Morgunblaðið - 06.09.1986, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986
Garðakobbi
Erigeron x hybridus
Afbrigðið Foester Liebling er blómsælt mjttg og þrifst hér með ágætum.
ÞEGAR líða tekur á sumarið
og næturnar kólna, þá fara hin-
ar ýmsu síðblómstrandi plöntur
að teygja sig fram í sviðsljósið,
svo sem Garðakobbinn. En um
kynni sín af þeim litfögru
fíflum langar þann, sem penn-
anum stýrir að þessu sinni, að
greina svolítið nánar frá.
Garðakobbinn er náskyldur
okkar íslenska Jakobsfífli (E.
boreale) en afbrigði þau, sem
mest eru í ræktun hér, hafa aðal-
BLÓM
VIKUNNAR
18
Umsjón:
Ágústa Björnsdóttir
lega komið frá Englandi og
Þýskalandi, en jurtin á hinsvegar
uppruna sinn í N-Ameríku. For-
feður Garðakobbans eru taldir
vera E. macranthus og E. specios-
us, sem þar eiga heima. Planta
þessi gerir ekki sérstakar kröfur
um jarðveg, nema hvað góð garð-
möl, vel framræst, er vel þegin.
Henni líkar á hinn bóginn illa að
vera sett skuggamegin við aðrar
hærri plöntur og fái hún fullnægt
kröfunni um að vera sett sólar-
megin í garðinum, þá launar hún
það ævinlega með ríkulegu blóm-
skrúði á tímabilinu ágúst/sept-
ember. Litir Garðakobbans eru
ævinlega bleikir og fjólubláir, en
með ótal blæbrigðum frá þessum
litum bæði í ljósu og dökku. Hvirf-
ilblómin eru hinsvegar alltaf
hreingul. Mjög athyglisvert er
fyllta afbrigðið með sínum lýsandi
ljósQólubláum blómum. Hæð
þessara fífla er á bilinu 30—60
sm og getur því verið freistandi
að binda þá upp þegar líða tekur
á sumarið, en undirrituðum fínnst
ekkert síður aðlaðandi að leyfa
þeim að sveigja sig niður að beði
sínu, ef þeir hafa þörf fyrir það,
en sjá þeir ætíð um að rétta úr
sjálfum blómkollunum í átt til
sólar.
Þegar blómgun er lokið, er
plöntunni fyrir bestu að blóm-
stönglarnir séu skomir ofan af.
Vanti einhvem Erigeron f stein-
hæð sína, þá er til ljómandi falleg
tegund, Guli-Jakobsfífíll frá Tur-
kestan (E. aurantiacus), með
rauðgulum blómum eins og nafnið
bendir reyndar til. Hann verður
um 30 sm hár og talinn harðger
hér eins og raunar Garðakobbinn
er einnig. Óllum þessum tegund-
um er auðvelt að fjölga með
skiptingu.
Varla þarf að taka fram að
Garðakobbinn er hið ákjósanleg-
asta blóm til afskurðar og stendur
lengi ferskur í vasa, sérstaklega
ef viðtakandi man eftir að láta
vasann á kaldan stað jrfir nóttina
og endumýja vatnið hæfilega oft.
Þórhaliur Jónsson
Myndlistaskólinn í Reykjavík
Tryggvagötu 15, 6. hæö, sími 11990
Kennsla hefst mánudaginn 29. september. Kennt
verður í eftirtöldum deildum á haustönn.
BARNADEILDIR:
Börn 6—10 ára mánud. og miðvikud. kl. 10—11.30.
Börn 8—11 ára þriðjud. og fimmtud. kl. 9.—10.30.
Börn 8—11 ára þriðjud. og fimmtud. kl. 16—17.30.
Börn 11—13 ára mánud. og miðvikud. kl. 16—17.30.
Börn 11—13 ára þriðjud. og fimmtud. kl. 18—19.30.
Unglingar 14—16 ára mánud. og miðvikud. kl. 18—19.30.
TEIKNIDEILDIR:
Teiknun fyrir byrjendur
Teiknun I mánud. og miðvikud. kl. 17.30—19.45.
Teiknun I mánud. og miövikud. kl. 20—22.15.
Teiknun I þriðjud. og fimmtud. kl. 17.30—19.45.
Teiknun I laugard. 9.—13.30.
Módelteiknun I mánud. og miðvikud. kl. 17.30—19.45.
Módelteiknun I þriðjud. og fimmtud. kl. 17.30—19.45.
Módelteiknun I þriöjud. kl. 20—22.15. Eingöngu fyrir nemend-
ur í öðrum deildum skólans.
Módelteiknun I föstud. kl. 17—19.15. Eingöngu fyrir nemend-
ur í öðrum deildum skólans.
Teiknun framhald
Teiknun II þriðjud. og fimmtud. kl. 20—22.15.
Teiknun III laugard. kl. 9—13.30.
Módelteiknun II laugard. kl. 9—13.30.
Módelteiknun II miðvikud. kl. 20—22.15.
