Morgunblaðið - 06.09.1986, Page 3
Ræktun á angórakanínum
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986
3
30% dýranna eru góð
— að mati þýsks kanínubónda sem leið-
beinir við ræktunina hér
30% af angórakanínum lands-
manna eru mjög góðar, 50%
allgóðar en um 20% í slæmu
ástandí að mati Herberts Dau,
vestur-þýsks kanínubónda, sem
ferðast hefur á milli kanínu-
bænda í mánuð á vegum Kanínu-
ræktarfélags Suðurlands og
leiðbeint þeim í kanínuræktinni.
Dau hefur áður komið til landsins
til að leiðbeina kanínubændum og
fylgst með framforum í ræktun
angórakanínanna. Hann varar
bændur við að ætla sér að gera
kanínuræktina að aðalbúgrein, tel-
ur það allt of áhættusamt.
I lok heimsóknarinnar nú afhenti
Herbert Dau Inga Tryggvasyni for-
manni Stéttarsambands bænda
skjöld að gjöf frá borgarstjóranum
í heimabæ sínum, Diedorf í Vestur-
Þýskalandi.
Um þessar mundir er mikil óvissa
í sölumálum kanínuhársins. Álafoss
hætti að taka við angórahárinu
vegna þess að ekki hefur tekist að
framleiða seljanlega vöru úr því.
Landssamband kanínubænda og
Álafoss eru nú að athuga möguleik-
ana á því að kaupa til landsins
verksmiðju til að vinna band og
fatnað úr angórahárinu. Jón Eiríks-
son ritari sambandsins telur að
sölumálin verði aldrei í almennilegu
lagi fyrr en tekst að vinna úr henni
hér.
Þýski kanínubóndinn Herbert Dau afhenti Inga Tryggvasyni skjöld
frá borgarstjóranum í heimabæ sinum.
Stúlka rænd
á Lækjatorgi
VESKI var rænt af lítilli stúlku
á Lækjartorgi um kl. 15.00 í
gær. Stúlkan, sem er 13 ára, var
að passa barn með vinkonu sinni.
Hópur stráka vék sér að og gerði
hróp að þeim. Þær báðu þá um
að hætta áreitni sinni, en þeir
létu ekki segjast. Einn drengj-
anna seildist þá í vasa stúlkunar
og tók veski hennar. Hann hvarf
á braut ásamt vini sinum og sást
siðast stiga um borð í leið 3-A á
leið i Vesturbæinn.
Ef einhver vitni voru að atvikinu
eru þau beðin um að láta lögregl-
una í miðbæjarstöð vita. Drengimir
voru 12-14 ára gamlir, annar skol-
hærður í blárri „Millet-úlpu“, hinn
dökkhærður og í dökkblárri úlpu
með gráum ermum. í veskinu voru
öll skilríki stúlkunnar og laun henn-
ar sem hún hafði fengið útborguð
þennan dag.
Vonumst
til að hafa
Feng lengur
— segir Kristján Ar-
mannsson, fram-
kvæmdastjóri Sæbliks
hf. á Kópaskeri
FENGUR, _ skip Þróunarsam-
vinnusjóðs Islands, kom úr sinni
fyrstu veiðiferð sl. fimmtudag
með 14 tonn af rækju eftir að
Sæblik hf. á Kópaskeri tók skip-
ið á leigu. Hjól rækjuvinnslunnar
eru þá farin að snúast á nýjan
leik eftir u.þ.b. árshvíld sökum
hráefnisskorts.
Hjá Sæbliki hf. leggur einnig að
hluta upp- Stakfell, togari Þórs-
hafnarbúa, og þrír aðrir bátar,
Eyvindur Vopni frá Vopnafírði,
Fagranes frá Þórshöfn og Ver frá
Bakkafirði. Afla Eyvinds Vopna er
ekið landleiðina frá Vopnafírði til
Kópaskers. Kristján Ármannsson,
framkvæmdastjóri Sæbliks hf.,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að heldur væri nú farið að birta
yfir rekstri fyrirtækisins, en fyrr í
sumar var Sæblik hf. auglýst til
sölu eða leigu. „Það komu tvær
fyrirspumir um sölu á fyrirtækinu,
en þá tókum við þá ákvörðun að
heldur vildum við leigja en selja
fyrirtækið úr höndum okkar, þótt
útlitið væri ekki bjart, en engin
fyrirspum kom um leigu á rækju-
vinnslunni."
Sæblik hf. hefur Feng á leigu
þangað til í lok október, en að sögn
Kristjáns vonuðust menn til að fá
að hafa skipið lengur. „Mér vitandi
em engin fyrirliggjandi verkefni
fyrir skipið við þróunaraðstoð enn-
þá. Auðvitað emm við alltaf að leita
að skipi til að kaupa, en það er
alls ekki um auðugan garð að gresja
í þeim efnum," sagði Kristján.
FIAT-umboðið á íslandi Skeifunni 8. S. 688850
PÁV Prentsmiðja Arna Valdemarssonar hl.