmarkaðir taka mikinn hluta af lans til sín ÍSLENSKU fisksölufyrirtækin í Bandaríkjunum, Coldwater og Iceland Seafood, hafa undan- farið átt í umtalsverðum erfið- leikum með að sinna óskum Laugardalslaugin: Tíð slys á hálum laugarbakkanum VESTURBAKKI sundlaugar- innar í Laugardal hefur reynst mörgum skeinuhættur eftir að lagfæringar á lauginni áttu sér stað fyrr á árinu. A fimmtudag- inn höfuðkúpubrotnaði þar kona er var að koma upp úr lauginni og i sumar hafa orðið allnokkur smávægileg slys við það að fólk hefur runnið til á hálum laugarbakkanum. „Það er ekki hægt að lýsa því hversu mikil hætta er þama á ferðinni, það verður að bregðast við þessu skjótt áður en fleiri slys hljótast af,“ sagði Gunnar Guð- mundur Erlendsson, sundlaugar- vörður, í samtali við Morgunblað- ið. Kvað hann verulega hættu stafa af fínpússuðum laugar- bakkanum vestan megin við laugina, þar sem gengið er frá búningsklefum til laugar, og sagði hættuna vera sérstaklega mikla þegar hefði rignt því þá væri bakkinn glerháll. „Það má sama sem ekkert útaf bera til að þama verði slys og á það hafði verið bent og talað um að þetta þyrfti að lagfæra. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir slysið á fimmtudaginn að hlaupið var til og það svæði sýrubrennt þar sem flest óhöppin hafa orðið. Það þarf að sýrubrenna allan bakkann og gera frekari ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir að svona lagað geti endurtekið sig því þarna getur myndast stór- hætta," sagði Gunnar að lokum. viðskiptavina sinna um kaup á frystum sjávarafurðum vegna þess hversu mikinn liluta aflans ferskfiskmarkaðir, sérstaklega á Bretlandi, eru farnir að taka til sín. Bæði fyrirtækin hefðu getað selt talsvert meira af frystum sjávarafurðum hefðu þær verið fyrir hendi. Þrátt fyrir þetta hefur verð fyrir frystar sjávaraf- urðir aldrei verið hærra en um þessar mundir. I vikunni voru til ítarlegrar um- ræðu á stjómarfundi hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna framleiðslu- og markaðsmál með sérstöku tilliti til vöntunar á vissum fisktegundum, sérstaklega ýsu og karfa og einnig var rætt um harðnandi samkeppni um þorskinn vegna sterkra fersk- fískmarkaða í Bretlandi um lengri tíma. Guðmundur H. Garðarsson blaðafulltrúi Sölumiðstöð var hrað- frystihúsanna sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að Coldwater fyrirtækið í Banda- ríkjunum hefði vantað fisk og ekki getað sinnt eftirspum viðskiptavina sinna. „Við höfum reynt að standa við gerða samninga eftir föngum en ekki fengið allan þann fisk sem við höfum getað selt. Þrátt fyrir þetta hefur átt sér stað heildar- aukning á framleiðslu frystra sjávarafurða um 14% það sem af er þessu ári,“ sagði Guðmundur. Guðjón B. Ólafsson, fráfarandi forstjóri Iceland Seafood í Banda- ríkjunum, sagði að mjög mikill skortur hefði verið á flestum fisk- tegundum mestan hluta ársins og hefði hann farið vaxandi eftir því sem líða hefði tekið á árið. „Þetta hefur komið niður á sölu hjá fyrir- tækinu vegna þess að eftirspumin er meiri og við hefðum hiklaust getað selt mun meira af frystum sjávarafurðum hefðu þær verið til,rf sagði Guðjón. Sagði hann fyrirtæk- ið vera í vaxandi vanda með að geta séð viðskiptavinum sínum fyr- ir vöru og bætti því við að því væri ekki að leyna að vandinn væri mik- ill. Hann lét þess þó getið að fyrir- tækið væri þó með áframhaldandi sölu á verksmiðjuframleiddum vör- um og kvað hann stöðuna á því sviði býsna sterka, en fyrirtækið hafði komið sér upp birgðum blokk- afurða. Guðmundur H. Garðarsson lét þess einnig getið að ekki mætti gína um of yfir ferskfiskmörkuðun- um, þeir gætu ekki tekið við endalaust, og það væru markaðim- ir fyrir frysta fiskinn sem þyrfti að leggja rækt við því þangað færi mestur okkar afli. Hann sagði að þegar væri farið að bera á því að markaðir í Bretlandi og Japan væru famir að taka meira til sín af fryst- um sjávarafurðum, til dæmis hefðu Japanir keypt í fyn-a um 5.500 tonn og horfur væm á að þangað færu nú um 10.000 tonn. „Þama er um umtalsverða aukningu að ræða og það er skylda þessara samtaka að fá besta fáanlegt verð fyrir afurð- irnar og um leið að viðhalda þeim mörkuðum sem kaupa hvað mest af þeim,“ sagði Guðmundur. Mesta Súlu- hlaup í rúm- an áratug Náði hámarki í fyrrinótt MESTA Súluhlaup í rúman áratug náði hámarki laust eftir miðnætti i fyrrinótt. Eftir það fór hlaupið að dvína en í gærmorgpm var þó enn mikið vatn í ánni, að sögn Eyjólfs Hannessonar, bónda á Núpsstað í Hörgslandshreppi. Nokkrar skemmdir urðu á vega- görðum, sem veita vatni undir Núpsvatnabrúna en laust fyrir há- degi í gær var viðgerð á görðunum langt komin. Aðrar skemmdir urðu ekki á vegum eða mannvirkjum af völdum hlaupsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.