Módelteiknun II mánud. og fimmtud. kl. 20—22.15.
MÁLARADEILDIR:
Málun I þriðjud. kl. 17.30—22.15. OKulitir.
Málun II mánud. og fimmtud. kl. 17—19.15. Olíulitir.
Málun III miðvikud. kl. 17—19.15. Olíulitir. Framhaldsdeild.
Vatnslitir mánud. kl. 20—22.15. Eingöngu ætlað framhalds-
nemendum.
Grafík
Kennsla í skurði og ætingum miðvikud. 20—22.15 og föstud.
17—19.15. Eingöngu ætlað framhaldsnemendum.
Mótunardeildir
Mótun I þriðjud. og fimmtud. kl. 17—20.
Módelteiknun miðvikud. kl. 17—20.
Kennsla í rennslu leirmuna. Framhaldsdeild.
Mótun II laugard. kl. 9—13.30. Teiknun mánud. 20—22.15.
Kennsla í rennslu leirmuna. Framhaldsdeild.
Fyrirlestrar í listasögu eru á laugardögum ætlaðir öllum
nemendum skólans.
Innritun hefst mánudag 8. september
Innritað er kl. 13—19 mánudaga til föstudaga í húsnæði
skólans, Tryggvagötu 15, 6. hæð, sími 11990.
Bakaðar kartöflur og meðlæti.
Kartöflu-„lúxus“
Heimiíishora
Bergljót Ingólfsdóttir
LÁNIÐ leikur við okkur neyt-
endur í kartöflumálum þessa
dagana, fáanlega eru nýjar
íslenskar kartöflur og hægt er
að velja sér tegund og stærð í
flestum verslunum. Engar
kartöflur eru betri og bestar
eru þær eins og þær koma fyr-
ir, rétt mátulega soðnar.
En jafnframt þeim íslensku eru
einnig á boðstólum stórar erlendar
bökunarkartöflur, sem mörgun
finnst hið mesta sælgæti og hafa
óspart verið keyptar til að setja á
útigrillin í sumar.
En stórar kartöflur bakaðar í
ofni eru ekki síðri og reyndar má
matbúa mjölmiklar kartöflur á
marga vegu, hafa þær sem með-
læti með öðru eða í aðalhlutverk-
inu, aðalréttinn.
Kartöflur eru ágætur
C-vítamíngjafi og hitaeiningamar
í einni meðalkartöflu, bakaðri eða
soðinni, eru 100, jafn margar og
í einum banana, einu meðalstóru
epli og appelsínu.
Meðlæti með bökuðum
kartöflum
Sveppir og laukur
Tveir hlutar af sveppum (mag-
nið að eigin vild) og einn af lauk.
Sveppir og laukur brytjað og
brugðið í smjör á pönnu, látið
krauma við vægan straum, krydd-
að með salti og pipar. Borið fram
heitt með bökuðum kartöflum.
Kotasæla
Kotasælan hrærð til að mýkja
hana, kryddjurtum bætt saman
við, má einnig setja í blandara eða
hræra í vél. Kryddjurtimar geta
verið t.d. basil-lauf, timian, gras-
laukur eða dili, að ógleymdu
smjöri eða sýrðum rjóma.
Kartöflubakstur
Mjöimiklar kartöflur eru af-
hýddar og skomar í sneiðar,
sneiðamar lagðar í smurt, ofnfast
fat, rifnum osti, salti og rósmarín
stráð yfir hvert lag og efst eru
settir smjörbitar að auki. Bakað
í 40—50 mínútur við 225° C.
Ofnbakaðar kartöflur
með beikoni
5—6 meðalstórar mjölmiklar kart-
öflur
1 meðalstór iaukur
75—100 gr beikon
salt, pipar
50 gr. rifinn mildur ostur
IV2 dl mjólk
Kartöflumar afhýddar og
skomar í sneiðar, laukurinn brytj-
aður smátt. Beikonið skorið í bita
og brúnað á pönnu. I smurt ofn-
fast fat eru kartöflusneiðar iagðar
í lög, laukur, beikon og rifínn
osturinn, krydd sett yfír hvert
lag, mjólkinni hellt yfír. Bakað í
ca. 45 mín. við 200° C. Álpappír
settur yfir í lokin svo kartöflumar
verði ekki of dökkar og þurrar.
Gratineraðar
kartöflur
500 gr mjölmiklar kartöflur
1 di soð (súputen. og vatn)
salt, pipar
ca 100 gr rifínn ostur
Kartöflumar afhýddar, skomar
í sneiðar og svo teninga, soðnar
í vatni í ca 5 mín., vatnið látið
síga vel af. Kartöflumar settar í
smurt ofnfast fat, salti og pipar
stráð yfir ásamt örlitlu af ostinum.
Að lokum er soðinu hellt yfir og
ostinum, sem eftir er. Bakað í
ofni við 200° C þar til kartöflum-
ar eru orðnar meyrar og osturinn
búinn að fá lit.
'/‘r"r SÍMANÚMER
HIMU IVI t r>lilíljlIFMlfíT
1-00