Morgunblaðið - 06.09.1986, Page 1

Morgunblaðið - 06.09.1986, Page 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 199. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Við héldum að við yrðum öll drepin — sagði farþegi í þotu Pan Am, sem hryðjuverkamenn tóku í Pakistan Fórnarlamb Sjúkraliðar flytja Kumar Raj- ish, Bandaríkjamann af indverskum ættum, í sjúkra- hús í Karachi. Árásarmenn- irnir skutu hann og köstuðu honum helsærðum út úr flug- vélinni er þeir tóku hana. Hann lézt síðar í sjúkrahúsi, og var þvi fyrsta fórnarlamb Karachi, Pakistan, AP. „ÞEIR hófu allt í einu tryllings- lega skothríð. Það greip um sig mikil skelfing og börnin hágrétu. Þetta var eins og helför og hélt ég það biði okkar allra að drep- ast,“ sagði farþegi í þotu Pan American, sem fjórir arabískir hryðjuverkamenn tóku á sitt vald á flugvellinum i Karachi i Pakist- an. Eftir 17 stunda umsáturs- ástand yfirbuguðu her- og lögreglumenn fjórmenningana, sem að sögn leyniþjónustumanna eru Palestinumenn. Að minnsta kosti 16 biðu bana er fjórmenn- ingarnir hófu skothrið á farþega, að sögn embættismanna, og einn er þeir réðust inn í þotuna. Hjúkrunarfólk og önnur vitni á flugvellinum sögðu særða og dauða rúmlega eitthundrað. At- burðurinn var enn óljós þegar Morgunblaðið fór til prentunar í gærkvöldi. Farþegar, sem sluppu ómeiddir frá hildarleiknum, sögðu fjórmenn- ingana hafa byrjað tryllska skothríð út í loftið þegar ljós fóru af þot- unni. Virtist sem þeir hefðu orðið skelkaðir er Ijósin fóru skyndilega af. Talsmenn Pan Am segja ljósa- vélina hafa orðið eldsneytislausa. í sömu mund voru neyðarútgangar opnaðir og þustu farþegar, sem voru um 400 talsins, þegar í stað út um þá. Víkingasveitir hers og lögreglu voru í viðbragðsstöðu á flugvellin- um og nokkrir sveitarlima upp við þotuna þegar skothríðin hófst. Óljóst var enn hvort þær hafí lagt til uppgöngu áður en skothríðin byrjaði. Farþegar sögðust hafa heyrt hávaða utan flugvélarinnar rétt áður en skothríðin hófst. Af opinberri hálfu var hins vegar sagt að hún hafí byijað er lögreglusveit, sem reyna átti að semja við fjór- menningana, nálgaðist þotuna rétt eftir að ljósin slokknuðu. Fyrst hafí handsprengju verið varpað á lög- reglumennina og skothríð síðan hafízt. Réðust víkingasveitir þá til atlögu og felldu þær tvo af mönnun- um fjórum en náðu hinum á lífí. Þegar þeir voru leiddir á brott hróp- aði annar þeirra að hann væri Palestínumaður og frá Líbanon. Tugum sjúkrabifreiða var ekið að þotunni þegar farþegar streymdu út úr henni og lögð áherzla á að koma hinum særðu sem skjótast undir læknishendur. Hermt er að reynt hafí verið að villa um fyrir árásarmönnunum með að flugmenn væru á leið frá Vest- ur-Þýzkalandi til að fljúga þotunni á brott. Þegar þotan var tekin kom- ust flugmenn og flugvélstjóri undan um neyðarlúgu. Arásarmennimir hugðust halda til Kýpur. Þeir voru ýmist sagðir í samtökum, sem sæktu stuðningtil írans eða Líbýu. Sjá ennfremur fréttir tengdar töku flugvélarinnar á bls. 21. Hvetja til samstöðu gegn hryðjuverkum Flugmóöurskip í viðbragðsstöðu Washington, London, Napoii, AP. GEORGE SHULTZ, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkjamenn muni í engu hvika frá afstöðu sinni til hryðju- verka. „Við munum ekki fara að kröfum hryðjuverkamanna né heldur munum við hvetja utanaðkomandi aðila til þess“ sagði í til- kynningu utanríkisráðuneytisins. Shultz sagði í ræðu í gær að hryðjuverk væru „ákveðið form siðleysis og villimennsku", sem enn hefði ekki tekist að bijóta á bak aftur. Noregur: Versti hótel- bruni120 ár Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morg- unblaðsins i Noregi, AP. AÐFARANÓTT sl. föstudags kom upp eldur í 12 hæða hótel- byggingu i Kristiansand í Suður-Noregi, Hótel Caledoni- en. Eftir margra klukkustunda baráttu slökkviliðsmanna við eldinn og leit björgunarmanna að 140 gestum er á hótelinu dvöldu, kom i ljós að 14 manns höfðu látist og flytja þurfti 53 á sjúkrahús. Eldurinn kom upp á jarðhæð og breiddust eldur og reykur hratt út. Erfítt var um vik við slökkvi- starf og björgunaraðgerðir, þar sem brunastigar slökkvibifreið- anna náðu ekki upp að efstu hæðum hótelsins og var þyrla notuð til að ná til fólksins þar. Er þetta í fyrsta sinn sem þyrla er notuð við slíkar aðstæður í Noregi og sögðu yfirvöld, að það hefði ráðið úrslitum, um hversu margir komust lífs af. Brunamálastofnun Noregs seg- ir, að brunavamir á hótelum þar í landi þurfi að endurskoða, því reglum sé ekki framfylgt. Einnig hafi bæklingur verið prentaður fyrir nokkrum árum, þar sem hótelgestum var sagt hvemig þeir ættu að haga sér ef kviknaði í, en sárafá hótel hefðu séð sóma sinn í að dreifa honum til gesta sinna. Sjá ennfremur Hótelbruni í Noregi á bls. 20. Vernon Walters, sendiherra Banda- ríkjastjómar hjá Sameinuðu þjóðun- um, sem staddur var í Bretlandi, sagði árásina á þotuna á flugvellin- um í Karachi vera skýrt dæmi um þá öldu hryðjuverka sem nú riði yfír heimsbyggðina og ríki Evrópu og Bandaríkjamenn yrðu að sameinast um að stöðva. Walters hélt til Kan- ada frá Bretlandi en hann hefur átt fundi með stjómvöldum í sjö ríkjum Evrópu um leiðir til að binda enda á skipulega hryðjuverkastarfsemi. Í tilkynningu frá breska utanríkis- ráðuneytinu sagði að ríkisstjómin væri tilbúin til að taka hertar að- gerðir gegn Líbýumönnum til athugunar reyndust þeir bera ábyrgð á árásinni. Bandaríska flugmóðurskipið „Forrestal" lét í gær úr höfn í Nap- ólí á Ítalíu. Ekki er vitað hvert för skipsins er heitið en ótilgreindir bandarískir embættismenn sögðu að skipinu væri ætlað að vera í við- bragðsstöðu á Miðjarðarhafi. Nokkur smærri herskip em i fylgd með skipinu en ekki er vitað hversu mörg þau em. Sömu heimildarmenn sögðu bandaríska vamarmálaráðuneytið ekki hafa nein sönnunargögn undir höndum, sem bentu til þess að Lábýu- menn hefðu staðið að baki árásinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.